Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÚNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700
FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF.
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk.
Allir gegn almenningi
Lengi verður minnisstætt, að allur þingheimur tók
samhljóða afstöðu gegn íslenzkum almenningi, þegar
Alþingi samþykkti eftir jól, að forræði innflutningstolls
á matvöru skuh vera hjá landbúnaðarráðherra, en hvorki
hjá fjármálaráðherra né viðskiptaráðherra.
Svo lengi sem elztu menn muna, hafa landbúnaðarráð-
herrar verið valdir frá sjónarmiðum þrengstu sérhags-
muna í landbúnaði. Svo gildir um framsóknarmanninn,
sem nú er landbúnaðarráðherra. Á hans valdaskeiði
verða tollaheimildir á matvöru notaðar til fulls.
Samkvæmt samhljóða ályktun Alþingis má ráðherr-
ann setja mörg hundruð prósenta toll á matvörur, sem
eru í samkeppni við innlenda matvöru. Þar með er gull-
tryggt, að árangurinn af stofnaðild íslands að nýju Al-
þjóðaviðskiptastofnuninni skilar sér ekki til neytenda.
Tollar eru í verkahring íjármálaráðherra og utanríkis-
viðskipti í verkahring viðskiptaráðherra. Af þröngum
sérhagsmunaástæðum hefur nú verið gerð mikilvæg
undantekning. Alþingi var sammála um, að hvorugum
ráðherranum væri treystandi fyrir matartollinum.
Samningurinn um nýju Alþjóðaviðskiptastofnunina
felur í sér, að flytja má inn landbúnaðarafurðir, þótt þær
séu framleiddar í landinu. Til að vernda innlendan land-
búnað er heimilt að láta ofurháan toll koma í upphafi í
stað bannsins, í flestum tilvikum 600-800% toll.
Vitað er af skoðanakönnunum, að meirihluti þjóðar-
innar vill, að íslenzkur landbúnaður sé vemdaður fyrir
umhverfmu, jafnvel þótt fólk viti vel, að þessi vemdun
sérhagsmuna er á kostnað lífskjara almennings. Niður-
staða Alþingis þarf því ekki að koma neinum á óvart.
Hitt er merkilegra, að hinn flölmenni minnihluti, sem
tekur hagsmuni almennings fram yfir sérhagsmuni land-
búnaðar, skuli ekki hafa einn einasta fulltrúa á Alþingi.
Eðlilegt hefði verið, að atkvæði féllu þar 60-40% landbún-
aðinum í vil, en 100-0% er óþægilega afdráttarlaust.
Öll stjórnmálaöfl á Alþingi em sammála í þessu eina
máli. Það gildir um gamla fjórflokkinn, að leifunum af
Alþýðuflokknum meðtöldum. Það gildir líka um yngri
flokkana, Kvennalistann og Þjóðvaka. Hver einasti full-
trúi allra þessara afla tekur landbúnað fram yfir annað.
Flestir kjarasamningar í landinu em lausir í upphafi
þessa nýja árs. Fróðlegt verður að fylgjast með, hvort
verkalýðsrekendur muni nefna matartollinn í væntan-
legum kjaraviðræðum, því að augljóst er, að ekkert getur
bætt kjör almennings meira en tollalækkun á mat.
Niðurstaða samninganna verður lítil og léleg. Lág-
launafólk mun áfram hafa sultarlífskjör, af þvi að verk-
lýðsrekendur munu áfram taka þátt í almennri forvígis-
mannasátt um, að umbjóðendur þeirra búi við langtum
hærra matarverð en gildir í flestum vestrænum ríkjum.
Sá fjölmenni minnihluti, sem telur eðlilegt, að lífskjör
séu bætt í landinu með því að koma matarverði niður í
það, sem tíðkast í Bandaríkjunum, ætti að fylgjast vel
með frammistöðu verkalýðsrekenda í kjaraviðræðunum,
sem senn fara að hefjast, og draga af því lærdóm.
Þessi sami minnihluti ætti líka að fylgjast vel með,
hvemig stjómmálaflokkamir sex munu fjalla um matar-
tollana á næstu þremur mánuðum, meðan þeir sækjast
eftir nýju umboði fólks til nýs Alþingis. Enginn þeirra
mun geta útskýrt andstöðu sína gegn almenningi.
Athyglisvert er, að hagsmunir almennings og skoðun
Úölmenns minnihluta eiga alls engan hljómgrunn í
stjómmálaflokkum og launþegafélögum landsins.
Jónas Kristjánsson
Auólindin - sameign þjóðarinnar eða séreign útgerðarmanna?
Veðsetning veiðiréttar:
Klókindaleg
hernaðaráætlun
Frumvarp um samningsveð hef-
ur verið nokkuð í umræðunni aö
undanförnu. í þeirri umræðu hafa
yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra
vakið nokkra athygh. Hann hefur
fullyrt að sjávarútvegsbyggöirnar
í landinu leggist í rúst ef málið nái
ekki fram að ganga. Hagsmunir
sjávarútvegsbyggðanna og spari-
fjáreigenda sérstaklega væru í
mikilli hættu. Þetta eru í sjálfu sér
undarlegar fuUyrðingar vegna þess
að verði ekki af þessari lagasetn-
ingu er ekki um neina breytingu
að ræða frá núverandi ástandi.
Engin sérstök lög gilda um veð-
setningar á aílaheimildum en út-
gerðarmenn hafa sérstaklega
skuldbundiö sig í hverj u einstöku
tilviki gagnvart sínum lánar-
drottnum. Það var upplýst á fundi
alsherjamefndar Alþingis fyrir
fáum dögum af fulltrúa úr banka-
kerfinu að ekki væri vitað um tjón,
hvorki hjá bönkum né öðrum lána-
stofnunum af þessum sökum.
Ákafi ráðherrans
Það er þess vegna með miklum
ólíkindum að sjávarútvegsráð-
herra landsins skuh leyfa sér að
tala meö þeim hætti sem hann hef-
ur gert og hlýtur að eiga sér aðrar
skýringar en umhyggju hans fyrir
sjávarbyggðunum og sparifjáreig-
endum.
Skýringin á ákafa ráðherrans er
auðvitað sú að hann vill og gerir
allt sem hann orkar til aö festa í
sessi og tryggja eignarhald útgerð-
armanna á fiskinum í sjónum.
Og nú er ætlunin að lögfesta veð-
hæfi aflaheimilda. Þaö verður auð-
vitað túlkað af „eigendum" veiði-
réttar og ekki síður lánardrottnum
þeirra sem trygging fyrir því frá
hendi löggjafans að mönnum sé
óhætt að taka veð í þessum verð-
mætum, löggjafinn fari ekki aö
valda þeim sem það gera tjóni meö
því að gera neinar þær bréytingar
Kjallaiinn
Jóhann Ársælsson
alþingismaður
á fiskveiðilöggjöfinni sem rýri veð-
in.
Skattlagning?
í fyrstu grein laga um stjóm fisk-
veiöa er kveðið á um að fiskstofnar
á íslandsmiöum séu sameign þjóð-
arinnar.
Enginn getur veðsett annarra
eigur.
Framkvæmd laganna stangast
því á við ákvæði fyrstu greinar að
því leyti að úthlutað er veiðiheim-
ildum án endurgjalds eftir fastmót-
uðu kerfi sem gengur út frá því að
hver útgerðarmaður eigi rétt á til-
teknum hlut í viðkomandi fisk-
stofni.
Þetta fyrirkomulag hefur þann
alvarlega galla í íör með sér eins
og fyrr var að vikið að í viðskiptum
milli aöila er auðlindin „sameign
þjóðarinnar" meðhöndluð sem sé'r-
eign viðkomandi útgerðarmanna.
Af þessu hefur það svo leitt að á
síðustu áram hefur verðmæti í út-
gerð og fiskvinnslu tengdri henni
flust af skipum, vélum og búnaði
yfir á veiðiheimildirnar. Þessar
eignir koma ekki fram í reikning-
um fyrirtækjanna séu þær eldri en
fimm ára. Nýjar veiðiheimildir má
afskrifa á fimm árum samkvæmt
nýlegum dómi Hæstaréttar.
Verði lögbundið að veösetja megi
veiðiheimildirnar hlýtur sú spurn-
ing að vakna hvort næsta skrefið
verði ekki að eignfæra kvótann til
aö hinar raunverulegu eignir fyrir-
tækjanna, sem áöur lágu í skipum
og búnaði, komi fram og hægt veröi
að skattleggja þær á eðlilegan hátt.
Hvers virði væri þá sameining-
arákvæðið í lögunum um stjórn
fiskveiða?
Þeim aðilum í þjóðfélaginu sem
hafa stefnt að því frá upphafi að
gera fiskstofnana að „séreign" út-
gerðarmanna er smám saman að
takast sitt ætlunarverk. Þeir hafa
verið þohnmóðir og mjakast að
markinu, skref fyrir skref. Að lög-
festa heimildir til að veðsetja veiði-
réttinn er einn liður í hinni klók-
indalegu hernaðaráætlun.
Jóhann Ársælsson
„Þeim aðilum í þjóðfélaginu sem hafa
stefnt að því frá upphafi að gera fisk-
stofnana að „séreign;< útgerðarmanna
er smám saman að takast sitt ætlunar-
verk.“
Skoðanir annarra
Ríkisstjórn jafnaðarmanna
„Skoðanakannanir sýna, að Þjóðvaki, hreyfing
fólksins, hefur alla burði til að veröa öflugt forystu-
afl jafnaðarmanna og félagshyggjufólks og sterkt
mótvægi við íhaldsöflin í landinu. Ríkisstjórn jafnað-
armanna og félagshyggjufólks er besti kosturinn til
að takast á við erfið viðfangsefni framundan í at-
vinnu- og efnahagslífinu og að jafna hér lífskjörin."
Jóhanna Sigurðardóttir alþm. í Morgunbl. 31. des.
Fjarlægð og fjárfestingar
„Ört vaxandi hópur Islendinga leitar nú á fjarlæg
mið til að brauðfæöa sig og sína. Tækifærin blasa
hvarvetna við og stærstu markaðir heimsins opnast
austu í Asíu og vestur í Ameríku fyrir afurðir og
hugvit á meðan ráðamenn leita með logandi ljósi að
nafla alheimsins í gömlu Evrópu. Á sama tíma gefst
hvert erlendt fyrirtækið á fætur öðru upp á að semja
viö íslensk stjórnvöld um fjárfestingar í atvinnulífi
landsins. Ráðamenn skynja ekki ennþá að hliðra
verður til svo erlend fyrirtæki festi fé sitt hér á
landi.“
Ásgeir Hannes Eiríksson i Tímanum 30. des.
Á flótta frá flokkunum
„í sjálfu sér mætti segja að varasamt gæti veriö
fyrir fólk að flykkja sér um stjórnmálahreyfingu sem
enn er ómótuð og allt er á huldu um hvaða stefnu
muni taka. Það fólk sem þegar hefur gert upp hug
sinn í þessu efni horfir hins vegar fremur til ástands-
ins á flokkunum sem það er að yfirgefa en að það
telji sig hafa vissu fyrir hvernig nýi flokkurinn muni
verða."
Gunnar Smári Egilsson i leiðara Morgunpóstsins 2. jan.