Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994
15
Stjórnmálamenn andspænis fjölmiðlafólki: Albert Guðmundsson árið 1987, Jón Baldvin Hannibalsson árið 1989 og Guðmundur Árni Stefánsson 1994.
Mistök án ábyrgðar
Sumir halda því fram að sagan sé
alltaf að endurtaka sig með örlítið
breyttum áherslum, blæbrigða-
mun en ekki eðbs.
Lítum til dæmis á eftirfarandi til-
vitnun í ummæli þekkts íslensks
stjómmálamanns:
„Ég hef íhugað afsögn en komist
að þeirri niðurstöðu engu að síður,
þegar ég skoða samhengi þessa
máls, að til þess séu ekki rök. Og
hvers vegna ekki? í fyrsta lagi
vegna þess að ég er þeirrar skoðun-
ar að hér hafi ekki verið um að
ræða brot á neinum reglum. í ann-
an stað tel ég það mér ekki til
minnkunar ef ég, eftir vandlega
skoðun á þessu máb, hreinlega játa
að mér hafi orðið á mistök. Hvað
svo sem aðrir kunna að halda um
þær hugmyndir sem ég geri um
sjálfan mig þá er ég ekki háleitari
en svo að ég er dauðlegur maður
og breyskur og mér verða á mistök.
Og þetta voru mistök."
Hver skyldi nú hafa sagt þetta?
Guðmundur Ámi Stefánsson,
varaformaður Alþýðuflokksins, á
blaðamannafundi sínum fyrir
viku?
Nei, reynar ekki.
Þessi ummæb fébu úr munni for-
manns Alþýðuflokksins, Jóns
Baldvins Hannibalssonar, þáver-
andi fjármálaráðherra, fyrir funm
ámm þegar hann barðist fyrir pól-
itisku lífi sínu vegna siðferðilegra
„mistaka" - um leið og hann
greiddi til baka það fé sem hann
hafði áður látið ráðuneyti sitt inna
af hendi vegna afmælisveislu fé-
laga. síns í Alþýðuflokknum, þáver-
andi ritstjóra Alþýðublaðsins.
En orðin hijóða auðvitað nánast
alveg eins og játningar Guðmundar
Árna á blaðamannafundinum.
Og. niðurstaða Jón Baldvins þá
var sú sama og Guðmundar Árna
nú: Afsögn? Nei takk!
Alþýðuflokkurinn féUst á rök
formanns síns árið 1989. Það mun
víst endanlega ráðast nú um helg-
ina hvort flokkurinn gerir slíkt hið
sama í máb Guðmundar Árna - en
á því eru yfirgnæfandi líkur.
Hefðbundin
viðbrögð
stjórnmálamánna
En það er fleira sem gerst hefur
aftur og aftur í almennri umræðu
hér á landi.
í hvert sinn sem upp komast ein-
hver siðferðisleg afglöp ráðherra
eða annarra stjórnmálamanna, og
fjölmiölar skýra eðhlega frá þeim
„mistökum", fer í gang hávær
aðdáendakór viðkomandi stjórn-
málamanns. Þeir gagnrýna ekki
afglöp ráðherrans heldur þá sem
dirfast aö koma upplýsingum um
þau á framfæri við almenning -
fjölmiðlamennina.
Þannig hafa hörðustu stuðnings-
menn Guðmundar Árna að undan-
fórnu sent tilfinningaþrungin
skeyti að fjölmiðlum fyrir ábyrgð-
arleysi, siðleysi og einelti í frásögn-
um af löngum ávirðingabsta ráð-
herrans.
Þanrúg var það líka þegar fjabað
var fyrir tiltölulega skömmu síðan
ítarlega í fjölmiðlum um margar
einkar umdeildar mannaráðningar
núverandi menntamálaráðherra,
Ólafs G. Einarssonar - ekki síst
mál Hrafns Gunnlaugssonar hjá
Sjónvarpinu. Líka þegar ritað var
um brennivínskaupamál Jóns
Baldvins fyrir fimm árum. Að ekki
sé nú minnst á storminn í kringum
Ólaf Jóhannesson dómsmálaráð-
herra á árunum 1974-1976. „Mafía
er hún og mafía skal hún heita,“
sagði ráðherrann þá um aðstand-
endur þess blaðs sem mest hafði
sig í frammi í skrifum um spbbngu
í stjórnmálalífinu á þeim tíma.
Sbk orð hafa ekki enn verið notuð
í umræðunni nú, enda hlaut ráð-
herrann dóm fyrir méiðyrði, en
meiningin er vafalítið svipuð.
Sókn er besta vörnin
Það sem einkennir þessi viðbrögö
stjórnmálamanna við umfjöllun
um misgjörðir þeirra í fjölmiðlum
er gömul herkænskulist sem felst
í orðunum: Sókn er besta vörnin!
Það má bka segja að þetta kjörorð
sé kjarni þess samkomulags sem
Jón Baldvin og Guðmundur Árni
hafa nú gert sín í mibi.
Að baki þeirri ákvörðun bggur
vafabtið kalt póbtískt mat for-
manns Alþýðuflokksins sem hefur
hugsað ráð sitt vandlega síðustu
dagana.
Hann átti í reynd aðeins um
tvennt að velja og hvorugt kræsi-
legt:
Annars vegar að krefjast afsagn-
ar Guðmundar Áma sem hefði
Laugardags-
pistLll
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
engu að síöur barist fyrir áfram-
haldandi póbtískum frama af fullri
hörku og notið til þess stuönings
bróður síns, Gunnlaugs Stefáns-
sonar, og hugsanlega fleiri þing-
manna Alþýðuflokksins. í reynd
hefði þetta þýtt fab ríkisstjómar-
innar ihnan skamms og kosningar
þar sem Alþýðuflokkurinn gengi
margklofinn til leUcs.
Hins vegar að slá eins konar
skjaidborg um Guðmund Árna og
mál hans öll, blása til sóknar gegn
hinum flokkunum á þeim grund-
velli að þeir séu jafn spilltir - í von
um að Alþýðuflokknum takist
þannig að halda sér ofansjávar í
komandi kosningum.
Við mat á þessum valkostum er
augljóst að siðferðisleg og flokks-
póbtísk viðhorf stangast gjörsam-
lega á. Formaðurinn hefur vabð þá
leið sem hann telur koma best út
fyrir flokkinn, eins og vænta mátti.
Enda er það vafalítið rétt niður-
staða hjá Jóni Baldvin að Alþýðu-
flokkurinn á, af tvennu illu, meiri
möguleika á að bfa þessar hremm-
ingar af meö því að blása í sóknar-
lúðra, hversu fólsk sem sú tónlist
kann að hljóma í eyrum meirihluta
landsmanna, en að grípa til manns-
fórnar.
Sporinfrá 1987
hræða enn
Afar forvitnilegt er aö bera sam-
an niðurstöðu formanns Alþýðu-
flokksins nú og ákvörðun for-
manns Sjálfstæðisflokksins árið
1987 - en þá stóð Þorsteinn Pálsson
í sömu sporum og Jón Baldvin nú
að því leyti að hann þurfti að
ákveða framtíð eins af ráöherrum
flokks síns.
Mál Alberts Guðmundssonar og
Guðmundar Árna eru um margt
ólík, en þó er þar ákveðinn sam-
hljómur.
Þorsteinn Pálsson neyddi Albert
til að segja af sér ráðherradómi
þegar í ljós kom að gleymst hafði
að telja fram afslátt sem heildversl-
un Alberts hafði fengið af flutn-
ingsgjöldum. Þetta var gert þrátt
fyrir að Albert og sonur hans, Ingi
Björn, sem sá um rekstur heild-
verslunarinnar, tækju báðir fram
að Albert hefði hvergi komið nærri
rekstri verslunarinnar á ráð-
herraárum sínum.
Albert var þannig neyddur til af-
sagnar vegna skattsvika fyrirtækis
sem hann átti en stjórnaði ekki.
Ein alvarlegasta gagnrýnin á ráð-
herrastörf Guðmundar Árna tengj-
ast einnig óbeint skattsvikum - það
er þeim gjörningi að ráða yfirlýstan
skattsvikara til sérstakra starfa hjá
því ráðuneyti sem Guðmundur
Árni veitti forstöðu.
Albert átti svarna andstæðinga í
Sjálfstæðisflokknum, alveg eins og
Guðmundur Árni í Alþýðuflokkn-
um. Þorsteinn Pálsson mat þaö svo
að hann gæti látið Albert hætta án
þess að það yrði til tjóns fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Það reyndist
hrikalega rangt mat; Albert stofn-
aði Borgaraflokkinn nánast á auga-
bragði og veitti Sjálfstæðisflokkn-
um póbtískt svöðusár sem nokkru
síðar átti drjúgan þátt í að velta
Þorsteini sjálfum úr formannssæt-
inu.
Þau spor hræða enn, bka í Al-
þýðuflokknum. Guömundur Árni
nýtur verulegra vinsælda í kjör-
dæmi sínu - svo mikiba að formað-
ur Alþýðuflokksins telur sig vafa-
laust ekki hafa nein efni á því að
neyða hann til afsagnar.
Alþýðuflokkurinn hefur þegar
misst fyrrverandi varaformann
flokksins og félagsmálaráðherra,
Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrir
borð. Hún mun bjóöa fram sér-
stakan bsta í komandi alþingis-
kosningum og vafabtið taka um-
talsvert fylgi frá Alþýðuflokknum.
Að fara nú til viðbótar í opið stríð
við Guðmund Áma, núverandi
varaformann, og bandamenn hans
innan þingflokks og utan gæti ein-
faldlega veitt formanninum sjálf-
um póbtískt náðarhögg.
Þegar stjórnmálaforingjar standa
andspænis því að velja á milb þess
sem er siöferðislega rétt og hins
sem er póbtískt hagkvæmt þá ráða
flokkshagsmunirnir í langflestum
tilvikum. Þess vegna neita íslensk-
ir stjórnmálamenn yfirleitt alltaf
að bera ábyrgð á mistökum sínum,
hvaö þá taka afleiðingum þeirra
meö því að segja af sér.