Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá i síma 562 2525. Fyrir hyert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. BLAÐAAFGREIÐSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ASKRIFT - DREIFING: 563 2700 AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-6 LAUQAROAGS- OG MANUOAGSMORGMA Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995. Davíð Oddsson: Ótímabært að talaumaðflýta þingkosningum „Þetta eru nú bara vangaveltur. Þetta hefur ekkert verið rætt þannig aö ég tel ekki efni til aö fjalla um þetta,“ sagði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra um þau ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra að flýta beri þingkosning- um ef deilur á vinnumarkaði harðna og kröfur verða óraunhæfar. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra var inntur álits á þessum um- mælum Jóns Baldvins á Stöð 2 í gærkvöldi og taldi hann koma til greina að flýta kosningum ef stefndi í verkföll til að knýja fram óraunhæf- ar kröfur. Mun heyraí félögum mínum „Ég segi ekkert á þessu stigi máls- ins. Ég hef ekki heyrt nógu mikið í þessum ágætu félögum mínum þann- ig að ég hef ekkert umþetta að segja á þessu stigi málsins. Eg mun heyra í mínum félögum," sagði Davíð Odds- son, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöld um ágreininginn innan flokksins í Hafn- arfirði. Tllefnislaus árás inn á heimili sjötugrar konu 1 Keflavík: Fleygði mér niður og tók mig kverkataki X • •• 1 / • x i i* • v T * 1 ••‘I *| • „Ég ætlaði að fara að sofa og var búin að slökkva ijósin í eldhúsinu. Þá varð mér litið út um gluggann og sá þar bil fyrir utan. Þar stóðu tveir menn og voru að toga hvor i annan. Ég hélt að þeir væru að fara í annað hús en þá sá ég að annar kom gangandi inn innkeyrsluna hjá mér. Hann hringdi dyrabjöll- unni en ég fór fram og spurði hvað hann viidi. „Opnaðu eða þú skalt hafa verra af,“ sagði maðurinn. Þá hringdi ég í vinkonu mína i næsta húsí og spurði hvort hún þekkti manninn á tröppunum hjá mér. Hún þekkti hann ekki svo ég skellti á og hringdi strax í lögregluna, Á um gat. Ég reyndi að komast út, var meö sígarettu í hendinni og stakk henni framan í hann. Þá varð hann alveg vitlaus. En ég komst út. Þar kom vinkona mín að en maðurinn réðst strax á hana,“ sagði Guðrún Ármannsdóttir við DV. Ölvaður Keflvíkingur um þrítugt réðst inn á heimili hennar i Kefla- vík skömmu eftir miðnætti í fyrri- nótt, gjörsamlega að tilefnislausu. Eins og Guðrún segir komst hún út frá manninum. Þar kom fljótlega að vinkona hennar úr næsta húsi. Hún heitir Guðrún Árnadóttir og konu minnar. Þegar ég kom að húsinu stóð hún þar á stéttinni æpandi af hræðslu og maðurinn á eftir henni. Þegar hann sá mig fleygðihann mér niður, lagðist yfir mig og tók mig kverkataki. S því kom ungur piltur til hjálpar og svo lögreglan og náðu að rífa manninn ofan af mér. Ég var auðvitað dauð- skelkuð og fékk sjokk á eftir. Ég er með kúlu á höfðinu og svolítið lemstruð en sem betur fer ekki brotin. Við höfum búið í þessari rólegu götu í 40 ár og aldrei kynnst öðrú eins.“ Maðurinn var handtekinn og gefið skýringar á hátterni sínu sök- um minnisleysis. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Lögreglan biður fólk sem var í hvít- um skutbíl fyrir utan heimili kon- unnar að gefa sig fram því talið er aö árásarmaðurinn hafi komið út úr þeim bíl skömmu áður. Guðrún Ármannsdóttir sagði að maðurinn heföi hringt i sig í gær og beðist afsökunar á framferði sxnu og boðist til að bæta tjónið á útidyrahurðinni. Helsta skýringin, sem maðurinn gat gefiö Guðrúnu, var að hann hefði farið götuvillt. Þær sögðust ekki hafa ákveðið hvort þær ætluðu að kæra mann- inn. meðan sparkaði maðurinn upp hurðina að neðan og skreið þar inn lýsti atburðum svo í samtali rið ÐV: „Ég hljóp yfir að húsi nágranna- færður í fangageymslur. Konumar höfðu aldrei séð hann áður. Við yfirheyrslur í gær gat hann ekki Sjálfstæðismenn lýstu yfir eindregnum stuðmngi við Magnus Gunnarsson, oddvita flokksins i Hafnarfirði, t.v., a flokksfundi síðdegis i gær og var ákveðiö að senda sendinefnd á fund Jóhanns G. Bergþórssonar bæjarfulltrúa til að reyna til þrautar að ná sáttum. Þórarinn Jón Magnússon, formaður fulltrúaráðsins, t.h., gekk á fund Jóhanns og kynnti svo Valgerði Sigurðardóttur bæjarfulltrúa og Magnúsi Gunnarssyni þær niðurstöður fundarins að sættir kæmu ekki til greina og meirihlutinn væri því sprunginn. DV-mynd ÞÖK Nýr meirihluti í sigtinu í Hafnarfiröi: Kratar ræða við Jóhann Fulltrúar Alþýðuflokksins í Hafn- arfirði hittu Jóhann G. Bergþórsson, bæj arfulltrúa Sj álfstæðisflokksins, að máli í gærkvöld til að ræða grund- völl að meirihlutasamstarfi. Ingvar Viktorsson, oddviti Alþýðuflokksins, segir að góður andi hafi verið í við- ræðunum og formlegar viðræður séu nú hafnar. Nýr samningafundur verður haldinn í dag. Samkvæmt heimildum DV er ekki farið að ræða hver verður nýr bæjarstjóri í Hafn- arfirði. „Það er ekkert fariö að semja um hvort Jóhann G. Bergþórsson getur fengið stöðu bæjarverkfræðings og starfað sem bæjarfulltrúi. Mikilvæg- ast er að myndaður sé starfhæfur meirihluti sem fær hjól atvinnulífs og mannlíf í gang á nýjan leik í Hafn- arfirði. Ég tek ekki afstöðu til þess hvort Jóhann getur samtímis veriö bæjarfulltrúi og bæjaryerkfræðing- ur,“ segir Guðmundur Ámi Stefáns- son, fyrrum bæjarstjóri í Hafnar- Ðrði. „Báðir aðilar voru óánægðir með fjárhagsáætlunina áður en hún lá fyrir. Eftir er að kanna hvernig sjón- armið fara saman. Höfuðmarkmiðið er að spara meira í rekstri til að geta framkvæmt meira í bænurn," segir Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi. „Aðeins kraftaverk getur bjargað meirihlutanum því að Jóhann mun ekki bakka neitt með sínar kröfur. Ég er enn í meirihlutasamstarfi. Það er bæjarstjórnarfundur á þriðjudag- inn. Það er næsta skref í málinu," segir Magnús Gunnarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Ég tek afstöðu með núverandi meirihluta og tel því miður nánast útilokað að ná sáttum við Jóhann G. Bergþórsson," segir Ellert Borgar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. - sjá einnig bls. 6 LOKI Já, mikið væri pólitíkin daufari án allra þessara Hafnarfjarðarbrandara! Veðrið á morgun: Frost um allt land Á morgun verður norðvestan stinningskaldi og éljagangur á norðaustanveröu landlnu en mun hægari norðlæg eða breytileg átt vestaxxlands. Víðast hvar á sunnan- og vestanverðu landinu verður léttskýjað. Gert er ráð fyrir tals- verðu frosti. Veðrið 1 dag er á bls. 44 1 1 CEE33Í3B I Brook I jQompton g RAFMÓTORAR PouXsett Suóurlandsbraut 10. S. 686490. N G____A • T ' alltaf á MiðvikudögTiin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.