Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995
Fréttir
Jóhann G. Bergþórsson, bæjarfulltrúi og fv. forstjóri Hagvirkis-Kletts:
Hef ríka tilfinningu fyr-
ir því hvað er siðleysi
Átökum innan Sjálfstæðisflokks-
ins í Hafnarfirði lauk i þessari viku
þegar þú studdir tillögu alþýðu-
flokksmanna um að fresta bæjar-
stjórnarfundi. Var ágreiningurinn
málefnalegur eða voru þetta per-
sónulegar deilur?
- Hvort tveggja. í pólitík er kosið
um persónur og í meirihlutasam-
starfi skipta persónur máli. Þessi
ágreiningur hefur stigmagnast. Ég
skal ekki fullyrða á þessu stigi
hvort þessi persónuviðkvæmni er
á hærra stigi mín megin eða ann-
arra.
Hvaða persónur snertir þetta?
- Þetta snertir allar persónurnar í
þessum meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins.
Einhvem einn umfram aðra?
- Það var hatrömm barátta í sam-
bandi við prófkjörið sem skildi eftir
sig sár. Mönnum tekst misvel að
leysa úr þeim málum. Hjá Magnúsi
Gunnarssyni eru veruleg persónu-
leg sárindi af því að ég vildi ekki
að hann yrði pólitískur bæjarstjóri.
Þú misstir fyrsta sætið á lista
Sjálfstæðisflokksins i prófkjöri síð-
asta vetur. Hefurðu verið upp á
kant við flokkinn vegna þess?
- Nei, þaö tel ég ekki. Ég hef hins
vegar haldið fram ákveönum
grundvallarskoðunum og ekki sagt
já og amen við öllu.
Þú hefur sagst vera ósáttur við
ýmislegt i fjárhagsáætlun fráfar-
andi meirihluta. Hvað hefurðu ver-
ið ósáttur við?
- Á fyrstu stigum umræðu um fjár-
hagsáætlun tók ég þátt í ákvörðun-
um um tekjustofna. Niðurstaðan
varð sú að allílestar álögur voru
hækkaðar og því höfum við ekki
getað staöið við stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins nema að verulega
litlu leyti. Það þótti mér miður. Eg
taldi að það ætti aö fara strangt í
niðurskurð og aðhald í rekstri, ekki
bara að skera niður framkvæmdir.
Við stjórnarmyndunina gagnrýndi
ég að viö bærum skarðan hlut frá
borði og hefðum engan embættis-
mann í bæjarkerfmu. Ég vildi að
staða bæjarverkfræöings yrði af-
greidd og ég gæti farið á fullt viö
að fmna leiöir til að skera niður í
rekstri.
Fortíðin hefur
heltekið menn
Nú hefur verið gerð stjórnsýslu-
úttekt og farið í skipulagsbreyting-
ar sem hafa ekki komið til fram-
kvæmda ennþá. Var þetta ekki nóg?
- Það er ekki nóg að gera skýrslur.
Fyrst gerirðu skýrslu, svo ræðirðu
hana, tekur ákvörðun um hvernig
á að meðhöndla hana og kemur til-
lögunum svo til framkvæmda. Ell-
ert Borgar vann drög að tillögu um
breytingar á stjórnskipulaginu í
bænum í sumar en það hefur ekki
gefist tími til að ræða hana. Menn
hafa ekki haft tíma til að ræða um
stjómun bæjarins fyrir endurskoö-
unarskýrslum og fiölmiðlaumfiöll-
un. Skýrslur um fortíðina mega
ekki heltaka menn svo að ekkert
annað komist að.
Fráfarandi meirihluti i Hafnar-
firði hefur látið kanna fiármál bæj-
arins, stjórnsýslu og viðskiptin við
Hagvirki-Klett. Talað hefur verið
um brot á sveitarstjórnarlögum.
Var þessi úttekt kornið sem fyllti
mælinn?
- Nei, alls ekki. Ég óskaöi eftir því
í júní að löggiltir endurskoðendur
gerðu úttekt á þessu og jafnhliða
farið í uppgjör á ágreiningsmálum.
Úttektin var ekki tilbúin fyrr en 4.
janúar 1995, þremur mánuðum eft-
ir að Hagvirki-Klettur varð gjald-
þrota, og því enginn möguleiki á
fiárhagslegu uppgjöri milli bæjar-
sjóðs og Hagvirkis-Kletts. Eðlilegra
heföi verið aö fá skýrsluna og gera
upp samkvæmt henni meðan allt
var í fullum gangi.
Bæjarstjórinn hefur sagt að engar
samþykktir séu til i bæjarráði
vegna lóðarinnar við Helluhraun.
- Hann veit betur.
Verktakafyrirtækið Hagvirki-
Klettur fékk 7,5 milljóna króna
gatnagerðargjöld endurgreidd úr
bæjarsjóði rúmu ári eftir að lóðin
var slegin Islandsbanka. Finnst þér
ekkert óeðlilegt við að fyrirtæki fái
endurgreidd gjöld af lóð sem það á
ekki lengur?
- Þetta er rangt. Við fengum rift-
unarbréf vegna lóðarinnar að
Helluhrauni 18 sama dag og upp-
boðið fór fram og lóöin var tekin
af fyrirtækinu. Við fengum úthlut-
að lóðinni í apríl 1991. Ári seinna
var lóðin tekin af okkur því að
framkvæmdir hófust ekki innan
árs. Uppboðiö fór fram í september
1992 þegar bærinn var búinn að
svipta okkur lóðinni. íslandsbanki
eða Hafnarfiarðarbær geta ekki
sakað Hagvirki-Klett um neitt ólög-
mætt eða ámælisvert í þessu máli.
Menn segja núna að lóöin 16-18
hafi verið ein lóð en þá var lóðaút-
hlutun til Hagvirkis-Kletts á lóð
númer 18 markleysa því að annað
fyrirtæki, Klettur, átti lóð númer
16.
Var Klettur ekki fyrirtæki undir
þinni stjórn?
- Það hafði verið það en það breyt-
ir því ekki að bæjarsjóður getur
Yfirheyrsla
ekki úthlutaö lóð sem einhver ann-
ar á. Við hefðum ekki sótt um lóð-
ina ef við hefðum haft eignarrétt-
inn.
í fiölmiðlum hefur þú lagt áherslu
á að fá óháðan bæjarstjóra í Hafn-
arfirði en kratarnir vilja pólitískan
bæjarstjóra. Kemur til greina af
þinni hálfu að Guðmundur Árni
Stefánsson verði bæjarstjóri eða
vilt þú verða bæjarstjóri sjálfur?
- Hvorugt. Ég vil ópólitískan bæj-
arstjóra.
Ertu að leita að slíkum manni?
- Já, ég er að því.
Hefurðu fundið einhvern?
- Já, þeir eru til. Bæjarstjóri verð-
ur ekki ráðinn með mínum vilja
af lista Alþýðuflokksins.
Hvaða menn hefurðu í huga?
- Ég vil ekki nefna nein nöfn.
Á síðasta kjörtímabili var talað
um að þú héldir Þorgils Óttari Mat-
hiesen niðri í bæjarmálunum vegna
þess að hann hefði gagnrýnt þig.
Ert þú maður sem ekki kann að
taka gagnrýni?
- Þorgils Óttar var einn af fiórum
bæjarfulltrúum í minnihluta. Ég
taldi mína afstöðu eiga meiri sam-
svörun í skoðunum Hjördísar Guð-
björnsdóttur en Þorgils þannig að
ég leitaði til hennar sem vara-
manns.
Var ekki keyptur
Kanntu að taka gagnrýni?
- Já, ég kann það. Ég kann hins
vegar ekki við ósanngjarna og
órökstudda gagnrýni og rýtings-
stungur í bakið. Ég vil fá hana beint
til að geta svarað henni.
Sem oddviti sjálfstæðismanna í
Hafnarfirði hafðir þú gott samstarf
við alþýðuflokksmenn og Hag-
virki-Klettur hafði mörg ,verk í
bænum. Var oddviti Sjálfstæðis-
flokksins keyptur af Alþýðuflokkn-
um?
- Þetta er alrangt. Hagvirki-Klett-
ur og Hagvirki voru að jafnaði með
2-3 prósent af veltu sinni í Hafnar-
firði svo að markaður þar skipti
sáralitlu máh. Nær öll verk í bæn-
um voru unnin á tilboðsgrundvelli
nema útrásarverkefnið sem átti að
vinna samkvæmt alverktöku. Ég
var ekki keyptur enda hafði enginn
af bæjarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins undanfarin ár gagnrýnt
Alþýðuflokkinn jafn harkalega og
ég-______________________________
Þegar þú varst oddviti Sjálfstæð-
isflokksins virtist rekstur Hagvirk-
is-Kletts veikja stöðu þína innan
flokksins. Misstirðu forystuna í
flokknum vegna fyrirtækisins?
- Gjaldþrot Hagvirkis, almennur
samdráttur í verktakastarfsemi og
illt umtal flokkssystkina minna
höfðu meðal annars áhrif í þessa
átt.
Magnús Gunnarsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, lítur svo á að
þú hafir yfirgefið Sjálfstæðisflokk-
inn. Samkvæmt heimildum DV
varst þú félagi hjá ungum jafnaðar-
mönnum á þínum yngri árum og
nú hefur þú verið í viðræðum við
kratana. Er týndi sonurinn kominn
heim aftur?
- Ég hef aldrei verið félagi í Félagi
ungra jafnaöarmanna og verð aldr-
ei í Jafnaðarmannaflokknum.
Ætlar þú að sækja um embætti
bæjarverkfræðings ef það verður
auglýst aftur?
- Nei.
Ætlarðu að halda fast við tillög-
una um að bæjarsjóður Hafnar-
fiarðar kaupi Skútahraun 2 og
móðurtölvu Hagvirkis-KIetts í við-
ræðum um myndun nýs meiri-
hluta?
- Ég varpaði því fram við meiri-
hluta Alþýðubandalags og Sjálf-
stæðisflokks að þarna væri kjörið
tækifæri til að ná í eign á góðu
verði en það er fásinna að krafa
um slíkt hafi verið sett fram í ein-
hverjum meirihlutaviðræðum.
Húsið hefur verið eign íslands-
banka í tvö ár og tölvan er eign
Nýheija. Þetta hefur ekkert með
mína hagsmuni að gera.
Siðferði í viðskiptum og stjórn-
málum hefur verið ofarlega i um-
ræðunni. Sem fyrrverandi forstjóri
Hagvirkis-Kletts hefur þú verið
gagnrýndur fyrir að hafa komið
fiölda verktaka í gjaldþrot. Ertu
siðblindur?
- Nei, það er ég ekki. Ég hef ríka
tilfinningu fyrir því hvað er sið-
leysi eða í takt við eðlilegar siðferð-
isreglur. Ég kannast ekki viö að
hafa komið fiölda verktaka í gjald-
þrot.
Þú hefur verið foringi Sjálfstæðis-
flokksins í mörg ár og margir af
félögum þínum eru í flokknum enn.
Var meirihlutinn í Hafnarfirði klof-
inn í augnabliksbræði vegna einka-
hagsmuna Jóhanns G. Bergþórs-
sonar?
- Nei. Spurningin er fráleit.