Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1995, Síða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 3. JANÚAR 1995
Afmæli
Sveinn Torfi Sveinsson
Sveinn Torfi Sveinsson verkfræö-
ingur, Hraungörðum, Garðabæ,
varð sjötugur í gær.
Starfsferill
Sveinn fæddist á Hvítárbakka í
Andakílshreppi í Borgarfirði en ólst
upp í Reykjavík. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MR1944, fyrri hluta-
verkfræöiprófi frá HÍ og seinni
hluta-verkfræðiprófi frá Danmarks
Tekniske Höjskole 1949.
Sveinn var verkfræðingur við
Hitaveitu Reykjavíkur 1949, deildar-
verkfræðingur þar 1950-61 en hefur
starfrækt eigin verkfræðistofu frá
1961.
Sveinn sat í ritnefnd Ökuþórs,
tímarits FÍB1950-52, var formaður
FÍB1952-56, í byggingarnefnd
Garðabæjar og formaður hennar í
nokkur ár, í almannavarnanefnd
Hafnarfjarðarumdæmis frá 1971 og
formaður þar frá 1986, í stjórn Hag-
tryggingar hf. frá 1965-86 og í lands-
þjónustunefnd AA-samtakanna frá
1994.
Fjölskylda
Sveinn kvæntist 4.7.1953 Elísa-
betu Hinriksdóttur, f. 8.4.1925, hús-
móður. Hún er dóttir Henriks
Schumanns Wagles, vélgæslu-
manns af norskum ættum er varð
íslenskur ríkisborgari, og Önnu
Árnadóttur húsmóður.
Dætur Sveins og Elísabetar eru
Vilborg Elín Torfadóttir, f. 23.10.
1954, húsmóðir í Garðabæ, gift Ein-
ari J. Benediktssyni vélgæslu-
manni; Ingibjörg Ásdís Torfadóttir,
f. 22.5.1959, húsmóðir i Kaupmanna-
höfn, gift Jóni I. Ragnarssyni hús-
gagnasmið.
Dóttir Sveins og Þórunnar Árna-
dóttur ljósmóður er Ingibjörg Erna
Sveinsdóttir, f. 16.7.1962, húsmóðir,
gift Helga Ó. Ólafssyni líffræðingi.
Systir Sveins er Sigrún Ásdís
Sveinsdóttir, f. 15.1.1935, búsett í
Sviss, var gift Virko Mir, hagfræð-
ingi í Ljubljara í Slóveníu en þau
skildu og er sonur þeirra Jón Alex-
ander Mir, f. 16.9.1962, rafmagns-
verkfræðingur, kvæntur Önnu
Nusa Mir.
Foreldrar Sveins voru Gústaf
Adolf Sveinsson, f. 7.1.1898, d. 5.1.
1971, hrl. í Reykjavík, og k.h., Olga
Dagmar Sveinsson, f. Jónsdóttir, f.
15.8.1898, d. 27.8.1981, húsmóöir.
Ætt
Gústaf Adolf var bróðir dr. Einars
Ólafs Sveinssonar, fööur Sveins,
leikskálds og leikstjóra. Gústaf
Adolf var sonur Sveins, b. í Suður-
Hvammi í Mýrdal, bróður Guðrún-
ar, móður Orms, rafveitustjóra í
Borgarnesi og Ólafs, fóður Örms,
formanns Kvæðamannafélagsins
Iðunnar, fóður Ólafs rithöfundar.
Guðrún var einnig móðir Eiríks og
Jóns er stofnuðu fyrirtækið Bræð-
urnir Ormsson en Jón var faðir
Jóns Aðalsteins, fyrrv. forstöðu-
manns Orðabókar HÍ, föður Jóns
Viðars leiklistargagnrýnanda.
Sveinn var sonur Ólafs, b. í Eystri-
Lyngum, Sveinssonar, bróður Ingi-
mundar, afa Jóhannesar Kjarvals.
Móðir Sveins var Guðrún Bjarna-
dóttir, b. í Efri-Ey, Runólfssonar og
Ingibjargar Nikulásdóttur.
Móðir Gústafs Adolfs var Vilborg
Einarsdóttir, oddvita í Efri-Ey, Ein-
arssonar og Rannveigar Magnús-
dóttur.
Olga var dóttir Jóns, sölustjóra í
Efnagerð Reykjavíkur, Gíslasonar,
b. á Lambanes-Reykjum í Fljótum,
Árnasonar, b. á Brekku í Vallhólma,
Gíslasonar. Móðir Gísla var Guð-
björg, systir Margrétar, ömmu Ein-
ars, alþm. á Hraunum í Fljótum,
föður Páls borgarstjóra, fóður verk-
fræðinganna Einars borgarverk-
fræðings og Ólafs, fóður Unnar veð-
urfræðings. Guðbjörg var dóttir
Gísla, prests í Stærra-Árskógi, Jóns-
Sveinn Torfi Sveinsson.
sonar, biskups Teitssonar.
Móðir Olgu var Ásdís Jónsdóttir,
sjómanns frá Miðdalshúsum, Hall-
dórssonar, og Guðrúnar Nikulás-
dóttur, b. í Hraunkoti í Grímsnesi,
Þórðarsona. Móðir Guðrúnar var
Ingunn Erlendsdóttir.
Skjalaskápar
skipuleg skjalavistun
:shannon:
:datastor:
idatastor:
skjalaskáp
Nýr litur
Sem áður er hægt að fá skáp-
ana með föstum hillum, hillu-
stoðum, útdregnum hillum,
upphengjum, bæði föstum og
útdregnum fyrir skjalapoka, út-
dregnum spjaldskrám, hillum
og vinnuborði, útdregnu til að
leggja á þá hluti sem unnið er
með hverju sinni.
HAGSTÆTT VERÐ. LEITIÐ UPPLÝSINGA.
ölilfua 0ISIA50N 4 CO. Hf.
Sundaborg 3 - sími 684800
Útboð
Vesturlandsvegur í Reykjavík.
Mislæg gatnamót við Höfðabakka
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík og
vegamálastjóri óska eftir tilboðum í gerð
mislægra gatnamóta á mótum Vesturlands-
vegar og Höfðabakka. Um er að ræða gerð
brúar auk aðliggjandi vega og vegtenginga.
Helstu magntölur brúarhluta; Mótafletir
6.000 m2, steypustyrktarjárn 320 tonn,
spennistál 19 tonn, steinsteypa 2.100 m3
og stálsmíði 9 tonn.
Helstu magntölur vegarhluta: Skering í laus
jarðlög 74.000 m3, skering í berg 1.500
m3, fylling og neðra burðarlag 115.000 m3,
púkk 35.000 m3, malbik 108.000 m2 og
kantsteinar 3.200 m.
Verki skal lokið að hluta 4. september 1995
en að öllu leyti eigi síðar en 15. október
1995.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð-
inni, Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjald-
kera), frá og með 9. janúar nk.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl.
14.00 þann 30. janúar 1995.
J
Þorbjörg Gunnlaug
Halldórsdóttir
Þorbjörg Gunnlaug Halldórs-
dóttir húsfreyja, Bakkavegi 1, Þórs-
höfn, er áttatíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Þorbjörg fæddist á Svalbarðsseli
í Þistilíirði og ólst þar upp fyrstu
ellefu árin. Hún var síðan að Flögu
í eitt ár og þar næst að Víðihóli á
Fjöllum á þriðja ár en fór þá aftur
í Þistilflörðinn.
Þorbjörg gekk í barnaskóla í fjóra
mánuöi á þremur árum. Hún festi
kaup á saumavél er hún var sautj-
án ára og saumaði mikið fyrir aðra.
Þá vann hún öll almenn sveitastörf
innanhúss og utan. Hún hóf búskap
ásamt manni sínum á Fjallalækjar-
seli í Þistilfirði árið 1930, en árið
1937 fluttu þau í Fagranes á Langa-
nesi. Þar voru þau aðeins í tvö ár,
en fluttu þá í Hlíð á Langanesi.
Árið 1949 keyptu þau jörðina Ártún
þar sem þau bjuggu í tuttugu og
fimm ár. Þorbjörg flutti síðan með
syni sínum að Hallgilsstöðum þar
sem þau bjuggu til 1984. Þá fluttu
þau til Þórshafnar þar sem Þor-
björg hefur átt heima síðan.
Fjölskylda
Þorbjörg giftist þann 12.7.1930
Birni Jónssyni, f. 14.5.1893, d. 19.9.
1978, bónda. Foreldrar hans voru
Jón Bjarnason, b. á Fjallalækjars-
eli, og k.h. Abigael Guðmundsdótt-
irhúsfreyja.
Börn Þorbjargar og Björns eru
Þórarinn Sigurður, f. 1.3.1932,
bóndi og síðan starfsmaöur við
frystihúsiö á Þórshöfn, og Sigur-
veig Halldóra, f. 3.10.1933, húsmóð-
ir á Akureyri. Auk þess áttu þau
Þorbjörg og Björn tvo fóstursyni.
Þeir eru Þorgrímur Kjartansson,
búsettur í Keflavík, og Óli Jóhann-
es Jónsson, verkamaður á Þórs-
höfn.
Þorbjörg átti fjögur alsystkini.
Systkini hennar: Kristján Hall-
dórsson, húsasmiður á Akureyri,
sem nú er látinn; Sigvaldi Halldórs-
son, söðlasmiður á Raufarhöfn;
Sæmundur Halldórsson, smiður og
múrari á Raufarhöfn, sem nú er
látinn; og Ingibjörg Halldórsdóttir,
húsmóðir á Þórshöfn.
Foreldrar Þorbjargar voru Hall-
dór Kristjánsson, f. 19.3.1878, d.
24.12.1967, bóndi á Svalbarðsseli
og k.h., Sigurveig Sigvaldadóttir, f.
23.6.1874, d. 4.2.1953, húsfreyja frá
Hafrafellstungu í Öxarfirði.
Ætt
Foreldrar Halldórs voru Kristján,
b. í Kollavík og víðar í Þistilfiröi,
Jóhannesson og k.h. Sigríður Jón-
asdóttir húsmóðir.
Foreldrar Sigurveigar voru Sig-
valdi Eiríksson og Ingibjörg Jóns-
dóttir sem bjuggu allan sinn bú-
skap í Hafrafellstungu. Eiríkur var
frá Hafrafellstungu, Sigvaldason,
Sigvaldasonar, b. þar, Eiríkssonar,
b. á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð og
á Hauksstöðum á Jökuldal, Styr-
bjarnarsonar. Kona Eiríks var Her-
borg frá Grímsstöðum á Fjöllum,
Sigurðardóttir, b. þar, Jónssonar.
85 ára 70ára 40 ára
Kristján Ágúst Lárusson, Sefjavegi 29, Reykjavík. Róbert Róbertsson, Brún, Bískupstungnahreppí. Sigrún Sigfúsdóttir, Aftanhæð 3, Garöabæ. Friðbj örg Dröfn Magnúsdóttir, Norðurbraut 13, Hvammstanga.
80 ára 60ára Jón Erling Einarsson, Bakkabraut 6, Mýrdalshreppi.
Kristín Jónsdóttir, Draflastöðum, Hálshreppi. Jakob Sigvaldi Sigurðsson, Kirkjubraut 1, Njarðvík. Riraasíðu 11, Akureyri. Oddur Helgi Jónsson, Nlálsgerði6,Hvoli. Anna Svala Johnsen,
75 ára 50ára Þóra BimaBjörnsdóttir, _ Hliðarhvammi 4, Kópavogi.
Sigurður Sigurðsson, Aðalstræti 97, Vesturbyggð. Guðmundur Axelsson, Valdarási syöri, Þorkelshóls- hreppi. Þor Benediktsson, Kambaseli 69, Reykjavík. Aðalsteinn Unnar Jónsson, Silungakvisl 21, Reykjavik. Sigríður Sigurðardóttir, Ásbúð 17, Garðabæ. Eyrún Helgadóttir, Bakkaseli 14, Reykjavík. Sesselja Sigurðardóttir, Hlaðavöllum 12, Selfossi. Steindór Ólafur Kárason, Byggðavegi 96, Akureyri. Bryndis Þorgeirsdóttir, Hjallavegi 17, Reykjavík.