Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 Afenæli Ólafur Þór Gunnlaugsson Ólafur Þór Gunnlaugsson sund- þjálfari, Fannafold 72, Reykjavík, er fertugurídag. Starfsferill Ólafur hóf störf sem sundþjálfari hjá Sundfélagi Hafnaríjaröar og KR. Síðan varö hann sundþjálfari hjá sunddeild Vestra á ísafiröi 1983- 1994. Setti hann þar á stofn sund- skóla fyrir börn og vann brautryðj- endastarf í ungbarnasundi í tvö ár. í dag starfar Ólafur Þór sem aðal- þjálfarihjá KR. Ólafur hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum í sundi og uppbygg- ingu sundþjálfunar hjá Sundsam- bandi íslands. Hann hefur hlotið réttindi sem kennari í ungbarna- sundi og er einn af stofnendum Fé- lags ungbarnasundkennara. Þá hef- ur Ólafur unnið mikið innan vé- banda Sundsambands íslands, veriö landsliðsþjálfari í sundi og verið með þátttakendum á ólympíuleik- um. Ölafur vann sem lagerstjóri lijá Kristjáni Ó. Skagfjörð í nokkur ár og sinnti einnig ýmsum öörum störfum. Fjölskylda Ólafur kvæntist 29.8.1992, Svanhvíti Guðrúnu Jóhannsdóttur, f. 21.9.1957, læknafulltrúa á handlæknisdeild Landspítalans. Hún er dóttir Jóhanns Eiríkssonar, yfirfiskmatsmanns á ísafirði, sem er látinn, og Halldóru Guðmundsdóttur. Börn Ólafs Þórs og Svanhvítar: Ólafur Páll, f. 5.5.1990, og Ingunn María, f. 1.3.1994. Fósturdóttir Ólafs, dóttir Svanhvítar, er Halldóra Jó- hanna Arnarsdóttir, f. 26.1.1976, nemi í Kvennaskólanum. Hálfsystkini Ólafs Þórs, sam- mæðra, eru: Helga Hedvig, f. 5.10. 1942; Anna Herskind, f. 22.6.1944, kvænt fjögurra barna móðir í Bandaríkjunum; Ásdís Bára Magn- úsdóttir, f. 6.3.1947, gift Ágústi Schram og á hún tvo syni fyrir og eina dóttur með Ágústi. Alsystkini Ólafs Þórs eru: Guðmundur Ingi, f. 14.9.1951, sveitarstjóri á Hellu, kvæntur Maríu Busk og eiga þau fjögur börn; Gunnlaugur Birgir, f. 28.7.1956, tónlistarmaður í Reykja- vík, kvæntur Signýju Guðbjarnar- dóttur og eiga þau fimm börn; Þór- hallur Ölver, f. 19.4.1958, verslunar- maður í Reykjavík, kvæntur Bertu Richter og eiga þau þrjú börn; Fann- ey, f. 7.7.1960, búsett í Bandaríkjun- um, og á hún einn son. Hálfsystkini Ólafs, samfeðra, eru: Jens Kristján, f. 2.10.1949, verslunarmaður í Reykjavík, kvæntur Kristínu Guð- mundsdóttur og eiga þau eitt barn; Einar Viðar, f. 10.8.1966, kvæntur Sigríði Þóru Magnúsdóttur og eiga þautvö börn. Foreldrar Ólafs Þórs: Gunnlaugur B. Daníelsson, sölustjóri hjá O. Johnson og Kaaber, og Elín Bjarn- veig Ólafsdóttir húsmóðir. Gunn- laugur var alinn upp hjá Kristjönu Guðlaugsdóttur og Tryggva Björns- syni, móðurforeldrum sínum, og hjá móðursystur, Fanneyju Tryggva- dóttur. Ólafur Þór Gunnlaugsson. Ætt Gunnlaugur er sonur Daníels Bergmann bakarameistara og Þur- íðar Tryggvadóttur Möller húsmóö- ir. Elín er dóttir Ólafs Ólafssonar veitingamanns og Helgu Jóhannes- dóttur. Ingi Bogi Bogason Ingi Bogi Bogason, upplýsinga- og fræðslufulltrúi hjá Samtökum iðn- aðarins, Háaleitisbraut 155, Reykja- vik, er fertugur í dag. Starfsferill Ingi Bogi fæddist á Akranesi en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk cand. mag. prófi í íslenskum bók- menntum árið 1986 frá Háskóla ís- lands. Á árunum 1980-1988 starfaði hann við kennslu í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti en á næstu tveim- ur árum var hann lektor við Christ- ian-Albrecht háskólann í Kiel. Frá 1990-1992 hóf hann aftur störf við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og stundaði einnig kennslu á sumar- námskeiðum viö Háskóla íslands. Frá árinu 1992 hefur Ingi Bogi unnið við upplýsinga- og fræðslu- störf hjá Samtökum iðnaðarins. Þar á hann sæti í ýmum nefndum og ráðum fyrir samtökin. Frá árinu 1989 hefur hann skrifað bókmennta- gagnrýni fyrir Morgunblaðið. Ingi Bogi hefur einnigfjallað um íslensk- ar bókmenntir í sjónvarpi og út- varpi og skrifað um efnið í innlend sem erlend tímarit. Hann var að- stoðarritstjóri Nordisk litteratur áriö 1993. Meðal verka Inga Boga eru heim- ildarmyndimar Jóhann Jónsson, sem sýnd var í sjónvarpinu 1991, og Steinn, sem sýnd var 1988, ritgerðin Til að mála yfir litleysi daganna, um Jóhann Jónsson skáldskap hans og expressjónisma og birist í Skírni 1991, Das Werk von Steinn Steinarr, sem er ritgerð um ævi og verk Steins Steinarrs, unnin í samvinnu við dr. Gert Krautzer. Hún birtist árið 1991 í nýrri útgáfu af Kindlers Litera- Ingi Bogi Bogason. turlexikon. Ingi Bogi vann einnig Nordisk litteratur 1993, tímarit um norrænar bókmenntir, gefið út af Norræna félaginu og On the Ideo- logical Sources in Steinn Steinarr’s poetry fyrir Modernismen í skand- inavisk litteratur. Það var gefið út árið 1991 í háskólanum í Þránd- heimi. ■ Fjölskylda Ingi Bogi kvæntist 14.6.1975 Hall- gerði Bjarnhéðinsdóttur hjúkrúnar- fræðingi, f. 30.9.1955. Foreldrar hennar: Bjarnhéöinn Hallgrímsson, d. 1989, og Dagný Pálsdóttir, f. 1926, hjúkrunarfræðingur (fædd Weld- ing). Börn Inga Boga og Hallgerðar: Tómas f. 5.7.1978; Hrefna 10.1.1984; Hörður 10.7.1987. Foreldrar Inga Boga: Bogi Ragnar Eyjólfsson, f. 16.10.1909, d. 1975, og Elín Karitas Bjarnadóttir, f. 11.2. 1917. Ingi Bogi verður að heiman á af- mælisdaginn. Uppboð Framhald uppboðs á Þorra GK-183, skipaskrárnúmer 1077, þingl. eig. Útgerðarfélagið Barðinn hf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Byggða- stofnun atvinnutryggingardeild, Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyrissjóður sjómanna og Ríkissjóður, fer fram í dómsal embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, miðvikudaginn 18. janúar 1994 kl. 10.30. Sýslumaðurinn í Keflavík 10. janúar 1995 Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Þingholtin Endurbætur á gatnamótum Skothúsvegar, Laufás- vegar, Þingholtsstrætis og Hellusunds. Á Borgarskipulagi Reykjavíkur eru til sýnis 3 mismun- andi tillögur að endurbótum á ofangreindum gatna- mótum. Gögnin verða til sýnis á Borgarskipulagi Reykjavík- ur, Borgartúni 3, 3. hæð, virka daga frá kl. 8.30- 16.00 frá 12. janúar til 10. febrúar 1995. Athuga- semdum og ábendingum ef einbverjar eru skal kom- ið til Borgarskipulags fyrir lok kynningartíma. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3, 105 Reykjavík Ingibjörg Svein- bjömsdóttir Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir hús- móðir, Möðruvöílum í Kjós, er átt- ræðídag. Starfsferill Ingibjörg fæddist aö Hámundar- stöðum í Vopnafirði og ólst þar upp. Hún lauk barnaskóla í farskóla í Vopnafirði, stundaði nám að Laug- arvatni 1931-32 og lauk iönskóla- prófi frá Iðnskóla Siglufjarðar 1941. Ingibjörg flutti frá heimahögum 16 ára og vann á heimih Guðmundar Jónssonar, verslunareiganda Brynju, og konu hans, Júlíönu Sveinsdóttur. Sumarið eftirvinnur Ingibjörg að Bessastöðum. Árið 1933 vann hún sem framreiðslustúlka að Hótel Borg en árið eftir vann hún sömu störf á sumarhótelinu að Laugarvatni. Eftir það vann hún hjá Jónasi frá Hriflu en síðan lá leiðin norður á Akureyri árið 1935 og starfaði hún á Hótel Akureyri um árabil. Ingibjörg dvaldist og starfaði meira og minna á Hvammstanga og Siglufirði árin 1937-41. Árin 1942-47 starfaði Ingibjörg í Reykjavík, m.a. hjá Guðmundi Oddssyni í Alþýðu- brauðgerðinni. Snemma árs árið 1948 flyst hún að Möðruvöllum í Kjós og hefur búiö þar síðan. Þangað kemur hún sem ráðskona til bræðr- anna Þorgeirs og Jónmundar Jóns- sona. Ingibjörg eignaðist tvo drengi áður en hún kom að Mööruvöllum. Fjölskylda Ingibjörg giftist 11.11.1953 Þor- geiri Jónssyni, f. 12.8.1921, b. að Möðruvöllum í Kjós. Foreldrar hans voru Jón Bergþór Guðmundsson og Ólöf Jónsdóttir. Börn Ingibjargar og Þorgeirs: Guðbjörg Eygló, f. 23.9.1951, rekur fótaaðgerða- og sjúkranuddstofu við Langhöltsveg, gift Reyni Pálmasyni, bifvélavirkja hjá SVR, og eiga þau 3 börn, Ingibjörgu, Eyjólf og Ragn- heiði Helgu; Ólöf Jóna, f. 10.12.1952, sendiferðabílstjóri, gift Sigurði Ás- geirssyni sendiferðabílstjóra og börn þeirra eru Jón Þorgeir og íris, Ingibjörg á fyrir dótturina Evu Eð- valdsdóttur; Jón Bergþór, f. 20.12. 1955, verslunarmaður í Húsasmiðj- unni, í sambúð með Rakel Jóhanns- dóttur. Börn hans frá fyrra hjóna- bandi eru tvö; Hugrún, f. 25.4.1960, sjúkraliði, snyrti- ogfótaaðgerða- fræðingur á Reykjalundi, búsett í Mosfellsbæ, gift Ólafi Sigurjónssyni kennara, nú starfandi sendibílstjóri, Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir. og eiga þau saman dæturnar Jónu Björgu og Fannýju Dögg. Ingibjörg eignaðist son, Viðar, f. 28.4.1936, d. 11.4.1948, með Þórhalli Pálssyni, útvarpsvirkja á Akureyri. Ingibjörg á son, Kára Jakobsson, f. 10.10.1946, járnsmið og bifvélavirkja í Kópavogi, kvæntan Elínu Ingi- mundardóttur sjúkrcdiða og eiga þau tvo syni, Ingimund og Viðar. Faðir Kára er Jakob Lárusson, píanóleikari á Harrastöðum í Dala- sýslu. Ingibjörg er ein af 19 systkinum. 95 ára un, föstudag, á milli kl. 20 og 23.30 í Kiwanishúsinu í Þorlákshöfn. 40ára Anna Sigríður Guðmunds- dóttir, húsmóðir, Brautarholti, Staðarhr., V- Hún. Annadvelurnú á sjukrahúsinu Hvammstanga. Eiginmaður hennar var Bjöm Guð- mundsson, b. Faiiandastöðum og Brautarholti. 60ára Jónína Þórðardóttir, Skálatúni, Mosfellsbæ. Ásmundur Ari Sigurjónsson, Flyðrugranda 4, Reykjavík. 50 ára 80 ára Guðjón Ingimundarson, Bárustíg6, Sauðárkróki. Kristín Kristjánsdóttir, Bláskógum 12, Reykjavík. 70 ára Jarþrúður Jónsdóttir, Varmalæk, Andakilshreppi. Jens Guðnason, Reykjabraut 16, Þorlákshöfn. Jens tekur á móti gestum á morg- Andrés Friðrik Árnmarsson, Heiöarvegi 17, Reyöarfirði. Ása S. Guðmundsdóttir, Krummahólum 6, Reykja vík. Jón Rúnar Ragnarsson, framkvæmda- stjóri, Akraseli20, Reykjavík. EiginkonaJóns erPetraBald- ursdóttir. Þau takaámóti gestum i félagsheimiii Fram við Safamýri á milli kl. 19 og 21 á af- mælisdaginn. Halldór B. Árnason, Hnotubergi 11, Hafnarfirði. Jóhann Guðmundur Guðjónsson, Áslandi 18, Mosfellsbæ. Guðfinna Hrefna Arnórsdóttir, Ásklifi 1, Stykkishólmsbæ. Snjólaug Guðrún Sttxrludóttir, Glaðheimum 24, Reykjavik. Sigurður Egill Einarsson, Vestursíðu 6f, Akureyri. Bry nhildur Agnarsdóttir, írabakka 32, Reykjavík. Guðmundur Karlsson, Dvergagili 20, Akureyri. Karl Snorrason, Aðaltúni 10, Mosfellsbæ. Elín G. Aspelund, Fagragarði 6, Keflavík. Clifford Roy Firus, BUkahólum4, Reykjavík. Sunneva Ilojaylah Engle, Þorragötu 1, Reykjavík. Ingvar ísdal Sigurðsson, Njarðarholti 3, Mosfellsbæ. Jönina Sigrún Ólafsdóttir, Sigurhæö 1, Garðabæ. Elisabet Þorgeirsdóttir, Bjargarstíg 6, Reykjavík. Halldóra Kristjánsdóttir, Hrafnagilsstræti 25, Akureyri. Sæmundur Rúnar Þórisson, Víöimel 40, Reykjavik. Eiður Sigmar Aðalgeirsson, Fögrukinn 28, Hafnarfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.