Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 7 Fréttir Veitustofhun 1 viðræðmn við Háskólann um prófessorsstöðu í vélaverkfræði: Skipað í embættið í vor - verið að afhenda forkólfi R-listans 3,5 milljónir, segir Gunnar Jóhann Birgisson í byrjun janúar verða teknar upp viðræður milli stjórnenda Háskóla íslands, stjórnar Veitustofnana og menntamálaráðherra um að Hita- veita Reykjavíkur kosti stöðu pró- fessors í vélaverkfræði við Háskól- ann. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana, segir að gert sé ráð fyrir að samþykki ráðherra fáist og verði því að öllum líkindum skipað í stöðuna í vor. Staðan verður veitt til tveggja ára frá 1. ágúst. „Þetta er hugmynd sem hefur verið til umræðu í nokkur ár. Ég vissi af henni og tók hana upp. Gamla hug- myndin gerði ráð fyrir aö staðan yrði kostuð ótímabundið en menn voru ragir við það og því var þetta gert í tilraunaskyni til tveggja ára. Valdi- mar K. Jónsson, formaður fulltrúa- ráðs Framsóknarflokksins, er pró- fessor í vélaverkfræði. Hitaveitan hefur um árabil keypt rannsóknir af vélaverkfræðideildinni og því er í sjálfu sér ekki um miklar breytingar að ræða,“ segir Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Veitustofnana. „Okkur finnst óeðlilegt hjá stjórn- málaafli að styrkja prófessorsemb- ætti með þessum hætti. Við teljum að það sé hlutverk rikisvaldsins að reka Háskóla íslands og teljum eðli- legt að styrkja rannsóknarverkefni þegar þau koma upp og hafa þannig sama háttinn á og áður. Þarna er verið að afhenda einum forkólfi R- listans 3,5 milljónir í rannsóknir á ári,“ segir Gunnar Jóhann Birgisson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Veitustofnana. Verslunarráö viU undirbúa aöildarumsókn aö ESB: Áskorun til for- sætisráðherra „Verslunarráð íslands skorar á stjórnvöld að taka aðild íslands að Evrópusambandinu nú þegar til skipulegrar og markvissrar um- fjöllunar og meðferðar. Verslunar- ráðið lýsir sig jafnframt að sínu leyti reiðubúið til samstarfs viö stjórnvöld um það verkefni," segir í bréfi sem Verslunarráðið hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráð- herra. í bréfinu kemur fram að Verslun- arráðið vill að íslensk stjórnvöld setji sér samningsmarkmið gagn- vart Evrópusambandinu og hefji skipulega kynningu á þeim gagn- vart aðildarríkjum sambandsins. Markmið sé að leggja fram aðilda- rumsókn eigi síöar en á árinu 1996 leiði slík kynning í ljós að markmið íslendinga geti náðst í slíkum aðild- arviðræðum. Verslunarráðið- er fyrst samtaka atvinnulífsins til að taka formlega jákvæða afstöðu til hugsanlegrar aðildarumsóknar að Evrópusam- bandinu. Eftir áralanga umfjöllun um málið hefur ráðið komist að þeirri niðurstöðu að ísland eigi góða möguleika á að koma ár sinni vel fyrir borð innan Evrópusam- bandsins. í bréfi Verslunarráðsins er fjallað um efnahagsleg og pólitísk rök fyr- ir aðild íslands að Evrópusam- bandinu. Pólitísku rökin fjalla um nauðsyn þess aö eiga aðild að ákvarðanatöku innan sambands- ins sem snertir íslenska hagsmuni. Efnahagslegu rökin snerta fyrst og fremst langtímahagsmuni íslensks atvinnulífs. -kaa Ferðafélagið efndi til blysfarar og göngu um Elliðaárdal kvöldið fyrir gamlársdag. Ganga þessi, sem hugsuð er sem stutt og skemmtileg fjölskylduferð, er orðin að árlegum viðburði í starfi félagsins. Nokkur hópur áhugasamra félaaa oa aönaumanna tók bátt í ferðinni. DV-mynd JAK EggertHaukdal: Þögull um sérframboð Á fundi Sjálfstæðisflokksfélaganna í Rangárvallasýslu á Hellu á fimmtu- daginn kom fram tillaga þar sem skorað var á Eggert Haukdal að hætta við sérframboð og var tillagan samþykkt með 26 atkvæðum gegn 10 en 2 sátu hjá. Áður kom fram frávís- unartillaga sem var felld með 21 at- kvæði gegn 16. Eggert sat fundinn en samkvæmt heimildum DV gaf hann engar yfir- lýsingar um framboðsmál sín. í sam- tali við DV vildi hann ekkert tjá sig um framboðsmál sín. „Um þetta er ekkert að segja. Nú eru áramót og hvað verður mun koma í ljós síðar í mánuðinum," sagði Eggert. -kaa Yfirlýsing Rússa: Tek svörin hæf i- lega trúanleg - segir Þorsteinn Pálsson „Þetta er býsna furðulegt í ljósi þeirrar niðurstöðu sem utanríkis- ráöherra lýsti eftir fund hans með utanríkisráðherra Rússlands. Það er engu líkara en að þeir séu að koma beint í bakið á honum,“ segir Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra vegna þeirra svara rússneskra stjómvalda að ákvörðun um að landa ekki Rússafiski á íslandi sé ákvörðun útgerðarmanna í Murmansk. „Maður tekur þau svör hæfilega trúanleg. Ekki síst í því ljósi að þetta gerist bara nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherrar ríkjanna undir- rita yfirlýsingu um að beita sér fyrir aukinni samvinnu landanna," segir Þorsteinn. -rt Kennslustaðir: Grensásvegur 12 (bakhús) Grafarvogur Breiðholt Seltjarnarnes Garðabær Selfoss Akranes Afsláttartilboð fyrír lokaða hópa, s.s. fyrirtæki, saumaklúbba, starfsmannahópa og ff. DANSS Au Ð A R H A R A L D óðÁrvt ’Mum iaadMtötuutrtt Það sem við kennum: ★ Frábærir, skemmtilegir barnadansar og leikir fyrir börn 3-4 ára. Jóki trúður kemur í heimsókn. ★ Samkvæmisdansar fyrir alla aldurshópa, sértímar fyrir byrjendur. ★ Rock’n’roll, 5 tíma námskeið. ★ Funk- og jassdansar (yngst 8 ára), íslandsmeistarar í funk kvenna. EinkatímarI hóptímar Kennarar skólans eru: Auður Haraldsdóttir Hinrik Valsson Ragnar Sverrisson Hólmfríður Þorvaldsdóttir Jóhannes Bachman „Rock“ Innritun og upplýsingar til 7. janúar frákl. 13-21 í síma 39600. Afhending skírteina 8. janúar kl. 15-18. • Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.