Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Fréttir Rætt um 8 prósenta kaup- hækkun á tveimur árum - ekki eining innan verkalýðshreyfingarinnar um málið Þær óformlegu viðræður milli for- ystumanna Alþýöusambandsins og Vinnuveitendasambandsins, sem DV hefur áður greint frá, eru komnar nokkuö á veg. Samkvæmt heimild- um DV er verið að ræða um kjara- samning til tveggja ára og samtals 8 prósenta launahækkun. A þessu ári kæmi 5 prósenta kauphækkun og 3 prósenta á næsta ári. Þá er og rætt um sérstakar bætur til handa þeim Tjónið hjá Ingólfi nemur 10-15 milljónum Talið er að Björgunarsveitin Ingólf- ur í Reykjavík hafi orðið fyrir 10-15 milljóna króna tjóni þegar eldur kom upp í húsakynnum sjóflokks sveitar- innar við Grandagarð aðfaranótt laugardagsins. Nánast allur búnaður sjóflokksins eyðilagðist í eldinum. Eldsupptök eru ekki fullkönnuð en talið að þau hafi verið í rafhlöðum í flotgöllum sem nýlega höfðu verið í notkun þegar eldurinn kom upp. Gallarnir voru því enn blautir. Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri SVFÍ, sagði í samtali við DV aö tjón Ingólfs væri verulegt en allur búnaðurinn hefði verið tryggður. Þarna eyðilögöust 16 flot- gallar, köfunarbúnaður og ýmsir persónulegir munir í eigu björgunar- sveitarmanna. Um dýran búnað er að ræða. T.d. kostar hver galli um 80 þúsund krónur. Steingrímur Njálsson: Handtekinnvegna grunsumnýtt kynferðisafbrot Steingrímur Njálsson var hneppt- ur í varðhald um helgina vegna gruns um kynferðisafbrot gagnvart 27 ára karlmanni sem mun vera ör- yrki, samkvæmt heimildum DV. Voru þeir saman í íbúð Steingríms en þangaö er hann talinn hafa tælt til sín manninn. Samkvæmt heimild- um DV tilkynnti móðir öryrkjans um atburðinn. RLR fer með rannsókn málsins en vildi ekki gefa neinar upplýsingar í gærkvöldi. Sundlaug Akureyrar: Klæðlitlir næturgestir Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii Lögreglan á Akureyri handtók sex næturgesti við sundlaugina á Akur- eyri í fyrrinótt en fólkið, sem var af báðum kynjum, hafði klifrað yfir girðingu og skellt sér í heita potta á sundlaugarsvæðinu. Að sögn lögreglu var fólkið mislítið klætt í pottunum, sumir á Evu- og Admasklæðunum einum saman, aðrir lítt klæddir. Fólkið var flutt á lögreglu- stööina og fær væntanlega aö greiða kostnaö vegna hreinsunar á pottunum. sem eru á allra lægstu töxtum. Varð- andi það sem að ríkisvaldinu snýr er í umræðunni að fá fram skatta- lækkun og krafa er um afnám láns- kjaravísitölunnar auk aðstoðar viö skuldugustu heimilin í formi ein- hvers konar skuldbreytingar. „Ég hef aöeins heyrt af þessum við- ræðum en veit aö öðru leyti ekkert um þær. Þær breyta heldur engu fyr- ir okkur. Við munum halda okkar striki," sagði Guðmundur J. Guð- múndsson, formaður Dagsbrúnar, sem er í Flóabandalaginu svokallaða meö Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur. Samkvæmt heimildum DV er ekki eining innan verkalýðshreyfingar- innar um það sem forystumenn ASÍ eru að gera. Óttast sumir forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar að til klofnings geti komið innan hreyf- ingarinnar í samningunum. Þá er því líka haldið fram að Alþýðusamband- iö muni gera að engu sérkjarasamn- inga þá sem verkalýðsfélögin sum hver hafa lagt mikla áherslu á að fá fram að þessu sinni. Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, sagði í samtali við DV í gær að hann teldi mjög miklu skipta að samningar gætu tekist sem allra fyrst. Hann sagði VSÍ óska eftir tveggja ára samningi. Hann sagði skilning á því hjá vinnuveitendum að tekið yrði á sérkjarasamningamálunum og fyrir utan almenna launahækkun vildu menn leita leiöa til að bæta hag þeirra sem eru á lægstu töxtunum eða eru verst settir. Stuttar fréttir MenningíReykjavík Nefnd á vegum ReyKjavikur- borgar og ríkisins undirbýr nú umsókn til ESB um aö Reykjavík verði menningarborg Evrópu ár- ið 2000. ísienskir karlarbestir íslenskir karlar geta vænst þess að veröa eldri en aörir karlmenn oða tæplega 77 ára. Næstbestu lífslíkur hafa japanskir karlar en þeir geta vænst þess að verða 76 ára. Islenskar konur eru í fjórða til fimmta sæti hvað varöar ævi- lengd. RÚV greindi frá þessu. Ólafur Ragnarefstur Ólafur Ragnar Grímsson fékk flestar tilnefningar í skoðana- könnun Alþýðubandalagsins á Reykjanesi um skipan framboös- lista flokksins. Alls tóku 376 þátt í könnuninni og fékk Ólafur Ragnar 80% tilnefninga. Sigriður Jóhannesdóttir fékk 55% tilnefn- inga og hafnaði í öðru sætinu. Hagræðing og spamaður Formaður stjómar sjúkrahúss- ins á Hvammstanga telur aö hægt sé að ná fram spamaði og hag- ræðingu meö þvi að sameina rekstur sjúkrahússins og heilsu- gæslunnar á staönum. Sjónvarp- iö greindi frá þessu. ÓvissaumPál Ekki er gefið að Páll Pétursson alþingismaður sætti sig við aö ’ hafna i ööm sætinu í prófkjöri Framsóknarflokksins á Noröur- landi vestra. Prófkjörið veröur um næstu helgi. Sjónvarpið greindi frá þessu. Tveirhryggbrotnir Bill valt á fóstudagskvöld á móts viö bæinn Garðsvik á Sval- barðsströnd. Fjórir vom fluttir á slysadeild, tveir taldir hrygg- brotnir, einn axlarbrotinn en einn minna meiddur. Færri umferðaróhöpp Bílum í bótaskyldum tjónum fækkaöi á síðasta ári miöað við árið á undan. Kostnaður trygg- ingafélaganna vegna bóta lækk- aði um 100 mOljónir. Mbl. greindi frá þessu. Ekiðáhross Ekið var á hross á Svalbarðs- strönd á laugardagsmorgun. Hrossið drapst samstundis og bíllinn er rnikið skemmdur. -kaa Slökkviliðsmenn i brunarústunum hjá björgunarsveitinni Ingólfi. DV-mynd S Ólga innan Alþýðubandalagsins í Reykjavík: Hópur sósíalista íhugar sérframboð - helmingslíkur, segir Einar Valur Ingimundarson Hópur alþýðubandalagsmanna í eykjavík íhugar aö efna til sérfram- oös í komandi alþingiskosningum. (ugmyndin á sér einkum hljóm- runn innan Sósíalistafélagsins sem aðild að Alþýðubandalaginu. Að sögn Einars Vals Ingimundar- Dnar, formanns félagsins, hefur enn ngin ákvörðun verið tekin um sér- •amboð en aðspurður segir hann elmingslíkur á því eins og mál tandi í dag. Endanlegrar ákvörðun- r sé ekki að vænta fyrr en fyrir liggi vernig framboöslisti flokksins verð- r. Einar Valur segir hugmyndina m sérframboð hafa vaknað í kjölfar þess að ákveðið var að hætta við prófkjör og stilla þess í staö upp framboðslista. Einar Valur segir að við uppstill- inguna hafi ekki verið rætt við neina félagsmenn í Sósíalistafélaginu og veki það furðu. Máliö verður tekiö til umræðu á félagsfundi í kvöld og er líklegt aö þá verði ákveðið að fé- lagiö hætti öllum afskiptum af fram- boðslista Alþýðubandalagsins. Innan Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík er einnig nokkur óánægja með þá aðferð að stilla upp lista. Hópur félagsmanna, með þær Auði Sveinsdóttur, Stefaníu Traustadótt- ur og Álfheiði Ingadóttur í broddi fylkingar, hefur ákveðiö að taka ekki þátt i kosningaundirbúningi flokks- ins í mótmælaskyni við það aö hætt var við prófkjör. í samtali við DV í gærkvöldi vildi Auður hvorki játa né neita þeim möguleika að ganga til hðs við sérframboð ef af því verður. Svavar Gestsson vildi í gær ekkert tjá sig um ólguna innan flokksins. Aðspurður sagöist hann fullviss um að yfirgnæfandi meirihluti flokks- manna yrði ánægður með framboðs- lista flokksins. Frá listanum yrði gengið á næstunni. -kaa Dagrún dregin vélarvana til hafnar Togarinn Dagrún frá Bolungarvík varð vélarvana á laugardagskvöldið skammt út af Vestfjörðum, á Hala- miöum. Sveifarás brotnaði og við það hrundi vélin. Annar togari í eigu Ósvarar, Heiðrún, kom Dagrúnu til hjálpar og tók skipiö í tog til Bolung- arvíkur. Innan stjórnar Ósvarar hefur veriö rætt um að gera endurbætur á Dag- rúnu og breyta henni í frystiskip. Að sögn Björgvins Bjamasonar út- gerðarstjóra mun óhappiö um helg- ina að öllum líkindum flýta þeim áformum. Hugmyndin sé aö lengja skipið um 10 metra og setja í það afl- meiri vél. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.