Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
9
Ennaukast
Kalli Bretaprins niðurlægir hertogaynjuna af York í Sviss:
skattaálögurnar
á Danskinn
Gizur L Helgason, DV, Kaupmarmahöfn;
Dönskum skattyfirvöldum er
ekkert heilagt þegar um er að
ræöa leíðir til skattlagningar.
Nýlega var skýrt frá þvi að árið
1995 verða memi skattlagöir sér-
staklega ef fyrirtækið sem þeir
vinna hjá borgar fyrir bifreiða-
stseði þeirra í vinnutímanum.
Þetta er þó smáræði í saman-
burði við það að nú á að skatt-
leggja gjafir fyrirtækja til starfs-
manna sem gefnar eru t.d. eftir
25 ára trúmennsku í starfi. Skatt-
urinn af gjöfinni veröur 70 pró-
sent og hann skal starfsmaöurinn
greiða.
Clintonbyjar
nýttármeð
kúrsi um líffið
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
seti varöi hluta
nýársdags í að
sitja málstofu
sem hét því
ágæta nafni:
Lífið, hvað mun
éggeraöðruvisi
árið 1995? Þátttakendur sögðu að
forsetinn hefði ekki tekið til máls
en hann ræddi þó lengi við kunn-
ingja sína á eftir.
Málstofa þessi var hluti fyrir-
bæris sem kallað er Endurreisn-
arhelgin þar sem framámenn í
bandarisku þjóðlífi koma saman
til að ræðaopinbera stefimmótun
og hvemig menn geti bætt sjálfa
sig. Clinton hefur sótt fundi þessa
í áratug.
Norðmenntrúa
ááframhaldandi
blómíhaga
Norðmenn voru bjartsýnir um
nýliðin áramót og trúðu þvi að
gæfan mundi halda áfram að
leika við þá og land þeirra, að þvi
er fram kemur í skoðanakönnun
Gallups fyrir Aftenposten.
Rúmlega 28 prósent telja að árið
1995 verði þeim hagstæðara en
1994,6,8 prósent telja að nýja áriö
verði verra en 58 prósent álíta að
1995 verði svipaö og árið á undan.
í fyrra ríkti þó heldur meiri
bjartsýni því þá töldu 46 prósent
að árið 1994 yrði betra en 1993.
Bjartsýnin er einkum ríkjandi
meðal ungs fólks á aldrinum 15
til 29 ára og karlar eru vonbetri
en konur. Æðri menntun eykur
mönnum einifig bjartsýni á fram-
tíöina, segir í skoðanakönnun
Gallups.
Rak Fergie úr
hótelsvítunni
Karl Bretaprins þykir hafa niður-
lægt mágkonu sína, Söru Ferguson
hertogaynju af York og fyrrum eigin-
konu Andrews prins, illUega með því
að reka hana út úr lúxussvítunni á
Walserhof hótelinu í Klosters í Sviss
í gær en þar dvelst kóngafólkið ávallt
við skíðaiðkun. Fergie hafði dvalið í
svítunni ásamt dætrum sínum
tveimur milli jóla og nýárs og hafði
bókað svítuna alveg fram að næstu
helgi. Karl mætti hins vegar fyrr á
svæðið en áætlað var og heimtaði að
fá svítuna og við þaö varð Fergie að
sætta sig, enda ekki hátt skrifuð í
konungsfjölskyldunni. Fergie reyndi
þó að gera lítið úr málinu viö íjöl-
miöla igær.
í for með Karh eru synir hans og
Díönu, prinsarnir Vilhjálmur og
Harry. Díana ákvað hins vegar að
vera fjarri kóngaliðinu og brá sér á
skíði í Vail í Colorado yfir hátíðarn-
ar. Þar sást til hennar með þekktum
Karl Bretaprins kemur til Klosters í
Sviss ásamt syni sínum, Harry.
Símamynd Reuter
milljónamæringi og kvennabósa en
loks þegar útsendarar bresku blað-
anna, og aðrir sérfræðingar í málefn-
um bresku konungsfjölskyldunnar,
voru komnir til Vail komust þeir
ekki nálægt prinsessunni. Díana
flaug heim til London í gær.
í fór með Karli og prinsunum
tveimur voru fjórir öryggisverðir og
kona nokkur að nafni Tiggy Legge-
Burke sem gegnir hlutverki fóstur-
móður drengjanna þegar þeir eru
með Karli. Sagt er að prinsarnir
ungu séu orðnir mjög hændir að
Tiggy og fellur Díönu það ákaflega
illa.
Karl lenti í bráðri lífshættu í Klost-
ers árið 1988 en þá hreif snjóflóð einn
vina hans, Hugh Lindsay major, og
lét hann lífið. Atvik þetta fékk mjög
á Karl. Hann snýr nú aftur til Klost-
ers meðal annars til að heiðra
minnigu Lindsays. í Klosters eru
menn hins vegar hræddir um að
snjóflóð kunni að falla á næstunni
því nú kyngir niður snjó á staðnum.
Reuter
Mikið var um dýrðir i Pasadena i Kaliforniu í gær þegar efnt var til heljarmikillar skrúðgöngu. Meðal þess sem
áhorfendur fengu að sjá var þessi fallegi tiu metra hái geimfari að spila golf. Þessi vagn frá Honda í Ameriku
fékk fyrstu verðlaun en þema skrúðgöngunnar var íþróttir og afrek. Símamynd Reuter
Vopnahlé heldur að mestu 1 Bosníu:
Viðræður reyndar við
Króatíu-Serba í dag
Uppstokkuní
finnsku ríkis-
stjórninni
Esko Aho,
forsætisráð-
hcrra Finn-
lands, stokkaði
ríkisstjórn sína
upp í gær þegar
Eiisabeth Rehn
varnarmála-
ráöherra og
Firkko Rusanen húsnæðismála-
ráðherra viku úr sæti fyrir
tveimur nýjum mönnum. Þær
fara báðar á Evrópuþingið.
Nýju ráðherramir eru Jan-Erik
Enestam og Anneli Taina.
Með Elisabeth Rehn hverfur úr
núverandi ríkisstjóm einn um-
talaðasti ráðherra hennar en
Rehn vakti mikla athygli á al-
þjóðavettvangi vorið 1990 þegar
hún varð fyrst kvenna í heimin-
um til að taka við stöðu varnar-
málaráðherra. Heuter, NTB, FNB
Talsmenn Sameinuðu þjóðanna
segja að vopnahléið í Bosníu, sem á
að standa í fjóra mánuði og gekk í
gildi á nýársdag, hafi haldið að
mestu.
Aðalstríðsfylkingamar, Bosníu-
Serbar og stjómarherinn sem mús-
límar í Bosníu ráða yfir, skrifuðu
undir vopnahléssamninginn á ný-
ársdag og Bosníu-Króatar skrifuðu
síðan undir hann í gær.
Þeir einu sem ekki hafa skrifað
undir eru Serbar frá Krajina hérað-
inu í Króatíu. Þeir hafa haldið uppi
einhverjum árásum á Bihac-borg í
Bosniu. Öll áhersla er nú lögð á að
semja við þá og tryggja að friður
haldist í Bihac. Bertrand de La-
presle, yfirmaður friðargæsluliös SÞ
í fyrrum Júgóslavíu, hitti Mikelic,
leiðtoga Krajina-Serba, í gær og
sáttasemjararnir Owen lávarður og
Thorvald Stoltenberg reyndu einnig
að tala við hann án sýnilegs árang-
urs.
Einhver átök voru í Bihac í gær en
virtust þó ekki vera mikil að sögn
talsmanns friðargæsluliðs Samein-
uðu þjóðanna á svæðinu.
Vonast er til að vopnahléð geti orð-
ið til þess að friðarviðræður fari af
stað aftur til að binda enda á stríðið
í fyrrum Júgóslavíu sem nú hefur
staðið í 33 mánuði. Ekki eru þó marg-
ir bjartsýnir á að svo verði.
Reuter
Sigaði lögreglu
á85ára
konusina
vegnafram-
hjáhalds
85 ára gamall Bæverji hringdi í
lögregluna í Munchen á nýárs-
kvöld og sárbað um hjálp eftir að
kona hans, sem er jafngömul,
hafði læst sig inni í herbergi með
viðhaldi sínu og hafið ástarleiki.
Konan neitaði að opna hurðina
fyrir eiginmanninum og því
hringdi hann og bað um að við-
haldinu, sem er um fimmtugt,
yrði hent út. Þegar lögreglantjáöi
gamla manninum aö hún gæti
ekki blandað sér í deilu sem þessa
sagði hann aö eina ráðiö til að
bregðast viö væri að byrja að
haldaframhjásjálfur. Rcuter
______________Utlönd
Ofntikil líkams-
ræktekkigóð
ffyrirheilsuna
Austur í Ástralíu hafa vísmda-
menn komist að því aö of miklar
og strangar likamsræktaræfing-
ar kunni að draga úr getu manns-
líkamans tál þess að berjast við
sjúkdóma. Ástæðan er sú aö glút-
amín í líkamanum minnkar til
muna en efhi þetta er ónæmis-
kerfinu lifsnauðsynlegt.
„Minná glútamín getur nægt til
þess að draga úr viðbrögðum
ónæmiskerfisins og valdið hættu
á ígerð,“ segir í grein Davids Ke-
asts og félaga hans við Háskóla
Vestur-Ástralíu. Þeir segja að gott
sé að rannsaka glútamínmagnið
til að komast að raun um hvort
íþróttamenn æfi of mikið.
Starfsmenn El-
ísabetarspraut-
uðu á hundana
Elísabet Eng-
landsdrottning
hafði ekki fyrr
slökkt elda í
Windsorkast-
ala með sóda-
vatnsbrúsan-
um sxnum en
starfsfólk
hennar viðurkenndi að beita
þessu ágæta vopni gegn drottn-
ingarhvuttum þegar þeir hafa sig
um of í framnú. Reuter
VINNIN LAUG/ (^) (2!
GSTÖLUR iRDAGINN 30.12.1994
m y© (26)
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1.5 al 5 0 1.973.900
o 4aí5fi Plús ^ gf2 171.640
3. 4af 5 88 6.720
4. 3 a( 5 2.681 510
Heildarvinningsupphæð: 4.275.850
m ; ,ÆÉ \ BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Nr. Lelkur:_____________________Röfiin
Nr. Lelkur:_______________Böfiln
1. Leeds - Liverpool --2
2. C. Palace - Blackburn - -2
3. Southamptn - Man. Utd. -X -
4. Arsenal - QPR - -2
5. West Ham - Notth For. 1 - -
6. Coventry - Tottenham --2
7. Man. City - Aston V. -X -
8. Chelsea - Wimbledon -X -
9. Leicester - Sheff. Wed - -2
10. Everton - Ipswich 1 --
11. Stoke - Middlesbro -X -
12. Barnsley - Wolves --2
13. WBA- Bolton 1 - -
Heildarvinningsupphæd:
109 mllljónlr
13 réttir
12 réttir
11 réttir
10 réttir
3.241.630
71.190
5.210
1.270
kr.
kr.
kr.
kr.