Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 5. Fréttir Skipulagsnefnd líst ekki á útlit fyrirhugaðrar sendiráðsbyggingar að Laufásvegi 31: Oskar eftir nýrri tillögu Skipulagsnefnd Reykjavíkurborg- ar hefur hafnað tillögu breska og þýska sendiráðsins að skrifstofu- byggingu á lóðinni númer 31 við Laufásveg í Reykjavík og óskað eftir nýrri tillögu þar sem gert er ráð fyr- ir tveimur tveggja hæða húsum með léttri tengibyggingu á lóðinni. Sam- kvæmt tilmælum nefndarinnar er ætlast til að húsin verði færð aftar í lóðina í takt við önnur hús í nágrenn- inu og skal gengið frá aðkomunni við Laufásveg þannig að ekki verði til lýta. Öll bílastæði fyrir skrifstofu- bygginguna eiga að vera neðanjarö- ar. Óformlegar viðræður eru hafnar en ný tillaga hefur ekki veriö lögð fram. „Skipulagsnefnd samþykkti að hafna tillögunni alfarið því að allir í nefndinni voru á móti þessari tillögu. Ég var sett í viðræður til að kanna meðal annars hvað sendiráðin teldu ófrávíkjanlegt og hverju mætti breyta í húsinu án þess að í því felist samþykkt eða synjun á þessu stigi. Þetta er meira spurning um að kom- ast að samkomulagi,“ segir Guðrún Jónsdóttir, fulltrúi Reykjavíkurhst- ans í skipulagsnefnd borgarinnar. Skipuiagsnefnd hefur skipað óformlega viðræðunefnd til að kom- ast að samkomulagi við fulltrúa þýska og breska sendiráðsins og er búist við að fljótlega skýrist hvort sendiráðin telji sig geta gengið að skilyröum borgarinnar. í viðræðu- hópnum eru: Guðrún Jónsdóttir og Gunnar Jóhann Birgisson úr skipu- lagsnefnd og Helgi Hjálmarsson úr byggingarneftid. Skipulagsstjórn ríkisins. hefur hafnað umsókn borgaryfirvalda um að samþykkja breytta landnotkun á lóðinni án auglýsingar og má því búast við aö tillaga um breytta land- notkun verði auglýst íljótlega. Bygg- ingafyrirtækið ístak fjármagnar bygginguna og leigir sendiráðunum. Erró um Hafnarhúsið: Sniðugt að blanda saman f ínu og gróf u „Hér á landi er starfandi fagfólk sem veit hvað það er að gera og ger- ir það sem nauðsynlegt er. Það er kannski betra fyrir alla að safnið verði ekki á Korpúlfsstöðum því að það kreppir að víöa, ekkert síður hér en í Frakklandi. Erlendis eru mörg söfn í sláturhúsum, járnbrautar- stöðvum, sementsverksmiðjum og bílaverksmiðjum sem líta mjög vel út,“ segir Erró um ákvörðun menn- ingarmálanefndar að kanna mögu- leika á því að fá vörugeymslur á neðstu hæðum Hafnarhússins við Tryggvagötu undir Listasafn Reykja- víkur og Errósafn. „Það skiptir mig engu máli hvort safni verður komið upp á Korpúlfs- stöðum eða í Hafnarhúsinu. Fagfólk- ið sér um það og ég skipti mér ekki af því. í japanskri byggingarlist er oft blandað saman hráum og fínum efnum sem hefur tekist mjög vel. Það væri kannski hægt að hafa bæði hráa og fínpússaða veggi í nýju safni," segir hann. Erró er staddur hér á landi til að vera viðstaddur opnun myndlistar- sýningar á verkum sínum á Kjar- valsstöðum í dag og í tilefni nýrrar bókar sem kemur út um þessar mundir. Hann segist ætla að skoða Hafnarhúsiö í næstu viku ef tími gefíst til. Grindvíkingar: Stofna fyrirtæki á Suðureyri „Við stofnuðum fyrirtæki á Suður- eyri sem heitir Markhóll hf. og ætlun okkar var að kaupa vélbátinn Sigur- von ÍS. Lög um stjórn fiskveiða gera okkur ókleift að kaupa skip með öðr- um hætti,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnarins hf. í Grindavík. Eiríkur segir að þeir Þorbjarnar- menn hafi gert tilboð í Sigurvon sem er í eigu Freyju hf. og því hafí verið tekið. Síðan hafí þeir gripið til þess ráðs að stofna fyrirtækið á Suður- eyri. „Við erum ekki að gera neitt annað en Vestfirðingarnir sem nú eru í stór- um stíl að færa skip sín á sunnavert landið til að geta veitt rækju við Kolluál,“ segir Eiríkur. Sigurvon er stærsta skip Súgfirð- inga og henni fylgja yfir 80 prósent af kvóta staðarins. Hún var auglýst til sölu í sumar og gerðu þá Þorbjarn- armenn tilboð í skipið upp á 119 millj- ónir. Eftir að tilboðinu var tekið sendi sveitarsjóður annað tilboð í eigin nafni þar sem hann býður 120 milljónir. Þanmg stendur málið nú og Þor- bjamarmenn bíða svars um þaö hvort þeir fái Sigurvon eða ekki. Að sögn Eiríks eru áform þeirra þau að gera skipið út á línu og net og það kæmi til með að leggja upp hjá salt- fiskvinnslu Þorbjamarins. ábur: 9n * W í* 5« m m m m Thomson 36 MP 12 er vandað 14" sjónvarpstæki með fjarst., inniloftneti, aðgerðastýr. á skjá, tíma- rofa, Scart-tengi, 40 stöðva minni, sjálfv. stöðvaleit, tengi fyrir heyrnartól og sjónvarpsmyndavél o.m.fl. Já, nú stendur þér til boöa úrval af vönduöum og góöum tækjum á sérlega hagstæöu veröi. En athugaöu aö þaö er takmarkaö magn til... og þeir sem koma fyrst gera góö kaup! Thomson 55 MS 11 PSM er vandað 21" fjölkerfa sjónvarp með flatskjá, fjarst., aðgerðastýr. á skja, tímarofa, Scart-tengi, 40 stöðva minni, sjálfv. stöðvaleit, tengi fyrir heyrnartól o.m.fl. Goldstar RQ 20 HP er vandað QuickStart- myndbandstæki með 2 siálfhreinsandi mynd- hausum, stafrænni myndsfterpu, aðgerðastyringum á skjá, Scart-tengi, barnalæsingu o.m.fl. BS M fJOí i Goldstar MA-680 er 17 lítra örbylgjuofn, 800 W, með snúningsdiski og tölvustýringu. 99 mín. klukka, 10 hitastillingaro.rn.fi. F-SS Goldstar FFH-101 erhentug hljómtækjasamstæða með 100W magnara, tónjafnara, FM/MW/LW útvarpi, 30 stöðva forvali, kassettutæki, 16 bita geislaspilara méö fjölda stillinga, tímarofa, vekjara, fjarst. o.m.fl. Athugið að þetta er abeins sýnishorn afþeim fjölmörgu vörum sem eru á vetrartilboðinu okkar. Takmarkað magn... Gríptu gæsina meðan húngefst! Sendum um allt land! Samkort tcnosiar sk-/uu siereo-gervinnauamottak þráðlausri fjarstýringu, ásamt 1.2 m diski, 0.6-7 dB LNB. Tilvaíinn til móttöku á ASTRA- gervihnattastöðvum. ,ciii meu munIlán Frábær greiöslukjör við allra hæfi ! SKIPHOLTI 19 SÍMI29800 ■■■■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.