Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 19. Fréttir Ný stefnumótun breska verkamannaflokksins: Sömu hugmyndir og Jón Erlendsson hef ur barist fyrir - um atvinnutryggingu í stað atvinnuleysisbóta Frá því var greint í fréttum á dög- unum að nefnd á vegum breska verkamannaflokksins hefði lagt fram róttækar tillögur um breyting- ar á velferðarkeríinu í Bretlandi. Tillögurnar gengu einkum út á það að efla menntun og starfsþjálfun Breta og hvetja þá til að vinna í stað þess að þiggja félagslegar bætur. Þetta eru nánast sömu hugmyndir og Jón Erlendsson, yfirverkfræðing- ur Upplýsingaþjónustu Háskólans, hefur kynnt frá ársbyrjun 1993 um að komið verði á fót svokölluðum atvinnutryggingum í stað atvinnu- leysisbóta. Vinnumálaráðherrann breski sagði að til greina kæmi að þeir sem hefðu verið án vinnu um langt skeið yrðu skyldaöir til að sækja þjálfun- arnámskeið eða vinna eitthvert starf sem talið væri gagnlegt fyrir samfé- lagið. Jón Erlendsson bendir á að John Jón Erlendsson. Major, forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsflokksins, hefði fyrir nokkru komið með svipaðar tillögur en feng- ið slíkan mótbyr í flokknum að hann hefði gefist upp. Jón hefur vérið duglegur að kynna hugmyndir sínar um að koma á fót atvinnutryggingum. Stjórnvöld hafa reyndar ekki sýnt mikinn áhuga til þessa en stjórnir þriggja stéttarfélaga hafa lýst yfir stuðningi við hugmynd- ir Jóns, þ.e. Verkfræðingafélag ís- lands, Vélstjórafélag íslands og Verslunarmannafélag Suðurnesja. Að sögn Jóns eru fleiri stéttarfélög að íhuga stuðningsyfirlýsingar. Það er einkum tvennt sem liggur á bak við hugmynd Jóns um atvinnu- tryggingar. Annars vegar væri um að ræða öryggisnet sem íjármagnað yrði af sjóði sem kæmi í stað núver- andi atvinnuleysistryggingasjóðs. Þessi sjóður myndi eingöngu fjár- magna vinnu eða verkefni. Hins veg- ar yrði almenningur hvattur til að afla sér atvinnutengdrar þekkingar án afláts allt líflð og krafa gerð um að fólk þrói og skapi sér sjálfstæö atvinnutækifæri með nýsköpun. Frá gangsetningu vélarinnar í Skeiðsfossvirkjun. DV-mynd Örn Skeiösfossvirkjim 1 Fljótum: Nýr rafall og staf- rænn gangráður Fær ódýrari gærur frá Ástralíu Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: „í athugun er að brúa það bil sem enn er í hráefnisöfluninni hjá okkur með því að flytja inn gærur erlendis frá, hklega frá Ástralíu," sagði Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri sút- unarverksmiðjunnar Loðskinns, hér á Sauðárkróki í samtali við DV. Loðskinn hefur nýlega keypt 4000 gærur þaðan og var veröið á þeim hingað komið lægra en á innlendum gærum. Loðskinn hefur tryggt sér 120 þúsund gærur, þar af 15 þúsund gærur frá Grænlandi, en vonir stóðu til að fyrirtækiö fengi til vinnslu 180-200 þúsund gærur næsta árið. „Við fengum prufusendingu af áströlskum gærum í vor sem komu vel út í vinnslu. Þetta er samt öðru- vísi vara, gærurnar stærri og nokkuð frábrugðnar íslenskum. Við eigum eftir að sjá hvernig markaðir taka þessari framleiðslu," segir Birgir. Þeir sláturleyflshafar sem seinastir voru til að selja gærur þetta haustið seldu alhr hæstbjóðanda eðá Skinna- iðnaði á Akureyri. Þetta voru KASK Hornafirði, KVH Hvammstanga, KH Borðeyri og afurðastöð í Búðardal. „Viö gátum ekki keppt við þetta verð,“ sagði Birgir. „Rekstur Loðskinns hefur gengið vel á þessu ári. Við tókum þá ákvörð- un í fyrrahaust að greiða hluta okkar skulda í gegnum nauðasamninga en samkeppnisaðilinn kaus að fara í gjaldþrot og þar með að greiða ekki sínar skuldir. Rekstrarafgang hafa fyrirtækin notað á þessu ári þannig að við greiöum niður skuldir en þeir yfirborga skinn,“ sagði Birgir. Öm Þórariiisson, DV, Fljótum: Önnur aflvél Skeiösfossvirkjunar hér í Fljótum var gangsett að lokinni gagngerðri endurnýjun í síðustu viku. Vinna við véhna hófst í júní og hefur staðið yfir síðan. Settur var upp nýr rafall ásamt stjórn- og vamarbúnaði. Skápar fyrir endabúnað rafala voru smíðaðir og í vatnsvélinni voru endurnýjaðar leiðiskóflur og settar nýjar þéttingar og fóðringar. Gangráði var breytt í stafrænan gangráð með því að setja í hann nýjan forstýriventil ásamt nýjum stafrænum rafhluta. Uppsetn-, ingu búnaðar önnuðust starfsmenn Rafmagnsveitnanna ásamt fagmönn- um frá Siglufirði og Sauðárkróki. Aflvélar Skeiðsfossvirkjunar hafa verið í notkun frá árinu 1945 þegar virkjunin var tekin í notkun. Má því segja að tími hafi verið kominn til endurnýjunar á þeim og er stefnt á að taka vél II upp næsta sumar. Ráð- gjafar RARIK voru Verkfræðistofan Rafteikning hf. og Verkfræðiskrif- stofa Sigurðar Thoroddsen hf. Þetta eru ekki einu framkvæmd- irnar við Skeiðsfossvirkjun í ár því í vor var skipt um botnloku í stíflu- garðinum. Áf þeim ástæðum var virkjunin ekki í gangi í liðlega mán- uð því miðlunarlónið var alveg tæmt. Áætlaður kostnaður vegna fram- kvæmda við virkjunina í ár er um 90 millj. króna. 6 sœta homsófi - Kr. margir lítír TM - HÚSGÖGN Síðumúla 30 — sími 68-68-22 Optöi mánudaga - föstudaga 9 -18 laugardaga 10-17 sunnudaga 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.