Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Afmælli Huxley Ólafsson Huxley Olafsson framkvæmda- stjóri, Tjamargötu 35, Keflavík, er níræðurídag. Starfsferill Huxley fæddist í Þjórsártúni í Rangárvallasýslu og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá MR. Huxley starfaði hjá Lofti Lofts- syni, útgerðarmanni í Sandgerði, keypti síöan ásamt öðrum eignina Keflavík og var framkvæmdastjóri útgerðarinnar og fiskverkunarinn- ar Keflavíkur hf. þar til Fiskiðjan sfi, Keflavík, var stofnuð er sá um mjöl- og lýsisframleiðslu. Þá varð hann framkvæmdastjóri þess fyrir- tækis. Þegar vélvæöing hófst í fisk- vinnslu stofnaði fyrirtækið Flökun- arstöðina sf. sem sá um vélflökun fyrir frystihúsin í Keflavík og ná- grenni. Eftir tuttugu ára starf hjá Fiskiðjunni keypti Huxley með öðr- um Fiskimjölsverksmiðjuna hf. í Njarðvík. Hann stofnaði fyrirtækið Kjöl sf. ásamt Agli Þorfinnssyni. Huxley var framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Suðurnesja og Vinnuveitendafélags Suðurnesja og sat í stjórn SH og Skreiðarsamlags- ins auk stjórnarsetu í ýmsum öðr- um félögum. Þá stofnaöi hann guð- spekistúkuna Heiðarblómið í Kefla- vík að áeggjan Grétars Fells. Fjölskylda Huxley kvæntist 21.7.1934 Vil- borgu Ámundadóttur, f. 26.12.1906, húsmóður. Hún er dóttir Ámunda Árnasonar, kaupmanns í Reykja- vík, og k.h., Guðnýjar Guðmunds- dóttúrhúsmóður. Synir Huxleys og Vilborgar eru Ámundi, f. 28.2.1936, flugstjóri í Hafnarfirði, kvæntur Dagnýju Þorgilsdóttur og eru börn þeirra Stefanía Guðríður, gift Einari Á. Sigurðssyni, Þorgils Einar við- skiptafræðingur, kvæntur Jónu Viktoríu Sigurlaugu fóstru, og Ámundi Guðni flugmaður auk þess sem dóttir Ámunda er Vilborg, gift Ingvari Sigurðssyni garðyrkju- meistara; Ólafur, f. 29.5.1943, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur og eru börn þeirra Árni Huxley íþróttakennari og Auður Inga stúdent. Systkini Huxleys: Inga, húsmóðir í Los Angeles, ekkja eftir Loft Lofts- son útgerðarmann og eru börn þeirrafimm; Eggert, fyrrv. fiskverk- andi í Höfnum, ekkill eftir Sigríöi Ásbjörnsdóttur og eru börn þeirra fimm. Foreldrar Huxleys voru Ólafur Huxley Ólafsson. ísleifsson, f. 17.1.1859, d. 19.3.1943, læknir í Þjórsártúni, og k.h., Guð- ríður Eiríksdóttir, f. 24.4.1869, d. 4.12.1960, húsfreyja. Til hamingju með afmælið 9. janúar 85 ára Þórhallur Björnsson, Hamraborg 14, Kópavogi. Jónas G. Halldórsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. 80ára Sesselja Kr. Kristjónsdóttir, Hvassaieiti 56, Reykjavík. 75 ára Ingólfur Hannesson, Drafnarstíg2, Reykjavík. Valborg Ólafsdóttir, Bauganesi 5, Reykjavík. 70 ára Jón A. Jónsson, Hólavegi4, Reykdælahreppi. 60 ára Stefania Arnadóttir, Hátúni7,Eskifirði. Guðrún Helga C. Hansen, Skipholti 42, Reykjavík. Þórir Ðagbjartsson, Bræðraborgarstíg 4, Reykjavik. Bjarni Ólafsson, Skerjabraut 9, Seltjarnarnesi. PáU Jónsson, Óðinsvöllum 16, Keflavík. Brynjar Júliusson, Ekrustigö, Neskaupstað. Jóna Gunnlaugsdóttir, Tunguseli 7, Reykjavík. Gróa Aradóttb-, Aðalstræti 10, ísafiröi. 50ára Baering Guðmundsson, Ægisgötu 10, Stykkishólmi. Hafsteinn Jónsson, Hásteinsvegi37, Stokkseyri. Gisli Rúnar Guðmundsson, Víghólastíg 11A, Kópavogi. Einar Halldórsson, Árskógum 15, Egilsstöðum. Friðrik Ö. Weisshappel, Skerplugötu 7, Reykjavík. 40ára Brynhildur Kristjánsdóttir, Brekkustíg2, Sandgerði. Hildur Steinþórsdóttir, Grundartanga 7, MosfeOsbæ. Ásta Bjarney Pétursdóttir, Reykási 47, Reykjavík. Agnar Mar Sigurbjartur Hauks- son, Irabakka 20, Reykjavík. Björn Valdimarsson, Fossvegi23, Siglufirði. Gísli Baldursson, Þrúðvangi22,Hellu. vor Erotík Unaðsdraumar Pöntunarsími: 96-25588 Póstsendum vörulista hvert á land sem er! Fatalisti, kr. 350 Nýr tækjalisti, kr. 850 Blaóalisti, kr. 850 Videolisti, kr. 850 Sendingarkostnaður innifalinn Aktu eins og þú vilt OKUM ÍINS OC MCNN' að aðrir aki! ) Tími þinn er dýrmætur! 99*56* 70 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Sviðsljós Kammerkór Langholtskirkju syngur í sýningu Þjóðdansafélagsins i Þjóðleikhúsinu. Þjóðdansafélagið heldur sýningu: Svo skal dans- innduna Þjóðdansafélagið ætlar að halda mikla sýningu í Þjóðleikhúsinu 10. og 11. janúar nk. þar sem um hundrað manns munu leggja hönd á plóg að gera sem bestu skemmt- un. Sýningin heitir Svo skal dans- inn duna og er afrakstur af margra ára starfi Sigríðar Þ. Valgeirsdótt- ur, sem er dansahöfundur og hefur sviðsett þessa sýningu, og Jóns G. Ásgeirssonar tónskálds sem útsetti og samdi lög. Sýningin er í tveimur hlutum. Sýninguna átti aö halda í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins en var seinkað af óviðráðanlegum orsök- um. Dansarar eru allir úr Þjóð- dansafélaginu en Kammerkór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. DV-myndir GVA Dansinn dunar i Þjóðleikhúsinu 10. og 11. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.