Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Síða 29
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 37 okkur aö loknu dagsverki af fá svona fregnir," segir Hilmar. Á að vera skylda Þegar DV kom viö um borö í Sæbjörgu í vikunni voru um 30 sjó- menn af Akureyrartogurum aö byija þar á námskeiði. Einn þeirra var Ragnar Elíasson, stýrimaður á Sólbak, en hann var á sínu þriöja námskeiði í skólanum. „Ég fór fyrst á námskeið í Slysa- vamaskóla sjómanna fyrir þremur árum meö áhöfmni á Kaldbak sem ég var þá á. í mínum huga á þaö að vera skylda aö sjómenn sæki svona námskeið og ekki bara einu sinni heldur reglulega. Menn mega ekki gleyma því að þaö er verið að tala um mannslíf. Hér áður fyrr þótti það lýsa aumingjaskap og menn voru allt að því ofsóttir um borð í skipunum ef þeir minntust á öryggismál en nú er umræðan opin og menn ekkert hræddir við að láta þessi mál til sín taka. Æfing í hverri veiðiferð Þaö heyrist heldur ekkert nöldur þótt öryggisæfmg sé haldin einu sinni í hverri veiðiferð, það þykir sjálfsagður hlutur. Ég var t.d. með Sólbak í Smugunni í síðasta túr og við tókum öryggisæfingu og fórum yfir öll öryggistæki í skipinu frá a til ö. Viðhorfsbreytingin er mikil og það er fyrst og fremst að þakka starfl Slysavarnáskólans um borð í Sæbjörgu," sagöi Ragnar. Starfsmenn skólans eru fimm Gamli Þór nú miðstöð öryggisfræðslu sjómanna: „Þaö er óhætt að segja að þegar Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður fyrir 9 árum hafi orðið gjörbylting í öryggismálum sjó- manna. Fræðslan varð miklu markvissari þegar Slysavamafé- lagið eignaðist gamla Þór sem nú heitir Sæbjörg og skóhnn fluttist um borð í skipiðrÁður var öryggis- fræðsla sjómanna bundin við feröir erindreka Slysavarnafélagsins sem ferðuðust um landið og héldu kynningarfundi," segir Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarna- skóla sjómanna og skipstjóri á Sæ- björgu sem hýsir skólann. Þegar sumarið nálgast ár hvert er Sæbjörgu siglt frá Reykjavík, í ár t.d. til Grindavíkur, Ísaíjarðar, Skagastrandar, Sauðárkróks og Akureyrar, en næsta ár fer skipið suður fyrir land og á Austfirðina og endar ferðina á Akureyri. Þar er skipinu jafnan lagt meðan áhöfnin og leiðbeinendumir fara í sumarleyfi en þráðurinn síðan tek- inn upp í lok ágúst og þá koma m.a. á námskeið í skipinu nemend- ur stýrimannskólans á Dalvík og áhafnir togara af Eyjafjaröarsvæð- inu en togarar á því svæði munu vera 26 talsins. Á veturna er Sæ- björg í Reykjavík og þá eru nem- endur á námskeiðunum aðallega af suðvesturhorninu. Öryggismál voru feimnismál „Þótt íslenskir sjómenn séu ekki taldir vera nema tæplega 7 þúsund er tala nemenda hér komin í um 9 þúsund á jafnmörgum árum en Níu þúsund sjómenn hafa sótt námskeið Nemendurnir af Akureyrartogaranum Sólbak drógu hvergi af sér þegar æfð var lífgun úr dauðadái. Slysavamaskólans margir þeirra hafa reyndar komið oftar en einu sinni á námskeið," segir Hilmar skólastjóri. „Það er reyndar algjör nauðsyn að menn líti ekki svo á að þeir séu fullnuma í öryggismálunum eftir eitt nám- skeið, það verða breytingar á tækni, tækjum og þekkingu og þeir þurfa að fylgjast með. Á þetta þarf að leggja áherslu, að sjómenn séu sífellt að sækja námskeið í öryggis- málum ekki síður en flugmenn sem fara á námskeið á 6 mánaða fresti.“ Til skamms tíma voru sjómenn álitnir bleyður og aumingjar ef þeir spurðu um öryggisbúnað um borð í skipunum sínum. Hilmar segir þetta hafa gjörbreyst, sjómenn séu nú meðvitaðir um nauðsyn þess að þekkja til öryggismála um borð í skipunum. „Þessi mál voru áður feimnismál en í dag þykir það ekki nema sálfsagt að þessum málum sé sinnt,“ segir Hilmar. Mannslífbjargast Hvert námskeið stendur yfir í vikutíma og á þeim er komið inn á alla þætti öryggismála um borð í skipum. Haldnir eru fyrirlestrar um ýmsa þætti öryggismála, kennd er Hilmar Snorrason, skipstjóri og skólastjóri, I brúnni á Sæbjörgu sem áður hét Þór og var flaggskip okkar i landhelgisstríðunum við Breta. notkun allra öryggistækja um borð, s.s. slökkvitækja, flotgalla og björg- unarbáta, þá er kennd reykköfun, endurlífgun, meðferð ofkælingartil- fella svo eitthvað sé nefnt og hveiju námskeiði lýkur á æfingu með Gamli Þór, sem nú ber nafnið Sæbjörg, við bryggju á Akureyri. DV-myndir gk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki er nokkur vafi á að aukin fræðsla varðandi öryggismál sjó- manna hefur bjargað flölda manns- lífa hér við land og Hilmar segir að af og til fái starfsmenn skólans fregnir af slíku. „Það gerist oft aö menn sem hafa bjargast úr sjávar- háska lýsa því yfir að fræðslan hér í skólanum hafi orðið þeim til bjargar," segir Hilmar og hann nefnir tvö nýleg dæmi. Trillan Andrea fórst á Faxaflóa í vor en tveir menn sem björguöust báru að sú kunnátta sem þeir ööluðust á námskeiði í skólanum heíði oröið þeim til bjargar. Sömu sögu sögðu Ragnar Elíasson önnum kafinn við lærdóminn á sínu þriöja nám- skeiði í Slysavarnaskólanum. sjómenn af Andvara frá Vest- mannaeyjum er skip þeirra sökk, þeir sýndu hárrétt viðbrögð eftir að þeir fóru í sjóinn sem talið er hafa oröið'þeim til bjargar. „Ég lýsi því ekki hvað það er gott fyrir talsins en 9 eru um borð þegar skip- inu er siglt á milli hafna. Hilmar skólastjóri segir að vissulega sé Sæbjörgin komin til ára sinna enda er skipið orðið 43 ára. Þetta er eitt frægasta skip landsmanna og tók þátt í þremur þorskastríðum sem Þór, þá flaggskip Landhelgisgæsl- unnar, og um borð í skipinu stjórn- aði Eiríkur Kristófersson barátt- unni við Breta þegar sem mest gekk á. Endurbætur eöa nýtt skip Skipið er vissulega gamalt og þarfnast lagfæringa, auk þess sem í þaö vantar meira kennslu- og æf- ingarými. Skipið er nú rekið sam- kvæmt fiárlögum og varið til þess og þeirrar starfsemi sem- þar er rekin um borð liðlega 30 milljónum á yfirstandandi ári. Hilmar segir að vissulega standi menn nú frammi fyrir því að ákveða hvort ráðist verði í endurbætur á skipinu eða hvort keypt verði nýtt skip sem hýsa muni þá mikilvægu starfsemi sem Slysavarnaskóli sjómanna óumdeilanlega er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.