Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 Spumingin Lesendur Ætlarðu að skoða Þjóðar- bókhlöðuna? Haukur Stefánsson: Ég vona það, einhvem tíma. Hállur Jónasson: Já, að sjálfsögðu. Gunnlaugur Höskuldsson: Ég held ég hafi ekki tíma til þess. Arnar Gauti Sverrisson: Já. . Áróðursmaskína í Haf narfirði? Jóhann Sigurðsson skrifar: Við fall Guðmundar Árna Stefáns- sonar, fyrrum félagsmálaráðherra, úr ráðherrastóli er eins og risið hafi upp hersveit fólks í heimabæ Guö- mundar, Hafnarfirði, eins konar áróðursmaskína, sem sendir skeyti, í rituðu og töluðu máh í fjölmiðlun- um, til að bera blak af Guðmundi og herja í leiðinni á núverandi meiri- hluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. - Þetta eru oft snarpar ádeilur en aug- sýnilega beinn pólitískur áróður sem á að duga vel í framboðsmálum fyrr- verandi ráðherra. Nú er það stundum svo að þeir sem fyrir mesta fallinu verða komast oft furðu fljótt á fæturna á ný og rísa upp tvíefldir. Þetta á ekki síst við í stjórnmálum. Mótlætið eflir mann- inn og samúðin er býsna rík í landan- um gagnvart þeim sem fer halloka. Fennir þá oft snögglega yfir ávirðing- ar á meðan frelsunarátkið stendur yfir. - Menn muna enn feril Alberts heitins Guðmundssonar og nú síðast Jóhönnu Sigurðardóttur sem bæði máttu þola mikið mótlæti frá sínum flokksmönnum. En krossferðin fyrir uppreisn Guð- mundar Áma í Hafnarfirði er engu lík. Þar virðast vanir menn að verki og grunar mig að hér sé um skipu- lagðan hóp stuðningsmanna eöa jafnvel samstarfsmanna fyrrv. ráð- herra að ræða. Þeir eiga ráðherran- um og fyrrverandi bæjarstjóra áreið- anlega margt upp að inna ef marka má það sem komið hefur fram að undanfömu um mál þessa fyrrver- andi ráðherra. Það verður fróðlegt að sjá hvernig reiðir af framboðum Alþýðuflokks- ins á Reykjanesi eftir allt sem á und- an er gengið. Hvort hvort þeir Stef- ánssynir ríða hvítum fákum frá boð- uöu auka flokksþingi krata, eða hvort „karlinn í brúnni" heldur kap- teinsskírteininu á endursmíðuðu fiskiskipi Alþýðuflokksins til að veiða mann og annan. Ingibjörg Einarsdóttir: Já, kannski. Jóhanna Ólafsdóttir: Ég má ekki vera að því. Atkvæðavæg ið og ESB-fylgi Konráð Friðfinnsson skrifar: Svo virðist sem Norðurlöndin sigh inn í Evrópusambandið hægt og bít- andi. Hvað sem hður niðurstöðunni frá Noregi er um eða meira en helm- ingur norrænu landanna þegar geng- inn því á hönd. Svíar samþykktu fyr- ir fáeinum vikum og úrshtin þar urðu eitthvað á þessa leið: já 54% og nei 46%. Samt verð ég að segja að mér finnst útkoman í Svíþjóð ekki vera neinn stórsigur fyrir talsmenn aðildar þar í landi. Öðru nær. Reyndar eru endanlegar tölur skelfilegar fyrir þjóðina, vegna þess að nærri helmingur landsmanna er á öndverðri skoðun hvaö málið varð- ar og segir auðvitað sína sögu. Hægt er að tala um raunverulegan sigur í svo stórum málum, þegar og ef at- kvæði skiptast t.d. í 80:20, eða eitt- hvað í þá áttina. - Önnur skipting er hreinlega tap fyrir aha aðila. Hitt er síðan annað mál, er menn hlíta slíkum niðurstöðum. Enda ekki um annað að ræöa úr því sem komið er. En klár niðurstaða er það ekki. í svona stórum málum, sem aðild- arumsókn í ESB óneitanlega er, kem- ur kannski gleggst fram, hve hugtak- ið „lýðræði" er gahað. - Þótt lýðræð- ið, eins og við þekkjum það nú, sé tvímælalaust skásta kerfið sem völ er á í heiminum er hinu samt ekki að neita að það hefur á sér meinb- ugi. Þá á ég við stjórnmál og öryggiö er hlýst af þess völdum fyrir þjóðin gagnvart valdhöfum í eigin landi. En það er haldhtið á vissum sviðum og ESB-sinnar í Stokkhólmi fagna samstöðu og úrslitum um inngöngu i banda- lagið. Simamynd Reuter fráleitt nógu öruggt, t.d. í þeim tilvik- um þar sem beita á þjóðaratkvæða- greiðslu til að mál nái fram að ganga. En þjóðaratkvæðagreiðslu er einmitt beitt þegar mjög stór mál eru á ferð- inni. En lýðræöið líður þennan gaha. Já, og sættir sig einnig við að viðkom- andi efni teljist samþykkt ef 51% at- kvæða stendur að baki. Samþykkist með nánast jöfnu atkvæðavægi! Sér- hver maður hlýtur að sjá aö hér er í raun ófremdarástand. Mitt mat er aö þetta þurfi að lúta öðrum lögmál- um en gengur og gerist, t.d. í hefð- bundnum alþingiskosningum. Og hér á ég einirútt við þau tilvik þar sem augsýnilegt valdaafsal til er- lendra aðila á sér stað. - En slíks valdaafsals krefst ESB-aðildin. Hvar á að taka peningana? Er meirihluti þjóöarinnar oröinn sjúkur á sál og líkama? Guðjón Þorsteinsson skrifar: Mikið er fárast yfir seinagangi í samningum við sjúkraliða. En fáir vilja spyija þeirrar spurningar, hvar eigi að taka peninga til að greiða sjúkraliðum og öðrum sem á eftir koma með kröfur sínar. - Vitaskuld hefur ríkisvaldið gert sig sekt í því að ríða á vaðiö með launahækkanir til hjúkrunarfræðinga og meina- tækna. En ekki bætir það frumhlaup ríkisstjórnarinnar úr skák. Sannleikurinn er einfaldlega sá að það eru hvergi til fjármunir í þjóðfé- laginu lengur. Og þeir litlu fjármunir sem skapast eru jafnóðum étnir upp af þeim er afla þeirra, t.d. sjómönn- um og síðan öðrum milliliðum sem búið er að ganga frá samningum við á þann veg að þar verður engu hnik- að nema þá með valdboði sem á nú DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. ekki upp á pallborðið þessa stundina. Það kann að vera að valdboð verði engu að síður eina úrræðið sem við íslendingar eigum eftir til að hefta og sporna gegn hinni gegndarlausu eyðslu sem almenningur hefur ánetj- ast. Sú tækni sem beitt er í dag í auglýsingaflæði og áskorunum til almennings, að gera nú verulega ríf- leg jólainnkaup, að fara til útlanda og versla og aö fjárfesta í skuldabréf- um og ríkisvíxlum shgar hugarþrek margra. Fólk stenst ekki fárið og mikill hluti þjóðarinnar er orðinn sjúkur og þarf nú á allri aðhlynningu að halda, jafnt frá sjúkraliðum sem starfsfólki á efri stigum heilbrigðis- keríisins. Jóhanna hefur brugðist Elínborg Einarsdóttir skrifar: Jóhanna Sigurðardóttir er sú kona sem ég studdi af alhug. í dag ftnnst mér hún hafa brugðist mér og öllu því fólki sem hana hefur stutt. - Að hlaupa t.d. úr rikis- stjóm! Því dæmi átti hún að ljúka því hún ber í raun mesta ábyrgð á skuldastöðu heimilanna, a.m.k. hvaö húsbréfin snertir. Hún sem hafði um 40% stuðningsmanna sín meghi í flokknum og hafa þar að auki stuöning varaformanns- ins átti að vera kyrr og vinna af alhug að sinni stefnu. Ekki gerast leiðtogi sundurlausrar hjarðar. Það getur aldrei orðð jafnaöar- stefna. Heldur ekki Iramkoma hennar við varaformann Alþýðu- flokksins, það er henni ekki til sóma. Bókasafniði Hafnarfirði H.B. ski-ifar: Ég hlustaði nýlega í Útvarpi Hafnarijarðar'á Ingvar Viktors- son, fyrrv. bæjarstjóra í Hafnar- firði og núverandi oddvita Al- þýöufl. Hann ræddi um bókasafn- ið og hið slæma aðgengi að því, við Mjósundið. Hann ræddi og þá hugmynd sina aö „koma bókinni út til fólksins". í því felst að koma safninu á einn stað sem yrði að- gengilegur fyrir alla, heilbrigða sem hreyfihamlaöa. Hann nefhdi húsnæði í nýja miðbæjarhúsinu í því sambandi, Þessi hugmynd finnst mér frábær. Ég skora á hann að vinna henni fylgi í bæj- arstjórn þótt erfitt sé vegna hugs- unarháttar núverandi meiri- hluta. - Koma tímar, koma ráð. Saknakvöld- þáttanna Bryndís skrifar: í uppsveiflu nýju útvarpsstöðv- anna, einkum Bylgjunnar og Að- alstöðvarinnar, gerðu þær í þvi aö útvarpa ýmsum þáttum að kvöldi til þar sem stjórnandi rab- baði við fólk. Það voru Eirikur og Bjami Dagur á Bylgjunni, Inger Aikmann á Aðalstöðinni, síðan Rúná Kvaran á Aðalstöð- inni og fleiri og fleiri. Nú eru þessir þættir alveg horfnir. Eins og notalegt var að hlusta á þetta allt. Hvað varö um þessa kvöld- þætti? Nú eru nýju stöövamar allar orðnar útþynntar á kvöldin og ekkert bitastætt þar aö hafa. Útskiptaregla Kvennalistans Friðrik Sigurðsson hringdi: Ég tel það pólitískan þroska hjá Samtökum um Kvennalista aö halda þeirri hefö að skipta út þingkonum símnn. Löng seta í áhrifastöðum getur leitt til spill- ingar og siðgæðisbrests eins og umræða síðustu daga sannar. Aðrir flokkar ættu að fara að for- dæmi Kvennalistans og setja reglur um hámarkssetu þing- manna. Skírteini sýnd ÍSVR Björgvin Kristbergsson hringdi: Samkvæmt reglum SVR bera margir hér í borg skírteini sem ber að sýna vagnstjóra viö inn- göngu í vagninn eða þegar um er beöið að öðru leytL Nú er þaö hins vegar svo að það er allur gangur á þvi hvort eða hvar beð- ið er um skírteini af vagnstjóra. Stundum á stoppistöðvum, stundum á aðalbrottfararstöðv- um og stundum alls ekki. Ég legg til að alltaf verði beöið um skír- teini, ef viðkomandi gerir sig ekki líklegan til að borga fargjaldið, þá sitja allir við sama borð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.