Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Síða 16
28 FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Fréttir Tvö snjóflóð á skipulögð svæði í Súðavík á síðasta áratug Ef nahagslegt áfall fyrir fólk innan svasðisins Hættusvæði aura fersku minni snjó- og aurflóö sem féll á byggöina á Patreksfirði 1983, þar sem fjórir létust, og olli miklu eignatjóni. Á þessu hausti hafa þegar oröið þrjú stór snjóflóð á norðan- verðum Vestfjöröupi þar sem mikið tjón hefur orðið. Á Breiðadalsheiði hreif snjóflóð tvo bíla og eyðilagði. í Súðavík féll snjóflóð á íbúðarhúsið að Saurúm og eyðilagði það. í sama flóði skemmdust útihús við Dalbæ. í Súgandafirði féll snjóflóð á sumarbú- staði sem standa við norðanverðan fjörðinn og bar tvo þeirra á haf út. Þarna var um að ræða mikið eigna- tjón. í fyrravetur féll snjóflóð í Tungudal og eyðilagði nánast alla sumarhúsabyggð ísfirðinga í Tungu- skógi. Þá rústaði sama flóð skíða- mannvirki ísfirðinga. Einn maður fórst í þeim hamforum. Magnús Már Guðmundsson, sér- fræðingur Veðurstofunnar í snjó- flóðavörnum, segir að aldrei sé hægt að segja fyrir um það með fullri vissu hvar snjóflóð lendi. Við hættumat á einstökum svæðum sé byggt á þeim flóðum sem þegar hafi falhð. „Það eru tekin til viðmiðunar snjó- flóð sem þegar hafa fallið. Við erum með reiknihkön sem við stemmum af miðað við snjóflóð sem þegar hafa fallið og reiknum svo til hliöanna með tihiti th þess hvar hugsanlega geti fallið snjóflóð. Þetta er í rauninni mjög alvarlegur hlutur sem við erum að gera þvi að þetta miðast við það að snjóflóðin sem við notum th að stemma af séu þau flóð sem eru með mesta skriðlengd. Það er nokkuð sem aldrei er hægt að ábyrgjast," segir Magnús Már -rt „Þetta þýðir að það verður erfíðara að losna við eignir á þessu svæði. Þetta er því efnahagslegt áfah fyrir það fólk sem býr innan svæðisins. Saurar og svæðið fyrir innan var talið tiltölulega öruggt svæði fyrir þennan atburð," segir Heiðar Guð- brandsson, hreppsnefndarmaöur og eftirlitsmaður með snjóalögum í Súðavík. Hann er þama að vitna til snjóflóðs sem féh 18. desember í Súðavík og eyðhagði íbúðarhúsið að Saurum. Aldraður maður sem þar bjó bjargaðist á undraverðan hátt. Heiðar segir að skipulag þessa svæðis hafl verið staðfest af um- hverfisráðuneytinu nýlega og gengið hafi verið út frá því að svæðið væri thtölulega öruggt og utan hættu- svæðis. Þá segir hann þetta ekki vera í fyrsta sinn sem snjóflóð falli á svæði sem skipulögð hafi verið með það fyrir augum að þau væru örugg fyrir snjóflóðum. „Það hefur gerst hér áður að skiþu- lag hefur hruniö eftir að það var sam- þykkt. Það var samþykkt hér nýtt skipulag fyrir rúmum tíu árum, 1983. Nokkru áður en félagsmálaráðu- neytið átti að taka það th staðfesting- ar féll snjóflóð á þessu svæði. Þetta er því í annað sinn sem skipulag hrynur hér vegna snjóflóða," segir Heiðar. Hann segir að þetta sé vandamál fyrir það fólk sem býr á svæðum þar sem flóð faha. Þarna sé hugsanlega um aö ræða svæði sem fram að því hafi verið talin örugg. Eftir snjóflóð fahi eignir í verði og verði illseljan- legar. Þetta vandamál sé ekki aðeins bundið við Súðavík heldur alla þá staði þar sem á annað borð sé hætta á snjóflóðum. Srtjóflóðið sem féll í Súðavík féll aö hluta utan skilgreinds hættusvæðis. Það þýðir að meta verður upp á nýtt hvar mörk hættusvæðisins liggja. Jafnframt leiðir slikt mat til þess að eignir sem lenda inni á svæðinu falla í verði. „Þetta vandamál þekkja allir íbúar staða þar sem er snjóflóðahætta. í einni svipan faha húseignir þeirra í verði vegna þess að snjóflóð féh á námunda við eignir þeirra,“ segir Heiðar. Eignatjón og manntjón af völdum snjóflóða hefur verið mikið í gegnum tíðina á Vestfjörðum. Fólki er í - segir Heiðar Guðbrandsson hreppsnefndarmaður Ipalbær Saurar Brekka í SUÐAVIK Höfnin Loftljósmynd: Landmælingar íslands Bylgjan birti ekki auglýsingar um jóladansleik Inghóls á Selfossi: Dagskrárstjór- inn með dansleik á hótelinu - lágkúrulegt að bendla hann við þetta, segja Bylgjumenn „Jú, það er rétt að við keyptum þama auglýsingapakka en hann kom aldrei th birtingar. Okkur var gefin sú skýring að þarna væri um mistök að ræða og fyrirtækið væri í skuld við Útvarpsfélagið. Um það er ekki að ræða og yfirht sem ég er með í höndunum sannar það,“ segir Erlendur Hálfdánarson, framkvæmdastjóri veitingastaðar- ins Inghóls á Selfossi. Dansleikur var haldinn í Inghóh annan í jólum. HljómsveitimBong lék fyrir dansi og mættu örfáir á dansleikinn. Hér var um árlegan jóladansleik á veitingastaðnum að ræða og að sögn Erlends venjulega „troðið út úr dyrum“. Á sama tíma var haldinn dansleikur á Hótel Sel- fossi með Björgvini Halldórssyni og hljómsveitinni Brimkló og var mjög góð aðsókn að þeim dansleik. Segir Erlendur það athyghsvert að mistökin eigi sér stað á sama tíma og dagskrárstjóri Bylgjunnar, Björgvin Hahdórsson, sé með tón- leika á Selfossi. Jafet Ólafsson, sjónvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins, sagði í samtali við DV að hér hefði verið um mistök á báða bóga að ræða. Beiðni um auglýsingu hefði verið send inn á faxi eftir símtal og þar hefði auglýsandi verið tilgreindur Inghóll. Mikill erhl hefði verið á auglýsingadeild þennan dag, 22. desember, en þegar farið var að vinna í málinu kom í ljós að meint- ur rekstraraðih Inghóls var í skuld við Útvarpsfélagið og sú skuld í innheimtu. Reynt hefði verið að ná í forsvarsmann Inghóls en það ekki gengið og máhð því verið lagt th hliðar í þeirri trú að sá aðili se.m væri í skuld væri enn rekstraraðih Inghóls. „Það að þeir hafi ekki náð th okk- ar skh ég ekki því þeir höfðu aha Þorláksmessu og fyrrihluta annars jóladags. Mér finnst voðalega ein- kennilegt að ekki sé meiri áhugi á að birta auglýsingar sem greitt hef- ur verið fyrir en raun ber vitni," segir Erlendur. „Mér finnst það langsótt og lág- kúrulegt að bendla Björgvin Hall- dórsson við þetta því hann kemur ekki nálægt auglýsingamálum hjá okkur. Þetta er eins og gerist í þess- um ballbransa, straumurinn hggur eitt árið í þessa áttina og næsta áriö í hina áttina. Það er það sem gerist þarna," segir Jafet. Erlendur segir ekki ljóst th hvaða ráðstafana verði gripið. Stórtap hafi orðið á dansleik sem haldinn hafi verið á þeim tíma sem venju- lega sé fullt út úr dyrum. „Þeir ítreka aö þetta séu mistök og hafa beðist afsökunar á því en þeir ná ekki til baka öðrum í jólum 1994,“ segir Erlendur. lOHlíísrfiíiiksiini iti Viking Brugg á Akureyri: KEA og Valbær nýir eigendur Kaupfélág Eyfirðinga á Akureyri, KEA, og eignarhaldsfélagið Valbær hafa keypt bjórverksmiðjuna Viking Brugg á Akureyri af Delta hf. Stofna á sérstakt hlutafélag um reksturinn fyrir áramót en nýir eigendur taka svo við strax eftir áramót. Hlutafé verður í kringum 50 mhljónir og skiptist jafnt á milli KEA og Valbæj- ar. Th að byija með verður rekstur- inn óbreyttur og halda 20 starfsmenn verksmiðjunnar vinnu sinni. Valbær er eignarhaldsfélag erf- ingja Valdimars Baldvinssonar, hehdsala á Akureyri. Sonur Valdi- mars, Baldvin, fer fyrir félaginu og .verður að öhum hkindum næsti framkvæmdastjóri. Viking Brugg. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Foldu hf. á Akureyri en lætur hklega af því starfi. Valbær seldi Akureyrarbæ hús- næðið þar sem slökkvistöðin er nú og fékk eignir upp í það sem félagið hefur verið að selja. Önnur hafa umsvifin ekki verið á Akureyri þannig að kaupin á Viking Brugg vekja nokkra athygli. Hlutafé í Dagsprenti: Nokkrir aðilar spá í spilin Niðurfærsla hlutaijár Dagsprents á Akureyri um 95% var staðfest á hluthafafundi á þriðjudag en Dags- prent gefur út dagblaðið Dag. Jafn- framt var samþykkt hækkun hluta- fjár um 20 mhljónir með þátttöku nýrra aðha. Helminginn af nýju hlutafé hafa KEA og Kafnbrennsla Akureyrar samþykkt að leggja th með því skh- yrði að aðrir aðhar komi með svipað framlag á móti. Samkvæmt heimild- um DV, verður hlutur Kaffibrennsl- unnar mun stærri en kaupfélagsins. Núverandi hluthafar hafa næstu tvær vikur til að nýta sér forkaups- rétt. Meðal þeirra nýrra aðila sem lýst hafa áhuga á hlutafjárkaupum í Dagsprenti eru Kaupmannasamtök Akureyrar og nokkrir einstakhngar í bænum. Heimhdir DV herma að stærsti einstaki aðilinn verði með um 2,5 milljóna króna hlut af þeim 10-11 mihjónum sem koma á móti KEA og Kaffibrennslunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.