Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 15 Jöf nuðurog forstjórafrekja AUir forystumenn stjórnmála- flokka gátu þess í áramótatilsvör- um og ræðum að það þyrfti að jafna lífskjörin. Rétta hlut þeirra lægst launuðu. Eða að minnsta kosti sporna gegn því að „þeir sem betur mega sín fleyti ijómann af efna- hagsbatanum á kostnað hinna" (forsætisráðherra). Allir telja sem sagt þörf á því að sýna lit í þessum efnum enda kosn- ingaár að byrja. Hitt skal ósagt lát- ið hve sterkur þessi litur er, hver þungi fylgir orðum. Því við vitum vel að um leið og hafðar eru uppi frómar óskir um að jafna kjör þegna þá eru bornar fram miidu hærri kröfur um sem allra mest „frelsi og sveigjanleika" á vinnu- markaði sem og í öllum viöskipt- um. Hitt vilja svo færri tala um, að því frjálsari og sveigjanlegri sem vinnumarkaðurinn er, þeim mun meiri verður kjaramunurinn, þeim mun stærri munur á ríkum og fá- tækum - svo að notuö séu orð sem löngu eru orðin ófin og ókurteisleg í settlegri og hagfróðri umræðu. Græögin blómstrar Því sveigjanleikinn á vinnu- markaðinum - hér sem annars staðar - er ekki síst í því fólginn að eyðilegga kjarasamninga, gera annanhvern mann að réttlitlum verktaka í hlutastarfi og láta þá sem verst eru settir bjóða niður kaupið hvem fyrir öðrum. Um leið og þeir sem eiga og stjórna fyrir- tækjum taka sér frelsi til sjálfdæm- is í tekjum og fríöindum. Hér er átt viö það sem bresk blöð kalla venjulega forstjóragræðgi og kemur fram í því að þeir sem veru- leg mannaforráð hafa þjóta upp í tekjum - og skiptir þá ekki miklu hvort fyrirtæki dafna undir þeirra stjórn eða ekki. Nýlegt dæmi er af bresku einka- væddu fyrirtæki, British Gas. Þar gerðist tvennt í senn: laun aðalfor- stjórans voru hækkuð um 75% í KjaHarinn Árni Bergmann rithöfundur einum rykk (úr 270 þúsund pund- um á ári í 475 þúsund). Um leið var 2600 starfsmönnum, sem hafa aö meðaltali 13 þúsund punda tekjur á ári, sagt aö þeir væru ofborgaðir miðað við markaðsverð á vinnu- afli. Þyrftu þeir því að sætta sig við um 16% launalækkun og styttingu orlofs að auki. Tvíbent frelsi Þetta er sjálfsagt dæmi um fágæt- lega freka og heimskulega for- stjóragræðgi en eitthvað svipað er að gerast úti um allar trissur. Markaðsfrelsið hefur hendur tvær: það bitnar harkalega á þeim sem minnst mega sín en er þægilegt og arðbært tæki fyrir þá sem ráða eignum og atvinnu. Þeir eru í vernduðu óopinberu bræðralagi, sitja í stjórnarnefndum hver hjá öðrum og meta hver annan upp á við til launa, fríðinda og gulli bú- inna starfsloka. Hér á íslandi eiga menn langt í land til þeirra firna sem eiga sér stað t.a.m. í Bretlandi íhaldsflokks- ins. En samt hneigist þróunin hér í sömu átt og þar - og þar með að vaxandi mun milli þeirra sem eiga landið og miðin og þeirra sem fátt eiga. Það er ekki nema von að stjórnmálamenn hafi af þeirri þró- un nokkrar áhyggjur - eins þótt þeir standi hægra megin í tilver- unni. Vegna þess að slík þróun sendir allt tal um þjóðarsátt í efna- hagsmálum langt út i bláinn, hún vísar fyrr eða síðar á harðnandi átök, jafnvel sprengingu einhvers konar. Hitt hugsa færri um: að því ræki- legar sem menn laga sig að leik- reglum hins „frjálsa og sveigjan- lega“ vinnumarkaðar, eins og þær eru notaðar allt í kringum okkur, þeim mun færri pólitísk ráð hafa stjórnmálamenn hérlendir skilið sjálfum sér eftir til að sporna við afleiðingum þeirra. Árni Bergmann Þeir bresku laga sig að leikregtum hins „frjálsa og sveigjanlega" vinnumarkaðar. „Hitt vilja svo færri tala um, aö því frjálsari og sveigjanlegri sem vinnu- markaðurinn er þeim mun meiri verö- ur kjaramunurinn, þeim mun stærri munur á ríkum og fátækum... “ Dreif býlisrugl í þéttbýlinu ísland er eina landið í Evrópu sem gerir upp á milli eigenda og leigjenda í húsnæðisstefnu sinni. Þetta er ein helsta ástæða þeirra erfiðleika sem mæta fólki við öflun og kostnað húsnæðis. ísland er lág- launaland þótt það fáist ekki viður- kennt hvað húsnæði varðar. Hér er almenningi ætlað að greiða hús- næðiskostnað sem er í engu sam- ræmi við tekjur og fólki sem varla á fyrir nauðsynjum er gert að fjár- festa með lánsfé, til að tryggja sér húsnæði. Hvað á það fólk aö gera sem hvergi stenst greiðslumat? Því hef- ur enginn getað svarað. Enginn kerfismaður hefur enn bent á aðra „lausn“ en meiri greiðsluerfið- leikalán er þau fyrri eru komin í vanskil, þ.e. að lengja enn tjóður- bandið. Tilraun til blekkingar Kerfismenn verja núverandi kerfi hvar sem þeir geta komið því við enda lifa þeir af því. Einn slíkra, Percy Stefánsson, forstöðumaður Byggingasjóðs verkamanna, skrif- ar í húsnæðisblað Mbl. 9. des. sl. grein þar sem hann vegsamar kerfi sitt eins og við er að búast og segir m.a. „aö eigandi félagslegu íbúöar- innar sé með lægsta húsnæðis- kostnað". - Þar set ég fyrirvara en KjáOariim Jón Kjartansson frá Pálmholti form. Leigjendasamtakanna það segir þó ekkert í kerfi þar sem einnig skásti kosturinn er vondur. Annars er það helsta inntak greinarinnar að vondir menn rægi og níði þetta ágæta kerfi og segir síðan: „Veldur þetta m.a. sölu- tregðu á félagslegum íbúðum og að óskum til húsnæðisnefnda um inn- lausn fjölgar." Það er athyglisvert að forstöðum. telur fólkið svo vit- laust að það trúi þessum vondu mönnum betur en sjálfu sér! Enn athyglisverðara er þó að sjálfur gerist forstöðum. sekur um blekkingar í grein sinni. Hann birt- ir kunna útreikninga á greiðslu- byrði lána hjá Byggingasjóði verkamanna. Að hætti annarra kerfismanna sleppir hann að nefna aðra kostnaðarliði en greiðslubyrð- ina. Hann nefnir t.d. ekki fasteigna- gjöld, tryggingar, fyrningar eða viðhaldskostnað, en allt þetta verð- ur kaupandi þó að greiða. Þetta er tilraun til að falsa staðreyndir til þess gerð að reyna að blekkja fólk. Fjandsamleg stefna Það er rétt hjá Percy Stefánssyni að „umhverfið er hreinlega óvin- veitt láglaunafólki" en þar á hús- næöisstefnan eina stærstu sökina. Okkur vantar ekki stefnu sem fólk- ið þarf að passa inn í, heldur stefnu sem tekur mið af ríkjandi aðstæð- um. Við þurfum ekki „að standa vörð um félagslega húsnæðiskerf- iö“ eins og stundúm er sagt, heldur gera húsnæðiskerfið félagslegt í raun og veru. Til hliðar höfum við svo hús- bréfakerfið fyrir markaðinn. ís- lensk húsnæðisstefna er gamalt og úrelt fyrirbæri frá verðbólgutíma, eins konar dreifbýlisrugl hér í þétt- býlinu. Þessi stefna er fjandsamleg fólki og sérstaklega bömum eins og dæmin sanna. Húsnæði er mannréttindi og þvi verður að brjóta þetta ómennska rugl niður. Jón Kjartansson „Hvaö á það fólk aö gera sem hvergi stenst greiðslumat? Því hefur enginn svarað. Enginn kerfismaður hefur enn bent á aðra „lausn“ en meiri greiðslu- erfiðleikalán er þau fyrri eru komin 1 vanskil... “ meoog ámóti Hundabanni verði framfyigt iReykjavik Hundar passailla íborg „Eg erfylg- andi þvi aö banni við hundahaldi sé framfylgt vegna þess að borgarbúar voru spurðir að þvi sér- staklega í at- kvæða- Ámi Þór Sigurðsson borgarfulltrúi. greiðslu fyrir sex árum hvort þeir vildu aflétta banni við hundahaldi. Þeir svör- uðu mjög afgerandi að þeir vildu viðhalda banni við hundahaldi. Af þeim sökum flnnst mér að það eigi að vera í gildi. Síðan geta menn haft sínar persónulegu skoðanir á því hvort skynsamlegt sé að hundar séu í borginni eða ekki. Persónulega er ég frekar þeirrar skoðunar að það passi illa. En mín afstaða byggist fyrst og fremst á því að það hefur ver- ið farið með þetta mál í atkvæða- greiðslu og mér finnst til lítils að spyrja borgarbúa um afstoðu til tiltekinna mála þegar ekkert á síðan að gera með það. Ég greiddi atkvæði með gjald- skránni í borgarstjórn vegna þess að mér finnst eðlilegt að hunda- eigendur greiöi þann kostnaö sem borgin ber af hundahaldinu. Það væri algjörlega óviðunandi að þeir borgarbúar sem hafa fellt tillögu um hundahald væru látnir greiða þann kostnað. Ef menn vildu framfylgja vilja borgarbúa rækilega yrði að skoða mjög rækilega hvemig það yrði gert, hvort það yrði gert á mjög löng- um tíma. Fyrsta skrefið yrði væntanlega að hætta að veita undanþágur og sjá til með þá hunda sem þegar eru í borginni." Vil leyf a hundahald „Ég er á móti hunda- banni og vil leyfa hunda í borginni. Eg get tekiöund- ir með borg- arstjóra þegar hún hefur sagt að þaö mætti breyta fyrirkomu- lagi á gjaldtökunni, hækka hand- tökugjaldið og lækka frekar hitt gjaldið. Ég vil leyfa hunda en framfylgja góðu eftirliti. Það er spurning hvort þeir sem passa vel sína hunda eiga að taka þátt i þessu handtökugjaldi fyrir lúna Gróa Siguróar- dóttir borgarluiltrúl. sem gæta ekki sinna hunda. Mér finnst að það megi herða þessar reglur og jafnvel lækka árgjaldið. Mér finnst kerfið allt í lagi eins og það er, aö fólk þurfi að sækja leyfi um að fá að halda hund því að þá er kerfið ekki eins laust í reipunum. Mér finnst sjálfsagt að borgar- yfirvöld ræöi viö forystumenn hundaeigenda til að fylgjast með þessum málum. Borgaryfirvöld þurfa að reka aukinn áróöur fyr- ir því aö hundaeigendur þrífi upp eftir hundana sína. Fólk verður að hlíta reglura um að láta ekki hunda hlaupa lausa og hafa metnað fyrir að kemba þá vel og hafa þá vel hirta. Þá verður að koma vel fram viö þessi grey.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.