Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994
13
Breytt viðhorf
í Evrópumálum
„Með því yfirþjóðlega valdi sem ESB byggir á, þá á ísland ekkert er-
indi þar inn fyrir dyr,“ segir m.a. í greininni.
Það voru fagnaðartíöindi sem
bárust frá Noregi undir miðnætti
þriðjudaginn 28. nóvember sl. þeg-
ar ljóst var að Norðmenn nöfðu
hafnað aðild að Evrópusamband-
inu. Enda þótt almenningur þar í
landi væri undir gríðarlegri pressu
úr öllum áttum, bæði innan lands
og utan, þá hélt meirihluti þjóðar-
innar ró sinni og hafnaði því að
stíga um borð í Evrópuhraðlestina,
sem enginn veit á hvaða ferð er.
Lúaleg vinnubrögð
stjórnvalda
Það verður ekki annað sagt en
stjórnvöld í Finnlandi, Svíþjóð og
Noregi hafi neytt allra bragða sem
tiltæk voru til að knýja almenning
til að samþykkja aðild að Evrópu-
sambandinu. Þar sem vitað var að
Finnar væru veikastir fyrir, m.a.
vegna nálægðarinnar við Rússland
og þeirrar óvissu sem er um þróun
mála þar í landi, voru þeir látnir
greiða atkvæði um inngöngu í ESB
fyrstir Norðurlandanna.
Sú niðurstaða hafði áhrif á al-
menningsálit í Svíþjóð, sem hefur
líklega hvað bestar forsendur þess-
ara landa þriggja til að standa sig
innan ESB, en samt sem áður var
aðildin aðeins samþykkt með
naumum meirihluta undir gríðar-
legri pressu og hræðsluáróðri
helstu stjómmálaforingja landsins
KjaUaxinn
Gunnlaugur Júlíusson
hagfræðingur
sveitarstjóri á Raufarhöfn
auk fjölmiðla og annarra áhrifa-
valda. Það var vitað mál að and-
staðan yrði mest í Noregi. Því var
ákveðið að láta atkvæðagreiðsluna
fara síðast þar fram, til að almenn-
ingur yrði fyrir áhrifum frá niður-
stöðu í atkvæðagreiðslu í hinum
löndunum og beygði sig fyrir því.
Evrópusambandið blandaði sér
einnig í atkvæðagreiðsluna á afar
grófan hátt með því að lofa norsk-
um stjórnmálamönnum áhrifa-
stöðum áður en útséð væri með
niðurstööuna. Engu að síður stóðst
norskur almenningur álagið og
lýðræöið sýndi sig vera sterkara
en áróður stjómvalda, fjármagns-
ins, fjölmiðla, samtaka atvinnurek-
enda og launafólks og fjölmiðla.
Hver verða áhrifin hér?
Það hefur legið ljóst fyrir um
nokkurt skeið að formaður Al-
þýðuflokksins ætlaði sér að keyra
Evrópusambandsaðild upp sem
kosningamál flokksins númer eitt
í kosningabaráttu fyrir komandi
alþingiskosningar. Það átti að
keyra upp hræðsluáróður um yfir-
vofandi einangrun íslands frá
Norðurlöndunum og Evrópu ef við
stæðum ein utan sambandsins.
Þannig átti að magna upp ótta hjá
almenningi um að við værum að
einangrast hér á eyju úti í ballar-
hafi, sem hefðum fáa vini og fá-
menna.
Þegar niðurstaða Mggur fyrir í
Noregi verður það beinlínis hjákát-
legt að ræða um aðild íslands að
Evrópusambandinu á þeim nótum.
Hagsmunum íslands er betur borg-
ið utan ESB.
Meðan sjávarútvegsstefna ESB
verður ekki breytt, þá á ísland ekk-
ert erindi inn í skrifræðisferlíkið
ESB. Með þvi yfirþjóðlega valdi
sem ESB byggir á, þá á ísland ekk-
ert erindi þar inn fyrir dyr. Með
hliðsjón af því afsah sjálfsforræðis
sem fylgir aðild að ESB, þá á ísland
að standa þar fyrir utan.
Meðan ESB stefnir að Bandaríkj-
um Evrópu, þá er rétt fyrir ísland
að standa þar utan dyra. ísland á
að leita eftir tvíhliða viðskipta-
samningum við þá aðila sem eðli-
legt er að hafa viðskipti við, en
varast að loka sig inni í tollmúrum
Evrópusambandsins, sem eru
byggðir upp með hagsmuni allt
annarra í fyrirrúmi.
Gunnlaugur Júlíusson.
„Þaö átti aö keyra upp hræðsluáróður
um yfirvofandi eingangrun íslands frá
Norðurlöndunum og Evrópu ef við
stæðum ein utan sambandsins.“
Af pólitískum vikapilti
I kosningabaráttunni fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar sl. vor var
pólitískum vikapilti Sjálfstæðis-
flokksins komið fyrir í fréttastjóra-
stóh hjá DV. Þetta var Guðmundur
Magnússon en eins og frægt er orð-
ið hafði Þjóðminjasafnið áður mátt
búa við þessa forsendingu frá Sjálf-
stæðisflokknum um eins árs skeið.
Forsætisráðherra Sjálfstæðis-
flokksins og aðstoðarmaður hans,
sonur stjórnarformanns og útgáfu-
stjóra DV, sáu réttilega að málefna-
staða Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík var svo slæm að það dygðu
engin vindhögg til að rétta hana af.
Það varð að trýggja „rétta“ umfjöll-
un í blöðunum.
Skyldur við lesendur
Skrif Guðmundar eru mikill ljóö-
ur á frjálsu og óháðu blaði. Þau
lúta einvörðungu lögmálum póh-
tískrar hagsmunagæslu þar sem
hlutlægni og sjálfstætt mat blaða-
mannsins er látin lönd og leið. í
skrifum Guðmundar kemur aldrei
neitt á óvart og þau bera þess ævin-
lega vott að maðurinn er njörvaöur
niður í viðjar gamaldags flokks-
hugsunar sem flest vitiboriö fólk
hefur sem betur fer losað sig úr.
Það þarf ekki heldur lengi að lesa
DV til að átta sig á því hvenær
Guðmundur Magnússon er frétta-
stjóri á vakt. Fyrirsagnirnar um
málefni borgarinnar bera það
ævinlega með sér.
KjaUariim
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
borgarstjóri í Reykjavik
Nýjasta dæmið er úr DV þann 24.
nóvember sl. Snemma morguns
hringdi í mig blaðamaður og spurði
mig út í auglýsingar frá upplýs-
ingafulltrúa borgarinnar sem birt-
ust í blaði Regnbogans sem dreift
var í öll hús í borginni. Hafði hann
það fyrir satt að þær hefðu hvergi
birst annars staðar. Ég leiðrétti
þetta og benti honum m.a. á að þær
hefðu birst í DV (önnur þeirra þann
3. nóv.). Þetta virtist þó engu máli
skipta - fréttastjórinn á vakt ætlaði
ekki að láta stela frá sér glæpnum
og fréttin birtist undir fyrirsögn-
inní: „Reykjavíkurborg styrkir R-
%----------——-------------
lista blað. Auglýsingar ekki birtar
annars staðar!"
Til að kóróna heimskupörin var
svo Loki látinn segja neðanmáls.
„Nú skil ég hvers vegna útsvarið
var hækkað.“!!! Veit fréttastjóri DV
ekki að þaö var ákveðið á borgar-
stjórnarfundi þann 17. nóvember
sl. að hækka ekki útsvarið í
Reykjavík? Hvað gengur honum
til? Hvort hefur blaðið skyldum aö
gegna við lesendur eða Sjálfstæðis-
flokkinn?
Hafa skal það
sem sannara reynist
í pistli sl. laugardag er fréttastjór-
inn enn við sama heygarðshomiö.
Hann talar um óeðlhegar auglýs-
ingar og segir að fram hafi komið
að „shkar auglýsingar hafi ekki
tíðkast áður“. Hvar hefur það kom-
ið fram? Hjá félögum hans í Sjálf-
stæðisflokknum?
Hann heldur þvi líka fram með
meiri einfeldningshætti en manni í
hans stöðu er leyfilegur að „Sjálf-
stæðismenn í borgarstjórn séu svo
umburðarlyndir að þeir æth ekki
að mótmæla" þessum auglýsingum.
Æth þeim gangi ekki annað til? Þeir
ættu að vita þaö manna best að
borgin hefur keypt pólitískar aug-
lýsingar. Á árinu 1993 og 1994 var
t.d. bæði auglýst hjá Sambandi
ungra sjálfstæðismanna og hjá
Sambandi ungra framsóknar-
manna.
Það er hins vegar almenn regla
hjá borginni að meta auglýsinga-
gildi einstakra miðla. Blað um
borgarmál sem dreift er á öh heim-
ih í borginni hefur ótvírætt auglýs-
ingagildi og engin ástæða tfl annars
en að auglýsa í því þó að það sé
gefið út af R-hstanum.
Aö lokum þetta: Ég geri enga
kröfu til þess að Guðmundur
Magnússon breyti sínum skoðun-
um eða póhtísku skrifum. Ég áskil
mér bara rétt til aö vara lesendur
við því sem hann skrifar. En ég
geri þá kröfu tU DV, ef það vUl telj-
ast trúverðugt fréttablað, að það
hafi það sem sannara reynist í
fréttaskrifum sínum og fyrirsögn-
um. Svo votta ég blaðinu samúð
mína með forsendinguna.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Veit fréttastjóri DV ekki að það var
ákveðið á borgarstjórnarfundi þann 17.
nóvember sl. að hækka ekki útsvarið í
Reykjavík?“
Meðog
Frjáls aðild að
lífeyrissjóðum
Sterkara kerfi
„Ég er
hlynntur því
að fólk sé
skyldaö ti) að
greiöa í lífeyr-
issjóð en hafi
frelsi tU að
vclja hvaða
einstaka líf-
eyrissjóö það
greiði í. Fyrir vahiáimu, EflilSson
þessu tel ég þingmaður.
einkum vera þrjár ástæður. í
fyrsta lagi er þetta spurning um
eignaréttarsjónarmið. Ég tel að
fólk eigi ekki aö vera skyldugt tU
að greiða í lífeyrissjóði sem sann-
arlega og sýnUega geta ekki staö-
ið við sínar skuldbindingar. Ef
fólk hefur ekki trú á að viðkom-
andi sjóður geti staðið við sínar
skuldbindingar þá á ekki að
skylda fóUc til að greiða í slíka
sjóði.
i öðru lagi tel ég þetta vera
spurningu um hagkvæmni í líf-
eyrissjóðskerflnu þar sem frelsi
til að velja mUh sjóöa myndi auka
samkeppni á milh þeirra og þýða
hagkvæmari rekstur.
í þriðja lagi er þetta spurning
um mannréttindi. Að fólk sé ekki
skyldað tU að vera í félagi eða að
vera þátttakandi i starfsemi sem
þaö ekki vill taka þátt i. Það á við
í þessu tilviki.
Valfrelsi miUi lífeyrissjóöa
myndi hafa í för með sér að lífeyr-
issjóðakerfið í heild sinni yrði
sterkara. Þau vandamál sem upp
koma við frjálst val á mUIi sjóða
er hægt aö leysa. Ég tel að frelsið
sé nauðsynlegur hður í þeirri
endurskoöun á hfeyrissjóðakerfi
landsmanna sem fram undan er. “
Eintóm
hringavitleysa
„Þegar rætt
er um frjálsa
aðild að lif-
eyrissjóðum
þá finnst mér
það eiginlegá:
þýða, miðað
við mína
reynslu, að
menn geti
ráöið • því _
hvort þeir varaþlngma4ur.
greiða í lífeyrissjóð eða ekki.
Auðvitaö er þaö grundvallar-
atriði aö allir íslendingar séu með
tryggðan lífeyri í lífeyrissjóði.
Þetta kerfi sem við höfum notað,
sem er skylduaðild að lífeyris-
sjóðum vegna aðUdar að stéttar-
félögum, finnst mér hafa reynst
mjög vel. Aftur á móti var þaö
kerfi byggt þannig i upphafi að
það voru of margir sjóöir. Viö
erum núna einmitt að ganga í þaö
að fækka þeim.
Miðaö við þaö sem höfum í dag,
þar sem allir eru skyldaðir til aö
greiða i lífeyrissjóð en því ekki
frarafylgt, þá sé ég ekki hvernig
menn ætla að framiylgja því að
allir kaupi sér lifeyrisrétt ef þeir
eru frjálsir að þvi. Það vantar þá
miklu frekar þetta eftirht. Menn
hafa verið hræddir með því að
margir sjóðir eigi ekki fyrir
skuldbindingum sínum. Auðvit-
að er þaö hryggilegt þegar shkt
gerist en þróunin er á þann veg
aö sjóðimir stækka.
Ég sé ekki að sjóöirnir geti
keppt um aö bjóða betri lífeyris-
rétt en aðrir. Það þýddi jafnvel
gjaldþrot þeirra sjóða sem flúið
yrði úr yfir í stóra sjóði. Þetía
leiddi tfl þess aö menn myndu
lofa upp í ermina á sér. Þess
vegna held ég að þetta frelsi,
hvemig sem Utið er á það, sé bara
eintóm hringavitleysa."