Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 69 Blásarakvintett Reykjavíkur leik- ur jóiatónlist í Kristskirkju. Kvöld- lokkur á jólaföstu í kvöld verða hinir árlegu jóla- tónleikar Blásarakvintetts Reykjavíkur og félaga haldnir í Kristskirkju, Landakoti. Leiknar verða serenöður og divertimento Tónleikar fyrir blásara og að venju eru tón- leikamir haldnir undir heitinu Kvöldlokkur á jólafóstu, en orðið kvöldlokka hefur nú unnið sér fastan sess sem þýðing á seren- öðu. Að þessu sinni verða leikin þrjú verk eftir Wolfgang Ama- deus Mozart, Adagio í B-dúr, Di- vertimento í B-dúr og Serenada í Es-dúr fyrir átta blásara. Auk þess verður flutt hið fræga stef og tilbrigði Handels, sem þekkt er undir nafninu Jámsmiðurinn söngvísi. Tónleikamir heíjast kl. 21.00 og standa í um það bil eina klukkustund. Þróun smásagna í Danmörku Erik Skyum-Nielsen, lektor í dönsku, flytur opinberan fyrir- lestur í dag kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn nefnist No- vellen som genre i Danmark. Þar er þvi lýst í megindráttum hvem- ig smásögur og aðrar stuttar ffá- sagnir hafa þróast í Danmörku frá því um 1980. Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku og er öllum opinn. Jóiin og sorgin Bjarmi, félag um sorg og sorgar- ferli á Suðurnesjum, heldur fund í kvöld kl. 20.30 í Kirkjulundi í Keflavík, Jóna Kristín Þorvalds- dóttir, sóknarprestur í Grinda- vík, flytur fyririestur sem ber yfirskriftina Jólin og sorgin. Umræður að fyrirlestri loknum. Jólafundur ITC-deildin Korpa heldur jóla- fund í kvöld kl. 20.00 í Hlégarði. Upplýsingar veitir Guðrún í síma 668485. í kvöld leikur Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar á Kringlukránni. Auk hljómsveitarstjórans, sem spilar á kontrabassa, era í hljómsveitinni Guðmund- ur R. Einarsson, trommur, Gunnar Gunnarsson, píanó, og Guðmundur Andri Thorsson, söngur. Þrír ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar munu einnig koma fram, Haukur Gröndal á saxófón, Samúel Samúelsson á básúnu og Ásgeir Ásgeirssou á píanó. Á efnisskránni verða aöallega lög af geislaplötu Tómasar, Landsýn, sem hlotið hefur góða dóma gagnrýnenda, auk þess sem bandarískt dreifingar- fyrirtæki hefur sýnt plötunni áhuga. Á Landsýn komu fjölmargir söngvarar við sögu, en á þessum tónleikum verða lögin flutt í nýjum útsetningura. Undantekníng er Þú ert, sem Guðmundur Andri syngur. Tónleikarnir hefiast kl. 22.00. Tómas R. Einarsson og Guðmundur R. hann leikur á trommur í hljómsveit Tómasar. Víöa verið að moka Á Vesturlandi er verið aö moka veginn í Kerlingarskarði og fyrir Gilsfjörð. Brattabrekka er þungfær. Á Vestfjörðum er verið að moka veg- inn á milli Patreksfjarðar og Bíldu- dals'. Ófært er á Breiðadals- og Botns- Færðávegum heiðum og beðið átekta með mokstur þar vegna veðurs. Norðanlands eru vegir færir en skafrenningur á Öxna- dalsheiði. Ófært er um Lágheiði en faert með ströndinni austur frá Húsa- vík til Vopnafjarðar. Hafinn er mokstur á Mývatns- og Möðrudals- öræfum og Vopnafjarðarheiði. Aust- anlands er verið að moka Fagradal og Oddsskarð. Á Fjarðarheiði er talið ófært vegna veðurs og þungfært um Vatnsskarð. E1 Hálka og snjór 0 Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir mpungfasrt (g Fært fjallabílum Slysavarnadeild kvenna Slysavamadeild kvenna í Reykjavík heldur jólafund i Sig- túni 9 annað kvöld, kl. 20.00. Góð dagskrá. Hátíðarkaífi. Munið jólapakkana. Digranesprestakall Jóiafundur kirkjufélagsins verð- ur í safnaöarsal Digraneskirkju annað kvöld kl. 20.30. Gestur fundarins verður séra Þorleifur K. Kristmundsson. Fjölbreytt efnisskrá og veislukaffi. Litli drengurinn á myndinni fædd- ist á fæðingardeild Landspítalans 26. nóvember kL 21.54. Hann reynd- ist vera 3920 grömm að þyngd og 53 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Vigdis EUertsdóttir og ; Páli Sigfmnsson og er þetta fyrsta bam þeirra. Richard Attenborough leikur jólasveininn, öðru nafni Kriss Kringle, í Kraftaverki á jólum. Hinn eini sanni jólasveinn Kraftaverk á jólum (Miracle on 34th Street) er endurgerð einnar frægustu jólamyndar sem gerð hefur verið og ber sama nafn. Sú mynd var gerð 1947 og var hún síðar endurgerð fyrir sjónvarp 1973. Myndin segir frá komu jóla- sveinsins til New York og óvænt fær hann vinnu í stórmarkaði. Þar sem um er að ræða hinn eina sanna jólasvein þyrpast börnin að honum og verslunin sem barö- ist í bökkum blómstrar á ný, en það kemur að því að jólasveinn- Kvikmyndahúsin inn þarf að sanna hver hann er og þá versnar málið. Það er breski leikarinn og leik- stjórinn góökunni Richard Atten- borough sem leikur jólasveininn. Attenborough hefur að mestu éytt kröftum sínum í að leikstýra stórmyndum á undanfómum árum og ber þar hæst Gandhi sem hlaut mörg óskarsverðlaun á sín- um tímal Nýjar myndir Háskólabíó: Daens Laugarásbíó: Ný martröð Saga-bíó: Kominn í herinn Bíóhöllin: Sérfræðingurinn Stjörnubíó: Threesome Bíóborgin: í blíðu og' striðu Regnboginn: Bakkabræður í Paradís Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 278. 07. desember 1994 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,520 68,720 72,300 Pund 107,100 107,420 107,010 Kan. dollar 49,760 49,960 54,250 Dönsk kr. 11,1630 11,2080 10,645Qmh 9,7090 Norsk kr. 10,0270 10,0670 Saensk kr. 9,0990 9,1350 8,5890 Fi. mark 14,0680 14,1240 12,3620 Fra. franki 12,7250 12,7760 12,2120 Belg. franki 2,1256 2,1342 1,9918 Sviss. franki 51,7400 51,9500 48,1700 Holl. gyllini 39,0300 39,1900 37,5800 Þýskt mark 43,7400 43,8700 42,1500 it. líra 0,04224 0,04246 0,04263 Aust. sch. 6,2080 6,2390 5,9940 Port. escudo 0,4271 0,4293 0,4117 Spá. peseti 0,5206 0,5232 0,5159 Jap. yen 0,68650 0,68850 0,66240 irskt pund 104,870 105,390 101,710 SDR 99,62000 100,12000 99,98000 ECU 83,2700 83,6100 81,0900 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan r~ T~ 3 H- s l 9 | rr~ /4 13 TT /V Ts“ 1 <1 W“ J 8 Lárétt: 1 kjökur, 6 umdæmisstafir, 8 skynsamt, 9 fugl, 10 yfirgefin, 11 ánægð, 13 göfgi, 14 vondan, 16 gangflötur, 18 heit- ið, 20 litla, 21 þjófnaður. Lóðrétt: 1 ákafs, 2 nudd, 3 duglegur, 4 háttprýöi, 5 sparar, 6 þrepið, 7 þekkt, 12 spýja, 15 þjóta, 17 stjórnarumdæmi, 19 öðlast. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 stijál, 7 eija, 8 met, 10 mjó, 11 slit, 13 lóðsinn, 15 ánauð, 17 au, 18 gam- ir, 20 tjá, 21 dróg. Lóðrétt: 1 sem, 2 tijóna, 3 ijóða, 4 jass, 5 ám, 6 ótt, 9 Einar, 12 liðir, 13 lágt, 14 nugg, 16 und.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.