Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Page 20
20
LAUGARDAGUR 1. OKTÖBER 1994'
Kvikmyndir
Þorsteinn Jónsson, fyrir miðri mynd, við gerð Skýjahallarinnar.
Skýj^höllin framsýnd:
Vorum yfirleitt
á undan áætlun
Tímalöggan
vinsælust
Aðra helgina í röð var nýjasta
kvikmynd Jean-Claude Van
Damme, Timecop, mest sótta
myndin í Bandarikjunum og hef-
ur hún á tveimur vikum halað
inn rúmar 23 milljónir dollara.
Kemur þessi mikla aðsókn nokk-
uð á óvart þar sem hún fékk slaka
dóma. í öðru sætinu er Terrainai
Velocity, en hún var frumsýnd
um helgina. Hér á eftir fer listi
yfir næstu átta myndir, í sviga
er sú tjárhæö sem í heild hefur
komiö, 3. Forrest Gump
(263.646.568), 4. Quiz Show
(4.098.362, 1. vika), 5. Clear and
Present Danger (112.879.094), 6.
Natural Born Killers (42.686.295),
7. The Mask (108.557.722), 8. Milk
Money (15.090.256), 9. True Lies
(139.358.691), 10. Corrina, Corrina
(16.216.827). The Lion King sem
var innan við 10. sætið var kippt
út af markaöinum en verður sett
aftur i umferð i desember.
Níumánuðir
Nokkuö hefur verið á reiki
hvaða hlutverk Hugh Grant muni
taka að sér eftir hina óvæntu
frægð hans í kjölfariö á Four
Weddings and a Funeral. Nú er
hann þó búinn aö samþykkja að
leika í Nine Months, sem Chris
Columbus leikstýrir. Nine
Months er endurgerð franskrar
kvikmyndar og fjallar um ungt
par sem á í samskiptaörðugleik-
um á meðgöngutíma stúlkunnar.
Julianne Moore, JefT Goldblum
og Tom Arnold eru meöal leí kara.
Antonionibakvið
myndavélinaáný
Nú er hafinn lokaundirbúning-
ur fyrir kvikmyndina Lies sem
Michelangelo Antonioni og Wim
Wenders munu leikstýra saman.
Er myndin byggö á smásögum
eftir Antonioni sem er oröinn 81
árs gamall og hefur ekki leikstýrt
kvikmynd í þrettán ár. Erfíölega
hefur gengiö að fjármagna verkið
en nú hillir undir að tökur byrji.
Margir þekktir leíkarar hafa
samþykkt að leika í myndinni,
má þar nefna Jeremy Irons,
Fanny Ardant, Sophie Marceau,
Irene Jacob, Marcello Mastro-
ianni og Gian Maria Volonte.
TeiknimyndinCats
Nú á Ioks að fara að kvikmynda
hinn vinsæla söngleik Cats, sem
í kvikmyndaútgáfu verður
teiknimynd. Það er fyrirtæki Ste-
vens Spielbergs, Amblimation,
sem framleiðir myndina. Hand-
ritiö hefur Tom Stoppard skrifað
og er það aö sögn nokkuð breytt
frá söngleikjatextanum. Lögin
verða samt á sínum stað og helstu
persónur verksins. Cats, sem
Andrew Lloyd Webber samdi upp
úr ljóöaflokki eftir T.S. Elliot, er
einhver vinsælasti söngieikur
sem settur hefur verið á svið og
hefur gengið bæði í London og
New York í mörg ár.
Nýgamanmyndfrá
WoodyAIlen
Woody Allen hefur mátt muna
betri tíma. Einkalífið hefur veriö
á milli tannanna á almenningi og
síöustu myndir hans hafa litla
athygii vakið. Hann lætur samt
ekki deigan síga og nýlega var
frumsýnd nýjasta kvikmynd
hans Bullets Over Broadway.
Hann breytir frá vananum og
ieikur ekki sjálfúr í myndinni en
það hefúr hann ekki gert síöan
hann leikstýrðí Stardust Me-
mories árið 1980. Sem fyrr prýðir
frítt leikaralið Buliets Over Bro-
adway. Stærsta hlutverkið er í
höndum John Cusack en aðrir
leikarar eru Jack Warden, Jenni-
fer Tilly, Tracey UUman, Harvey
Fierstein og Rob Reíner.
Það er alltaf viðburður þegar ný ís-
lensk kvikmynd er frumsýnd. Á
fimmtudaginn var Skýjahöllin eftir
Þorstein Jónsson frumsýnd, en tíu
ár eru frá því hann gerði sína síðustu
leiknu kvikmynd, Atómstööina. Var
hún gerð eftir skáldsögu Halldórs
Laxness. Skýjahöllin er einnig gerö
eftir skáldsögu, verðlaunabókinni
Emil og Skundi, eftir Guðmund Ól-
afsson. Þorsteinn sagði í stuttu spjalli
að þaö hefði í raun allt gengið eins
og áætlanir hefðu gert ráð fyrir og
kvikmyndatakan meira að segja
gengið betur en áætlanir sögðu til
um og hefði hann þurft að gefa frí
til að ná tímamörkum.
„Upprunalega átti Skýjahöllin að
vera hluti af norrænu samstarfi um
barnamyndir og sendi ég handrit af
Emil og Skunda í keppni hér heima
um besta handritið og var það valið.
En þetta norræna samstarf varð að
engu og hóf ég þá sjálfur að leita eft-
ir stuðning og gekk þaö furðu vel og
þótt Skýjahöllin sé alíslensk, með að
langmestum hluta íslensku starfs-
liði, þá er ég meö tvo erlenda með-
framleiðendur, Transfilm í Berlín,
sem meðal annars framleiddi stutt-
myndina Black Rider, sem fékk ósk-
arsverðlaun, og danska framleiðand-
ann Per Holst, sem einnig hefur feng-
ið óskarsverðlaun fyrir Pelle sigur-
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
vegara sem hann framleiddi. En fyr-
irtæki mitt Kvikmynd hefur samt
alfarið séð um framkvæmdina."
Samstarf sem ekki má
fara forgörðum
Þorsteinn sagði að það væri nokkuð
merkilegt hvernig íslenskir kvik-
myndagerðarmenn væru búnir að
byggja upp samstarf við Norðurlönd-
in og Þýskaland á þann hátt að við
komum inn með kannski einn fjórða
eða einn fimmta af kostnaöinum en
þeir borga restina, en Þorsteinn tók
fram aö þetta samstarf væri í hættu
vegna fyrirsjánanlegs niðurskurðar
á fjármagni til Kvikmyndasjóðs.
Skýjahölhn er þriðja kvikmyndin í
fullri lengd sem Þorsteinn Jónsson
leikstýrir. Fyrst var þaö Punktur,
punktur, komma, strik, sem gerð var
1981, og síðan kom Atómstöðin. Á
þeim tíu árum sem liðin eru frá því
hann gerði þá mynd var hann meðal
annars framkvæmdastjóri Kvik-
myndasjóðs frá 1990 til 1993, en segir
þó að aðalástæðan fyrir því að hann
hafi ekki gert kvikmynd í millitíðinni
sé peningaskortur - of margir væru
um það litla íjármagn sem Kvik-
myndasjóður hefur yfir að ráða.
Þorsteinn útskrifaðist með próf í
kvikmyndaleikstjórn frá Kvik-
myndaakademíunni í Prag árið 1971
og stundaði nám við kvikmynda-
deildina í Nipponháskóla í Japan á
árunum 1977-1979. Þorsteinn byrjaði
feril sinn með tveimur heimilda-
myndum sem vöktu báðar athygli,
Fiskur undir steini fiallar um menn-
ingarfátækt í litlu íslensku fiskveiði-
þorpi og Bóndi sem fiallar um bónda
í afskekktum dal sem neitar að
bregða búi.
Nýmæli í íslenskri
kvikmynd
Það sem vekur einna mesta forvitni
í Skýjahöllinni er að hluti hennar er
teiknaöur. „Það var ætlun mín frá
upphafi að hluti myndarinnar yröi
teiknaður. Áður en fiölskyldan í sög-
unni fór út í húsbygginguna hafði
hún það fyrir sið að fara ofan í fiöru
og segja skýjasögu. Þau lágu í gras-
inu og horfðu upp í himininn og sá
sem sagði söguna valdi sér ský og
sagði sögu og það eru þessar sögur
sem eru teiknaðar. Þessi tækni, að
tengja þetta saman, er nýleg, hún er
einíold en tímafrek.“
Þorsteinn sagði að öll kvikmynda-
geröin hefði verið það snurðulaus að
hann hefði í raun aldrei fundiö fyrir
neinum spenningi fyrr en frumsýn-
ingardaginn þegar myndin kom fyrst
fyrir augu almennings.
Hluti af Skýjahöllinni er teiknaður. A myndinni eru kóngur og drottning í
Skýjahöllinnl.
Gleymum París
Billy Crystal leikstýrði fyrstu
kvikmynd sinni, Mr. Saturday
Night, fyrir tveimur árum og
þrátt fyrir góða spretti vakti hún
htla athygli. Hann ætlar samt
ekki að gefast upp og er að und-
irbúa Forget Paris. Leikur hann
aðalhlutverkið ásamt Debru
Winger. Aðrir leikarar eru Joe
Mantegna, Cathy Moriarty, Ric-
hard Masur og Julie Kavnar.
Crystal ieikur dómara í amerísk-
um fótbolta sem verður ástfang-
inn í París. Myndin er þannig
uppbyggð að nokkrir vinir dóm-
arans segja sögu hans í kvöld-
verðarboði.
EddieMurphyfetar
ífótsporJerryLewis
Leikrita- og kvikmyndahand-
ritshöfundurinn Larry Geibart
hefur nú skrifað nýtt handrit eft-
ir einni af vinsælustu kvikmynd-
um Jerry Lewis, Tlie Nutty Pro-
fessor, sem gerð var 1963. Leik-
stjóri verður Tom Shadyac (Ace
Ventura, Pet Detective). Sá sem
fær að feta í fótspor Jerry Lewis
er sjálfur Eddie Murphy. Áætlað-
ur kostnaður við gerð myndar-
innar er 45 milijónir dollara. Tal-
ið er að Jerry Lewis muni leika
lítið hlutverk í myndinni.
PfeifferogRedford
samaníUpClose
andPersonal
Nú er búið að ganga frá því að
Michelle Pfeiffer og Robert Red-
ford leiki saman í Up Close and
Personal sem Jon Avnet leikstýr-
ir. Mynd þessi er byggö á nánu
sambandi sjónvarpsfréttakon-
unnar Jessicu Savitch, sem Iést í
bílslysi, og yíirmanns hennar
sem einnig var elskhugi hennar.
Handritið skrifar ríthöfundurinn
Joan Didion ásamt John Gregory
Dunne. Robert Redford mun áður
leika í kvikmyndinni An Ameri-
can President en tökur á henni
eru að byrja.
Meira af
RobertRedford
Nýjásta kvikmyndin sem Ro-
bert Redford leikstýrír nefnist
Quiz Show og var hún frumsýnd
fyrir stuttu. Fær myndin glimr-
andi viðtökur, bæöi hjá almenn-
ingi og gagnrýnendum, og er þeg-
ar farið að tala um hana sem eina
heitustu kvikmyndina þegar að
óskarsverðlaunumkemur. Gerist
myndin 1958 og er fylgst með per-
sónum sem taka þátt í spuminga-
þættinum Twenty-One sem er
einvígi tveggja þátttakanda og
eru aöalpersónurnar tveir óiíkir
snillingar. Annar hefur verið
kóngurinn í þáttunum en þegar
aðdráttaraflið fer að minnka er
erfðaprinsinn fundinn og er hann
mataður á svörum sem hann
kærir sig ekki um í fyrstu en
verður brátt þátttakandi í svindl-
inu. Leikarar eru Ralph Fiennes,
John Turturro og Paul Scofield.
SigurvegararáSan
Sebastianhátíðinni
Nýlega lauk árlegri kvik-
myndahátíð í San Sebastian á
Spáni og var spánska myndin
Dias Contados vaiin besta mynd-
in. Var urgur í mörgum út af
þessari veitingu vegna þess að
þar er skæruliöum Baska gert
hátt undir höfði en leiksfiórinn,
Imanol Uribe, er Baski. Besti leik-
sfióri var valinn Danny Boyle
(Shallow Grave, Bretiand), besta
leikkona Ning Jing (Paoda
Shaungdeng, Kina) og Javier
Bardem var valinn besti leikar-
inn (Dias Contados). Tvær kvik-
myndir fengu sérstök verðlaun
dómnefndar, Vor lauter Feigheit
gibt es kein Erbarman (Þýska-
land) og Second Best (Bretland).