Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995 Sviðsljós Bums berst við flensu George Burns, gamalreyndur grínistl og vindlareykingamaður í Ameríku, ætlar sér aö verða alira karla elstur. Hann er ekki nema 98 ára þessa stundina en verður 99 þann 20. janúar. Þá ætlaði karl sér að skemmta í Las Vegas en hefur orðiö að fresta því vegna flensupestar. Hann er þó staðráðinn í að skemmta gestum spilavítisborgarinnar á 100 ára afmælinu árið 1996. Ungfru Frakkland 1995 var valin i Paris á dögunum. Fyrir valinu varð Melody Vilbert sem er til vinstri á mynd- inni. Stúlkan við hliðina á henni er sigurvegarinn frá keppninni 1994. Melody er átján ára gömul og er mennta- skólanemi. Hana langar til að verða blaðamaður. Simamynd Reuter Minnelli með stálmjöðm Söngkonan Liza Minnelli er nýkomin heim af sjúkrahúsi þar sem settur var gerviliður í mjöðmina hægra megin. „Það verða heldur betur lætin þegar ég fer í gegnum málmleitartækin á flugvöilunum," sagði hún í við- tali. „Aðgerðin gekk vel og það er stórkostleg aö finna ekki til í tyrsta sinn í mörg ár. Ég verð meö hækjur i sex vikur en eftir það get ég gert hvað sem er.“ Bissettil Frakklands Holiywood-leikkonan Jacque- line Bisset er í miklu uppáhaldi hjá frönskum kvikmyndaáhuga- mönnum, kannski vegna þess að nafnið hennar er svo franskt. Hvaö um þaö, hún tekur fyrsta flug til Parísar nú eftir hátiöarnar til að leika í nýjustu mynd snill- ingsins Claudes Chabrols, La Cérémonie, eða Athöfninni, á móti tveimur öðrum stórleikkon- um, hinum frönsku Isabelle Huppert og Sandrine Bonnaire. RogerMoore áflótta Leikarinn og hjartaknúsarinn Roger Moore hefur sennilega þurft að rifja upp snerpu og út- sjónarsemi bæði Dýrlingsins og James Bond á dögunum þegar hann neyddist til að flýja heimili sín í London og Frakklandi. Fregnir herma að hann sé um það bil að skilja viö eiginkonuna og því voru heimilin umsetin ljós- myndurum. Kærasta Rogers, Khristina Tholstrup, er í Monte Cario en sjálfur flúði Bond-inn fyrrverandi heim til pabba. Mel Gibson og Jodie Foster eru hér nieð James Garner í vestranum um spilagosann Maverick. Jodie Foster elskar Mel Gibson út af lífinu Jodie Foster hefur löngum verið talin gáfaðasta leikkonan vestur í Hollywood, með próf frá finum há- skóla og allt það, hlutverk í mörgum gáfulegum myndum. Henni fmnst þó gaman að fíflaskap, eins og okkur öllum hinum. Hún lýsti þvi yfir í við- tah við stórblaðið Washington Post þegar hún var að tala vel um sam- leikara sinn úr vestranum Maverick, hjartaknúsarann Mel Gibson. Jodie sagði að Maverick hefði veriö skemmtilegasta myndin að leika í, allt Mel Gibson að þakka. „Mel er fyndinn á einstaklega heimskulegan hátt. Hann segir leiö- inlega brandara, setur pappírs- klemmur í jakkann manns og gerir virkilega heimskulega hluti,“ sagöi Jodie í viðtalinu. Og áfram heldur fegurðardísin að dásama Mel: „Hann er svo margt sem ég er ekki. Hann gerir til dæmis af- skaplega htla rehu út af hlutunum. í fyrsta skipti sem ég hitti hann gekk ég inn í herbergið og sagði: ég elska þennan náunga! En þannig er því sjálfsagt farið um fullt af fólki sem hittir hann,“ sagði Jodie Foster um Mel Gibson. Greinheg hrifning þar. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað meira hafi orðið úr þessu eða hvort hrifningin var gagnkvæm. Annað er þó ótrúlegt. Jodie Foster er jú bæði gáfuð og faheg. ^ Sýnið lifrina úr David Crosby á Hard Rock Café Donald Trump villekki selja hótelið Bandarískur blaðamaöur, Phil Rosenthal að nafni, sem starfar við Los Angeles Daily News, kom meö skemmtilega uppástungu um daginn um hvað gera skyldi viö gömlu lifr- ina úr popparanum David Crosby, þessum úr Crosby, Stills og Nash. Crosby gekkst undir lifrarskiptaað- gerð fyrir skömmu þar sem sú gamla var handónýt eftir áratugalanga of- drykkju og dópneyslu eigandans. „Lifrin í Crosby er minnisvarði um hversu heimskuleg ofneysla vímu- efna er,“ sagði Rosenthal og lagði til að líffærið yrði sent vitt og breitt um landið og það notað tfl fræðslu um skaðsemi vímuefna. „Þeir ættu að senda ónýtu lifrina th skóla og samtaka, eða kannski koma henni fyrir í einhverju Hard Rock Café,“ sagði Phh Rosenthal. David Crosby stórpoppari var enn ekki búinn að skemma i sér lifrina þegar þessi mynd var tekin við brúð- kaupið fyrir nokkrum árum. Heldur hljótt heítir verið um ameríska fasteignagrósserann Donald Trump upp á síðkastið, engir skandalar, ekki neitt. Nú er hann hins vegar aftur kominn í fréttimar, aö þessu sinni vegna glæsihótelsins Plaza í New York þar sem það getur borgað sig að láta sjá sig í hádegisverði. Það er nefnilega svo að annar auöjöfur, sennhega heldur betur stæður en Donald, ku hafa sýnt hótehnu áhuga, sjálfur soldáninn afBrúnei, smáríki austur I Asíu. Donald á 51 prósent hlutabréfa í gistihúsinu glæsilega og á fjör- legum fundi með fréttamönnum nýlega sagði hann hátt og snjaht að hann ætlaði sko hreint ekki að selja. Starfsfólk hans virðist sammála því ekki færri en eitt hundrað þemur, kokkar og við- haldsmenn fóm i kröfugöngu um ganga hótelsins og inn á blaða- mannafundinn með spjöld á lofti þar sem stóð meðal annars: Við viljum Trump, og: Sendiö soldán- inn aftur til Brúnei. Það fylgir hins vegar sögunni aö eigendur 49 prósentanna sem Donald á ekki, mislitur flokkur bankastofnana, haldi ekki jafn fast í sinn hlut. Donald þarf því kannski aö eiga við soldáninn, þótt síðar verði. Donald Trump er elskaöur og dáður af starfsfólki sínu. Grelnl- lega lika af eiginkonunni, Mörlu Maples.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.