Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Side 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1995
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
17
íþróttir_______________________
Úrslitíensku
knattspyrnunni
Úrvalsdeildin:
Tottenham - Arsenal.......1-0
Popescu (22.). 28.747.
Aston Villa - Leeds........0-0
35.038.
Blackburn - West Ham.......4-2
Shearer (14. viti, 75., 79. víti), Le
Saux (61.)- Cottee (33.), Dicks (58.).
25.503.
Ipswich -Lcicester.........4-1
Kiwomya (34., 62.), Tanner (54.),
Yallop (73.)- Roberts (53.). 15.803.
Liverpool - Norwich.......4-0
Scales (14.), Fowler (38., 47.), Rush
(83.). 34.709.
Newcastle - Manch. City....0-0
34.437.
Nott. Forest - Crystal P..1-0
Bull (76.). 21.326.
Sheff. Wed - Southampton..1-1
Hyde (19.)- Le Tissier (70. víti).
28.424.
Wimbledon - Everton.......2-1
Harford 4., 8.)- Rideout (17.). 9.506.
Staðan:
Blackbum...22 16 4 2 49-18 52
Manch. Utd ...22 14 4 4 42-19 46
Liverpool...23 13 6 4 44-19 45
Nott. Forest.,.23 12 6 5 36-23 42
Newcastle .....22 11 7 4 40-24 40
Tottenham....23 10 6 7 39-34 36
Leeds......22 9 6 7 29-27 33
Norwich....23 9 6 8 21-23 33
Wimbledon ...23 9 5 9 28-37 32
Sheff.Wed..23 8 7 8 30-31 31
Manch, City ..23 8 6 9 33-38 30
Chelsea....22 8 5 9 29-30 29
Arsenal....23 7 7 9 26-26 28
Q.P.R......22 7 6 9 34-38 27
S’hampton..23 6 9 8 34-39 27
WestHam....23 7 4 12 21-28 25
Coventry...22 6 7 9 21-38 25
CrystalP...23 5 8 10 15-22 23
AstonVilla,..,23 4 10 9 27-33 22
Everton....32 5 7 10 21-31 22
Ipswich....23 4 4 15 25-47 16
Leicester..23 3 6 14 22-41 15
1. deiid:
Bolton - Reading...........1-0
BristolC. -Watford........0-0
Derby - W.B.A.............l-l
Luton - Charlton..........o-l
Middlesborough - Barnsley ....2-1
(Leikurinn flautaður af í hálfleik
vegna slæmra vallarskilyrða)
Portsmouth- Burnley.......2-0
Southend - Tranmere.......0-0
Wolves - Sheff, Utd.......2-2
Grimsby - Notts County....frestaö
Swindon - Sunderland...frestaö
Staðan:
Middlesb...25 14 6 5 39-22 48
Wolves.....26 13 5 8 47-34 44
Tranmere...26 12 7 7 40-28 43
Bolton.....26 12 7 7 39-29 43
Sheff. Utd.26 11 8 7 42-28 41
Reading....26 11 8 7 31-24 41
Barnsley...25 11 5 9 29-30 38
Luton......26 10 7 9 35-31 37
Watford....26 9 10 7 28-28 37
Oldham.....25 10 6 9 36-32 36
Millwail...25 9 8 8 32-30 35
Stoke......25 9 8 8 28-29 35
Southend...26 10 5 11 27-42 35
Grimsby....25 8 10 7 35-35 34
Derby......25 8 9 8 26-24 33
Charlton...25 8 9 8 37-36 33
W.B.A......26 8 7 11 23-33 31
Sunderland...25 6 12 7 26-25 30
Portsmouth...26 7 8 11 28-38 29
Bumley.....23 6 9 , 8 26-31 27
Swindon....25 6 8 11 32^1 26
PortVale...24 6 7 11 28-34 25
Bristoi C..26 6 5 15 20-36 23
NottS County 25 4 6 15 22-36 18
2. deiid:
Blackpool - Peterborough...4-0
Boumemouth - Swansea.......3-2
Bradford - Bírmingham......1-1
Brighton -Stockport........2-0
Cambridge - Hull...........2-2
Cardiff - Brentford........2-3
Huddersfield - Shrewsbury..2-1
Oxford-York....,...........0-2
Plymouth - Cre we..........3-2
Staðan:
Birmingham .24 14 8 2 47-15 50
Huddersf....24 13 7 4 45-30 46
Oxford......24 14 4 6 41-28 46
Wycombe.....23 13 6 4 35-25 45
Brenttord...24 14 2 8 46-23 44
Hull........24 12 5 7 40-30 41
Crewe.......24 12 4 8 46-44 40
BristolR....22 10 9 3 38-19 39
Bradford....24 11 5 8 34-34 38
Blackpool...24 11 3 10 38-41 36
Stockjmrt...24 11 3 10 35-33 36
Swansea.....24 9 9 6 32-26 36
Wrexham.....22 9 7 6 38-31 34
York........23 9 5 9 30-25 32
Peterborough
...........24 7 9 8 31-43 30
Brighton....24 7 9 8 26-29 30
Rotherham....23 8 4 11 29-31 28
Cambridge ....24 5 8 11 31-41 23
Shrewsbury.,23 6 4 13 28-32 22
Plymouth....22 6 3 13 23-48 21
Cardiff.....24 5 5 14 27-39 20
LeytonO.....23 4 4 15 16-35 16
Boumemth. „24 3 5 16 21-49 14
Chcster.....23 3 4 16 16-42 13
ísland - Danmörk (13-13) 26-24
0-1, 2-3, 4-4, 6-8, 9-10, 12-10, 12-12, (13-13). 14-13, 15-15, 18-15, 19-17, 21-18,
23-19, 24-20, 25-24, 26-24.
• Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 9/7, Jón Kristjánsson 4, Bjarki Sig-
urösson 4, Geir Sveinsson 4, Dagur Sigurösson 3, Konráð Olvasson 2. Varin
skot: Guömundur Hrafnkelsson 16, Bjarni Frostason 1/1.
• Mörk Danmerkur: Klaus Jensen 6, Christian
Hjemmermind 4/1, Jan Jörgensen 4, René Boeriths 3,
Jan Poulsen 2, Tomas Steen 2, Jesþer Hansen 2, lan
Fog 1, Christían Hansen 10, Peter Norklidt 1.
Brottvísanir: ísland 6 mín, Danmörk 8 min.
Dómarar: Bo Johannsson og Krister Broman frá Sví-
þjóð.
Ahorfendur: Um 1150.
Maður leiksins: Sigurður Sveinsson.
„Samæfing íslendinga
mun meiri en okkar“
- sagöi Ulf Schevert, þjálfari Dana
„Það á ekki í sjálfu sér að koma á
óvart aö ísland vinni sigur. Ég veit
að í liðiö vantaði nokkra sterka leik-
menn en það sama var einnig upp á
teningnum hjá okkur. íslenska liðið
hefur mun meiri samæfingu en mitt
lið. Þorbergur landsliðsþjálfari getur
kallað sitt lið saman með engum fyr-
irvara en ég náði aðeins einni æfingu
með danska liðið fyrir þennan leik,“
sagði hinn sænski þjálfari Dana, Ulf
Schevert, við DV eftir leikinn.
Schevert sagði að besti handknatt-
leiksmaður Dana, Kim Jakobsen,
hefði ekki gefiö kost á sér í liðiö fyr-
ir þetta mót. Væri það mjög bagalegt
en Jakobsen teldi sig ekíti hafa tíma
fyrir landsliðið, nóg væri að gerast
hjá félagsliði hans. Svona væri hátt-
að hjá fleirum og væri þetta mikið
vandamál.
„Viö hefðum allt eins unnið leikinn
með sterkari varnarleik. íslenska lið-
ið lék vel á köflum en það hefur á
að skipa sterku liði eins og flestir
vita,“ sagði Schevert við DV.
Blaðamenn buðust til að
standa upp fyrir Sigurði
Eyjólfur Haröaison, DV, Jönköping:
Skemmtilegt atvik kom upp á
blaðamannafundi eftir landsleik ís-
lands og Danmerkur í gærkvöldi.
Danskir og sænskir blaðamenn
veittu því athygli aö Sigurður
Sveinsson stóð á fundinum. Þegar
blaðamenn komust að því að Sigurð-
ur væri orðinn 36 ára gamall buðust
þeir til að standa upp fyrir honum.
Þetta var meira í gríni sagt en engu
að síður setti þessi uppákoma
skemmtilegan svip á fundinn.
Talvert hefur verið fjallað um ís-
lenska liðið í sænskum fjölmiðlum
upp á síðkastið og þá aðallega í
tengslum við heimsmeistaramótiö á
íslandi næsta vor. í Götaborg-Posten
í gær var meðal annars viðtal við
Þorberg Aðalsteinsson.
Svíar sigruðu Norðmenn
Svíar sigruðu Norðmenn með 27
mörkum gegn 24 á 4-landa mótinu í
handknattleik í Jönköping í gær-
kvöldi. Svíar voru með forystuna all-
an tímann en samt kom á óvart hvaö
Norðmenn veittu harða mótspymu.
Þessar þjóðir áttust síöast við á al-
þjóðlega mótinu á íslandi í nóvember
sl. og þá unnu Svíar mun stærri sig-
ur. Staffan Olson var markahæstur
Svía í leiknum með 9 mörk. Ole Gu-
staf Gjekstad skoraði sex mörk fyrir
Nprðmenn.
í dag mæta íslendingar Norðmönn-
um og Svíar leika gegn Dönum. Báö-
ir leikirnir fara fram í Eskilstuna.
■**m p
*****•■'■ mt
ii
mtimæ *** mm «*m»m<*
!i:iii«*iá iítfii
14
if )!«»*
. :. *mW>
I I Mum
R«l
hii «»»»( *.m
fe«* *»*«**«*•««**<**•
Iftft «»!•*** iftji.fti
%mM m 0 mm m •«* *****
■
■<tf -4> ** W '■#. M .X JJ
*■ • mm '" **
■■>' 'Ílt: »¥
Guðmundur Hrafnkelsson varði mark islenska liðsins af stakri prýði gegn Dönum í
gærkvöldi. Hann varði alls 16 skot í leiknum, þar af tíu þeirra i siðari hálfleik.
Árangur íslensku félagsliðanna 1 knattspymu:
Lyftir íslandi
ofarálistaen
nokkru sinni
Góður árangur íslensku félagslið-
anna í Evrópumótunum í knatt-
spymu haustið 1993 lyftir íslandi of-
ar á lista en nokkra sinni fyrr hjá
Knattspyrnusambandi Evrópu,
UEFA. Island var með 16. besta ár-
angurinn af 41 Evrópuþjóð í Evrópu-
mótunum 1993-1994 sem þýðir að í
nýrri niðurrööun fyrir UEFA-bikar-
inn 1995-96 er ísland í 26. sæti af 47
þjóðum í álfunni.
Það er samanlagður árangur fimm
ára sem ræður fjölda þátttökuliða frá
hverri þjóð í UEFA-bikarnum. Fyrir
næstu keppni, sem hefst í ágúst, fell-
ur út tímabilið 1988-1989 þar sem
árangur íslensku liðanna var 1 sigur,
1 jafntefli og 4 töp, en í staðinn er
tekið inn tímabilið 1993-1994 þegar
íslensku liðin unnu 4 leiki, gerðu 2
jafntefli og töpuðu 4. Þar vann ÍA
sigra á Partizan Tirana og Feyenoord
og Valur vann MyPa frá Finnlandi
tvívegis, auk þess sem ÍA gerði jafn-
tefli við Partizan og KR við MTK frá
Ungverjalandi.
ísland skákar mörgum öflugum
knattspyrnuþjóðum hvað varðar ár-
angurinn 1993-1994, og meðal annars
eru Holland, Skotland, Pólland,
Sviss, Rúmenía, Svíþjóð og Búlgaría
með lakari árangur en ísland á því
tímabili.
ísland nálgast
meistaradeildina
Þetta þýðir að ísland er komið í seil-
ingarfjarlægð frá því að fá þátttöku-
rétt í Meistaradeild Evrópu en eftir
nýja fyrirkomulaginu fá aðeins 24 lið
aðgang að henni. Úkraína og Lett-
land eru rétt fyrir ofan Island og
spurningin er hvernig ísland stendur
í samanburði við þessar þjóðir eftir
eitt ár þegar tímabilið 1994-95 verður
reiknað með. Þá mun staða íslands
styrkjast enn frekar því þá detta út
6 töp í jafnmörgum leikjum 1989-1990
og í staðinn koma 3 sigrar og 5 töp á
yfirstandandi timabili.
Til aö fá viðbótarsæti í UEFA-
bikarnum þarf að komast í 21. sæti
á UEFA-listanum. Þar situr nú Búlg-
aría með 9.166 stig, Ungverjaland er
númer 22 með 8.416, Noregur er í 23.
sæti með 8.332, Lettland í 24. sæti
með 7.000, Úkraína í 25. sæti með
6.999 og ísland er í 26. sæti með 6.666
stig.
ítölsku félagshðin bera sem fyrr
höfuð og herðar yfir önnur í Evrópu-
mótunum og eru með langbestu út-
komuna. Auk ítala fá Frakkar og
Þjóðverjar að senda 4 lið hvor þjóð í
UEFA-bikarinn á næsta tímabili en
Belgía, Spánn, Portúgal, Rússland og
England fá 3 lið hver þjóð.
Blackburn Rovers styrkti stöðu sína
á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í gær
með sigri á heimavelli gegn West Ham.
Liverpool ógnar Manchester United
hægt og bítandi en Liverpool vann stór-
sigur á Norwich. Manchester United á
leik inni á Blackburn en liöið leikur í
kvöld gegn Coventry á Old Trafford.
Alan Shearer skoraði þrívegis fyrir
Blackbum gegn West Ham, tvö mark-
anna úr vítaspymum. Liðið hefur átt
frábæru gengi að fagna og er ósigrað í
ellefu síðustu viðureignum. Blackburn
átti lengi vel í mesta bash með West
Ham og um tíma í síðari hálfleik var
liðið 1-2 undir og með góðum leikkafla
undir lokin tókst því að knýja fram sig-
ur.
Liverpool hefur verið á góðu skriði
og ógnar Manchester United í öðru
sætinu jafnt og þétt. Robbie Fowler er
á skotskónum og gerði tvö af mörkum
liðsins í stórsigri á Norwich á Anfeild
Road. Liverpool hefur náðu fullu húsi
stiga yflr jól og áramót.
Schwarz rekinn af velli
Svíinn Stefan Schwarz hjá Arsenal var
rekinn af leikvelh gegn Tottenham í
gærkvöldi. Schwarz braut á Jurgen
KUnsmann og fékk fyrir vikiö seinna
gula spjaldið í leiknum.
Gary Bull skoraði eina mark leiksins
í leik Nottingham Forest og Crystal
Palace. Það vekur athygli að Lundúna-
liðið hefur ekki skoraði mark í síðustu
níu deildarleikjum. í upphafi tímabils-
ins var vörnin hriplek en núna bregst
sóknin hjá liðinu.
Þaö gengur allt Newcastle í mót og
núna fór vítaspyma forgörðum gegn
Manchester City. Ruel Fox mistókst að
skora úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem
Andy Dibble varði vel. Liöið hefur ekki
unnið sigur i fjórum leikjum í röð.
Ipswich vann Leicester í botnslagnum
þar sem Chris Kiwomya gerði tvö af
mörkum Ipswich. Með þessum sigri
tókst Ipswich að lyfta sér upp úr neðsta
sætinu sem það hefur vermt frá 23.
nóvember.
í 1. deildar keppninni var Wolves
tveimur mörkum undir gegn Sheffield
United þegar skammt var til leiksloka
en náði samt aö jafna metin. Hollend-
ingurinn John De Wolf skoraði annað
markanna, sitt fyrsta mark fyrir félag-
ið.
Eyjólfur Haröarson, DV, Jönköping:
„Við unnum þarna góðan sigur.
Liðið lék mjög agaðan leik og það var
gaman að sjá hvað það lék vel eftir
erfiöar æfingar yfir jólahátíðina.
Sóknarleikurinn var sérstaklega
góður, vörnin var á köflum ágæt en
hefur samt oft áður verið betri.
Markvarslan var góð. Á heildina litið
var þetta sætur sigur,“ sagði Einar
Þorvarðarson, aðstoðarlandshðs-
þjálfari, í samtali viö DV eftir sigur-
inn á Dönum á fjögurra þjóða mótinu
í handknattleik sem hófst í Jönköp-
ing í gærkvöldi. Lokatölur urðu 26-24
eftir að staðan í hálfleik var jöfn,
13-13.
Þrátt fyrir fjarveru nokkurra lykil-
manna íslenska liðsins sýndi liðið á
köflum gegn Dönum mjög góðan leik.
Var ekki að sjá að það saknaði þess-
ara leikmanna og sannaðist hið forn-
kveða að maður kemur í manns staö.
Danir byrjuðu betur í leiknum og
höfðu frumkvæðið lengst af fyrri
hálfleiks, oftast tvö mörk. Undir lok
fyrri hálfleiks tókst íslenska liðinu
aö jafna með eftirminnilegum hætti.
Sigurður Sveinsson var höfundurinn
að sirkusmarki, gaf sendingu yfir
dönsku vömina í hornið til Bjarka
Sigurðssonar sem skoraði þegar leik-
tíminn var að fjara út. Þessi loka-
senna fyrri hálfleiksins virtist gefa
íslenska hðinu byr undir báða vængi
því lengstum lék það mjög vel í síð-
ari hálfleik. Vörn, sókn og góð mark-
varsla Guðmundar Hrafnkelssonar
lagðist á eitt og íslendingar tóku leik-
inn smám saman í sínar hendur. Sig-
urður Sveinsson átti hverja gullfall-
egu sendinguna eftir aöra inn á lín-
una, stundum aftur fyrir sig í gegn-
um klofið. Þetta gladdi fjölmarga
áhorfendur í höllinni í Jönköping.
Guðmundur varði stundum dauða-
færi Dananna, flest þeirra í hraða-
upphlaupum, og óneitanlega sló
þetta vini vora út af laginu.
Danir ógnuðu íslenska liðinu undir
lokin. ísland missti þá fjögurra
marka forskot niöur í eitt mark en
átti síðan síðasta orðið í leiknum.
Sigurður Sveinsson átti frábæran
leik. Jón Kristjánsson, Bjarki Sig-
urðsson og Geir Sveinsson voru
einnig góðir. Þorbergur Aðalsteins-
son keyrði að mestu á sömu mönn-
unum. Rúnari Sigtryggssyni var
skipt inn á í vörnina í stað Sigurðar.
Drengjamótið í Israel:
ísland lagði heimamenn
Island fékk í gær sín fyrstu stig á
alþjóöa drengjamótinu í knattspyrnu
í ísrael meö því að sigra heimamenn,
2-1. Bjarni Guðjónsson frá Akranesi
kom Islandi yfir á 29. mínútu með
góðu skoti og Ásmundur Jónsson frá
Sandgerði skoraði með skalla eftir
hornspyrnu á 40. mínútu. íslenska
liöið gerði síðan sjálfsmark þremur
mínútum fyrir leikslok.
ísland hafði áður tapað fyrir Sví-
þjóö, Frakklandi og Tyrklandi, þann-
ig að þessi sigur var kærkominn.
Lokaleikur íslenska hðsins er gegn
Möltu á morgun en Malta kom mjög
á óvart á gamlársdag með því að
sigra Frakka.
Pieter Huistra til Japans
Hollenski knattspymumaðurinn Pieter Huistra hefur veriö seldur frá
Glasgow Rangers í Skotlandi til Sanfrecce Hirosliima í Japan.
Ágætt hjá Sigurði í stönginni
„Gömlu" stangarstökkvararnir láta engan bilbug á sér Ðnna því að Sig-
urður T. Sigurðsson stökk yfir 4,70 metra og Kristján Gissurarson yflr
4,60 á ínnanfélagsmóti FH í frjáisum íþróttum innanhúss á fóstudaginn.
Frestanir vegna veðurs í Skotlandi
Vegna óveðurs var öllum leikjum í skosku knattspymunni í gær frestaö
mema einum. Dundee United og Aberdeen skildu jöfn, 0-0.
Tomislav I vic til Tyrklands
Króatinn Tomislav Ivic, einn þekktasti knattspymuþjálfarí í Evrópu,
var í gær ráðinn til tyrkneska félagsins Fenerbache. Hann starfaði síðast
sem tæknilegur ráögjafi hjá Mónakó.
Ferguson og Backley heiðraðir
Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, var sæmdur
CBE-orðunni, einu af heiöursmerkjum bresku krúnunnar, á nýársdag,
og spjótkastarinn Steve Backley hlaut MBE-orðuna.
Iþróttaskóli fyrir börn
3-6 ára
Næsta námskeið hefst 7. janúar
Nánari upplýsingar í símum
30859, 813245, 33688
Víkingur handknattleiksdeild
Þessir tveir kappar hafa verið iðnir við kolann i markaskoruninni i vetur. Robbie Fowler, til vinstri, skoraði tvö mörk fyrir Liverpool gegn Norwich og Aan Shearer,
til hægri, fagnaði mörkum sínum í þrigang gegn West Ham i gær.
Osigraðir í 11 leikjum
- Alan Shearer gerði þrennu fyrir Blackbum í sigrinum á West Ham í gær
Fjögurra þjóða handknattleiksmótið 1 Svíþjóð:
Sigurður frábær
í sigri á Dönum
- íslendingar lögðu Dani í fyrsta leiknum, 26-24
_____________íþróttir
íþróttamaður ársins:
Romariokjörinn
hjá L’Equipe
Brasilíski knattspymusnilling-
urinn Romario var í gær útnefnd-
ur íþróttamaður ársins 1994 af
franska dagblaðinu L’Equipe.
Hann fékk 235 stig í kjöri blaða-
manna L’Equipe en næstir vom
svissneski hjólreiðamaðurinn
Tony Rominger með 144 stig og
rússneski sundmaðurinn Alex-
ander Popov með 137 stig.
Sigmarbestur
íBorgarfirði
Sigmar Gunnarsson frjáls-
íþróttamaður var kjörinn íþrótta-
maður Borgaríjarðar 1994 af
UMSB. Sigmar hlaut 87 stig en
næstir komu Jóhannes Eiriksson
lyftingamaður með 62 stig og
Henning Henningsson körfu-
knattleiksmaður með 45 stig.
Körfubolti:
Tapísíðasta
leiknumáNM
íslenska stúlknalandsliðið tap-
aði lokaleik sínum, gegn Finnum,
55-76, á Norðurlandamótinu í
Noregi um áramótín. Erla Reyn-
isdóttir var stigahæst í íslenska
liðinu með 23 stig. Finnsku stúlk-
urnar tryggðu sér sigur á mótinu
með þessum úrshtum en ísland
varð í íjórða sæti.
ÞjáKaranám-
skeiðhjá KKÍ
Körfuknattleikssamband ís-
lands heldur grunnstigs þjálfara-
námskeið dagana 6.-8. janúar.
Þaö er ætlað öllúm þjálfurum
yngri flokka og þeim sem hafa
áhuga á að hefja þjálfun. Torfi
Magnússon landsliðsþjálfari hef-
ur yfirumsjón með námskeiðinu
og þátttöku skal tilkynna til skrif-
stofu KKÍ í síma 685949.
Golf:
Elías sigraði
íTaílandi
Elías Magnússon, GK, sigraði á
jólamóti íslenskra kylfinga sem
staddir era á Pattaya í Taílandi.
Elías lék á 72 höggum með forg-
jöf, Einar Einarsson, NK, varö
annar á 75 og Bjöm Kristjánsson,
NK, þriðji á 76 höggum.
Knattspyma:
Evrópuleikir
Snnanhúss
Knattspyrnusamband Evrópu
hefur heimilað Svíum og Norð-
mönnum að leika undanúrslita-
leiki þjóðanna í Evrópukeppni
kvenna innanhúss. Báöar þjóðir
em með knattspyrnuvelli innan-
húss í löglegri stærð og þar sem
undanúrslitin eiga aö fara fram í
febrúar og mars, þegar vellirnir
utanhúss eru ekki tilbúnir, var
þessi heimild gefin.
Tennis:
Svíartöpuðu
fyrir Úkraínu
Svíar féllu í gær út úr Hopman-
bikarkeppninni í tennis, sem nú
stendur yfir í Ástralíu, þegar þeir
töpuðu fyrir Úkraínu og komust
þar með ekki í 8-liða úrslitin.
Hinn gamalkunni Mats Wiland-
er, sem var með á ný eftir tveggja
ára hlé, vann óvæntan sigur á
Andrei Medvedev en það dugði
ekki til. í 8-liða úrshtum mætast
Tékkland og Ástralía, Bandaríkin
og Úkraína, Þýskaland og Aust-
urríki, og loks Spánn og Frakk-
land.