Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 59 Iþróttir Iþróttir Stef nir í líflegt sumar hjá knattspyrnuliði Kef Ivíkinga Knattspyrnuliö Keflvíkinga á fyrir höndum líflegar fimm vikur á miöju næsta sumri. Keflavík verður full- trúi íslands í fyrstu UEFA-TOTO- keppninni, nýrri Evrópukeppni fé- lagsliða, og hún fer fram á tímabilinu 24. júní til 29. júlí. Á þessu tímabili leika Keflvíkingar sex leiki í keppninni, þrjá hér heima og þrjá erlendis. Á meðan eru leiknar íjórar umferðir í 1. deildinni, einnig 16-liða og 8-liða úrslitin í bikarkeppn- inni, auk þess sem undanúrslit bik- arkeppninnar eru áætluð tveimur dögum eftir að Evrópukeppninni lýkur. Þetta þýðir að ef Keflavík á góðu gengi að fagna í bikarnum gæti liðiö leikið aflt að 13 leiki í þremur mótum á 38 dögum, sem þýðir leikur á þriggja daga fresti að meðaltali. Leikirnir í UEFA-TOTO-keppninni fara fram sex laugardaga í röö og samkvæmt tillögum sem lagðar hafa verið fram um leikdaga í 1. deildinni verður fyrst og fremst spilað í miðri viku, til hagræðis fyrir Keflvíkinga. „Það er ekki spurning um að hliðra til þannig að íslensk lið geti tekið þátt í þessari keppni. Hún er mjög spennandi og síöan liggur fyrir milli- þinganefnd að koma á deildabikar- keppni, þannig að í framtíðinni gæti lið sem vinnur hana að vori farið í þessa Evrópukeppni um sumarið," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, í spjalli við DV. Samkvæmt tillögunum, sem Egg- ert og Geir Þorsteinsson hafa lagt fram, hefst 1. deild og lýkur á sama tíma og hún gerði í ár, það er að segja 20. maí og 23. september. Leikirnir dreifast svipað og í ár, 3 umferðir leiknar í maí, 3 í júní, 4 í júlí, 4 í ágúst og 4 í september. FrábærthjáOB Það urðu heldur betur óvænt úrslit í 3. umferð UEFA-keppn- innar í knattspyrnu í gær. Danska liðið OB gerði sér þá lítið fyrir og sló stórlið Real Madrid út úr keppninni meö fræknum sigri á Spáni, 0-2. Real Madrid vann fyrri leikinn í Dannmörku, 2-3, og flestir ef ekki allir áttu von á að eftirleik- urinn yröi auðveldur fyrir Spán- verjana. En það sló þögn á hina 50.000 áhorfendur á Santigago Bernabeu leikvanginum þegar varamaðurinn Mortens Bisgárd skoraði síðara mark OB á 90. mínútu. Þar með hefur OB slegið út tvö stórlið. í 1. umferð sló það út Linfield frá N-írlandi, í 2. um- ferð Kaiserslautem og nú Real Madrid. „Að kyngja þessum ósigri er eins og að gleypa eitur,“ sagði Jorge Valdani, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn. Landsliösþjálfarinn 1 tennis: Stunqinn af Landsliðsþjálfarinn í tennis, Kró- atinn Boso Skaramuca, hvarf spor- laust á braut eftir þátttöku íslenska unglingalandsliðsins í kvennaflokki á Evrópumótinu í Portúgal á dögun- um. Þegar hópurinn hélt áleiðis heim til íslands 28. nóvember hvarf Skara- muca á braut og lét íslenska hópinn, sem skipaður var stúlkum á aldrin- um 14-17 ára, koma sér heim til ís- lands með einnar nætur gistingu í Lundúnum. Það er mikill ábyrgðar- hluti að hverfa svona frá hópnum en hvað skyldi eiginlega búa að baki slíkri ákvörðun? Menn velta að vonum fyrir sér skýringunni að baki brotthvarfsins og er einna helst talið að Skaramuca sé að hlaupa frá skuldum á íslandi. Skömmu fyrir ferðina til Portúgals stóð Skaramuca fyrir heimsókn tennisleikara frá Króatíu. Þeir léku sýningarleik í tennishöllinni og var aðsókn mun lélegri en menn bjugg- ust við. Kostnaður við heimsókn tennisleikaranna til íslands var tal- inn nema rúmum tveimur milljónum króna og stóð því Skaramuca uppi með talsverðar skuldir á bakinu. Skaramuca hafði þjálfað hér á landi um tveggja ára skeið við góðan orðstír. Hann þjálfaði meðal hjá Þrótti og landsliðin. I kvöld Handbolti - Nissan-deildin: Stjarnan-ÍR 20.00 FH-ÍH 20.00 Valur-KA 20.00 Afturelding - KR 20.00 Víkingur-Selfoss.... 20.00 HK - Haukar 20.00 Körfubolti - bikar kvenna: Njarðvík - Keflavík........18.30 Evrópumót félagsliða í knattspyrnu UEFA-bikarinn-3. umferð, síðari leikir: Real Madrid (Spánij-Odense (Danmörku)...................0-2 = 3-4 0-1 Petersen (71.), 0-2 Bisgárd (90.) Áhorfendur 50.000 Leverkusen (Þýskalandif-Katowice (Póllandi).............4-0 - 8-1 1-0 Schuster (11.), 2-0 Thom (13.), 3-0 Scholz (15.), 4-0 Hapal (28.) Parma (Ítalíu)-Atletico Bilbao (Spáni)..................4-2 = 4-3 1-0 Zola (21.), 2-0 Baggio (39.), 3-0 Baggio (49.), 3-1 Vales (56.), 4-1 Couto (65.), Guerrero (75.) Juventus (Ítalíu)-Admira Wacker (Austurríki)............2-1 = 5-2 1-0 Ferrara (17.), 1-1 Wimmer (73.), 2-1 Vialli (86.) Lazio (Italiu)-Trabzonspor (Tyrklandi)...................2-1:4-2 1-0 Cravero (25.), 2-0 Di Vaio (75.), 2-1 Soner (73.). Dortmund (Þýskalandi)-Deportivo Coruna (Spáni)...........3-1:3-2 1-0 Zorc (50.), 1-1 Santaelena (102.), 2-1 Riedle (115.), 3-1 Ricken (118.) Vilja útiloka kínverskt sundfólk frá keppni í 4 ár - kínverska ólympíunefndin fyrirskipar rannsókn á lyQamálinu Helstu sundþjálfarar Ástralíu hafa farið fram á það við Alþjóða sund- sambandið að kínverskt sundfólk verði útilokaö frá allri alþjóðlegri keppni í ljögur ár, í kjölfar þess að sjö kínverskir sundmenn féllu á lyfjaprófum eftir Asíuleikana í síö- asta mánuði. Bannið myndi þýöa að Kínverjar gætu hvorki tekið þátt í sundkeþpni ólympíuleikanna í Atlanta 1996 né í hemsmeistaramótinu í sundi í Ástr- alíu 1988. Ástralarnir fara einnig fram á að bannið verði framlengt ef Kínverjum tekst ekki að sýna fram á fyrir þann tíma að þeir geti lyfjaprófaö sitt sundfólk á fullnægjandi hátt. Þjóðverjar hafa þegar tilkynnt að þeir taki ekki þátt í neinum sundmót- um í Kína fyrr en ljóst sé aö þar sé ekki um skipulagða lyfjagjöf til sund- fólks að ræða. Kínverska ólympíunefndin hefur fyrirskipað ítarlega rannsókn á lyfja- málinu og heitir því að refsa hinum brotlegu harðlega en ítrekar að það séu íþróttamennirnir sem verði sér úti um lyfin og ekki sé um kerfis- bundið svindl að ræða. Heimilisfang: Sendið til: íþróttamaöur ársins DV - Þverhoiti 11 1P5 Reykjavík Blikar unnu Gylfi Kriatjánsson, DV, Akureyri: Breiöablik komst í gær á topp 2. deildar karla i handknattleik með þvi aö sigra Þór á Akureyri, 23-25. Blikar höfðu yfir í hálfleik, 12-13, en leikurinn var jafn og spennandi. Hjá Þór var Sævar Ámason markahæstur með 9/5, Atli Rún- arsson 7 og Páfl Gíslason 4/1 en í liði Breiðabliks var Sigurbjörn Narfason með 7 mörk og þeir Eyjólfur Einarsson, Björgvin Björgvinsson og Guðjón Hauks- son með 4 mörk hver, Besti mað- ur vallarins var markvörður Blika, Elvar Guðmundsson, sem varði 17 skot. Guðni aftur til Spurs? - heldur utan eftir helgina til æfinga og viðræöna við Lundúnaliðið Svo kann að fara að Guðni Bergs- son, landsliðsfyrirliði í knattspymu, sé á leið aftur tfl enska úrvalsdeildarl- iðsins Tottenham Hotspur. Forráða- menn félagsins hafa rætt við Guðna með það í huga að hann gerist leik- maður með Mðinu að nýju enn eins og kunnugt er þá hætti hann með félaginu í kjölfar bakmeiösla árið 1993 og kom aftur heim. Guðni lék með Val í sumar og hefur stefnt að því að komast út í atvinnumennskuna að nýju. Enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace bauð honum að koma út til æfinga í haust og í kjölfarið lýstu forr- áðamenn félagsins áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Þar sem Totten- ham hefur enn forkaupsrétt að Guöna þurfti Palace að ganga til samninga við Tottenham og út úr þeim viðræð- um hefur ekkert komið enn þá. Þá hafa sænsk félög spurst fyrir um Guðna meðan annars Örebro, lið Ar- nórs Guðjohnsens og Hlyns Stefáns- sonar. „Ég fer utan eftir helgina og mun þá æfa með Tottenham og eiga við- ræður við forráðamenn félagsins. Á þessum fundi verður það afgreitt hvort af því verði að ég fari til Totten- ham eða hvort ég gangi til liðs við Crystal Palace," sagði Guðni við DV í gærkvöldi. „Að sjálfsögðu yrði það spennandi að fara aftur til Tottenham. Totten- ham er stór klúbbur og það er mikil stemning í kringum liðið þessa dag- ana,“ sagði Guðni ennfremur. Vamarleikur Tottenham hefur ekki verið upp á marga fiska á þessu tíma- bili og það er ekki að ástæðulausu sem forráðamenn félagsins eru að leita leiða til að styrkja vörn liðsins. Shaquille og Anderson áttu frábæran leik - þegar Orlando bætti enn einum sigrinum í safnið í Cleveland Shaquille O’Neal og félagar hans í Orlando Magic léku stórvel þegar liðið gerði góða ferð til Cleveland í nótt. Shaquille og Nick Anderson skoruðu 26 stig hvor en Anfernee Hardaway skoraði 20. Þessir þrír leikmenn báru liðið uppi eins og þeir hafa gert í vetur. Orlando gerði 42 stig í fyrsta leikhluta og vann 11 leiki í tólf viðureignum. „Við vorum svolítið hræddir við kom- una tfl Cleveland en það reyndist ástæðulaust þegar á hólminn var kom- ið,“ sagði Shaquille eftir leikinn í nótt. Larry Johnson skoraði 28 stig fyrir Charlotte í sigrinum gegn Utah Jazz. Leikurinn var jafn framan af en Charl- otte seig fram úr í lokin fyrir tilstifli Dell Curry sem skoraöi 20 stig í leiknum. Hornets fagnar góðu gengi þessa dagana en þetta var fimmti sigurleikur liðsins í sex leikjum. Malone var stigahæstur hjá Utah með 31 stig. Craig Ehlo gerði sigurkörfu Atlanta þegar liöið lagði New Jersey á útivelli. Ehlo var stigahæstur hjá Atlanta og skoraði 21 stig. Reggie Miller var sterkur á lokakafl- anum þegar Indiana vann Detroit. Dale Davis gerði 19 stig fyrir Indiana og Mill- er 18 stig. Seattle sýndi styrk sinn enn eina ferö- ina, nú einnig þegar Houston kom þang- að í heimsókn. Gary Payton var sterkur hjá Seattle með sín 30 stig sem er met á tímabflinu. Otis Thorpe gerði 21 stig fyr- ir Houston. DaUas gerir það ekki endasleppt og nú varð San Antonio fyrir baröinu á Uðinu. Framlengingu þurfti til að knýja fram sigur og reyndist Dallas sterkara eftir æsispenanndi leik. Jamal Mashburn lék skínandi vel og gerði 34 stig og Ron Tarp- ley 22 stig. Nýhðinn hjá Denver, Jalen Rose, gerði öU sín níu stig í síðasta leikhluta þegar Denver vann Minnesota á útivelli. Dale EUis var stigahæstur með 18 stig og Brian WiUiams 17 stig og tók 13 fráköst. Þjálfaraskipti hjá HK1 handknattleik: Kmec látinn fara Þjálfaraskipti urðu í gær hjá 1. deUdar Uði HK í handknattleik. Tékkanum Igor Kmec var vikið frá störfum, í kjölfar lélegs árangurs hðsins í Nissan-deildinni í vetur, og í hans stað var ráðinn Ragnar Ólafs- son. Ragnar er ekki ókunnugur HK. Hann var einn af stofnendum þess og lék um árabil með félaginu auk þess sem hann hefur verið astoðar- þjálfari liðsins. Fyrsti leikur HK- liðsins undir hans stjórn er gegn Haukum í kvöld. „Það var samkomulag hjá okkur aö Kmec hætti með liðið. Hann náði því ekki út úr strákunum sem við vonuðumst eftir, þó svo að hann sé sprenglærður þjálfari og góður kenn- ari, og því töldum við bestu lausnina að láta hann fara,“ sagði Rögnvaldur Guðmundsson, formaður handknatt- leiksdeildar HK, við DV í gærkvöldi. „Staða liðsins er óneitanlega svört og við ætlumst ekki til að Ragnar geri neitt kraftaverk. Hann þekkir vel til þessara stráka og getur örugg- lega fengið það besta út úr þeim,“ sagði Rögnvaldur ennfremur. Ivar hættur þjátf un Skagamanna í körfunni - Elvar Þórólfsson tekur við þjálfarastöðunni Ivar Ásgrímsson, þjálfari úrvals- deildarliös Skagamanna í körfu- knattleik, hefur ákveöiö að láta af störfum sem þjálfari liðsins. ívar var ekki ánægður með gengi liösins og að höföu samráði við stjórn körfu- knattleiksdeildar ÍA var ákveðið að ívar hætti. Elvar Þórólfsson mun taka við þjálfarastarflnu. „Ég hef bara alltof mikið að gera en auk þjálfarastarfsins stunda ég nám í háskólnaum sem ég ætla aö ljúka á næsta vori. Það fór einfald- lega of mikUl tími í þetta. Eins var ég orðinn leiður og í kjölfar síðustu flögurra leikja Uðsins í deildinni var ljóst að breytinga þurfti viö. Ég ræddi við stjórnina og hún var meðvituð um að eitthvað þyrfti að gera til að rífa Uðið upp úr þeim öldudal sem það er í. Það var því sjálfsagt að prófa nýja hluti,“ sagði ívar Ásgrímsson í samtali við DV. ívar sagði það nokkuð ljóst aö hann léki með Skagamönnum næstu tvo leiki. Hann sagðist eftir þá ræða við stjórnina um frekara framhald í spilamenskunni. Fortuna býður Margréti á sterkt mót í Miami Margréti Ólafsdóttur úr Breiða- bliki, sem kosin var knattspyrnu- kona ársins á síðasta keppnistíma- bih, hefur veriö boðið að keppa með danska liðinu Fortuna á sterku knattspyrnumóti á Miami á miUi jóla og nýárs. Auður Skúladóttir, sem leikur meö Fortuna, benti forr- áðamönnum Fortuna á Margréti og höfðu þeir fullan áhuga að fá hana til félagsins. „Þeir reyndu að fá mig til að leika með Uðinu á næsta tímabiU. Ég vU þó klára skólann fyrst áður en ég tek boði sem þessu. Þeir sögðust í framhaldi ætla að hafa samband við mig eftir tímabiUð heima næsta haust. Ég er mjög spennt fyrir ferð- inni tU Miami og það verður gaman að prófa eitthvað nýtt. Þessi ferð gefur mér hugmyndir um hvernig svona dæmi lítur út,“ sagði Margr- ét Ólafsdóttir í samtali við DV í gærkvöldi. Þess má geta að Fortuna varð danskur meistari fyrir nokkrum vikum og er það því mikfll heiður fyrir Margréti að vera boðið með í feröina til Miami og eins það að lið- ið vUl fá hana í sínar raðir þó síöar verði. Doug West gerði 25 stig fyrir Minnesota. Nick Van Exel skoraði 20 stig fyrir LA Lakers í sigrinum gegn Golden State í Forum. Leikurinn var í jámum lengst af en Lakers beit frá sér í lokin. Cedric Ceballos skoraði 28 stig en Lakers vann þarna sinn sjöunda leik í átta leikjum. Tim Hardaway skoraði 23 stig fyrir Gold- en State. Olden Polynice skoraði 22 stig fyrir Sacramento og tók 16 fráköst í sigrinum á MUwaukee í nótt. Úrslit leikja í nótt: New Jersey - Atlanta............91-94 Cleveland Orlando..............97-114 Indiana - Detroit...............90-83 Minnesota - Denver.............95-102 San Antonio - Dallas..........121-124 Utah Jazz - Chariotte..........97-106 LA Lakers - Golden State......113-101 Sacramento - Milwaukee.........108-95 Seattle - Houston..............103-90 New York Boston................104-90 Fyrsta tap Blika KR stöðvaði sigurgöngu Breiða- bhks í 1. deild kvenna í körfuknatt- leik í gær. KR sigraði, 63-59, en Bhk- ar höfðu yfir í hálfleik, 34-39. Það var mikil spenna allan leikinn.Blikar jöfnuðu metin, 59-59, 12 sekúndum fyrir leikslok og skömmu síðar var dæmt tæknivíti á þjálfara Breiða- bhks en hann var þá óvart kominn inn á völUnn. KR-ingar nýttu bæði vítaskotin og skoruðu svo aðra körfu á lokasekúndunni. María Guðnadóttir skoraði 20 stig fyrir KR, Guðbjörg Norðfjörð 17 og þær Helga Þorvaldsdóttir og Elín- borg Herbertsdóttir 10 hvor en fyrir Blika, sem léku án Olgu Færseth, var Penny Peppas með 22 stig, Hanna Kjartansdóttir 14 og þær Erla Hend- riksdóttir og Hildur Ólafsdóttir með 8 stig hvor. í 1. defld karla sigraði Leiknir lið Selfoss, 75-65. Anthonytil Breiðabliks? Samkvæmt heimfldum DV bendir flest til þess að Anthony Karl Gregory gangi tíl Uðs við 1. defldar Uð Breiðabliks í knatt- spymu. Hann hefur verið í við- ræðum við Kópavogsliðið og mun að öllum líkindum ganga frá samningi við félagið einhvem naestu daga. ÍBV og Valur hafa einnig átt í viðræðum við Anthony en eftir því sem DV kemst næst þá hefur hann mestan hug á að fara tU Blikanna. Á tíma leit út fyrir að Anthony færi til ÍBV en að öUum líkindum .verður ekkert af því eftir að Tryggvl Guðmundsson ákvað aö fara fram á það við KR að losna frá félaginu og ganga í raðir Eyjamanna. KR og ÍBV hafa ekki náð sam- komulagi en Tryggvi á eftir eitt ár af samningi sínum við vestur- bæjahðið. Samningaviðræður em hins vegar í gangi og væntan- lega næst lending í þessu máU. Þingeyingar unnu Laugamótið Rúnax B. Gisfeœon, DV, Laugum: HSÞ-b, Uð Þingeyinga, sigraði KS í úrslitaleik karla á tólfta Laugamótinu í innanhússknatt- spymu sem haldið var dagana 25. og 26. nóvember. Að loknum venjulegum leiktíma og fram- lengingu var jafnL Gripa þurfti tíl bráðabana og fór svo að Þing- eyingar urðu fyrri til að skora og unnu þar með mótið í þriöja sinn á pórum árum. í undanúrsUtum mótsins vann HSÞ-b sigur á Völsungi .og KS vann Daivík. Dalvíkingar unnu svo Völsunga í leik um þriðja sætið. ÞátttökuUð í karlaflokki voru 14. B-lið KS sigraði í kvennaflokki en þar voru fimm lið skráð til leiks og spUuðu í einum riðU. Stórliðí míkilli hættu Síðasta umferðin í riðlakeppni meistaradeUdar Evrópu i knatt- spyrnu verður leikin í kvöld en að henni lokinni verða átta félög eftir í keppninni. Þrjú stórlið eru á barmi þess að faUa út, Bayern Múnchen, AC Milan og Manc- hester United. Bayern berst við Dinamo Kiev og Spartak Moskva um aö komast áfram úr B-riðli og mætir Kiev á heimavelU í nánast hreinum úr- sUtaleik. AC Milan sækir heim austur- ríska félagið Saizburg, sem hefur ekki tapað á heimaveUi í keppn- inni, en Salzburg dugir jafhtefli tíl aö komast áfram. Manchester United fær Galat- asaray í heimsókn og á mögu- leika á aö komast áfram ef sá leik- ur vinnst en aðeins ef Barcelona tapar fyrir Gautaborg á heima- veUi. MikU meiðsU eru í herbúð- um Manchester-manna svo úflit- ið er ekki ýkja bjart á Old Traf- ford. Benfica, Hajduk Split, Ajax, Gautaborg og Paris SG eru þegar komin í 8-liöa úrslitin. Ásta sigraði á Fis-móti ísvigi Ásta Halldórsdóttir sigraði á FlS-móti á skíðum sem fram fór I Kiruna í Svíþjóð um siðustu helgi. Ásta keppti á tveimur mót- um í svigi. Á því fyrra var hún með besta tímann eftir fyrri um- ferð en datt í þeirri seinni og var þar með úr leik. Ásta vann svo síðara mótið og hlaut fyrir það 17 Fis-punkta. Meðal keppenda var allt B-Uð Sviþjóðar auk þess sem keppendur komu alia leið frá Japan. Svelt íslands Í3.sæti ískylmingum Lið Skylmingaféiags Reykja- víkur hafnaði í þriðja sæti á Eystrasaltsmótinu í skylmingum sem fram fór í Kaupmannahöfn um síöustu helgi en keppt var með höggsverðum. Sveit Eng- lands sigraðien níu þjóðir kepptu á mótinu. í íslensku sveitinni voru: Ólafúr Bjamason fyrirUði, Kári Freyr Bjömsson, Ragnar Ingi Sigurðsson og Reynir Öm Guömundsson. í einstakUngs- keppninni varð Reynir í 12. sæti í keppni með höggsverð, Reynir 16. Kári 17, og Ragnar í-18. sæti en keppendur voru 40. í keppni með stungusverði varð Haukur í 17. sæti af 35 keppendum og í keppni með lagsverö varð Hauk- ur í 27. sæti en keppendur vom 50. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.