Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995
Fréttir
Selur bæjarstjómin meirihluta sinn í Útgerðarfélagi Akureyringa?
Baráttan um gullmolann
Nýjasti togari Útgerðarfélags Akureyringa, Svalbakur EA 302, kemur tii heimahafnar á nýliðnu ári. DV-mynd GK
Meirihlutamenn í bæjarstjórn Ak-
ureyrar standa þessa dagana frammi
fyrir því að þurfa að taka sína
stærstu og afdrifararíkustu ákvörð-
un síðan þeir komust til valda á
miðju síðasta ári. Til umræðu er að
bærinn afsali sér meirihlutaeign
sinni í Útgerðarfélagi Akureyringa
hf. sem myndi færa bæjarsjóði geysi-
miklar tekjur á erfiðum tímum at-
vinnuleysis og samdráttar í atvinnu-
lífinu en eignarhlutur bæjarins í ÚA
er metinn á um milljarð króna. Það
sem hins vegar vefst fyrir bæjar-
stjómarmönnum er hvort sala á
meirihluta bæjarins í fyrirtækinu
þjóni betur hagsmunum Akur-
eyringa en óbreytt ástand.
Kaupfélag Eyfiröinga óskaði eftir
viðræðum við bæjaryfirvöld um
kaup á a.m.k. 43% af eignarhluta
bæjarins í fyrirtækinu. KEA á fyrir
8% hlutafjár í ÚA og myndi því verða
meirihlutaeigandi tækjust samning-
ar við Akureyrarbæ.
í tilboði KEA er einnig innifalið að
verði af kaupunum flytji íslenskar
sjávarafurðir hf. nær alla starfsemi
sína til Akureyrar en þar mun um
að ræða 60-70 hálaunastörf. KEA
hefur stuðning framleiðenda innan
íslenskra sjávarafurða í þessu máli
og þetta atriði eitt og sér er talið geta
skipt gífurlegu máli. Reyndar varð
hugsaniegur flutningur höfuðstöðva
ÍS til Akureyrar, og sú hugmynd að
ÚA beindi viöskiptum sínum þangað,
kveikjan að þessu máli öllu.
Samherji vill viðræður
Síðar kom beiðni frá Samherja hf.
um viðræður við bæjarstjóm um
hugsanleg kaup fyrirtækisins á
meirihluta bæjarins í ÚA. Þótt Sam-
herji sé ekki gamalt fyrirtæki er það
meðal þeirra stærstu og öflugustu í
útgerð hér á landi, vel rekið og stönd-
ugt, og forsvarsmenn þess segjast
ekki sjá neina erfiðleika við að fjár-
magna kaupin á hlutabréfum bæjar-
ins. Þeir leggja líka áherslu á að fyr-
irtækið veröi áfram í meirihlutaeigu
Akureyringa en raddir em uppi um
að stórfyrirtæki á höfuðborgarsvæð-
inu standi aö baki tilboði KEA. Þessu
hefur Magnús Gauti Gautason kaup-
félagsstjóri þó harðlega neitað.
SH með í baráttunni
Útgerðarfélag Akureyringa hefur
verið stærsti aðilinn í útflutningi
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
um langt árabil. ÚA á um 12% eign-
arhlut í SH sem greiða þarf út fari
ÚA með viðskipti sín yfir til ís-
lenskra sjávarafurða og nemur sú
upphæö hundruðum milljóna króna.
SH-menn hafa átt fund með bæjaryf-
irvöldum og hafa beðið um umþótt-
unartíma - og að fá aö sitja viö sama
borð og aðrir hyggist bærinn selja
hlutabréf sín í ÚA. Þá hafa SH-menn
gefið í skyn að þaö komi fyllilega til
greina að flytja einhvern hluta af
starfsemi SH til Akureyrar eða jafn-
vel starfsemi fyrirtækja sem tengjast
SH og hefur verið rætt um allt að 100
störf í þessu sambandi.
Kjölfestan í
atvinnulífinu
Útgerðarfélag Akureyringa er eitt
öflugasta fyrirtækið, ef ekki það
öflugasta, í íslenskri útgerð og fisk-
vinnslu og því er ekki á móti mælt
að ÚA hefur um langt árabil verið
kjölfestan í atvinnulífi Akureyringa.
Það er oft haft á orði á Akureyri að
öflugur og öruggur rekstur ÚA sé
ekki síst til kominn vegna þess að
Fréttaljós:
Gylfi Kristjánsson
um sé að ræða fyrirtæki sem er í
meirihlutaeigu Akureyrarbæjar,
bærinn hafi tryggt starfsemi fyrir-
tækisins á erfiðleikatímum fyrr á
árum þegar gjaldþrot hafi blasað við
og hagsmunir bæjarbúa, og um leið
starfsmanna ÚA, hafi ávallt verið
hafðir í öndvegi.
Eigiófé 1,8 milljarðar
Utgerðarfélag Akureyringa verður
50 ára á nýbyrjuðu ári. Sem dæmi
um hversu öflugt fyrirtækið er má
nefna að ársvelta þess er um 3 millj-
arðar króna, eignir nema um 4,7
milljörðum og eigið fé um 1,8 millj-
örðum. Fyrirtækið á fiskvinnsluhús
á Akureyri og Grenivik, 7 togara með
veiðiheimildir i íslenskri landhelgi,
auk eins togara til viðbótar, þá á UA
60% hlutafjár í þýska útgerðarfyrir-
tækinu Mecklenburger Hochsee-
fischerei og eignarhlut í mörgum ís-
lenskum fyrirtækjum. Hjá ÚA voru
á síðasta ári unnin um 500 ársverk
og komu að því nærri 700 manns sem
sýnir betur en margt annaö hversu
mikilvægur þáttur starfsemi fyrir-
tækisins er í atvinnulífinu á Akur-
eyri.
Ekki meirihluti fyrir sölu?
Af þessu má sjá að bæjarstjórnar-
menn standa frammi fyrir því að
taka ákvöröun sem skiptir alla Akur-
eyringa geysilega miklu máli. Það er
haft á orði aö framsóknarmenn, sem
eiga 5 af 6 bæjarfulltrúum í bæjar-
stjórn, hafi komið þessu máli af stað
á haustdögum og sitji nú uppi með
að þurfa að taka ákvarðanir sem
muni vefjast fyrir þeim.
Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfull-
trúi krata sem er í meirihlutasam-
starfi með framsóknarmönnum, seg-
ir þaö ekki hafa verið á stefnuskrá
síns flokks til þessa að selja meiri-
hluta bæjarins í ÚA en að sjálfsögðu
beri að skoða alla hluti sem upp komi
í málinu. Vitað er að bæjarfulltrúar
Alþýðubandalags hafa verið andvígir
því að meirihlutabréf bæjarins verði
seld.
Sigurður J. Sigurösson, oddviti
sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, hef-
ur sagt að það sé alls ekki neitt
grundvallaratriði að bærinn eigi
meirihluta í ÚA. Þetta var áður en
tilboð KEA um kaup á bréfunum
kom fram en sennilega er það ekki
óskastaða íhaldsins að KE A-menn og
framsóknarveldiö eignist meirihlut-
ann í ÚA.
Af framansögðu er ljóst að svo
kann að vera að það sé alls ekki
meirihluti fyrir því í bæjarstjórninni
að selja meirihlutabréf Akureyrar-
bæjar í ÚA þegar allt kemur til alls.
Sé svo hafa menn heldur betur misst
tök á atburðarásinni.
Hagsmunum ekki fórnað
Allir þeir Akureyringar sem rætt
er við um þetta mál leggja á það höf-
uðáherslu að hagsmunir ÚA verði
látnir sitja í fyrirrúmi við ákvarð-
anatöku í málinu, enda séu þeir
hagsmunir um leið hagsmunir bæj-
arbúa. Sala hlutabréfanna myndi
færa bæjarsjóði um einn milljarð
króna sem er geysileg upphæð fyrir
ekki stærra sveitarfélag. Það er svip-
uð upphæð og allar skuldir bæjarins
og svipuð upphæð og allur rekstur
Akureyrarbæjar kostar á einu ári. í
dag er staöa bæjarsjóðs Akureyrar
slæm, fjármagnskostnaður er á ann-
að hundraö milljónir á ári og bitnar
á framkvæmdum sem skera hefur
þurft niður undanfarin ár. Þessari
stöðu myndi salan á ÚA gjörbreyta.
Gísli Konráðsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri ÚA um áratuga-
bil, hitti sennilega naglann á höfuðið
og endurspeglaði hug flestra Akur-
eyringa þegar hann sagði í spjalli við
DV um þetta mál: „Þaö sem skiptir
öllu máli eru hagsmunir Útgerðarfé-
lagsins og að meirihlutinn í fyrirtæk-
inu verði áfram á Akureyri. Það er
það sem skiptir öllu máli.“
í dag mælir Dagfari_________________
Milljarður í boði
Það er fjör hjá Akureyringum um
þessar mundir. Hvað þá hjá bæjar-
stjórninni og bæjarstjóranum. Þeir
hafa skyndilega uppgötvað að þeir
eiga gullnámu sem er eftirsótt og
umsetin af helstu peningamönnum
þjóöarinnar. Hver býður best? seg-
ir bæjarstjórinn og glottir við tönn?
Hver vill hlutabréf fyrir milljarð?
Á Akureyri hefur ríkt hálfgert
hörmungarástand. Bærinn hefur
drahbast niður í atvinnuleysi og
uppgjöf og þar hafa menn grátiö
hver framan í annan af sjálfsvor-
kunn og vesaldómi. Helsta nýjung-
in fyrir norðan hefur verið í því
fólgin að efna til námskeiða fyrir
atvinnulausar konur til að kenna
þeim að vera atvinnulausar og efla
sjálfsímyndina þrátt fyrir fátækt-
ina.
Svo gerist það eins og hendi sé
veifað að bæjarstjórnin uppgötvar
að hún á hluthréf í Útgeröarfélagi
Akureyringa sem hægt er að dingla
framan í sægreifana og þeir koma
askvaðandi á handahlaupum til að
bjóða Akureyringum gull og græna
skóga. Ekki bara peninga fyrir
hlutabréfin heldur bjóöa þeir stað-
setningu fyrirtækja sinna fyrir
noröan, atvinnu og umsetningu og
allt í einu eru allir vegir færir.
Sölumiðstöðin vill kaupa, Sam-
bandssjávarafurðir vilja kaupa,
KEA vill kaupa og nú síðast vill
Samheiji kaupa af því hinir vilja
kaupa. Þessa dagana birtist hver
sendinefndin á fætur annarri á bið-
stofu bæjarstjóra með tilboð upp á
vasann. Bæjarstjórinn segist vera
að hugsa sig um. Síðast þegar frétt-
ist eru hlutabréfin alls ekki til sölu
en verða kannske til sölu ef hag-
stætt tilboð berst og hver veit nema
enn sé hægt að skrúfa veröið upp.
og hækka milljarðinn upp í annan
milljarð?
Bæjarbúar bíða með öndina í
hálsinum eftir næsta tilboði. Hluta-
bréfin hækka i verði meö hverri
nýrri sendinefnd. Bæjarstjórinn
segir að hann geti borgað allar
skuldir bæjarins á einu bretti fái
hann milljarð. Bæjarstjórinn segir
aö tryggja megi atvinnu á Akureyri
ef hann selur hlutabréfin.
Já, þetta eru gósentímar fyrir
norðan og nú þarf enginn aö kvíða
framtíðinni og nú verður brátt
óþarfi að halda námskeið fyrir at-
vinnulausar konur á Akureyri.
Þegar hlutabréfin í ÚA verða seld
kemst allt í lag. Þeir eru ríkari en
þeir héldu, Akureyringar.
Nú er bara spurningin hvort rétt
sé að selja. Akureyringar geta
nefnilega líka orðið ríkir á því að
selja ekki. Staðan er nefnilega sú
að ef þeir selja verður Akureyrar-
bær fátækari sem nemur sölunni.
En ef þeir selja ekki geta þeir áfram
verið ríkir og haldið áfram að bjóða
hlutabréfin út til að vita hvað þeir
eru ríkir. Og eftir því sem fleiri
bjóða því ríkari verða Akureyring-
ar.
Best ræri sjálfsagt fyrir Akur-
eyrarbæ að óska eftir tilboðum í
bréfin upp á það að þau verði ekki
seld. Sölumiðstöðin vill margt fyrir
Akureyringa gera ef þeir selja ekki
og KEÁ býður í hlutabréfin í þeirri
von að þau verði ekki seld. Sam-
heiji vill kaupa til að koma í veg
fyrir að aörir kaupi. Hvað vilja
menn borga fyrir að þurfa ekki að
borga? Hvað vilja menn gera fyrir
Akureyringa ef þeir gera það fyrir
þá sem vilja allt fyrir Akureyringa
gera ef þeir gera ekki neitt í því að
selja hlutabréfin?
Sölumiðstöðin vill ekki kaupa en
vill kaupa af því að aðrir vilja
kaupa. íslenskar sjávarafurðir
segjast ekki geta keypt nema hluta-
bréfin séu til sölu og hlutabréfin
eru ekki til sölu ef menn vilja ekki
kaupa fyrir það sem sett er upp.
Og bæjarstjórinn segir að ekkert
verði selt ef ekki er keypt fyrir það
sem menn vilja borga fyrir að ekki
sé selt.
Það eru sem sagt ýmsir mögu-
leikar í stöðunni og óþarfi að rjúka
til með sölu fyrr en vitað er hvort
ekki sé meiri hagnaður af því aö
selja ekki. Þannig geta menn haldið
í milljarðinn en grætt samt sem
áður á milljarðnum með því að
segja að hlutabréf fyrir milljarð séu
til sölu ef þau eru seld en hlutabréf-
in séu ekki til sölu ef menn vilja
gera Akureyrarbæ tilboð fyrir að
selja ekki.
Það er ekki hægt að tapa í þess-
ari stöðu. Nú verða Akureyringar
að halda námskeið í því hvernig
sjálfsímyndin breytist við það að
vera ríkur eftir þvi hvort maður
selur eða selur ekki.
Dagfari