Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SiMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLT! 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Á glapstigum Síðustu dagana hefur lögreglan verið að leita sautján ára unglings fyrir meint rán í verslun í Reykjavík. Ungl- ingurinn var í hópi þriggja annarra jafnaldra sinna sem réðust inn í og rændu verslun í Breiðholti í Reykjavík, grímuklæddir og vopnaðir. Reyndar er einn þeirra ekki nema fimmtán ára gamall og tveir ránsmannanna hafa komið áður við sögu lögreglunnar, meðal annars vegna ofbeldis og þjófnaðar af svipuðum toga og gerðist í versl- uninni í Breiðholti. Sá sem síðast var leitað að og hefur nú gefið sig fram er talinn hafa átt þátt í ráni í sölutumi og líkamsárás og innbroti í aðra verslun í Breiðholti. Hann á að auki óafþlánaðan dóm vegna líkamsárásar frá því í fyrra þar sem hann ógnaði fórnarlömbum sínum með hnífi. Fangelsisyfirvöld hafa af linkind dregið að láta piltinn taka út refsingu sína og þetta eru þakkimar. Það segir sína sögu um ráðleysi réttvísinnar en það segir líka sína sögu um hugarfar og heimsmynd hins seka. Hann geng- ur á lagið. Lögin eru til þessa að brjóta þau. Næsta rán er skipulagt af hálfu meiri ósvífni. Þetta eru óhugnanlegir atburðir í ljósi þess að hér er nánast um böm að ræða, óharðnaða unglinga sem haga sér eins og ótíndir og harðsvíraðir glæpamenn. Því mið- ur er hér ekki einsdæmi á ferðinni. Oftar og oftar þarf lögregla að hafa afskipti af unglingum og ungum mönn- um sem virðast skertir aUri dómgreind varðandi lög og siðferði og stunda glæpi sína að yfirlögðu ráði. Hér er með öðrum orðum að alast upp í þjóðfélaginu kynslóð sem telur ofbeldi og lögbrot í lagi og virðir einskis rétt annarra samborgara. Þetta er sorgleg þróun en nokkuð sem ekki þarf að koma á óvart. Þetta er haft fyrir fólki. í kvikmyndahúsum þykir það skemmtilegast og eftirsóknarverðast að dýrka ofbeldið og glæpamenn og jafnvel morðingjar em gerðir að hetjum og köldum körlum. Sjónvarpið er einnig þessu marki brennt. Þar em glæpamyndir og morðsögur daglegt brauð og sjónvarpið er að því leyti enn verra að sá boðskapur-er þar hafður fyrir fólki í heimahúsum á hverju kvöldi. Er nema von að óharðnaðir unglingar dragi dám af þessum lífsstíl? Unglingar sem hafa farið á mis við uppeldi, foreldra og eðlilega æsku, ungt fólk sem er í uppreisn gagnvart umhverfi sínu. Er ekki við því að búast að dómgreindin brenglist og réttvísin verði tákn þeirrar þjóðfélagsgerðar sem beiskur unghngurinn telur fjandsamlega? Samborg- ararnir verða skotspónn þeirrar útrásar sem ráðvillt og forhert kynslóð leitar. Við höfum kallað þetta ástand yfir okkur. Það er ekki nóg að fordæma og hneykslast á ofbeldi grímuklæddra og vopnaðra unglinga og dæma þá til fangavistar. Þessir afvegaleiddu unglingar em afsprengi okkar eigin um- hverfis, okkar eigin gerða. Þeir em böm þess þjóðfélags sem við höfum skapað þeim. Ofbeldi og uppreisn er tákn karlmennskunnar. Með því að ógna og ræna með vopnavaldi, bjóða lögunum birginn og efna til eltingaleikja í marga sólarhringa er verið að sanna mátt sinn og megin. Þessir unglingar finna ekki til sektarkenndar. Þeir em karlar í krapinu og hafa bíóhetjumar til fyrirmyndar. Glæpahneigðin er ekki stundargaman. Hún er lífsmáti. Ránið 1 Breiðholti og effirleikur þess er því miður það sem koma mun. Þjóðfélagið neyðist til að búa sig undir sams konar eða svipaða atburði. Það hefur sjálft boðið þessari hættu heim. EUert B Schram Hernaöur er ekki svarið við eymdinni og spillingunni á Haítí,“ segir Gunnar m.a. í grein sinni. Símamynd Reuter Ha- Ha- Haíta'? Óyndisklúður Clintons á Haítí ætti að vera öllum pólitíkusum áminning um hvemig menn geta orðiö fangar eigin vingulsháttar. Hversu mörg ókvæðisorð sem réttilega eru höfð um þá gjörspilltu herforingjaklíku sem forsmáir öll mann- og lýðréttindi í þessu mesta eymdarbæli Vesturálfu, er sann- leikurinn samt sá að innrásin er gerð af bandarískum innanlandsá- stæðum og sú ástæða er flótta- mannastraumurinn þaðan, sem er að kaffæra Flórída, sem þegar var að sökkva undan flóttamönnum frá Kúbu. Á sama tima og kúbönskum flóttamönnum var til skamms tíma hleypt óhindrað inn var bátafólk frá Haítí, sem undantekningarlaust er blökkumenn, rekið til baka, eða þá látið farast á hafi úti. Þetta varð kynþáttamál og að auki mikið hita- mál í Flórída. Hafa ber í huga að þing- og ríkisstjórakosningar eru í Bandaríkjunum í nóvember, og á miklu veltur fyrir Ciinton að vinna Flórída. Er kelda betri en krókur? { kosningabaráttunni 1992 for- dæmdi Clinton Bush harðlega fyrir þessa stefnu og hét þvi að Haítí- menn fengju að koma. En í emb- ætti tók hann upp sömu stefnu og Bush, en neyddist síðan til að hverfa frá henni að nýju, þá efna- hagslegar refsiaðgerðir, síðan kom straumurinn frá Kúbu og ný stefna gagnvart Haítí og núna að lokum hemaðaríhlutun „Sameinuðu þjóðanna" sem er ekkert annað en brandari. í herliðinu eru 15.000 menn, þar af 266 samanlagt frá Barbados, Belize, Jamaica og Trinidad, en þetta er kallað „fjölþjóðaiið". Jafn- KjáUariiin Gunnar Eyþórsson blaðamaður vel mestu þjóðrembumenn í Bandaríkjunum láta ekki blekkj- ast. Úr því sem komið var gat Clint- on ekki dregið í land. Hann slapp að vísu við að fóma mannsiífum í innrás en hann er sokkinn í forað á Haití sem hann hefur att sjálfum sér út í og óvíst er hvort hann á afturkvæmt upp úr. Og hvað svo? Hemaður er ekki svarið við eymdinni og spillingunni á Haítí. Bandaríkjamenn hljóta bráðlega að átta sig á, nú þegar þeir hafa í raun axlað ábyrgð á stjóm lcmdsins, að þeir hafa komið sér upp niðursetn- ingi sem þeir munu ekki losna við í náinni framtíð og áreiðanlega ekki áður en kjörtímabif Clintons rennur út eftir tvö ár. Auk fjárútláta, sem bandarískir skattþegnar em þegar farnir að mögla út af, er næsta víst að innan skamms munu hefjast skærur, blóðsúthellingar, skálmöld og upp- gangur óaldarflokka með tilheyr- andi fólksflótta, sem gæti jafnvel raskað hinu tæpa jafnvægi í Dóm- iníska lýðveldinu handan landa- mæranna á þessari guðsvoluðu eyju, Hispaníólu, þar sem Kólum- bus kom fyrst til Vesturheims. Kól- umbus villtist á heimsálfum, hann var í rauninni að leita að Indlandi til að ná í kryddjurtir, en honum var vorkunn á þeim tíma. Clinton er engin vorkunn og hon- um verður heldur engin miskunn sýnd þegar nýjabrumið fer af og raunverulegar afleiðingar þessa ævintýris renna upp fyrir banda- rískum kjósendum. Gunnar Eyþórsson Skoðanir aimarra Lokum tollskránni „Þegar maöur fer að lesa tollskrána, með öllum þeim blaðsíðum af núlltollum sem þar er að finna, þá fer maður að velta því fyrir sér hvort það væri ekki hægt að spara eitthvað með því aö loka þessari bók með öllu sem henni fylgir. Gera ísland að frí- höfn. Ríkisteknanna má afla með öðrum hætti, svo sem með verötolli, veiðileyfasölu, neyslusköttum, tekjusköttum og þjónustgjöldum. En líklega er þetta nú of mikið fyrir marga íhaldssálina og því er settur punkturhér.“ Halldór Jónsson verkfræðingur í Mbl. 21. sept. Sljóir skattgreiðendur „Skattgreiðendur vilja láta hlunnfara sig og vita ekki betur en að það sé sjálfsagt að eyðsluklæmar, sem þeir kjósa eða líða í embættum, geri engan grein- armun á fjármunum í hendi og peningum sem ekki' eru til. Þeir bruðla jafn ljúflega og ámælislaust með hvorutveggja... Sinnulausir og sljóir skattgreiðend- ur sjá aldrei samhengið og finnst ekkert sjálfsagðara en að þeir séu féflettir í þágu málefna, sem skrökvað er að séu í þeirra þágu.“ oó í Tímanum 21. sept. Flatur skattur skaðar minna „Skattkerfið er því ekki aðeins spuming um tekjuöflun ríkisins heldur einnig spuming um úrslit kosninga. Flatur tekjuskattur hamlar gegn útþenslu ríkisins og eykur möguleika þeirra stjómmála- manna sem berjast fyrir takmörkuðum afskiptum hins opinbera. Þá má einnig færa rök áð því að flat- ur tekjuskattur sé ólíklegri til að hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið heldur en stighækkandi skattur, sem kann að draga úr löngun einstaklinga til efnahags- legra umsvifa, þar sem afraksturinn verður æ minni." Óli Björn Kárason í Viðskiptablaðinu 21. sept. „Bandaríkjamenn hljóta bráðlega að átta sig á, nú þegar þeir hafa í raun axlað ábyrgð á stjórn landsins, að þeir hafa komið sér upp niðursetningi, sem þeir munu ekki losna við í náinni fram- tíð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.