Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Side 14
14 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Enn svartar skýrslur Þegar núverandi ríkisstjóm tók við völdum fyrir meira en þremur árum setti hún nefnd eigin manna til að fara yfir gerðir forvera sinna, einkum til að gera úttekt á stöðu ýmissa sjóða sem störfuðu á ábyrgð ríkisins. Niðurstaða þessa nefndarstarfs vom svartar skýrslur um svokallað- an „fortíðarvanda“ ríkisins. Þar kom skýrt í ljós að ráð- herrar höfðu fómað miklum fjármunum af almannafé í eins konar lyQagjafir til atvinnufyrirtækja víðs vegar um landið. Markmið þessa fjárausturs var væntanlega að stuðla að aukinni atvinnu. Það kann svo sem að hafa tekist tímabundið, en sú skammvinna uppstytta kostaði líka skattborgarana mikið fé sem er glatað. Þau stjómmálaöfl sem komust til valda í tveimur af stærstu bæjarfélögum landsins, Reykjavík og Hafnar- firði, við bæjarstjómarkosningamar síðastbðið vor fengu sjálfstæðar endurskoðunarskrifstofur til að gera úttekt á fjárhagslegri stöðu bæjarfélaganna við valdaskiptin. Fyr- ir nokkrum dögum birtist skýrsla sérfræðinga um fjár- hagsstöðu Hafnarfjarðar og í gær var kynnt hbðstæð úttekt löggiltra endurskoðenda á fjármálum Reykjavíkur. Báðar þessar skýrslur em kolsvartar og einkennast af hinu sama: gegndarlausum fláraustri til framkvæmda fyrir lánsfé. í báðum bæjarfélögunum hafa stjórnendur bersýnbega fylgt þeirri stefnu að framkvæma strax en láta framtíðina um að borga brúsann. Skýrslan um fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar, þar sem alþýðuflokksmenn höfðu farið með völdin í mörg ár, sýnir að hebdarskuldir bæjarfélagsins höfðu stokkið úr um 1.500 mdljónum króna í árslok 1991 í ríflega 3.100 mibjónir við meirihlutaskiptin 1 sumar. Þessar tölur ná tb bæjarsjóðs sjálfs, leiguíbúðasjóðs og holræsasjóðs. Nettóskuldir Hafnarfjarðar höfðu samkvæmt þessari úttekt hækkað úr 530 mbljónum króna í desember 1991 í 2.500 mbljónir um mitt yfirstandandi ár. Hebdarskuldir bæjarins, að meðtöldum skuldum rafveitunnar, hafnar- sjóðs og húsnæðisnefndar, námu við valdaskiptin í sum- ar rúmum fimm mibjörðum króna. Samkvæmt nýju skýrslunni um fjárhagsstöðu Reykja- víkurborgar, þar sem sjálfstæðismenn fóru með völdin um langt árabb þar tb í vor, hafa skuldirnar líka hrann- ast upp eins og í Hafnarfirði. Á síðasta kjörtímabbi, eða frá árslokum 1990 tb valdaskiptanna í borgarstjóm fyrr á þessu ári, jukust skuldir borgarinnar umfram peninga- legar eignir um tæpar 6.000 mibjónir króna. Tabð er að í árslok verði heildarskuldir borgarsjóðs komnar 1 12.000 mbljónir. Abar framkvæmdir borgarinnar á þessu ári em fjár- magnaðar með lánsfé, enda taka rekstrarútgjöld Reykja- víkur nú tb sín abar tekjur borgarinnar og vel það. Bæði talsmenn sjálfstæðismanna í Reykjavík og Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði hafa sömu afsökunina fyrir þessari gífurlegu skuldasöfnum. Hún er sú að þeir hafi verið að tryggja aukna atvinnu og sýna dug í fram- kvæmdum, enda séu þeir stoltir af verkum sínum. Rök- semd síðustu ríkisstjómar fyrir öbu sjóðasukkinu var reyndar af svipuðum toga. Þessar svörtu skýrslur sýna almenningi í landinu að btlu máb virðist skipta hvaða stjómmálaflokkar hreiðra um sig í valdastólunum. Jafnt sjálfstæðismenn í borgar- stjóm Reykjavíkur sem alþýðuflokksmenn í bæjarstjóm Hafnarfjarðar hafa keppst við að að moka út fjármagni sem ekki er tb - og senda svo reikninginn tb skattborg- ara framtíðarinnar. Ebas Snæland Jónsson Hvemig ferjur verda mann- drápsgímöld Tugþúsunda tonna gegnumakst- ursferjur eru svar viö kröfu um sem hraðastar og kostnaðarminnstar samgöngur á sjó með farþega og far- artæki milli hafnarborga. Meginein- kenni þeirra er bílaþilfar með hliðum á báðum stöfnum svo fólksbílar jafnt sem vöruflutningabákn geta ekið rakleitt inn um skut í brottfararhöfn og síðan út um stefni í áfangastað, eða öfugt. Til að sjá geta þessi stórskip virst sjóborgir en þegar komið er um borð getur sótt að mönnum sú kennd aö vera staddir í mann- drápsgímaldi þar sem treysta verð- ur mestmegnis á lyftur til aö kom- ast milli þilfara sem kunna að vera á annan tug. Og reynslan sýnir að slys á þessum farkostum eru ein- hver hin mannskæðustu sem nú eiga sér stað á sjó. Þó kastaði fyrst tólfunum þegar ferjan Estonia sökk skyndilega á Eystrasalti í vikunni á leið frá heimahöfn, Tallinn í Eistlandi, til Stokkhólms. Tahð er þegar þetta er ritað að þar hafi drukknað um 900 manns. Það ferjuslys sem gaumgæfileg- ast hefur verið rannsakað átti sér stað 1987, skammt undan belgísku höfninni Zeebrugge. Þar sökk enska feijan Herald of Free Enter- prise og 193 menn fórust. Skipið sökk á grunnsævi og unnt var að ganga úr skugga um að orsök slyss- ins var að láðst hafði að loka hurð- um í stafnhliði ferjunnar svo sjór gekk óhindrað inn á bílaþilfarið. Einn af skipverjum á Estonia sem af komust hefur skýrt frá því að á siglingunni hafi hann orðiö þess var aö sjór var tekinn að flæða ínn á bílaþilfarið svo honum tók í hné. Sá sjór hefur trauðla getað gengið inn í skipið aöra leið en um stafn- hlið. Um leið og sjór fer að kastast til á bílþilfari missir skipið stöðug; leika og tekur auknar veltur. Á siglingu Estonia var hvassviðri, Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson sex til sjö vindstig, og ölduhæð sex metrar eða meira. Við aukinn velting eykst áraun á festingar bíla um allan helming, sérstaklega vörubíla með þunga tengivagna. Sænskir skipaeftirhts- menn, sem voru um borð í Estonia í Tallinn að leiðbeina eistneskum nemum í grein sinni daginn fyrir slysið, skýra frá að festingar bíla hafi verið kaðlar og þeir margir trosnaðir, en ekki keðjur eins og þarf ef vel á aö vera. Skýringar vantar með öllu á hvers vegna vélar Estonia stöðvuð- ust og mönnum þykir með ólíkind- um hversu skjótt skipinu hvolfdi og það sökk. Líklegasta tilgátan þykir sú að bílarnir á bílaþilfari hafi kastast út í aðra síðuna á skipi sem var orðið stjómlaust og rak fyrir veðri. Rannsóknarnefnd undir forsæti samgönguráðherra Eistlands og með aðild Svía og Finna á að reyna að grafast fyrir um orsök eða or- sakir slyssins. Verður reynt að kanna flakið á sjávarbotni eftir föngum með myndatöku en ólíklegt þykir að það náist upp. Hver sem niðurstaðan verður er ljóst að reglur um gerð og sighngu gegnumakstursferja verða teknar til nýrrar skoðunar í framhaldi af þessu skelfilega slysi. Þar koma ekki aðeins til afdrif Estonia. Ekki er langt liöið síðan pólska ferjan Jan Hevelius sökk sunnar á Eystrasalti. Eldur kom upp fyrir íjórum árum í ferjunni Scandin- avian Star á siglingu milli Noregs og Danmerkur og varð þar mikið manntjón. Eftir að Herald of Free Enterprise sökk voru settar nýjar reglur um smíði gegnumakstursferja, sér í lagi til að auka stöðugleika þeirra, og sömuleiðis hert ákvæði um aö öryggisreglum sé framfylgt um borð. En undir hæhnn er lagt hvort stöðugleikabægslum er bætt á eldri skip og eftirlit með að öryggis- ákvæði séu haldin veltur á rögg- semi og nákvæmni siglingayfir- valda í landinu þar sem skipin eru gerð út. Áður en Estonia fórst var búið að ákveða að kalla saman fund á vegum alþjóðlegra siglingayfir- valda til að ræða auknar öryggis- kröfur til gegnumakstursferja. Meginmáliö sem þar á að ræða er hvort ástæða sé til að stía bílaþilfar í sundur í hólf á sighngu með út- skjótanlegum, vatnsþéttum skil- rúmum. Mannskaðinn mikli á Eystrasalti hlýtur að verða til þess að það mál fái forgangsmeöferð. kuwnnmntt w - 1 Estonia hét áður Viking Sally, mældist 15.556 brúttótonn, gat tekið 2000 farþega og 460 bila. Símamynd Reuter Skoðanir annarra Bindandi reglurvantar „Yfir 800 menn hafa týnt lífi án þess að geta nokk- uð gert sér til bjargar í einum versta harmleik á Norðurlöndum á friðartímum. Margt bendir til að orsakir þessa harmieiks megi rekja til mannlegra mistaka. Aldrei er hægt að útiloka slík mistök en viö getum smíðað öruggari skip. Vinna þarf að al- þjóðlegum bindandi reglum um öryggi í ferjum. Þetta er sá lærdómur sem við getum dregið af slysinu mikla á Eystrasalti." Úr forystugrein Aftenposten 29. september. Minna en við óttuðumst „Málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar Pouls Nyrup Rasmussen er rýrari en við óttuðumst. Það þarf ekki að koma nokkrum manni á óvart að ríkis- stjórnin ætlar að nota gamla fjárlagafrumvarpið. Og fyrir utan þær upplýsingar verður enginn vitrari af að lesa þessar 17 síður. Málefnasamningurinn er svo óljóst orðaður og lopakenndur að það er engin leið að finna þar svör við mikilvægustu spurningum." Úr forystugrein Jyllands-Posten 27. september. Skipt um hlutverk „Fallandi vinsældir, afglöp í samningum og áhættusöm innrás í nágrannaland. Hann á ekki sjö dagana sæla hann Borís... fyrirgefið, Bill Clinton. Því er hkast sem leiötogar Rússlands og Bandaríkj- anna hafi skipt um hlutverk á fundum sínum þessa dagana. Jeltsín getur státað af því að nú rofar til í efnahagsmálunum og hann er að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi meðan Clinton hefur misst öll tök á sínum verkefnum." Úr forystugrein Expressen 27. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.