Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1994, Side 22
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 34 Afmæli Þórður Georg Lárusson Þórður Georg Lárusson rafvirki, Bæjargili 34, Garðabæ, er fertugur ídag. Starfsferill Þórður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholtsskólanum og námi í rafvirkjun 1978 en Þórður lærði og starfaði síðan áfram hjá Hjörleifi Þórðarsyni rafverktaka á árunum 1973-85. Þá hefur hann starfað hjá Örtölvutækni við þjónustudeild frá 1986. Þórður hefur stundað knatt- spymuþjálfun nær óshtið frá 1974. Hann þjálfaði hjá Fram í Reykjavík í sjö ár, hjá Sijömunni í Garöabæ í fjögur ár, var þjálfari unglinga- landsliðsins, sextán ára og yngri, 1990-94 og hefur nú nýlega verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Stjömunnar í Garðabæ sem leikur Í2. deildánæstaári. Fjölskylda Þórður kvæntist 16.10.1976 Unni Kristínu Sigurðardóttur, f. 20.3. 1956, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Sigurðar Sveins Jónssonar, starfsmanns SVFÍ, og Rakelar Margrétar Viggósdóttur, ritara hjá Alþingi. Böm Þórðar og Unnar Kristínar em Hrafnhildur Lára, f. 18.5.1979, nemi í Garðaskóla; Guðleif Edda, f. 25.8.1983, nemi í Flataskóla; Sigurð- ur Sveinn, f. 31.5.1985, nemi í Flata- skóla. Bræður Þórðar eru Halldór Rand- ver Lárusson, f. 22.12.1957, auglýs- ingateiknari, en sambýliskona hans er Guðlaug Jónasdóttir og böm þeirra Jónas Rafnsson og Ásdís Lov- ísa Halldórsdóttir; Lárus Hrafn Lár- usson, f. 6.6.1961, sölumaður, en sambýliskona hans er Rósa Hall- geirsdóttir og dóttir þeirra Hildur Kristjánsdóttir. Foreldrar Þórðar eru Lárus Hall- bjömsson, f. 26.8.1929, yfirvélstjóri, nú starfandi hjá Eimskip í Sunda- höfn, og Hrafnhildur Þórðardóttir, f. 30.4.1931, bókavörður við Borgar- spítalann í Reykjavík. Ætt Hallbjöm var sonur Þórarins, b. á Hnitbjörgum, Bjömssonar, b. á Hnitbjörgum, Hannessonar, b. á Ásgrímsstöðum, Geirmundssonar. Móðir Hannesar var Þorbjörg Guð- mundsdóttir, b. á Ásgrímsstööum, Hallssonar, og konu hans, Þórunnar Sigfúsdóttur, b. á Kleppjámsstöð- um, Jónssonar, fræðimanns á Skjöl- dólfsstöðum, Gunnlaugssonar, ætt- föður Skjöldólfsstaðaættarinnar. Móðir Hallbjarnar var Þóra Gunn- laugsdóttir, b. á Skriðuklaustri, Ei- ríkssonar. Móðir Gunnlaugs var Þóra Árnadóttir, b. á Kappeyri í Fáskrúðsfirði, Stefánssonar, b. á Sandfelli í Skriðdal, Magnússonar, ættfóður Sandfellsættarinnar. Móð- ir Þóm Gunnlaugsdóttur var Guð- rún Jónsdóttir, b. á Tunguhóli í Fáskrúðsfirði, Finnbogasonar, og konu hans, Oddnýjar Oddsdóttur, b. í Vík, Árnasonar, bróður Finn- boga, langafa Jóns, afa Róberts Arnfinnssonar leikara. Móöir Lámsar yar Halldóra Sig- urjónsdóttir, frá Sauðanesi á Langa- nesi, Hrólfssonar Ólafssonar. Hrafnhildur er dóttir Þórðar Ge- orgs, skipstjóra í Reykjavík, Hjör- leifssonar, trésmíðameistara í Reykjavík, Þórðarsonar. Móðir Þórðar var Sigríður Rafnsdóttir. Móðir Hrafnhildar var Lovísa Halldórsdóttir, b. í Skálmholts- hrauni, Högnasonar, b. þar, Jakobs- sonar. Móðir Lovísu var Andrea Katrín Guðmundsdóttir. Móðir Andreu Katrínar var Andrea Katrín Guðmundsdóttir, b. áUrriðafossi, Ásmundssonar og Kristínar Andr- ésdóttur, hreppstjóra í Syöra-Lang- holti, Magnússonar, alþm. í Syðra- Þórður Guðjón Lárusson. Langholti, Andréssonar. Móðir Andrésar var Katrín, systir Ingunn- ar, ömmu Guðrúnar á Skarði, ömmu Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar hagfræðings. Katrín var dóttir Eiríks, ættfoður Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Andlát Jóna Fr. Jónasdóttir JónaFriðbjörg Jónasdóttir, Sjafnar- götu 7, ReyKjavík, lést á Landspítal- anum í Reykjavík þann 11.12. sl. Hún var jarðsunginn frá Dómkirkj- unniígær. Starfsferill Jóna fæddist við Grettisgötuna í Reykjavík 24.8.1909 og ólst upp í Reykjavík. Hún stundaði framan af ýmis afgreiðslustörf, lengst af hjá Haraldi Ámasyni, kaupmanni í Austurstræti, og síðan um þrjátíu ára skeið við miðasöluna hjá Leikfé- lagiReykjavíkur. Jóna var einn af stofnendum Berklavamar, deildar SÍBS í Reykjavík og gegndi fjölda trúnað- arstarfa fyrir þau samtök og sat flest þingSÍBS. Fjölskylda Fyrri maöur Jónu var Jón Rósant Þórðarson, f. 10.8.1906, d. 29.8.1938, loftskeytamaður í Reykjavík. Jóna giftist 21.4.1951 seinni manni sínum, Kjartani Guðnasyni, f. 21.1. 1913, d. 22.11.1991, deildarstjóraí Tryggingastofnun ríkisins og for- manniSIBS. Systkini Jónu: Ástráður, f. 29.6. 1906, d. 2.11.1908; Sigurður Emil, f. 30.9.1914, d. 30.9.1922, og Unnur, f. 23.5.1923, ekkja eftir Hermann Her- mannsson sundhallarforstj óra sem lést 1975. Dóttir Unnar og Hermanns er Gunnfríður, f. 20.4.1955, landfræð- ingur í Ósló, gift Gunnari Birgissyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Jónu vom Jónas Ey- vindsson, f. 3.4.1884, d. 14.8.1973, símaverkstjóri í Reykjavík, og k.h., Gunnfríður Rögnvaldsdóttir, f. 3.3. 1884, d. 12.11.1969, húsmóðir. Ætt Jónas var sonur Eyvindar, sjó- manns í Reykjavík, Eyvindssonar og k.h., Maríu Ólafsdóttur. Móður- systir Jónu var Sigríður, amma Sveins hagfræðings og Braga list- málara Ásgeirssona og Ásgeirs Júl- íussonar teiknara. Móðurbróðir Jónu var Guðjón, b. og kennari á Tjöm í Biskupstungum, afi Hjalta Rögnvaldssonar leikara. Gunnfríð- ur var dóttir Rögnvalds, útvb. í Skálatanga á Akranesi, Jónssonar, b. í Innra-Hólmi, ÞorvaJdssonar, b. á Feijubakka, Finnssonar. Móðir Rögnvalds var Ljótunn Sveinsdótt- ir, prests í Grímsey, Jónssonar, prófasts á Stað í Steingrímsfirði, Sveinssonar, prests í Hvammi í Norðurárdal, Guðlaugssonar. Móð- ir Jóns var Helga Jónsdóttir, systir Guðrúnar, ömmu Jóns Espólíns, sýslumanns og sagnaritara, og Val- gerðar Árnadóttur, konu Gunn- Jóna Fr. Jónasdóttir. laugs Briem sýslumanns, ættmóður Briemættarinnar. Móðir Gunnfríð- ar var Ambjörg Jónsdóttir, for- manns á Akranesi, Hanssonar. Móðir Jóns var Vigdís Jónsdóttir, b. á Hlemmiskeiði, Grímssonar og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur. Móðir Guðrúnar var Vigdís Jóns- dóttir, prests á Torfastöðum, Gísla- sonar. Móðir Jóns var Ingibjörg Amgrímsdóttir lærða, vígslubisk- ups á Mel, Jónssonar. Móðir Am- bjargar var Sigríöur Jónsdóttir, hreppstjóra í Kalastaðakoti á Hval- fjarðaströnd, Þorsteinssonar og k.h., Guðleifar Jónsdóttur. ímaritfyrir alla Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT Í SÍMA 6327-00 í 111 í Til hamingju með afmælið 29. desember 95 ára 50 ára Jóna Guðmundsdóttir, Dvalarheimili aldraðra, Sauðár- króki. 85 ára Baldur Kristjónsson, Kópavogsbraut 69, Kópavogi. Þóra R. Stefánsdóttir, Suðurhólum 16, Reykjavik. Jenný Kristófersson, Fannborg 1, Kópavogi. 80 ára Guðlaug Margrét Bjömsdóttir, Heiðmörk 13, Hverageröi. Margrét Pétursdóttir, Eyjahrauni 7, Vestmannaeyjum. 75 ára Guðbjörg Runólfsdóttir, Efri-Ey I, Skaftárhreppi. Margrét Inger Olsen, Faxabraut 27 D, Keflavik. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Grænuhlíð 18, Reykjavík. Rósa Guðrún Stefónsdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík. Húneraöheiman. Hulda Þórisdóttir, Æsufelh 2, Reykjavik. 60 ára Málfriður H. Jónsdóttir, Dalsgeröi 1D, Akureyri. Dóra Guðlaugsdóttir, Heíðarvegi 9, Vestmannaeyjum. Ingólfur Jónsson, Álftamýri 16, Reykjavík. Kóri Friðriksson, Kotárgerði 4, Akureyri. EmaNielsen, Strandgötu 25, Eskifirði. Erla Hjörleifsdóttir, Heiðarbraut 35, Akranesi. Guðlaug Guðjónsdóttir, Lálandi 12, Reykjavík. Heiga Hallgrímsdóttir, Logalandi 4, Reykjavík. Steinunn Sigríður Ingólfsdóttir, Ásgerði við Hvanneyri, Andakils- hreppi. Emil Vilhjálmsson, Dúða við Sæmundargötu, Sauðár- króki. Pétur Kristjánsson, rafeindavirkjameistari og starfs- raaður Idjóökeríls Reykjavíkur- borgar, Seljavegi 23, Reykjavík. Péturtekurá mótigestumíhá- tiðarsal Bessa- staðahreppsí Iþróttamiðstöö- inniáÁlftanesiá afmælisdaginn millikl. 20.00 og 22.00. Einar Ellerts- son, Meðalfelli, Kjós. Einareraðheim- an. Jónas Jónsson, Knútsstööum, Aðaldælahreppi. Willum Andersen, Illugagötu 67, Vestmannaeyjum. ara Guðrún Jóhannsdóttir, Skjólbrekku, Borgarhreppi. Guðrún Kristjánsdóttir, Þórunnarstrætil03, Akureyri. Jón Kristinn Friðgeirsson, Máváhlíð 28, Reykjavík. Ágúst Þórðarson, Aftanhæð 5, Garðabæ. Jenný Karólína Ragnarsdóttir, Drekahllð 2, Sauðárkróki. Jakob Stefánsson, Skútahrauni 18, Reykjahlíð. Erla Sólbjörg Kjartansdóttir, Norðurvöllum 34, Keflavík. Jónína Guðrún Halldórsdóttir, Völvtifelli 44, Reykjavik. Ingólfúr Ólafsson, Kópubraut 4, Njarðvik. Heimir Sindrason - leiðrétting I afmælisgrein, sem birtist þann 23.12. sl. um Heimi Sindrason, var ranglega farið með tímasetningu á gestamóttöku. Hið rétta er að . Heimir tekur á móti gestum að heimili sínu, Vesturströnd 20, Sel- tjamamesi, fóstudaginn 30.12. kl. 18.00-20.00 en ekki frá kl. 16.00- 20.00. Heimir er beðinn velvirðing- arámisrituninni. . ceöd.s luef) i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.