Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1994, Blaðsíða 24
68 Guðrún Helgadóttir. Áður verið reynt að koma mér af þingi „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem reynt er að koma mér út af þingi. Það má vera að eina leiðin til að koma mér út af þingi sé að hafa ekki prófkjör. En ég gef ekki sæt- iö eftir baráttulaust," segir Guð- rún Helgadóttir í DV. Ummæli Hráefnisskortur ef ekki er rafmagn „Þeir hafa verið að breikka hug- takið hráefnisskortur til að kom- ast hjá kaupgreiðslum með því að senda fólk heim. Nú er það hráefnisskortur ef togari siglir með afla. Jafnvel ef lokað er fyrir rafmagn, þá heitir það hráefniss- kortur," segir Sigurður Ingv- arsson, forseti Alþýðusambands Austurlands, í DV. Kem sundurtætt út af flokksþingi „Það eru innanflokksátökin sem eru að gera útaf við Alþýðuflokk- inn og fólkið sem í honum starf- ar. Flokksþing eftir flokksþing hef ég verið kosin þarna inn og alltaf komiö út sundurtætt," segir Ragna Bergmann í Alþýöublað- inu. Konurmega líka vera sterkar „Konur mega líka vera sterkar og vinum mínum finnst þetta ekkert vitlaust. Ég er rétt að byrja að keppa í þessu, en hef æft lyft- ingar með sundinu," segir Bryn- dís Ólafsdóttir, fyrrum sund- kappi, nú lyftingakappi, í Morg- unblaöinu. Ófáanlegir kjúklingar hækka „Nú er verulegur skortur á kjúkl- ingum og verðið er miklu hærra en gerist í nágrannalöndum okk- ar. Og til að kóróna vitleysuna hefur verið ákveðið að hækka 0* verðið í einhverri kerfisnefnd," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, í DV. Hann hneigíst til kenningu katólskra. Gætum tungnnnar Rétt væri: Hann hneigist til kennmgar katólskra. HAPPDRÆTTI BÓKATÍÐINDA VÍTHiingimflniiir liagrim ej>; 19512 Ef þú finnur þetta happdrættisnúmer á baJssíöu Bókatíöinda skaltu fara meö hana í næstu bókabúö og sækja ylnninginn: Bókaúttekt afi andvirði 10.000 kr. Eldri vinningsnúmer: 49051 - 70297 - 19437 - 79904 Bókaútgefendur OO MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1934 Hvassviðri og stormur í dag verður rigning víða um land og fyrst fer að rigna sunnan til. Síð- degis lægir syðst á landinu en aust- Veðrið í dag anlands verður suðaustan hvass- viðri og norðaustan hvassviðri eða stormur norðvestanlands. Þá verða skúrir eða slydduél í flestum lands- hlutum í kvöld og nótt. Veöur fer hlýnandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvasst eða hvasst og dálítil rigning framan af degi en síðan norð- anátt, sums staðar hvassviðri og skúrir eöa slydduél. Hiti 2 til 6 stig. Sólarlag í Reykjavík: 15.38 Sólarupprás á morgun: 11.02 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.52 Árdegisflóð á morgun: 10.18 Heimild: Almnnak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 2 Akurnes rigning 5 Boiungarvík alskýjað 3 Kefla vikurflugvöllur alskýjað 4 Kirkjubæjarklaustur rigning 2 Raufarhöfn alskýjað 4 Reykjavík alskýjað 5 Stórhöfði alskýjað 4 Bergen skýjað 4 Helsinki þokumóða 2 Kaupmannahöfn léttskýjað 4 Stokkhólmur þokumóða 4 Þórshöfn léttskýjað 8 Amsterdam skýjað 6 Berlín heiðskírt 2 Feneyjar þokumóða 9 Frankfurt léttskýjað -1 Glasgow léttskýjaö 7 Hamborg heiðskírt 4 London rigning 11 LosAngeles skýjað 13 Luxemborg heiðskirt 1 Mallorca þokaí grennd 8 Montreai alskýjað 1 New York skýjað 14 Nice léttskýjað 10 Orlando þokumóða 18 París skýjað 8 Róm þokumóða 11 Vín léttskýjað 2 Washington mistur 11 Winnipeg þokaásíð. klst. -23 Þrándheimur léttskýjað 1 Iilja Ólafsdóttir, verðandi forstjóri SVR: dð fdrd i sund „Eg hef starfað undanfariö sem aðstoöarmaður forstjóra SKÝRR, en ég er búinn að starfa lengi hjá þessufyrirtæki, eöa í tæplega átján ár. En ég hef gegnt það mörgum stööum að starf mitt í heild hefur verið fjölbreytt i gegnum tíðina," segir Lilj a Ólafsdóttir, en hún hefur verið ráðin forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur frá og með 1. janúar. „Ég hef ekkert komið nálægt Maður dagsins ára gömul og er sonur okkar orðinn þrítugur, svo ég snýst þvi á heimil- inu eingöngu í kringum tvo ketti sem viö hjónin eigum.“ Lilja kvaðst eiga mörg áhugamál: „Ég er mikil félagsmálamanneskja og hef starfað mikið að jafnréttis- málum og í félagsmálum í kringura tölvumál, veriö í sfjórn Skýrslu- tæknifélagsíns og stjómaði nor- rænum samtökum tölvumanna í mörg ár. Þá er sund míkiö áhuga- mál og byija ég alla daga á sundi í Laugardalslauginni þar sem ég hitti ákveðið fólk í ákveðnum potti á hverjum morgni og erum við orð- in mjög vanafóst. Þegar ég vil al veg losna við að hugsa um vinnuna er tvennt sem ég hef mikinn áhuga á, annað er að mér þykir gaman aö sauma fót og reyni að skapa mér tima til þess og á sumrin læt ég fátt hindra mig í að yrkja garðinn rekstri SVR, en þetta er stjórnunar- staða sem mér líst vel á. Þarna fer fram mikil þjónustustarfsemi og þessi mikla þjónusta sem SVR á að veita borgarbúum gerir starfið heillandi. Ég hef alltaf haft áhuga á að vera í stjórnunarstörfum þar sem aðaláherslan er lögð á þjón- ustu og ég hlakka til aö takast á Lílja Olafsdóttir. við þetta spennandi starf.“ Eiginmaður Lilju er Gunnar Sig- urðsson, deildarstjóri hjá Vátrygg- ingafélagi íslands, og eiga þau einn son. „Ég gifti mig þegar ég var átján minn, veit eg fátt yndislegra. Myndgátan Leggjast í kör Heilumferðí handboltanum f kvöld fer fram heil umferð í 1. deild karla í handboltanum. Þrjú lið hafa nú tekið nokkra for- ystu í deildinni, Valur, Stjarnan og Víkingur, og verður ekki um íþróttir að ræða innhyrðis keppni á milli þeirra í kvöld en öll leika þau á heimavelli. Nokkur önnur lið eiga möguleika á að nálgast þau með sigri í kvöld. Valur mun fá KA í heimsókn, í Víkinni leika Víkingur og Selfoss, í Garðabæ Stjarnan og ÍR, í Digranesi HK og Haukar, á Varmá Afturelding og KR og í Kaplakrika FH og ÍH. Allir leik- irnir heíjast kl. 20, nema leikur Víkings og Selfoss sem hefst kl. 20.30. Skák Á alþjóöamótinu í Linares í Mexicó, kom þessi staða upp í skák stórmeistar- anna Ivan Morovic, frá Chile, sem hafði hvítt og átti leik, og Walter Browne. Bandaríkjunum. Hvítur á sterka stöðu og sneri henni í sigur í fáum leikjum. 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH I Á I Á Á # A iö Wi A Jt W & & A n n sl? 1. Rd7! Dds Riddarann má ekki taka; ef 1. - Hxd7 2. Hxc8 +, eða 1. - Bxd7 2. Hxe7 og.vmnur. 2. Rc5! Hótar biskupnum á e6 og riddaranum á b4. 2. - Db6 3. Rxe6 Hxcl 4. Dxcl og Browne lagði niður vopn, þar sem 4. - Hxe6 er svarað með 5. Dc8 + og vinnur. Jón L Árnason Bridge Mike Lawrence er atkastamikill rithöf- undur og hefur skrifað fjölda merkilegra bridgebóka. Fáir höfundar njóta eins mikilla vinsælda og hann og ástæðan er liklega sú að hann setur bækurnar yfir- leitt upp á mjög aðgengileganrag læsileg- an máta. Bækur hans taka einnig á al- mennum vandamálum sem tlestir spilar- ar kljást við, burtséð frá því hvaða kerfi þeir nota. Ein af bókum hans er „Falsec- ards“ þar sem hann kennir spilurum í sókn og vörn að beita blekkingum til að afvegaleiða andstæðingana. Hér er til dæmis eitt spiladæmi. Sagnir eru einfald- ar, vestur gjafari og allir á hættu: * Á72 V Á86 ♦ 9742 + ÁD7 * 6 V G97 ♦ 8653 + K10632 * 543 V K532 ♦ 10 + G9854 ♦ KDG1098 V D104 ♦ ÁKDG Vestur Noröur Austur Suður 14 pass pass 4* p/h Eftir eölilega opnun vesturs á tlgul virð- ist sjálfsagðasta sögnin fyrir suður að segja 4 spaða. Vestur hefur vörnina á því að spila út tígultvisti. Frá sjónarhóli sagnhafa er tigultrompun yfirvofandi og sagnhafi þarf því á einhvern hátt að beita blekkingum til þess að koma í veg fyrir að vestur fari strax inn á spaðaás og gefi félaga stungu. En hvemig er best að spila litnum? Svarið liggur í augum uppi að áliti Lawrence, þó að alls ekki sé víst að sú spilamennska gangi upp. í öðrum slag spilar sagnhafi spaöadrottningu. Vestur gefur hugsanlega þann slag því hann vill ómögulega fella blankan kóng þjá félaga undir ásinn. Næst spilar sagnhafi spaða- niunni. Vel er hugsanlegt að vestur gefi aftur því nú gæti hann verið að fella gos- ann blankan hjá austri. Ef drottningunni er ekki spilað í öðrum slag er nánast víst að vestur fmni réttu vömina. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.