Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
Ranghugmyndir
um atvinnulíf
I nýlegri skýrslu Aflvaka Reykja-
víkur er afsönnuö gömul ranghug-
mynd um erlendar fjárfestingar á
íslandi, þ.e. sú hugmynd að erlend-
ir fjárfestar standi í biðröðum eftir
þvi að fá að fjárfesta á íslandi. Það
rétta er að einn og einn kostur
býðst af og til. Ýmist fyrir tilviljun
eða langvarandi eftirgangsmuni og
tilboð um ofurkjör á orkuverði.
Hvað kosta rang-
hugmyndirnar?
Hve mikið ætli kosti allar þær
ranghugmyndir sem landsmenn,
háir sem lágir, ganga með um at-
vinnulíf, þróun þess og vöxt? Fróö-
legt væri að fá einhvers konar svör
við þessari spurningu. Ég er þeirr-
ar skoðunar að í slíkum ranghug-
myndum felist einn alvarlegasti
efnahagsvandi íslendinga.
Hugmyndir manna ráða athöfn-
KjáUarinn
Jón Erlendsson
yfirverkfræðingur Upplýsinga-
þjónustu Háskólans
„Lögmálið sem ræður ferðinni er að
draumar og áform, sem fólk hefur alið
með sér á hverjum tíma, ráða ferðinni
að mestu leyti. Sumir skynsamlegir.
Aðrir glórulausir.“
um þeirra og ákvörðunum. Vit-
lausar hugmyndir ala því af sér
vitlausar ákvarðanir. Og vitlausar
ákvarðanir leiða til sóunar. Út-
breiddar ranghugmyndir eru því
stórvirkt tæki til spillingar á lífs-
kjörum.
Eru íslendingar duglegir?
Um langan aldur hefur glumið í
eyrum landsmanna í tyllidagaræð-
um að þeir væru ein duglegasta
þjóð í heimi. Vel kann að vera að
nokkur fótur sé fyrir þessu.
Ástæðulaust er með öllu á hinn
bóginn að ala um of á svæfandi
sjálfumgleði.
Sjálfum sýnist mér aö landsmenn
séu upp til hópa allduglegir og
kraftmiklir við hvers kyns rútínu
í samanburði við aðra. Þeir vinna
langan vinnudag og kveinka sér
ekki mikið undan því. Um leið og
komið er á hinn bóginn að því að
hugsa fyrir nýjum verkum morg-
undagsins, þ.e. að sinna hvers kyns
nýsköpun, þá er annað upp á ten-
ingnum.
Örfáir áhugasamir einstaklingar
sinna þessu verki í fremur áhuga-
lausu og deyfðarlegu umhverfi rút-
ínufólks sem virðist halda að verk-
Greinarhöfundur segir einhæfa lúxusdrauma skjótt breytast i eyðslufyll-
iri við opnun og aðgang að ótakmörkuðu lánsfé.
efni nútíöar vari að eilífu. Er því
ýmist skeytingarlaust gagnvart
nýmælum eða dregur lappirnar
gagnvart stuðningi við þau. Verð-
skulduð klöpp ráðamanna á bök
landsmanna fyrir rútinudugnað
þeirra segja því lítið um getu þjóð-
arinnar til að takast á við breyting-
ar.
Frelsið eitt dugar ekki
Önnur ranghugmyndin, sem ég
vil minnast á, er sú að til þess að
efla efnahagslíf þá sé nóg að efla
frelsi. Athafnafrelsi og greiður að-
gangur að fé er einungis hluti þess
sem hafa þarf í lagi. Fleira þarf tii
ef vel á að ganga.
Þegar fólk sem hefur langtímum
saman alið með sér drauma um
fleiri utanlandsferðir og aukinn
persónulegan lúxus fær loks frelsi
og aðgang að ótakmörkuðu fé þá
nýta mjög margir þennan aðgang
fyrst og fremst til að framkvæma
lúxusdrauma sína. Ekki til að
treysta grunn eigin tilveru með því
að afla sér þekkingar eöa byggja
upp sjálfstæða afkomu. Lögmáliö
sem ræður ferðinni er að draumar
og áform, sem fólk hefur alið með
sér á hverjum tíma, ráða ferðinni
að mestu leyti. Sumir skynsamleg-
ir. Aðrir glórulausir.
Einhæfir lúxusdraumar fremur
blankrar þjóðar breytast þannig
skjótt í eyðslufyllirí með eftirfylgj-
andi timburmönnum þegar opnað-
ur er aðgangur að ótakmörkuðu fé.
Þetta var nákvæmlega það sem
gerðist fyrir nokkrum árum síðan
þegar landsmenn fengu skyndilega
aukinn aðgang að lánsfé. Þetta fé
rann í stórum stíl í margháttaðan
óþarfa, s.s. óþarfar utanferðir og
ofurjeppakaup en ekki til eflingar
atvinnulífi í samræmi við frómar
vonir valdamanna. Efling efna-
hagslífs veröur því að byggja á fjöl-
þættum skilningi. Einhæfar töfra-
formúlur duga ekki við fjölþætt
verkefni.
Jón Erlendsson
Flutningur grunnskólans
Ég hef átt þess kost að heyra undan
og ofan af viðræðum milli Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga og
ríkisins um flutning grunnskólans
yfir til þeirra fyrrnefndu.
Það gera sér allir grein fyrir þv^
að ef sveitarfélögin í landinu eiga
að yfirtaka allan rekstur grunn-
skólans, verða þau að fá tekjur til
að standa undir því.
Vantar stjórnsýslustigið
Ríkið hefur látiö kostnaðarreikna
grunnskólann, þ.e.a.s. hversu mik-
ið tekjur sveitarfélaganna þurfa að
aukast til þess að geta staðið undir
rekstri grunnskólanna. Niðurstaö-
an hefur orðið sú að grunnskólinn
kosti ekkert nema sem svarar
launagreiðslum til þess fólks er
starfar beint við hann í dag. Engin
félags-, eða sálfræðiþjónusta er
reiknuð með, ekki heldur þjónusta
Fræðsluskrifstofanna.
Skylt er að geta þess að sveitarfé-
lögin sjá nú þegar um aðra þætti
en þá sem nefndir eru hér að fram-
an, ásamt viöhaldi og byggingum
húseigna. Það virðist vera svo, að
hugmyndin um fyrrnefndan flutn-
ing grunnskólans hafi fyrst og
fremst komið fram vegna þess að
menn hafi viljað gera eins og ná-
grannaþjóðir okkar. Menn horiðu
á það að t.d. Danir eru búnir að
þessu og hugsuðu með sér að ís-
KjáUarinn
Jón Einar Haraldsson
skólastjóri grunnskólans
á Eiðum
lendingar ættu ekki að vera eftir-
bátar þeirra í neinu og þvi væri
best að drífa í hlutunum. Efnt var
til kosninga um sameiningu sveit-
arfélaga og stífur áróður rekinn
fyrir því að sú sameining yrði val-
in, en það láðist alltaf að gera full-
komlega grein fyrir hver ávinning-
urinn yrði, og hvað tæki við ef fólk
samþykkti sameininguna.
Tillagan var, eins og von var til,
kolfelld víðast hvar. Það er nefni-
lega svo að í öðrum löndum, þar
sem sveitarfélög hafa verið sam-
einuð, ríkir yfirleitt nokkuð annaö
stjórnfyrirkomulag. Víðast hafa
menn ekki bara tvö heldur þrjú
stjórnsýslustig milli sveitarfélag-
anna og ríkisins, en það er einmitt
það stjórnsýslustig, sem hefur tek-
ið verkefni frá ríkinu í nágranna-
löndum okkar.
Aukin miðstýring?
Sveitarfélög ein og sér, bæði hér
á landi og erlendis, eru engan veg-
inn í stakk búin til að taka á sig svo
stór verkefni, nema í örfáum und-
antekningartilfellum. Þessum
vanda hafa menn hugsað sér að
mæta með auknum umsvifum
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Slíkt kallar að mínu mati á aukna
miðstýringu og það hlýtur að felast
ákveðin þversögn í því að lögin um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga, sem áttu að stuðla að vald-
dreifmgu, leiöi til aukinnar mið-
stýringar.
En það vill nú oft brenna við að
þegar ákvaröanir eru teknar á jafn
veikum grunni endi þær í klúðri.
Ef maður hins vegar hugsar sér
að 3. stjórnsýslustigið yrði tekiö
upp þá liti dæmið öðruvísi út.
Landinu yrði skipt upp í t.d. 5 fylki,
sem hvert fyrir sig myndi sjá um
sín mál, hvort sem þau hétu
menntamál, samgöngumál, heil-
brigðismál eða umhverfismál, svo
fátt eitt sé nefnt. Hvert fylki hefði
þing eða ráð sem færi með ákvörð-
unarvald í fylkinu.
í Reykjavík sæti einnig löggjafar-
þing, með t.d. 30 þingmenn, þeir
ættu að setja landinu lög og sjá um
utanríkisþjónustu og önnur mál
sem varða alla þjóðina. Landshlut-
arnir sæju um sagt um tekjuöflun
og framkvæmdir og væru að mestu
leyti sjálfráða.
Jón Einar Haraldsson
„Þaö virðist vera svo aö hugmyndin
um fyrrnefndan flutning grunnskólans
hafi fyrst og fremst komið fram vegna
þess aö menn hafi viljað gera eins og
nágrannaþjóöir okkar.“
Meðog
ámóti
Einkavæðing á
farsímakerfinu
Samkeppni
erfyrirlöngu
tímabær
„Starfs
míns vegna
þarf ég mikið
að nota síma í
ferðum mín-
um erlendis
og var því
með þeim
fyrstu til að fá
mér GSM-
farsíma nú í
haust Nú,
tæpu hálfu ári eftir að Póstur og
sími hóf starfrækslu GSM-far-
símakerfisins verð ég hins vegar
enn að sætta mig viö að geta ein-
ungis notað GSM-farsimaim
minn innan Norðurlandanna en
ekki í Mið-Evrópu þar sem ég á
oftast erindi. Þetta er lýsandi
dæmi um slaka frammistöðu
Pósts og sima við okkur símnot-
endur. Þess vegna fagna ég þvi
heils hugar að einkaaðilar hafi
nú sótt um leyfi til starfrækslu
GSM-þjónustu hér ájandi.
Það er löngu tímabært aö Póst-
ur og sími fái eðlilegt aðhald, til
dæmis með samkeppni á GSM-
sviðinu. Samkeppni GSM-far-
símaþjónustunnar í nágranna-
löndunum hefur skilað sér í betri
þjónustu við símnotendur og við
eigum að sjálfsögðu þá kröfu að
sitja við sama borð og aðrir þegn-
ar EES-svæðisins hvað þetta
varðar.
Það er því að mínu mati engin
spurning: Samkeppni á sviði
GSM-þjónustunnar hér á landi er
ekki aðeins æskfleg, heldur bráð-
nauðsynleg."
Engin rök
í verðlagning-
unni
keppni í
rekstri GSM-
þjónustu er
ekki líkleg til
að skila sér í
lægra verði til
notenda sem
hlýtur að
vera grund-
vallaratriði í
þessu sam- ima_
hengi. Meginkostnaourinn viö
uppbyggingu farsímakerfis sem
næði til alls landsins liggur í
dreifikerfinu.
í landi sem er jafn dreifbýlt og
ísland er kostnaðurinn við kerfið
fyrst og fremst háður því hve
stórt svæðið er sem ná á til en
minna eftir fjölda notenda sem
tengjast kerfinu.
Nefndar hafa verið kostnaöar-
tölur um 1,5 til 2 milljarðar við
kerfi sem næði til landsins alls
Bergþor Halldórsson,
yflrverktraíöingur
og i þeirri umræðu sem verið
hefur í gangi um óarðbærar fjár-
festingar hlýtur sú spurning að
koma fram hvort slík fram-
kvæmd sé réttlætanleg þegar
annað kerfið'getur auðveldlega
annað mun fleiri notendum en
hér verða.
Verðlagning þjónustunnar á Is-
landi verður ekki notuö sem rök-
semd fyrir því að samkeppni sé
nauðsynleg þar sem verðiö sem
er í gildi hérlendis er með því
lægsta í Evrópu en því miður
geta íslendingar ekki notið þess
á mörgum sviðum aö fá vöru eöa
þjónustu á helmingi þess verðs
sem er 1 gildi annars staðar.“
-kaa