Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Síða 21
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 33 dv Fréttir Dregið var úr aðsendum svörum Jólaleiks Radíóbúðarinnar á dögunum og reyndist Eiríkur Jónsson sá heppni. Hér tekur hann við 29 tomma Telef- unken sjónvarpstæki úr höndum Gunnars Kristins Sigurjónssonar, starfs- manns Radíóbúðarinnar. Flugeldaþjófnaöurinn upplýstur: Öryggismál fyrir neðan allar hellur - segir rannsóknarlögreglumaður Rannsóknarlögreglan í Keflavík hefur handtekið tólf manns á aldrin- um 15 til 20 ára vegna innbrota í húsnæði Björgunarsveitarinnar Suðumesja í Keflavík en um 20 hafa verið yfirheyrðir. Rannsókn málsins hófst eftir að 40 til 50 þúsund kínverj- um og sýningarflugeldum var stohð í einu innbroti um jólin. í fyrradag var byrjað að handtaka menn vegna innbrotsins og í gær var svo komið að fangageymslur í Keflavík fylltust og þurfti lögreglan þar að leita ásjár lögreglunnar í Grindavík. Þrátt fyrir slæmt ástand í fanga- geymslumálum þurfti að hýsa tvo þjófa til viðbótar en þeir voru hand- teknir í gærmorgun eftir innbrot í íþróttamiðstöðina í Sandgerði. Við yfirheyrslur yfir mönnunum sem handteknir voru vegna inn- brotsins í flugeldageymsluna kom fram að unglingar á Suðumesjum hefðu gengið inn og út úr flugelda- geymslunni frá því í byrjun desemb- er. í framhaldi af fyrstu yfirheyrslum var hafist handa við aö handtaka gmnað og segir John Hill, rannsókn- arlögreglumaður í Keflavík, að þeim sé ekki lokið og má búast viö að fleiri verði handteknir í dag. „Óheyrilegu magni“ af flugeldum hafi verið stolið á þessum tíma og málið sé allt með ólíkindum. Fleiri, fleiri kassar og pokar hafi horfið án þess að nokkur hafi orðið þess var. „Öryggisaðstæður í flugelda- geymslunni vom fyrir neðan allar hellur og ég geri fastlega ráð fyrir því að yfirmenn lögreglunnar kreíj- ist úrbóta á ástandinu. Við gemm út sérstakan mann sem fylgist með flugeldasölunni og við gefum út leyfi fyrir sölu á flugeldum og ég geri ráð fyrir því að menn hafi staðið í þeirri trú að öryggismál væru í góðu lagi. Hins vegar er staðreyndin sú að menn uppgötvuðu ekki þjófnaðinn fyrr en tívolíbomburnar og sýningar- flugeldarnir hurfu yfir jólin. Geymslustaðir þjófanna voru hinir ótrúlegustu. Þetta var undir rúmun- um hjá þeim og víðar og skreytingar með kertum á nátthorðinu við hlið- ina á þeim. Tveir menn frá okkur hafa verið að innheimta flugelda í dag og þeir hafa verið að koma með heilu íþróttatöskumar fullar af flug- eldum hingað inn,“ segir John. Mest af flugeldunum sem stolið var yfir jólin, en þeir éru stórhættulegir viðvaningum, hefur komið í leitimar og vonaðist John til þess að það tæk- ist að innheimta svo til alla. Þá hefur mikið af öðrum flugeldum, sem var stohð fyrr í mánuðinum, einnig kom- ið í leitirnar. ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 FÁVITINN ettir Fjodor Dostojevskí 2. sýn. í kvöld fid., uppselt, 3. sýn. á morgun föd., uppselt, 4. sýn. fld. 5/1, nokkur sæti laus, 5. sýn. Id. 7/1, nokkur sæti laus, 6. sýn. fld. 12/1. SNÆDROTTNINGIN eftir Évgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen Sud. 8. jan. kl. 14.00, örfá sæti laus, 15/1 kl. 14.00. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Föd. 6. jan., örfá sæti laus, sud. 8/1, Id. 14/1. Ath. Fáar sýnlngar eftir. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Föd. 13. jan. Ath. Sýnlngum fer fækkandi. GJAFAKORTI LEIKHÚS - SÍGILD OG SKEMMTILEG GJÖF. Afsláttur fyrlr korthafa áskriftarkorta. Miðasala Þjóðleikhússins er opln alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og fram aö sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna linan 99 61 60. Bréfsími 6112 00. Siml 1 12 00-Greiðslukortaþjónusta. Tilkynningar Flugfreyjufélag íslands verður 40 ára fóstudaginn 30. desember 1994. Afmælisfagnaður verður haldinn í Efri þingsal á Scandic Hótel Loftleiðum sama dag kl. 18-20. Núverandi og fyrrver- andi flugfreyjur og flugþjónar sérstak- lega velkomin. Jólaball Kvennakórs Reykjavikur Kvennakór Reykjavíkur heldur jólaball fóstudaginn 30. desember kl. 16-18. Jóla- ballið verður haldið í húskynnum Kvennakórsins að Ægisgötu 7 og er öllum heimill aðgangur. Jólasveinninn mætir á staðinn og að sjálfsögðu verður mikið sungið. Gaukur á Stöng Hljómsveitin Sól Dögg leikur á Gauknum 29. og 30. desember. Meðlimir hljómsveit- arinnar eru þeir Bergsveinn Árelíusson, söngur, Ásgeir Ásgeirsson, gítar, Baldvin A.B. Aalen, trommur, Ólafur Þ. Kristj- ánsson, bassa, og Stefán H. Henrýsson, hljómborð. Guðþjónusta fyrir eldri borgara Haldin verður sérstök guðsþjónusta fyrir eldri borgara í Bústaðakirkju fimmtu- daginn 29. desember kl. 14 á vegum Elli- málaráös Reykjavíkurprófastsdæma og Öldrunarþjónustudeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur. Sr. Pétur Sigur- geirsson biskup predikar. Sr. Guðlaug H. Ásgeirsdóttir og sr. Pálmi Matthíasson annast guðsþjónustu. Kaffiveitingar í safnaðarheimili Bústaðakirkju eftir guðsþjónustu. Allir hjartanlega vel- komnir. Dorgveiði í Reynisvatni Vegna fjölda áskorana verður opið fyrir dorgveiði í Reynisvatni í Reykjavík milh jóla og nýárs, opiö verður frá birtingu fram í myrkur. A nýársdag verður opið frá kl. 12 á hádegi. Svidsljós Meðal gesta í fertugsafmæli Jóns Baldurssonar voru þær Kristin Vigfúsdótt- ir og Berglind Oddgeirsdóttir. Engum sögum fer af bridgekunnáttu þeirra en án nokkurs vafa hljóma algengar sagnir kunnuglega í eyrum þeirra. DV-mynd Sveinn Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðkl. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) . eftir Jóhann Sigurjónsson Föstud. 30. des. Laugard. 7. jan. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Föstud. 30. des. Laugard. 7. jan. Litla sviðkl. 20: ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Flmmtud. 29/12, sunnud. 8. jan. kl. 16. Söngleikurinn KABARETT Frumsýning föstud. 13. jan., örfá sæti laus, 2. sýn. mlðd. 18. jan. Grá kort gilda, örfá sæti laus. 3. sýn. föstud. 20. jan. Rauð kort gilda. Miðasaia verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miðapantanir i sima 680680 alla virka daga frá kl. 10-12. Munið gjafakortin okkar Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Spennandi og margslunginn sakamólaleikur! SÝNINGAR 3. sýning í kvöld kl. 20.30 4. sýning lau. 7. jan. kl. 20.30 •®®SjBáns> MiOusalun cr opin virka dugu ncma múinidaga kl. 14-18 oc sýningardaga l'ram að sýningu. Sími 24073 Grciðsliikorlaþjóinista Klúbbur matreiðslumeistara Föstudaginn 6. janúar nk. veröur hinn árlegi hátíöarkvöldverður Klúbbs mat- reiðslumeistara haldinn í Skiðaskálan- um í Hveradölum. Tíu rétta veislumat- seðill er í boði ásamt jafnmörgum vínum og munu milli tuttugu og þijátíu mat- reiðslumeistarar sjá um matreiðsluna. Sérstakur listamaður er fenginn hveiju sinni til að hanna listaverk á veisludisk- ana, sem að þessu sinni verður í höndum Helgu Jóhannsdóttur leirlistakonu í gamla Álafossi í Mosfellsbæ. Miðar á hátiðarkvöldverðinn eru seldir til fastra gesta sem koma í veisluna á hveiju ári, en eftir miðjan desember eru þeir miðar sem eftir eru seldir öllum þeim sem áhuga hafa á matgerðarlist eins og hún gerist best á íslandi. 9 9*17*00 Verö aöeins 39,90 mín. 1 Fótbolti 2 Handbolti :3j Körfubolti Enski boltinn ítalski boltinn 61 Þýski boltinn 7 j Önnur úrslit 81 NBA-deildin stórmarkaðanna _2J Uppskriftir Læknavaktin 2 Apótek 3 Gengi Dagskrá Sjónv. Dagskrá St. 2 Dagskrá rásar 1 Myndbandalisti vikunnar - topp 20 Myndbandagagnrýni ísl. listinn -topp 40 _7j Tónlistargagnrýni n m m AJ 1} Krár 2j Dansstaöir 3 Leikhús 41 Leikhúsgagnrýni _5J Bíó [6J Kvikmgagnrýni /mnmgsnumer SJ Lottó 21 Víkingalottó ;3j Getraunir AÍlflli, DV 99*17*00 Verö aðeins 39,90 mín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.