Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
Spumingin
Lesendur
Hvað er þér minnisstæð-
astfrá síðasta ári?
Aldís Atladóttir: Ég kynntist alveg
yndislega, skemmtilegum ungling-
um.
Hreiðar Stefánsson: Endurbygging
KFUM-hússins í Vestmannaeyjum.
Niðurskurður
ríkisútgjalda
„Niðurskurður rikisútgjalda hlýtur að verða staðreynd á næstu árum,“ seg-
ir bréfritari m.a. - Eða frekari skattheimta?
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Kosningar eru framundan með
hefðbundnu slagorðaglamri stjórn-
málaflokkanna. Þótt áhersluatriði
séu mismunandi frá einum flokkn-
um til annars eiga flokkarnir þó það
sameiginlegt að þeir hafa, hver um
sig, hinn eina og „rétta“ sannleika
innan sinna herbúða.
Og til kosninga verður gengið ekki
síðar en í byrjun aprílmánaðar. Ef
að líkum lætur og allt fer samkvæmt
vananum hin síðari ár verður skipt
um ríkisstjóm að þeim loknum. Það
virðist næsta útilokað að sama ríkis-
stjórn starfi hér lengur en eitt kjör-
tímabil í einu. Undantekningin frá
þessu var auövitað þegar viðreisnar-
stjómin svokallaða sat hvorki meira
né minna en þrjú kjörtímabil í röð.
Sú ríkisstjóm vann sér svo sem
margt til ágætis. Það má þó segja
henni það til vansa að henni tókst
að klúðra gróða síldaráranna með
öllu og skilja eftir sig sár sem tók
arftaka hennar mörg ár að lagfæra,
einkum í hinum dreifðu byggðum
landsins. Hin sönnu síldarár, sem
stóðu frá 1963 til 1968, tengdust hugs-
un og afkomu landsmanna mjög. -
Síldin hvarf af miðunum og skildi
líka eftir sig sár sem tók áraraðir að
græða. En nóg um þaö.
Kannski boða kosningamar blóm
í haga enda margur orðinn þreyttur
á „eigin fátækt" og því hve illa geng-
ur að ná endum saman. Skattpíning
er orðin mikil og það má til sanns
vegar færa að þegnamir (þeir sem á
annað borð greiða) haldi þjóðfélag-
inu uppi með sköttunum.
Og skattana greiðum við af því vilji
er til að halda uppi ákveðinni þjón-
ustu; sjúkrahúsum, grunnskólum,
sæmilegu vegakerfi, þjóðkirkju,
o.s.frv. Gallinn er hins vegar sá að
hér hefur verið búið til kerfi sem
vissulega er gott en fyrir fjármuni
sem ekki eru til. Þessu neitar enginn
af nokkurri sanngirni. Og til að halda
nokkurn veginn í horfinu hefur bilið
ávallt verið brúað með lántökum,
erlendum eöa innlendum. - Þetta
hafa stjómvöld gert vegna þess að
þeim hefur þótt leitt aö geta ekki
staðið undir væntingum fólksins.
En keríi sem byggt er upp á þennan
hátt fær því miður ekki staðist þegar
til lengdar lætur. Niðurskuröur rík-
isútgjalda hlýtur því að verða stað-
reynd á næstu árum. Að halda ein-
hverju öðru fram er ekki á rökum
reist - nema til komi aukin og áfram-
haldandi skattheimta ríkissjóðs. Það
verður þó vart samþykkt lengur.
Konráð Gylfason: Breytingarnar alls
staðar.
Svanhildur Skúladóttir: Ég tók mér
loksins sumarfrí.
Herdis Oddsdóttir: Breytingamar í
pólitíkinni og framboð Jóhönnu.
Hvað bætir kjörin mest?
Snorri skrifar:
Það mun nú vera orðið ljóst flestum
að kjörin hér á landi verða ekki leng-
ur bætt að neinu marki með nýjum
launasamningum, enda fáir bættari
þótt þeir semji um svo sem 4 eða 5%
launahækkun. Flestir munu líka
vera búnir að gera sér grein fyrir því
að ekki eru verkfallsaðgerðir til þess
fallnar að ná meiru fram í samning-
um. Um það vitnar sjö vikna verk-
fall sjúkraliða. Eftir samning sem
gildir í nokkrar klukkustundir bíða
þeir eins og aðrir í þjóðfélaginu eftir
lausn sem gildir fyrir alla jafnt.
Hvað er þá til ráða? Það er nokkuð
sem búið er að deila um árum sam-
an, án þess að tiltakanleg viöurkenn-
ing fáist á því opinberlega. Hér á ég
við lækkun á framfærslukostnaði.
Ekki með félagslegum pakkasend-
ingum frá stjórnvöldum heldur
raunhæfum úrbótum sem gefa okkur
svipað svigrúm og er fyrir hendi í
nálægum löndum sem við miðum
okkur oftast við.
Það er ekki nokkur vafl á því aö
frjáls innflutningur á matvörum get-
ur orðið þessi bjargvættur. Ef mat-
vörur hér lækkuðu umtalsvert í
verði væri vandi heimilanna leystur
að langmestu leyti. Hér eru matvörur
óheyrilega dýrar og dýrari en í
nokkru öðru landi. Alls staðar er
matvælaverði haldið í lágmarki til
þess að fólk geti a.m.k. skrimt þótt
launin séu afar lág hjá mörgum. -
Hér er þessu öfugt fariö.
Það er því rétt sem utanríkisráð-
herra heldur fram; aö útfærslan hér
innanlands á GATT-samkomulaginu
ætti að miða að þvi að afnema hið
gamla og úrelta einokunarkerfi bú-
vörulaganna og innleiða samkeppni
í staö innflutningsbanns. - En því
miður geta launþegar og neytendur
allir orðið nokkuð langeygir eftir aö
sjá þá breytingu koma til fram-
kvæmda. Það er þó það eina sem
samkomulag þarf að nást um.
Svangir ferðamenn í matarleit
Jólatúristar i matarleit.
Sigriður Björnsdóttir skrifar:
Það er nöturlegt til þess að vita að
ferðamenn sem hingað leggja leið
sína um jólaleytið og álpast til að
dvelja hér sjálfa jólahelgina skuli
þurfa að vera í matarleit á sjálfan
i jóladaginn. - Þetta er auðvitað svo
I mikiöhneykshaðviöættumaðbjóða
þeim fáu ferðamönnum sem f þessu
lentu þessi jólin fría ferð hingað til
lands á besta árstímanum, eöa
kannski frekar um áramót, ef þeir
kjósa það heldur.
Frá þessum aðstæðum var einmitt
skýrt hér í fréttum á sjónvarpsstöðv-
unum um jóhn og þótti mörgum
furðulegt. íslendingar sjálfir höföu
nfflikl. 14 og 16
-eðaskrifið
bara ekki hugmynd um þetta, þeir
voru heima hjá sér og höfðu nægan
mat! Ferðamálastjóri kom á skjáinn
og hneykslaðist. Honum ætti þó að
hafa verið kunnugt um þetta. Og um
áramótin koma hingaö útlendingar
svo hundruðum skiptir en þeir fá
allir í svanginn eins og vera ber. Og
þannig hefur það verið um árabil.
Það er því ekkert sem ferðamála-
ráð eða ferðamálastjóri hefur lagfært
hvaö áramótin varðar, sá tími er og
var í góðu lagi. Ferðamálafrömuðir,
hinir opinberu, ráðin og nefndirnar
sem sitja árlegu ferðamálaþingin
hefðu átt að vita af matarleysi ferða-
manna á jólunum. - Og víðar má
bæta ferðamannaþjónustuna. Það
þarf að kenna starfsfólki almennt
betri mannasiði og umgengnisvenj-
ur, og umfram allt að skikka veit-
ingamenn til að draga úr álagning-
unni á veitingar sínar, sem eru afar
fábrotnar á fjölfórnustu ferða-
mannastöðum landsins.
DV
Minnihlutahópur
Tóbaks-
vamaráðs!
Guðrún hringdi:
Ég var að hlusta á Aðalstöðina
um kaffileytið hinn 30. des. -
Dynur þá ekki skyndilega yfir
auglýsing; „Þeir sem reykja eru
orðnir minnihlutahópur á ís-
landi...“, og svo kom eitthvað
fleira iþessum dúr. Þeir sem aug-
lýstu voru Tóbaksvarnaráö,
Pharmaco og sjálf Aðalstöðin.
Auðvitað er þessí kalda kveðja
frá Tóbaksvarnaráði. Þetta er
mikil móðgun við hlustendur
Aðalstöðvarinnar - að taka þátt
í svona misvirðingu við lands-
menn. Ég hlusta ekki framar á
Aðalstöðina, og hún ætti að biðja
landsmenn afsökunar á þessari
óvenju dólgslegu tilkynningu.
Tilvinsælda-
aukamennta-
málaráðherra
Birgir Sigurðsson skrifar:
Nú er hart í ári hjá stjórnmála-
mönnum, a.ra.k. sumum, að því
er varðar vinsældaskort. Margir
geta þó aukið þær verulega með
snjöllum skyndiaðgerðum og
leyst um leið vanda síns flokks
og kannski fleiri. Hér er uppá-
stunga til vinsældaauka fyrir
menntamálaráðherra okkar. -
Hann ráðstafi nú þegar embætti
rektors Menntaskólans í Reykja-
vík tO núverandi útvarpsstjóra
(en núverandi rektor hættir að
vori), og í útvarpssfjórastöðu
RÚV skipi hann fyrrverandi
borgarstjóra og núverandi út-
varpsstjóra „SígOt FM“, Markús
Örn Antonsson. Þetta kynni að
leysa dulinn vanda í einu vet-
fangi. Ekki síst með tilliti til fram-
boðslistaflækju væntanlegs lista
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Eruþærekki
hræddarumþá?
Dagbjört skrifar:
Mér býður í grun að írafárið
sem skapast hefur vegna dagpen-
inga maka ráöherra og annarra
háttsettra embættismanna, sé
sprottið af einskærri hræðslu um
mennina. En í bland er þetta líka
meðfædd flakknáttúra. Islenskar
konur er yfirleitt mjög ferðaglað-
ar og gefa mOdð til að geta veriö
á ferðinni. Þá er aUt tint tO sem
kynni að hjálpa. Eitt sinn var það
skyrtuþvottur á hótelunum fyrir
mennina. Nú er það bara almenn
aöstoð, t.d. leigubflaakstur og svo
náttúrlega vörn gegn erlendum
einkariturum og öðru óþarfa liði
sem kann að kássast upp á menn-
ina í matartímum og svona hér
og þar.
Flugvélaeldsneyti
frá Irving Oil
Flugmaður hringdi:
í stað þess að karpa út af Irving
00 umsókninni og krefjast þess
að Flugleiðir fái að fijúga tO
Kanada væri nær að semja við
Irving-feöga um að þeir seldu
okkur ódýrt flugvélaeldsneyti
fyrir flugvélar okkar. Þessi tvö
mál eru þó skyld. Lendingarrétt-
ur í Kanada er sérstakt mál.
Fagna GATT-inu
Margrét Árnadóttir hringdi:
Við íslendingar ættum að fagna
því sérstaklega aö náðst hefur
samstaða um GATT-ið, sem gefur
okkur von um bjartari framtíð
hér á landi, Viö húsmæður ætt-
um raunverulega að safna undir-
skriftum og krefjast þess að
ákvæði og lagasetningar yrðu
útfærð sem fyrst, svo við getum
notið lægra matarverðs með ínn-
flutningi. Málið má ekki dankast.