Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.1994, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1994 3 Fréttir Afstaða stjómarandstöðunnar til yfirlýsinga forsætisráðherra um efnahagsbatann: Kokhreysti að segja að kreppan sé gengin yf ir - segir Guðmundur Bjamason - kosningalykt afmálflutningi forsætisráðherra, segir Steingrímur J. „Aukinn afli í norðurhöfum hefur leitt til þess að hjól atvinnuiífsins hafa snúist heldur hraðar en búist var við og hefur fært auknar tekjur í þjóðarbúið. Hins vegar vantar að taka inn í þetta dæmi þá óvissu sem er um Barentshafsveiðamar og óvissu um loðnuveiðarnar. Það mun- aöi heldur betur um þær á síðasta ári. Þá sjáum við það líka að skuldir heimilanna hafa aukist gríðarlega sem þýðir að vandi heimilanna er mikill. Það stafar af atvinnuleysinu sem ríkisstjómin hefur lítiö sinnt. Og jafnvel þótt fólk haldi vinnu hafa tekjur heimilanna minnkað gífur- lega með minni umsvifum í þjóðfé- laginu. Það er kokhreysti að segja að kreppan sé gengin yfir og allt sé á beinu brautinni enda. þótt einhvern bata megi merkja á efnahagslífinu," sagöi Guðmundur Bjamason, alþing- ismaöur og ritari Framsóknarflokks- ins, um efnahagsbatann sem forsæt- isráðherra hefur boðað. Sýndarbati „Á meðan skuldastaða heimilanna vex jafnt og þétt og á meðan atvinnu- stigiö er alls óviðunandi og á meðan þúsundir manna beijast í bökkum við að draga fram lífið segi ég að hér sé um sýndarbata að ræða,“ sagði Anna Ólafsdóttir Bjömsson, þing- kona Kvennalistans. Hún sagði að þaö væri hins vegar mjög ánægjulegt ef bati væri fram undan í efnahagslífinu í raun og vem. En sá bati, sem forsætisráð- herra hefði verið að hæla sér af und- anfarið væri tilkominn fyrst og fremst vegna úthafsveiðanna. Nú stæðu samningar um þær veiðar fyr- ir dyrum og þá um leið mundu þær dragast saman. Vegna þessa verði menn að sýna raunsæi. „Ég tel að atvinnustigið sé enn alis óviðunandi og við eigum ekki að sætta okkur við svona mikið at- vinnuleysi. Meðan það er jafn mikið og það er nú og á meðan efnahags- staða heimilanna er eins og hún er þá þarf meira að koma til en þessi vísir að efnahagsbata," sagði Anna Ólafsdóttir Bjömsson. Kosningalykt „Við höfum ekki fengið að sjá þessa nýju þjóðhagsáætlun og þess vegna ekki við annað að styðjast en það sem forsætisráðherra hefur kynnt meö mjög einkennilegri aðferð. Venjan er nefnilega sú við að kynna þjóðhags- áætlun að hún er lögð fram með fjár- lagafrumvarpinu og stefnuræðu for- sætisráöherra í byrjun þings. Nú Happasælir á Happasæl Skipveijar á fiskiskipinu Happasæl KE frá Keflavík geta verið happasæl- ir eftir þann afla sem þeir seldu á Fiskmarkaði Suöumesja í gærmorg- un. Aflinn var reyndar ekki mikill en verðiö, sem fékkst fyrir golþorsk- ana, sló öll met síðustu mánaða. Happasæll seldi l'A tonn af þorski sem var þyngri en 5 kíló og fékk 208 krónur fyrir kílóið. Hálft tonn var selt af 3-5 kílóa þungum þorski að meðaltali á 134 krónur kfióið. AIls var meðalverð fyrir þorskinn úr Happasæl í kringum 190 krónur kfió- ið. Það er langtum hærra verð en fengist hefur á fiskmörkuðum að undanfómu. Meðalverð fyrir þorskinn hefur verið í kringum 100 krónur. velur forsætisráðherra af einhveij- um ástæðum að þjófstarta með því að vaða í fjölmiðla og segja ástandið gott og batnandi án þess að aðrir hafi fengið neitt í hendurnar tfi að meta það sjálfstætt. Af svona þjóf- starti þykir mér vera kosningalykt," sagði Steingrímur J. Sigfússon, vara- formaður Alþýðubandalagsins. Steingrímur sagði að þama sæjust vissulega jákvæðir þættir. Ýmislegt hefði þróast betur en spáð var. Hann sagði ekkert af því ríkisstjórninni að þakka heldur hefði þetta gerst þrátt fyrir ríkisstjómina. „Það má nefna þrennt sem gefur Guðmundur. Anna. Steingrímur. tilefni til bjartsýni. Það er í fyrsta lagi betra efnahagsástand í helstu viðsksiptalöndum okkar. í öðru lagi stórauknar veiðar utan landhelgi og meiri loðnuveiði en búist var við og í þriðja lagi hefur verið metár í ferða- þjónustunni. Þar er áratugalöng uppbygging þess iðnaðar að skila sér. Forsætisráðherra lætur það aft- ur á móti ógert að nefna vaxandi skuldasöfnun heimilanna. Atvinnu- leysið stendur í stað og hann hælir ríkisstjórninni af því að það hafi ekki aukist eins mikiö og spáð var. Ekki er nú þetta gæfulegt," sagöi Stein- grímur J. Sigfússon. INNIFALIÐ! VÖKVASTÝRI, RAFDRIFNAR RÚÐUVINDUR, STYRKTARBITAR í HURÐUM, RYÐVÖRN OG SKRÁNING. RENAULT 19 ROLIR ALLAN SAMAN- BURÐ Á STAÐALBÚNAÐI OG VERÐI. Verðiö á Renault 19 RN, árgerð 1995, erkr. 1.195.000,- Innanrými er ótrúlegt og farangursrými meira en þú heldur. Hvar gerast kaupin betri? Fallegur fjölskyldubíll á fínu veröi. Komdu og finndu kraftinn! RENAULT19 ferákostum! Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, sími 87-66-33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.