Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 . GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Pólitískt vandamál Þótt verkfall sjúkraliða hafi nú staðið í hátt í einn mánuð hefur enn engin alvörutilraun verið gerð til að leysa kjaradeiluna með samningum. Ef ekki kemur til nýrrar pólitískrar stefnumörkunar af hálfu ríkisstjómar- innar bendir allt til þess að þetta verkfall standi lengi enn, líklega eitthvað fram á næsta ár. Staðreyndin er auðvitað sú að verkfall sjúkrahða er til komið vegna alvarlegra pólitískra mistaka sem framin voru síðastliðið vor. Þá gerðu ríkisvaldið og Reykjavíkur- borg samning við hjúkrunarfræðinga sem var gjörsam- lega úr takt við almennar hugmyndir á þeim tíma um viðráðanlegar launahækkanir. Kannski héldu samninga- menn að hægt væri að halda þessum hækkunum leynd- um. Kannski höfðu þeir einfaldlega ekki reiknað dæmið til enda þegar skrifað var undir. Kannski réð póhtísk hentistefna gerðum þeirra, eins og sumir hafa fuhyrt. Hver svo sem ástæðan var fyrir þessum samningi er ljóst að hann riðlaði alvarlega launahlutfóllum milh hjúkrun- arfræðinga og flestra annarra stétta. Það var því aðeins tímaspursmál hvenær sjúkrahðar, og reyndar fleiri, krefðu ríkið um leiðréttingu. Fj ármálaráðuneytið hefur þráast við að játa þessi mis- tök. Fram hefur komið hjá framkvæmdastjóra sjúkra- hússins á Akureyri að ríkið hafi jafnvel neitað að viður- kenna þá raunverulegu hækkkun á launaútgjöldum sjúkrahúsanna sem samningurinn frá því í vor haíði í fór með sér. í samningaviðræðunum virðast fulltrúar ríkisins reyna að láta eins og samningurinn við hjúkrun- arfræðinga sé ekki til og ráðuneytismenn reyndar eytt orku sinni og annarra 1 fánýt málaferli. Það er htlu skárra en að horfa upp á þá ömurlegu staðreynd að æðstu ráðamenn Landakots, þar sem sjúklingar og starfs- fólk hafa lagt mikið á sig vegna vinnustöðvunar sjúkra- hða, skuli eyða verkfahsvikunum á golfvöhum í Flórída. Þrátt fyrir að ýmsar undanþágur hafi verið veittar hefur sjúkrahðaverkfalhð haft gífurleg áhrif bæði inni á sjúkrastofnununum sjálfum og á heimilum sjúklinga og aðstandenda þeirra. ÖU þjónusta við sjúkhngana minnk- ar þótt álagið á þá starfmenn sem ekki eru í verkfalh hafi aukist gífurlega. Margt sjúkt fólk þarf að dvelja heima hjá sér í stað þess að fá aðhlynningu á sjúkrahúsi og heimahjúkrun er í molum. DV hefur að undanfórnu birt mörg viðtöl við sjúklinga sem eiga um sárt að binda vegna minni þjónustu í verkfalhnu. Þar hefur greinilega komið í ljós hversu alvarlegt ástandið er hjá mörgum. Á meðan ekki er reynt af neinni alvöru að leysa kjara- deilu ríkisins og Reykjavíkurborgar við sjúkrahða hlýtur þetta ástand að versna dag frá degi. Landlæknir gerði grein fyrir alvöru málsins á fundi með heilbrigðisráð- herra og forystu sjúkrahða 1 gær. Það er því orðið afar brýnt að leysa deiluna, ekki síst fyrir sjúklingana. Ljóst er að ríkisstjórnin verður að taka á máhnu. Hún verður að viðurkenna þau alvarlegu mistök sem gerð voru síðasthðið vor og reyna að bæta fyrir þau. Annars verður verkfall sjúkrahða aðeins upphafið að öðru meira. Fleiri opinberir starfsmenn og almennu verkalýðsfélögin munu að öhu óbreyttu miða kröfugerð sína hið minnsta við stórfehda kauphækkun hjúkrunarfræðinga. Fari svo hlýtur að stefna í meiri háttar átök á vinnu- markaðinum og í kjölfar þeirra slagsmála verðbólgu- skriðu af því tagi sem íslendingar þekktu svo vel fyrir nokkrum árum - en hafa blessunarlega verið lausir við síðustu misserin. Ehas Snæland Jónsson Humar, sem er veiddur aðfaranótt laugardags skammt frá Höfn, er kominn ferskur til Lúxemborgar á sunnu- degi og í verslanir i Belgiu á mánudagsmorgni, segir m.a. í grein Björns. Frá Tævan til Hornafjarðar Athuganir sýna, aö því stærra sem hið sameiginlega efnahags- og markaðskerfi heimsins verður, þeim mun öflugri verða minnstu þátttakendurnir. Á þetta ekki síst við um þá, sem sinna kaupsýslu og viðskiptum. í bókinni Global Paradox brýtur Bandaríkjamaðurinn John Nais- bitt, sem er heimskunnur fyrir bækur sínar Megatrends, þá þver- stæðu til mergjar, að aukið við- skiptafrelsi styrki lítil og meðalstór fyrirtæki auk þess sem smáríki fái aukið vægi. Hann segir, að sameig- inlegur innri markaður, eins og hinn evrópski, kalli frekar á það að ríki haldi í sérstöðu sína en þau renni saman í ríkjasamband eða sambandsríki og spáir því þess vegna, að hægja muni á samruna- þróuninni í Evrópu, eftir að mark- aðir þar hafa verið opnaöir. í sjálfu sér er það byltingarkennd breyting, að framtak einstaklings án opinberrar forsjár dugir til að hann geti komið ár sinni fyrir borð hvar sem er á heimsmarkaöi. Tæk- in tO aö gera þetta eru miklu öflugri en nokkru sinni fyrr í sögu mann- kyns. Stökkbreyting hefur orðið í fjarskiptum og tölvutækni, sem gerir smáfyrirtæki fært að stunda alþjóðaumsvif, sem áður voru ein- ungis talin á færi auðhringa. Þá höfðu aðeins stórfyrirtæki efni á að fjárfesta í nýrri tækni. Nú getur lítiö fyrirtæki leyft sér að nota jafn fullkominn búnað og sjálft IBM. Tækifærin nýtt Menn þurfa ekki að fara viða um ísland til að átta sig á því, að hvar- vetna eru framleiðendur að færa sér þessa tækni í nyt ásamt við- skiptafrelsinu. Fyrir skömmu var ég á Höfn í Hornafirði og kynntist því, hvernig menn eru sjálfir að selja síld, humar og lambakjöt til Kjállariiin Björn Bjarnason alþingismaður smásölufyrirtækja í allri Evrópu. Humar, sem er veiddur aðfara- nótt laugardags skammt frá Höfn, er komin ferskur til Lúxemborgar með áætlunarflugi síðdegis á sunnudegi og í verslanir í Belgíu á mánudagsmorgni. Að þessu stend- ur einstaklingur í samvinnu við humarbát á undanþágu til til- raunaveiða á þessum árstíma. Þegar ég sagöist vera nýkominn frá Tævan, kom í Ijós, aö einn við- mælenda minna á Höfn hafði verið þar fyrir fáeinum vikum til að rækta viðskiptasambönd og þótti gagnlegt að heyra mat mitt á við- horfum stjórnvalda í Taipei til þess að tævönsk fyrirtæki hafi sem mesta samvinnu við útlendinga um sókn inn á hinn tröllvaxna markað á meginlandi Kína. Samtöl við Kínverja Þótt ráðamenn í Peking og á Tævan hafi deilt um langt skeið, eru viðskipti milli þeirra, sem búa á Tævan og meginlandi Kína, mik- il. Einnig eiga þeir samstarf í menningarmálum. Stjórnmál og staðan á alþjóðavettvangi valda hins vegar deilum. Að stunda við- skipt viö Tævan kann að nýtast vel í öllu Kína. Með aðild Tævan að GATT, gætum við aukið sölu á fiski þangað. Forsætisráðherra Kína lagði á það höfuðáherslu í viöræðum við forsætisráðherra íslands á dögun- um 1 Peking, að Kína ætti að fá tafarlausa aðild að Gatt. Sú mikla virðing sem Davíð Oddssyni var sýnd í Kína sannar kenninguna um hina hnattrænu þverstæðu. Þegar alhr stærstu fjárfestar heims vilja ná eyrum ráðamanna í Peking til að verða virkir í mestu efnahagslegu uppsveiflu sam- tímans, verja Kínverjar löngum tíma til að ræða við forsætisráð- herra íslands um ftjálsræði í al- heimsviðskiptum. Björn Bjarnason „Að stunda viðskipti við Tævan kann að nýtast vel í öllu Kína. Með aðild Tævan að GATT, gætum við aukið sölu á fiski þangað.“ Skoðanii annana Bensíngjaldið „Vegaframkvæmdir, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu, eru afar arðsamar og því skynsamlegt að hraða slíkum framkvæmdum. Akvörðun ríkisstjórn- arinnar um átak á þessu sviði er því einkar skynsam- leg og tímabær. Eðlilegt er að bifreiðaeigendur greiði kostnaöinn sem þessu er samfara, enda er hagur þeirra af bættum samgöngum mikill. Þetta þýðir auðvitað aukinn kostnað vegna reksturs á fjöl- skyldubíl, sem auðvitað kemur mishart niður á fólki eftir notkun og þörfmni fyrir bíl.“ Úr forystugrein Alþbl. 6. des. Fiskveiðistef na - ef nahagsstef na „Upptaka auðlindaskatts þýðir afnám framsals á kvótum, því að grundvöllur undir sölu þeirra frá útgerðum væri ekki lengur til. Þar með myndi falla niður núverandi fyrirkomulag, þar sem sala á árlega úthlutuðum „eignar“-kvótum stendur undir úthafs- veiðinni... Þróunin er sú, að mestur hluti kvótanna fer til úthafsveiðiskipa, sem verka aflann um borð. Samningurinn við EB kemur að engum notum, ef aflinn verður ekki lagður á land til fullvinnslu, og þess vegna er óhjákvæmilegt aö breyta núverandi fiskveiðistefnu. Fiskveiðistefnan verður að vera í samræmi við efnahagsstefnu landsins. Annað er kák.“ Önundur Ásgeirsson, fyrrv. forstjóri, í Mbl. 6. des. Skattsvikin ekki smámál „Það er opinberlega viðurkennt að á íslandi þrífst umfangsmikið neðanjarðarhagkerfi. ítrekað hafa verið gefnar út opinberar skýrslur, sem ganga út frá því að skattsvik séu 11 milljarðar króna. Hér er ekki um neitt smámál að ræða, og nægir aö geta þess að fjárlagafrumvarpið 1995 er rétt upp með 6,5 milljarða halla. Það er því til mikils að vinna að ná inn þessum tekjum fyrir ríkissjóð." Úr forystugrein Tímans 6. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.