Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Side 19
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 19 Skák Áskorendaeinvígi PCA í linares: Enskir eru auðveld bráð YAMAHA P PATRICK BADMINTON SPAÐAR OG BOLTAR Góðar vörur á góðu verði SPAÐAVIÐGERÐIR HELLAS Allt stefnir í aö Bandaríkjamaður- inn Gata Kamsky og Indverjinn Viswanathan Anand muni tefla um réttinn til þess aö skora á PCA; heimsmeistarann Garrí Kasparov. í áskorendaeinvígjunum, sem nú standa yfir í Linares á Spáni, hafa þeir yfirburða forskot á ensku stór- meistarana Nigel Short og Michael Adams. Að loknum sex skákum er staðan 5-1 í báðum einvígjunum. Kamsky hóf einvígi sitt við Short með þremur sigrum og eftir að Short náði að klóra í bakkann í fjórðu skák- inni, bætti Kamsky enn tveimur vinningum við. Adams hefur ekki enn náð að vinna skák af Indverjan- um handfljóta. Tefldar eru tíu skákir í einvigjunum, þannig að Kamsky og Anand nægir hálfur vinningur til viðbótar til þess að tryggja sér sigur- inn. Sigur Kamskys gegn Short í 5. skákinni var býsna laglegur: Hvítt: Gata Kamsky Svart: Nigel Short Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5 5. Bd3 Rc6 6. Re2 cxd4 7. exd4 d5 8. cxd5 Rxd5 9. (M) Bd6 10. Re4 Be7 11. a3 0-0 12. Bc2 He8 13. Dd3 g6 14. Bh6 b6 15. Hadl Bb7 16. Hfel Hc8 17. Bb3 a6 18. R2g3 Rb8 19. Df3 Hc7 20. Rh5! Upphafið að snotrum endalokum. Nú strandar 20. - gxh5 vitaskuld á 21. Dg3+. 20. - Rd7 21. h4! R7f6? 22. Rhxf6 + Rxf6 fl # il ii i i i itii a-a & fii w A A A A B C S H <±> D E F G H 23. d5!! Vinningsleikur. Ef a) 23. - exd5 24. Rxf6+ Bxf6 25. Dxf6 og vinnur, eða b) 23. - Rxd5 24. Bxd5 Bxd5 25. Hxd5! exd5 (25. - Dxd5 26. RÍ6+ BxfB 27. Dxd5 exd5 28. Hxe8 mát) 26. RÍ6 + Kh8 27. Rxe8 Dxe8 28. DÍ6+ Bxf6 29. Hxe8 mát. 23. - Rxe4 24. dxe6 fö 25. Hxd8 Hxd8 26. Hdl Og Short gafst upp. Blindskákfjöltefli Helga Áss Helgi Áss Grétarsson tefldi fjöltcíli sl. laugardag á vegum Skákskóla ís- lands. Þátttakendur voru færri en búast hefði mátt við því að þarna gafst einstakt tækifæri til að tefla við nýrkýndan heimsmeistarann og átt- unda stórmeistara íslendinga. Hins vegar munu „leiðbeinendur" á ungl- ingaæfmgu í Taflfélagi Reykjavíkur, sem fram fór handan við þilið, hafa talið ungviðinu betra að tefla saman innbyrðis sem vekur auðvitað ýmsar spurningar. Helgi Áss lét það ekkert á sig fá þótt móteijarnir væru færri en hann átti von á. Hann brá einfaldlega á það ráð að tefla blindandi við andstæð- inga sína, sem voru átta ungir og efnilegir skákmenn. Þeir máttu allir játa sig sigraða, sem er til marks um það hversu Helgi Áss er orðinn sterk- ur. Blindskákfjöltefli eru fátíð á ís- landi. Ásmundur Ásgeirsson setti ís- Helgi Áss tefldi leikandi létt og skemmtilega. Umsjón Jón L. Árnason landsmet er hann tefldi blindandi við jafnmarga andstæðinga og Helgi Áss í Reykjavík 1932. Helgi Ólafsson sló met hans er hann mætti tíu andstæð- ingum á Eiöum fyrir sautján árum. Heimsmetið á hins vegar Ungverj- inn Janos Flesch, sem tefldi 62 skák- ir samtímis árið 1970 án þess að hafa taflborð fyrir framan sig. Margir telja þó vafa leika á um réttmæti þessa og ýmissa annarra blindskák- meta sem menn hafa gortað af. Þegar Retí tefldi við 29 samtímis árið 1925 hélt hann sig hafa sett met en frétti þá af Spánverja nokkrum sém sagður var hafa teflt við 32 mótherja. Retí hraðaði sér til Spánar en komst þá að því að 32 skákmönnum hefði verið boðið en 29 þeirra heföu ekki mætt og því hefðu skákir þeirra verið dæmdar tapaðar. Af þeim þremur sem eftir voru gerði „meistarinn" eitt jafntefli en tapaði tveimur. Þátttakendur í þessum sögufræga viðburði í Faxafeni voru Hilmar Þor- steinsson, Knútur Otterstedt, Ingi- björg Edda Birgisdóttir, Hlynur Hafl- iðason, Sindri Guðjónsson, Einar Hjalti Jensson, Benedikt Helgi Jóns- son og Andreas Guðmundsson. Helgi Áss tefldi leikandi létt og skemmtilega og virtist „sjá“ ýmsa möguleika á taflborðinu innra með sér, eins og eftirfarandi skák hans ber með sér. Hvítt: Helgi Áss Grétarsson Svart: Sindri Guðjónsson Enskur leikur. 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. e4 Bb4 4. e5 Bxc3 5. dxc3 Rg8 6. Dg4 g6 7. Bg5 f6 9. Bh4 Rc6 10. Rf3 De7 11. exf6 Rxffi 12. Df4 0-0 13. Dxc7 Dc5 14. Hdl Re4 15. Bd3 g5 16. Bxe4 gxh4 I A l# Á áWá i * Á m A á ' A A A A A A s a* ABCD EFGH 17. Hd4! Dxa2 18. Bxc6 bxc6 19. Hg4 + KU Ef 19. - Kh8 20. De5+ og mát i næsta leik. 20. Re5+ Kf6 Ef 20. - Ke8 21. Rxc6! dxc6 22. Hg7 og mátar. 21. Hf4+ Kg7 22. Hxffi Kxffi 23. Dd8+ Kg7 24. De7+ Kh6 25. Dffi+ „Svikamyllan" 25. Dxh4+ Kg7 26. De7+ Kh6 27. Df6+ Kh5 28. g4 mát var jafnvel skemmtilegri. 25. - Kh5 26. g4+ hxg3 fr.hl. 27. fxg3 Dd5 28. g4 mát! Suðurlandsbraut 22 - símar 688-988 - 15328 Opið: Mánud.-fimmtud. 16-18 - föstud. 12.30-14.30 LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! ,|UJ«ROAR Blðndunartækl og SturtuBdefar, gólfdúkur. Veggfóður 300 kr. rúllan. Vðnduó stofuteppi og mottur. Blelkt flltteppl: Sértllbod 295 kr. 25% afsláttur af FtJAVÖRN. Glerboré og sjónvarpsboró.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.