Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Fréttir Helsta umræðuefni íslensks viðskiptalífs í dag: „Smokkf iskurinn“ spýr eitri að „kolkrabbanum“ - tvær fylkingar farnar að takast á að nýju í viðskiptaheiminum Um fátt annað er rætt í íslensku viðskiptalífi þessa dagana en þær fylkingar sem virðast vera að mynd- ast í viðskiptum. Er þá annars vegar átt við margumræddan „kolkrabba" og hins vegar gömlu Sambandsfyrir- tækin ásamt fleiri einkafyrirtækjum sem hlotið hafa nafnið „smokkfisk- urinn“. Rætt er um að með ýmsum breytingum á eignaraðild nokkurra fyrirtækja á árinu sé smokkfiskur- inn farinn að „spúa eitri" að örmum kolkrabbans. Er þá m.a. vitnað til nýlegra kaupa íslenskra sjávarafurða hf. á 30% hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um, einhverjum stærsta viðskipta- vini Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, SH. Með kaupunum hafa for- ráðamenn SH sakað íslenskar sjáv- arafurðir um að hafa brotið áralangt heiöursmannasamkomulag milli fyr- irtækjanna. Einnig er vitnað til kaupa nokkurra fyrirtækja á Sam- skipum fyrr á árinu. Sambandsfyrirtækin sem hér um ræðir, auk íslenskra sjávarafuröa og Samskipa, eru Olíufélagið, Vátrygg- ingafélag Islands og Samvinnulífeyr- issjóðurinn. Stjómendur þessara fyrirtækja eru allt menn sem unnu hjá SÍS sáluga og hlutu sitt „við- skiptalega uppeldi" þar. Þetta eru Benedikt Sveinsson hjá íslenskum sjávarafurðum, Ólafur Ólafsson hjá Samskipum, Geir Magnússon hjá Olíufélaginu, Axel Gíslason hjá VÍS og Margeir Daníelsson hjá Sam- vinnulífeyrissjóðnum. Harðir naglar Auk þessara sambandsfyrirtækja hafa nokkur einkafyrirtæki verið orðuð við smokkfiskinn, fyrirtæki sem stjórnað er af „ungum og hörð- um nöglum", eins og einn viömæl- enda DV orðaði það, mönnum sem fyrst og fremst hafa arðsemi við- skiptanna frekar en við hvem eru höfð viðskipti og óttast kolkrabbann hvergi. Þetta em einkum þau fyrir- tæki sem þátt tóku í kaupunum á Samskipum, þ.e. Hagkaup, Samherji á Akureyri, Vinnslustöðin í Vest- mannaeyjum og Fóöurblandan. Um- ræddir „naglar" eru því Óskar Magnússon í Hagkaupi, Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja, Sig- hvatur Bjamason í Vinnslustöðinni og Gunnar Jóhannsson í Fóður- blöndunni. Eitt af því sem ýtir undir kenning- una um smokktiskinn sem spýr eitri í arma kolkrabbans er að Samherji og Fóðurblandan hafa fært viðskipti sín yfir til Samskipa frá helsta armi Benedikt Sveinsson Olafur Ólafsson Samvinnu- lífeyrissj. Höröur Sigurgestsson Siguröur Helgason Kristinn Björnsson Sjóvá-Almennar Benedikt Sveinsson Þórarinn V. Þórarinsson Geir Magnússon Samskip Einar Sveinsson Friörik Pálsson Indriöi Pálsson Axel Gíslason íslenskar sjávaraf. w „Kolkrabbinn“ Eimskip Flugleiðir Skeljungur „Smokkfiskurinn" Olíufélagið kolkrabbans, Eimskipi. Enda olli endurreisn Samskipa titringi hjá forráðamönnum Eimskips sökum þess hversu fjársterkir aðilar stóðu að henni. Ljóst er að Eimskip verður af viðskiptum upp á tugi milljóna króna vegna þessa. Tvenn samtök vinnuveitenda Af öömm helstu örmum kolkrabb- ans hafa fyrirtæki og félög verið nefnd eins og Flugleiðir, Skeljungur, Sjóvá-Almennar, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Vinnuveitenda- samband íslands, VSÍ. VSÍ er nefnt hér í þessu sambandi þar sem allt stefni í tvenn öflug samtök vinnu- veitenda. Ákveðið hefur verið að endurreisa Vinnumálasamband ís- lands sem áður hét Vinnumálasam- band samvinnufélaganna. Innan Vinnumálasambandsins verða gömlu Sambandsfyrirtækin þannig á þeim vettvangi. Líka munu kol- brabbinn og smokkflskurinn etja kappi í undirdjúpum íslensks við- skiptalífs. Skipt um stjóm í Kvennaathvarfinu: Bókhalds- og fjármálaóreiða - grasrótinskorintilaðfáskýrarilínurumábyrgðeinstaklinga „Málið er ekki mjög slæmt en engu að síöur þaö slæmt að við sjáum okk- ur knúnar til að gefa út yfirlýsingu til aö sýna fram á að við höfum ekk- ert að fela. Við erum sammála um það aö almenningur og skjólstæðing- ar þessa félagsskapar mega ekki verða fyrir neinum áfóllum, því skuldum við almenningi þetta," sagöi ónefndur heimildarmaður DV, sem sæti á í bráöabirgðastjóm Kvennaathvarfsins. Endurskoðunarskrifstofan Coop- ers og Lybrand var fengin til að end- urskoða bókhald og fjárreiður sam- takanna sem sjá um rekstur at- hvarfsins. Þar á bæ reyndust menn ófáanlegir til að tjá sig um málið en heimildarmaður DV segir að í ljós hafi komið að einhver hafi dregið sér fé úr rekstri samtakanna. Hversu mikla íjármuni gat hann ekki stað- fest en ekki væri um „himinháar" upphæðir aö ræða. Bókhaldsleg og fjármálaleg óreiða hafi komið í Ijós. Margir hafi borið fjármálalega ábyrgö eins og samtökin voru starf- rækt. Grasrótarfyrirkomulagið aflagt „Þaö var ákveöið að bráöabirgða- stjóm yrði komið á til sex mánaða. Henni er ætlað að ná fastari tökum á rekstri og skilvirkari boðleiöum í rekstrinum. í raun er verið að breyta samtökunum á þann hátt að grasrót- arfyrirkomulagið er aflagt þar sem allir em jafnir og allir bera jafna ábyrgð upp í þaö að búa til píra- mídafyrirkomulag þar sem verka- skipting verður ský’-ari. Samtökin eins og þau hafa verið starfrækt til þessa hafa lyft grettistaki en aðal- fundurinn ákvað að gera tilraun um annað fyrirkomulag og að því mun bráðabirgðastjórnin vinna á næstu sex mánuðum." í bráðabirgðastjórninni eru: Hildi- gunnur Olafsdóttir formaður, Margrét Pála Ólafsdóttir, Ólöf Sig- uröardóttir, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir og Sjöfn Ingólfs- dóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.