Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 Allhvasst og él Vilhjálmur Egilsson. Nútíminn haldi innreið í áfengis- viðskipti „Hinn venjulegi íslendingur slær hins vegar hvorki hendinni á móti landa né smyglaðri vöru og fer í ríkið eða pantar í gegnum póstinn þegar honum hentar... Hér ber því allt að sama brunni. Nauðsynlegt er að nútíminn fái að halda innreið í áfengisvið- skiptum, skrifar Vilhjálmur Eg- ilsson í DV. Kratar hafa ekkert lært ...Og þegar bærinn ætlar að Ummæli tölvuvæðast þá þykir honum sjálfsagt að selja þeim gamla móðurtölvu Hagvirkis-Kletts. Svo birtast forustumenn Alþýðu- flokks á forsíöum dagblaðanna og sjónvarpsskermum gleiðbros- andi. Það er bara sönnun þess að þeir hafa ekkert lært..., segir Ólafur Ragnar Grímsson í Tim- anum. Ekki verðugir fulltrúar fólksins „Þegar eitthvað annað er að veði en hagur almennings, eins og t.d. stólar, þá springur allt í loft upp. Þannig að þessir menn eru ekki verðugir þess að vera fulltrúar fólksins," segir Sigurður Tr. Sig- urðsson, formaður Hlifar í Hafn- arfirði. Er í minnihluta „Ég er kominn í minnihluta og mér dettur ekki í hug að gefa nokkurn skapaðan hlut út um annað því það er enginn meiri- hluti til en það getur verið aö ég styðji einhvern meirihluta...,“ segir Ellert Borgar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfiröi, í DV. Deyja eða verða góðborgarar „Það er þannig með rokkarana að annaðhvort deyja þeir eða verða góðborgarar. það er annað- hvort haglabyssan eða sprautan eða setjast niður og fara að taka lífinu með ró,“ segir Mike Pollock í Alþýðublaðinu. Tíminn og sorgin Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviöbrögö, stendur fyrir samveru í kvöld í Gerðubergi kl. 20.00. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur á Borgarspíta- Fundir lanum, mun þar íjalla um sorg og viöbrögö fólks við henni i er- indi sem hann kallar Tímann og sorgina. Samtökin hvetja syrgj- endur til aö koma og hlusta á séra Sigfinn. Fyrirlestur um dyslexíu Annar fyrirlesturinn um dyslex- íu verður í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30 og er hann ætlaður ungu fólki mneð dyslexíu. Lindsay Peer, fræöslufulltrúi breska dyslexíufélagsins, mun fjalla um þau málefni sem ungu fólki með dyslexíu eru efst í huga og hvaö sé hægt aö gera. Hvöss suðaustanátt sem var í morg- un snýst í suðvestankalda með skúr- um vestanlands en síðdegis verður Veðrið í dag vestan- og suðvestanátt á landinu, stinningskaldi eða allhvasst og él vestanlands en heldur hægari og létt- ir til um austanvert landið. Hiti 0-5 stig í fyrstu en frystir aftur í dag, fyrst vestanlands. Á höfuðborgar- svæðinu er sunnan- og suðvestan- kaldi með skúrum og súld. Gengur í vestan- og suðvestan stinningskalda með éljum upp úr hádegi. Hiti 1-4 stig í fyrstu en allt að þriggja stiga frost síðar í dag. Sólarlag í Reykjavík: 16.11 Sólarupprás á morgun: 11.00 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.51 Árdegisflóð á morgun: 4.19 Heimild: Almanak Háskóians Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 2 Akurnes alskýjaö -2 Bergstaðir alskýjað 2 Bolungarvík rigning 5 Keílavíkurílugvöllur súld 4 Kirkjubæjarkla ustur rigning 2 Raufarhöfn alskýjað -2 Reykjavík rigning 4 Stórhöfði rigning 4 Bergen heiðskírt 2 Helsinki snjókoma -5 Ka upmannahöfn skýjað -1 Stokkhólmur snjókoma -2 Þórshöfn skýjaö -1 Berlín skýjað 0 Feneyjar heiðskírt 0 Frankfurt snjóélásíð. klst. 2 Glasgow skýjaö -2 Hamborg léttskýjað 1 London léttskýjað 2 LosAngeles skúr 14 Mailorca léttskýjað 11 Montreal alskýjað -15 New York rign. á síð. klst. 1 Nice léttskýjað 8 Orlando léttskýjað 13 París léttskýjað 1 Róm léttskýjað 5 Vín léttskýjaö 0 Washington þokumóða 2 Guðni A. Emilsson hljómsveitarstjóri: Styrkurinn eykur möguleika á þéttsetnum markaði „Ég starfa núna sem aðalhljóm- sveitarstjóri við Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar í Tubingen setn er í útjaöri Stuttgart. Ég tók við þessu starfi í haust og réð mig til eins árs. Hljómsveitin hefur leikiö á nokkrum tónleikum og unnum viö meðal annars til fyrstu verölauna í keppni hljómsveita í Suður- Þýskalandi. Auk þess hef ég verið gestastjórnandi við nokkrar hljóm- Maður dagsins sveitir," segir Guðni A. Emilsson hljómsveítarstjóri en nýlega var tilkynnt í Þýskalandi aö hann heföi fengið heiöursverðlaun og styrk frá Herbert von Karajan-stofnurúnni í Berlín. Þetta er mikill heiður fyrir Guðna og opnar honum marga möguleika á markaöi í Evrópu sem er þéttsetinn. Guðni hefur fengið margs konar aðrar viðurkenningar fyrir hljómsveitarstjórn. Til aö mynda var honum veittur styrkur hér á landi úr minningarsjóði Lind- ar sem stofnaður var til minningar Guðni A. Emilsson. um hljómsveitarstjórann Jean Pi- erre Jacquillat og hann hlaut einn- ig önnur verðlaun í alþjóðlegri keppni ungra hljómsveitarsfjóra sem haldin var í Lugano í Sviss. Guðni sagði aðspurður að hann hefði hafið tónlistarnám hiá fóður sínum, Emil Adolfssyni, sem rak tónlistarskóla: „Leiö mín lá síðan i Tónlistarskóla Reykjavíkur, þar sem ég byrjaði á flðlu en fór síðan 1986 til Þýskalands til náms i pianó- leik og hljómsveitarstjórn og lauk námi síðastliðið vor.“ Guðni sagði að það væri mun meira bóklegt nám að læra hljóm- sveitarstjórn heldur en á píanó: „Að öðru leyti er þetta svipað, þú situr að vísu viö píanóiö en stenduf við hljómsveitarstjórn en notar fmgurnar í báðum tilfellum. Ég komst að því að mín persóna var meira sköpuð fyrir hljómsveitar- stjóm en píanóleik." Guðni sagði aö styrkurinn frá Hebert von Karajan-stofnuninni væri fyrst og fremst fjárhagslegt atriði: „Þá er ekki síöur mikilvægt að þessi styrkur gefur færi á sam- bandi við sterka umboðsmenn sem er mjög eríitt að nálgast." Guðni sagði að framundan væri ýmislegt, hann væri að æfa með hljómsveití Stuttgartþarsem hann verður gestastjórnandi og síöan liggur leiðin til Numberg og Sofíu í sömu erindagjöröum. Guöni A. Emilsson býr ásamt konu og dóttur í Trossingen í Þýskalandi. Myndgátan Lausn gátu nr. 1117: Skjálistarhátíð Myndlista- og handíðaskóli ís- lands og Menningarstofnun Bandaríkjanna standa í sjö daga í janúar fyrir sýningum á skjálist (video art) og er næsti sýningar- dagur í dag og hefjast sýningar Sýningar klukkan 16.00. Verkin sem sýnd eru spanna vítt svið hvað varðar viðfangsefni, tækni og hug- myndafræði. Þótt ómögulegt sé að gefa neina heildarmynd af þessum miöh eru myndböndin valin með það fyrir augum að veita innsýn í mismunandi notk- un myndbandsins sem þróttmik- ils og mikilvægs listmiðils. Verk- in eru fengin frá Electronic Arts Intermix safninu í New York. Sýningin á myndböndunum tekur um það bil einn og hálfan klukkutíma og er gert stutt hlé á milli myndbanda. Með deginum í dag eru fjórir sýningardagar eft- ir og er næst sýnt 17. janúatv Skák Þau athyglisverðu úrslit urðu í kvenna- flokki á ólympíumótinu í Moskvu að úkraínska stúlkan Ludmila Zsiltzova, sem tefldi með sveit Alþjóðaskáksam- bands blindra, náði bestum árangri á 1. borði, fékk 10,5 v. af 13 mögulegum. Zsuzsa Polgar (Ungverjalandi) hreppti silfur og fyrrverandi heimsmeistari, Maja Tsíbúrdanidze (Georgíu), brons en sveit hennar varð ólympíumeistari. Þeir sem sjóndaprir eru eða biindir geta auðveldlega teflt skák og eflaust bet- ur en margur sjáandi með því að snerta taflborð með misháum reitum og sér- stakri gerð af taflmönnum. Þessi staða er frá Moskvu, úr skák Zsiltzovu, með hvítt, og Mamedovu, Ús- békistan: 8 7 6 5 4 3 2 1 36. Ðxh6! gxh6 37. Rxh6+ Kg7 38. Rf7 Rxe5 39. Dh6+ KÍ6 40. Rxe5 Rg7 41. Rd7+ Ke6 42. He5+ Kd6 43. Dxg7 Og svartur gafst upp. Jón L. Árnason I # l m k k m & k mMm igf k A &mái A A É ABCDEFGH Bridge Einn af meðlimum Dallas-ásanna, banda- rísku sveitarinnar sem vann tjölda heimsmeistaratitla, er Bob Hamman sem margir telja besta spilara heims. Hann gaf nýlega út bridgebók sem hefur að geyma mörg skemmtilegt bridgedæmi. Bókin heitir „At the Table“ og hér er eitt spil úr bókinni. Hamman heldur því fram að það sé besta dæmi um spilamennsku sem hann hefur nokkurn tima séð. Sagn- ir tók fljótt af, austur gjafari og allir á hættu: 4 @ V G54 ♦ Á652 + Á8765 * 982 V Á103 ♦ KG1043 + 103 ♦ ÁKG1075 V 972 ♦ 87 + 94 * D43 V KD86 ♦ D9 + KDG2 Austur Suður Vestur Norður Pass 1 G Pass 3 G P/h Vestur ákvað að reyna aö hitta á lit fé- laga og valdi að spila út spaðaníunni. Austur sá að vestur átti sennilega tví- spil, hugsanlega þríspil eða jafnvel ein- spil í spaða. Hann setti spaðatíuna til að halda samgangnum við félaga sinn og samningurinn var strax dauðadæmdur vegna þessa vel heppnaða útspils - eða hvað? Sagnhafi, Bandarikjamaður að nafni Hancock, var hins vegar á allt öðru máli. Hann sá að hann átti aðeins 7 slagi og ákvað að setja snotra blekkingu fyrir austur og leyfði austri að eiga slaginn á spaðatíuna! Austur taldi þá víst að sagn- hafl hefði átt drottninguna fjórðu í upp- hafi og leist ekki á að taka ÁK í litnum og fría þarrnig ef til vill níunda slaginn. Hann skipti því yfir í hjarta. Vestur drap á ás og spilaði spaða en austur var enn sannfærður um fjórlit suðurs og skipti yfir í annan lit. Líklegt má telja aö andlit hans hafi einnig skipt litum þegar hann sá hvers kyns var. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.