Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 7 Fréttir Þunguð kona á Amamesi: ! Handsamaði álft þegar lögreglan hafði gef ist upp - ekkert auðvelt enda er ég komin 6 mánuði á leið Þunguö kona, komin sex mánuöi á leið, fangaöi ófleyga álft í garði sínum á Arnarnesi fyrir helgi eftir aö lög- regla haföi gefist upp á aö fanga hana. „Ég sá hana út um gluggann rétt fyrir utan garöinn og sýndist hún vera veik. Ég hringdi í lögregiuna og \ bað hana aö aðstoða álftina og fór svo aö heiman. Þegar ég kom heim hringdi ég í lögregluna aftur til aö i athuga hvaö hefði gerst. Þeir sögðust hafa komið en ekki séö neitt aö henni og ekki nennt aö eltast viö álftina. Ég hringdi í Húsdýragarðinn og þeir sögðust hlúa aö veikum dýrum en ég þyrfti aö koma meö álftina sjálf. Eg tók teppi meö mér út og náöi svan- inuin eftir aö hafa elt hann um garö- inn. Síðan fékk ég lánaðan litinn sendiferðabíl hjá stjúpa mínum og keyrði niöur í Húsdýragarð,“ segir Jessica Tómasdóttir. Álftin fékk aðhlynningu í Húsdýra- garðinum og var sleppt daginn eftir aö hún kom þangað og hafði jafnað sig. „Ég þurfti að elta hana um allan garð því hún hljóp alltaf á undan mér. Hún blakaöi þó aldrei vængjun- um. Ég þurfti aö hafa dálítið fyrir þessu enda er ég komin sex mánuði á leið þannig að þetta var ekkert auðvelt." -pp Jessica Tómasdóttir i garðinum þar sem hún handsamaði álftina. DV-mynd ÞÖK JónMúIihættir: Mérvarstór- „Mér var stórlega misboðið, ég var hýrudreginn og mér var minna borg- að fyrir mína þætti en öðru fólki fyr- ir sambærilega þætti. Þetta á sér langa sögu og ég hef leitað leiðrétt- inga á þessu en þaö er bara brosað fallega og aldrei gert neitt,“ segir Jón Múli Árnason, sá kunni útvarpsmað- ur, sem sagt hefur skilið við Ríkisút- varpið eftir hartnær hálfrar aldar starf. Hann hætti fyrirvaralaust og án þess að tala við nokkurn mann í síðustu viku. „Þetta er samt ekki aðalástæðan heldur er hún sú að það hefur orðið þannig meö tímanum með þennan djassþátt að dagskrárstjórnin hefur verið að þvæla honum fram og aftur um dagskrána á alla mögulega og ómögulega tíma. Það var aldrei nokkurn tíma talað um þetta við mig. Stundum hef ég mótmælt en stundum verið andskotans sama. Ég var aldrei virtur viölits. Þess vegna hætti ég án þess að virða nokkurn viðlits. Þetta eru nýmóðins manna- siðir sem ég hef tileinkað mér til brúks á viðeigandi stöðum," segir Jón Múli. „Þetta er mjög leiðinlegt mál og hvemig það bar að. Það er afleitt að Jón Múli skuli vera hættur héma,“ sagði Bergþóra Jónsdóttir, ritstjóri tónlistardagskrárhjáútvarpinu. -rt nmrmrn Zr 4MHDUR VAirr* Ú Fagnið nýju árí með mestu stuðhljómsveit landsins. W:k Skagfirska sveiflan í hámarki. Fyrsti dansleikur á þessu ári á höfuöborgarsuteðinu. HOm KT.AND Sími687111 Skatthlutfall barna í staðgreiðslu 1995 Skatthlutfall barna sem fædd eru 1980 eða síðar er 6% í staðgreiðslu á árinu 1995. Launatekjur barna undir kr. 77.940 hjá sama launagreiðanda eru undanþegnar staðgreiðslu frá 1. janúar 1995. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI MÉX Þ XINÍ G um menningarmál f Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til tveggja mólþinga um menningarmól og stefnu borgaryfirvalda í þeim efnum. Fyrra mólþingið fjallar um hagsmuni og aðstöðu listamanna í borginni og hið síðara um list- og menningarmiðlun í Reykjavík. Fyrra mólþingið, Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi, verður haldið í Róðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. janúar 1995. Mólþingið er öllum opið. Dagskrá: 10.00 Skráning þátttakenda. 10.15 Setning málþlngs, ávarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. 10.30 Guðrún Jónsdóttir, tormaður menningarmálanefndar: Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi borgarinnar. 10.50 Umrœður og fyrirspurnir. 13.15 Hagsmunir og aðstaða til listsköpunar í Reykjavík — viðhorf listamanna: Myndlist: Þorvaldur Þorsteinsson. Tónlist: Pétur Jónasson. Leiklist: Kolbrún Halldórsdóttir. Kvikmyndir: Ásdís Thoroddsen. Arkitektúr: Sigurður Harðarson. Bókmenntir: Ólafur Haukur Símonarson. Listdans: Auður Bjarnadóttir. 15.15 Kaffihlé 15.30 Almennar umrœður og fyrirspurnir. 16.30 Fundarstjóri gerir grein fyrir helstu niðurstöðum málþingsins. 16.50 Málþinginu slitið. Fundarstjóri: Halidór Guðmundsson. Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þátttöku í síma 632005. Þátttökugjald til greiðslu á hádegisverði og kaffi er kr. 1000. Dagskrá seinna málþingsins, sem haldið verður í Ráðhúsinu laugardaginn 18. febrúar, verður auglýst síðar. Skrifsíofa borgarstjóra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.