Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 Fréttir__________________________________________________________________________________dv Skipstjórinn á Henrik B. um það að yfirgefa skipið á fimmtudag: Má segja að ég haf i tek- ið ákvörðun of snemma - mun „Eftir á að hyggja, þegar skipið er komiö öruggt í höfn, má kannski segja að ég hafi tekið ákvörðun of snemma um að yfirgefa það. Þegar ákvörðunin var tekin fannst mér mikilvægt fyrir fólkið að komast frá borði. Mér fannst útilokað á þeirri stundu að skipinu sjálfu yrði bjargað - við urðum að reyna að bjarga lífi okkar. En stundum eru rangar ákvarðanir teknar," sagði Filip Bruins, skipstjóri á hollenska stór- flutningaskipinu Henrik B., sem skipverjar af varðskipinu Ægi sigldu til Reykjavíkur á nýársdag eftir að Bruins og áhöfn hans yfirgáfu það í hafmu suöur af íslandi síðastliðinn fimmtudag og var bjargað um borð í þyrlur í slæmu veðri þegar leki hafði komið að skipinu. „Ég hef aldrei upplifað eins slæmt sigla skipinu til Hollands ef unnt verður að gera það sjóhæft á ný Filip Bruins, skipstjóri á hollenska stórflutningaskipinu Henrik B, virðir fyr- ir sér farminn í Sundahöfn í gær. Hátt i helmingur kornsins, sem veriö var að flytja til landsins, var nýtanlegur. DV-mynd BG veður til sjós eins og þegar brotin riðu yfir skipið," sagði Bruins. „Þennan dag versnaöi veðrið og veð- urspáin var ekki betri. Við vissum að sjór var kominn í afturlestina. Lensidælurnar voru óvirkar vegna komsins í lestunum sem stífluðu þær. Það kom líka í ljós þegar lest- amar vom opnaðar - farmurinn í framlestinni virðist þurr en mikill sjór er í afturlestinni. Bruins sagði að eigendur skipsins væm ánægðir með að allir væru heilir heflsu og hefðu bjargast. - Munt þú sigla skipinu til Hollands á ný? „Ef þaö er mögulegt að gera við skipið héma þannig að það verði sjó- hæft,“ sagði Bruins. Þegar lestarlúgur skipsins vom opnaðar í gær kom í ljós að hátt í helmingur komsins, sem verið var að flytja til landsins, var nýtanlegur. í framlestinni, sem er um þriðjungur lestarrýmisins, var allt komið heilt að sjá en leki hafði hins vegar komið í afturlestina. Þar hafði stór hiuti kornsins blandast söltum sjó. Farm- urinn er um 12 milljóna króna virði. Skipið er hins vegar metið á 40-50 milljónir. Þegar skipið kom til hafnar voru verksummerki í vistarverum nötur- leg. Tiltölulega stórir gluggar vom víða brotnir og sjór enn þá á gólfum, meðal annars í reyksal í afturskipi. Sófar, fot og önnur húsgögn, s.s. bamarúm, lá dreift, ýmist brotið eða illa farið. Þó að sjór hafi komist í afturskipið, það er vistarverurnar, var vélin alltaf í gangi. -Ótt Óvenjulegt ritverk frá framkvæmdastjóra íslandsbanka: Ásmundur sendir frá sér Ættir og uppruna Krists - eitthvað á bak við allt sem maður gerir, segir Ásmundur Stefánsson Ásmundur Stefánsson hefur rann- sakað ættir Krists og sent hópi manna sem jólakveðju. Ásmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri íslandsbanka, hefur gefið út og sent ákveðnum hópi manna jólakveðju með kveri sem nefnist Ættir og uppruni Krists. „Þetta er ekki til fjölmiðlaumfjöll- unar. Allavega ekki á þessu stigi,“ sagði Ásmundur í samtali við DV. Hann sagði að þar sem hér væri um að ræða kveðju sem einungis vinir og vandamenn hefðu fengið senda væri efnið persónulegt. Aðspurður um að væntanlega lægi eitthvað al- menns eðlis á bak við viðfangsefni á borð við Krist sagði Ásmundur: „Það er eitthvað á bak við allt sem maður gerir.“ Hann vildi ekki ræöa frekar um samantekt sína um Krist né vildi leyfa myndatöku. Samkvæmt upplýsingum DV koma ýmsar hugleiðingar Ásmundar fram í kverinu, atriði sem meöal annars eru byggð á rannsóknum hans á Biblíunni, um ættir Krists. Ásmund- ur kemst þar að ýmsum þversögnum eins og þeirri að Kristur sé eingetinn en ættir Jóseps komi viö sögu. Hins vegar séu ættir Maríu hvergi raktar. -Ótt Áfengi hellt yfir dansgóHió Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Brotist var inn í veitingahúsið Þotuna í Keflavík um jólin. Inn- brotið er talið með furðulegri inn- brotum sem framin hafa verið í Keflavik. Stolið var fjórum lengj- um af sígarettum, einu af hverrri tegund, en annað tóbak látið eiga sig. Áfengi að verömæti tun 50 þús. krónur var hellt yflr dans- gólfið og flöskurnar brotnar á gólfinu. Allt dýrasta áfengið var látið eiga sig, svo og dýr mynda- vél. Ekki er vitað hvernig brotist var inn í húsið. Lögreglan í Kefla- vík rannsakar máliö. I dag mælir Dagfari Það fór með verkfall sjúkraliöa eins og Dagfari hafði spáð. Þeir sömdu af sér, sjúkraliðarnir, með því að fá 7% launahækkun. Þeir lentu í því að gera eins og allir hinir með því að heimta að fá eins og allir hinir. Þeir eru enn ekki búnir að átta sig á því aö launahækkanir eru hefndargjöf fyrir launþega. Það er ekki nóg með að þeir séu búnir að kalla yfir sig kjararýrnun einir og sér. Nú gengur kjararýrn- unin yfir aUa línuna og ballið er rétt að byrja. Nú sjá íslenskir laun- þegar fram á móðuharðindi allt næsta ár vegna þess að aðrir laun- þegar neyðast til að heimta sams konar launahækkun og sjúkraliðar af því sjúkraliðar heimtuðu jafnm- ikla launahækkun og aðrir höfðu fengið á undan þeim. Og hver er svo árangurinn? Hlustið á formann Vinnuveitenda- sambandsins: Hann segir að þessi launahækkun þýði 6% hækkun á kjaravisitölu, fjórtán milljarða út- gjaldaukningu fyrir launagreið- endur og 18% vexti á næstu vikum. Hann sýnir fram á það með út- reikningum að launahækkunin muni leiða til kaupmáttarrýmunar sem komi öllu launafólki í koll. Það hefur sem sé sannast í þess- Varist launahækkanir um samningum að launahækkanir borga sig ekki lengur og verkalýðs- félögin gera best í því að afstýra þeim. Ríkisvaldið geröi sitt besta til að leiða sjúkraliöum þetta fyrir sjónir en það dugði ekki. Allt kom fyrir ekki og sjúkraliðar féllu á prófinu. Það eina sem menn geta bundið vonir við er að ráðherrarnir segja að þessir samningar hafi ekki for- dæmisgildi. Takið ekki mark á þessum samningum, segja ráðherr- arnir í kór, af því að þessir samn- ingar tilheyra gömlum samning- um, samningum frá því í fyrra og hittifyrra. Nú er bara að vona að aðrir laun- þegar átti sig á því að nýir samning- ar við sjúkraíiða eru ekki nýir samningar heldur gamlir samning- ar. Enda þótt öll launþegahreyfing- in ætli nú í samninga, sem eru þá samningar í kjölfarið á samningum sjúkraliða, eiga launþegar að láta sem samningar sjúkraliða séu ekki til eöa hafi verið gerðir til aö binda enda á gamla samninga. Það er eina ráðið til að koma í veg fyrir að laun- þegar falli í sömu gryfju og sjúkral- iðar og heimti hækkanir á launum sem eru verstu kjör sem launþegar geta samið upp á. Ef launþegar skilja ekki þetta og vilja sömu hækkun og sjúkraliðar af því sjúkraliöar vildu sömu hækkun og hjúkrunarfræöingar og hjúkrunarfræðingar fengu hækk- un af því að aðrir höfðu fengið hækkun á undan þeim þá er ekki mögulegt að stöðva kauphækkanir annarra nema með því að segja við vísitöluna og launagreiðendur að launahækkanir sem samiö kann að verða um í næstu samningum séu gamlar launahækkanir og þess vegna ekki marktækar. Ef vísitalan tekur mark á þeim og launagreiöendur taka mark á þeim og ráðherramir geta aftur sagt eftir næstu samninga að þetta séu gamlir samningar þá má kannske hagræða vísitölunni og afskrifa launahækkanirn'ar sem efndir á gömlum loforðum sem ekki hafi gildi þegar launin eru reiknuð út samkvæmt nýjum töxt- um. Það er hugsanlega hægt með því að semja um launahækkanir aftur fyrir sig eins og sjúkraliðar gerðu og láta þær ekki koma til framkvæmda eftir að samningar eru gerðir heldur láta launahækk- animar gilda á laun sem áður hafa verið greidd út eða vom í gildi þeg- ar launþegar voru í verkfalli og fengu ekki laun. Þá hafa þau ekki fordæmisgildi eins og ráðherramir segja og þá þarf ekki að reikna launahækkanirnar inn í vísi- töluna. Þetta er í rauninni eina leiðin til að foröast þá kjararýrnun sem launahækkanir hafa í fór með sér fyrir launþega, ef þeir eru svo vit- lausir að heimta hærri laun af því að sjúkraliðar fá hærri laun af því að aðrir hafa fengið hærri laun. Þetta verða þá allt gamlir samning- ar sem ekki koma nýjum samning- um við nema að þvi leyti aö nýir samningar hafa ekki fordæmisgildi af því að þeir era gamlir samningar þótt þeir séu nýir á meðan skrifað er undir þá. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.