Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1994, Blaðsíða 18
i: Gísli B. / SKÓP 18 MÁNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1994 Fréttir i>v Heimsmeistarakeppnin í handknattleik: Hótelskip fyrir erlendu gestina á Akureyri? „Sá möguleiki er opinn að við fáum skemmtiferðaskip erlendis frá til að liggja við bryggju á Akureyri þá daga sem þar verður keppt, það er hægt að fá slíkt skip,“ segir Halldór Jó- hannsson á Akureyri sem hefur umsjón með aðgöngumiðasölu á leiki í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik sem fram fer hér á landi í vor. Halldór segir að áhuginn erlendis á miðum á leikina í keppninni sé Hefurðu hugleitt hversu miklum tíma þú eyðir í að hringsóla um miðbæinn í leit að „rétta44 stæðinu? Og svo ertu alltaf að falla á tíma og fá gíróseðil undir rúðuþurrkuna. Þetta þarf ekki að vera svona. Vissir þú að frá miðastæðum og bílahúsum er mest 3 mínútna gangur hvert sem er í miðbænum? Er ekki kominn tími til að nýta tímann og peningana betur? Bílahúsin eru þægilegasti kosturinn. Þau eru á eftirfarandi stöðum: Traðarkoti v/Hverfisgötu, Kolaportinu, Vitatorgi, Vesturgötu, Ráðhúsinu og Bergstöðum v/Bergstaðastræti. Flóknara er þetta ekki -fáðu þér stæði B í LASTÆÐ AS J ÓÐ U R Bílastceöi fyrir alla Mundu eftir smámyntinni - það margborgar sig. r~ 1 [31 Kort > P-kort er þægilegur greiðslumáti - það gildir í alla miðamæla í Reykjavík og þú getur hlaðið það aftur og aftur... mikill og vaxandi. Sérstaklega er áhuginn mikill í Svíþjóð og í Dan- mörku, Þýskalandi og Frakklandi. Heimsmeistarar Svía leika á Akur- eyri og er vitað að fjölmargir Svíar hyggja á íslandsferð. Jafnvel er reiknað með að þeir verði um 900 talsins og þegar við bætast fjölmargir fréttamenn og keppendur í riðlinum þar og aðrir útlendingar sem tengjast mótinu er ekki ólíklegt aö gestimir verði allt að 1200. Halldór segir að fyrirhugað sé að nýta gistiaöstöðu í nágrannasveitarfélögum Akureyrar, en samt sem áður sé sterklega inni í myndinni að fá skemmtiferðaskip til bæjarins. í Kópavogi leika m.a. í riðlakeppn- inni Ðanir, Þjóðverjar og Frakkar og í öllum þessum löndum er geysilegur áhugi á keppninni. íþróttahúsið þar tekur ekki nema um 2000 manns svo þar gæti orðið erfitt fyrir íslendinga að fá miða, alveg eins og á Akureyri. Halidór segir að þessa dagana séu mál mjög að skýrast varðandi ýmis atriði sem varða mótið, atriði sem þurfi að vera á hreinu áður en að- göngumiðasala hefst af krafti. En erlendis bíða fjölmargir aðilar sem vilja sjá um miðasöluna þar og ef svo fer sem horfir stefnir í mikinn áhorf- endafjölda á leikjum keppninnar, ekki bara á leiki Islands sem verða í endurbættri og stækkaðri Laugar- dalshöll. Akranes: Giftingum stórfjölgar Garöar Guðjónsson, DV, Akranesl Giftingum á Akranesi hefur fjölgað stórlega á þessu ári miðað viö síðasta ár. Nú þegár hafa fleiri brúðhjón verið gefin saman á Akranesi en allt áriö í fyrra. Miklar sveiflur eru í fjölda gift- inga frá ári til árs. Þannig fór fjöldinn niöur í sex fyrir fáum árum en hafa flestar verið milh 50 og 60. Upplýsingar um fjölda giftinga og annarra athafna komu fram á héraðsfundi Borgarfjarð- arprófastsdæmis sem haidinn var á Akranesi nýlega. Selfoss: Tiiboðsverð í slátur- tíðinni Regína Thorarensen, DV, Selfossi: í sláturhúsi Hafnar á Selfossi var slátrað 14.700 fjár i haust að sögn Halldórs Gestssonar slátur- hússtjóra. Kjötsala var mikil enda kjöt á tilboösverði í sláturt- íðinni sem er óvenjulegt hér á landi. 1. flokks kjöt var selt á 377 krónur kílóiö en í 2. flokki á 349 krónur. Margir notfærðu sér þetta til- boð og frystikistur á Selfossi eru nú fúllar af kjöti fyrir veturinn hjá mörgum. Hins vegar var slát- ursala með minnsta móti. Meðal- þyngd dilka var 15,6 kg eða 700 grömmum meiri en í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.