Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 3Z>V 99-15-00 Lesendaþjónusta DVopin allan sólarhringinii Til að mæta lesendum DV og öðrum sem vilja koma á framfæri skoðunum sínum á einu eða öðru í umræðu dagsins bjóðum við þeim að hringja inn til blaösins i síma 99 -15 - 00 og skilja eftir talað mál eða skilaboð. Þjónusta þessi er opin allan sólarhringinn. í þessu númeri má heyra frekari upplýsingar um framkvæmdina. Mínútan kostar kr. 39,90. - Eins og áður áskilur DV sér rétt til að stytta aösend lesenda- bréf og skilaboö gegnum símann. - Fastur símatími fyrir lesendur er að venju milli kl. 14 og 16 í aðalsímanúmeri DV, 563 2700. Lausná vinnudeilum Sigurður skrifar: Mikið þykir mér leiðigjarnt að hlusta á sífelldar vangaveltur um hvernig standa.eigi að kjaradeil- um og hvernig þetta er gert að viðamiklu vandamáli frá degi til dags. - Ekkert er annað fyrir séð en yfirstandandi vinnudeilur verði leystar með kauphækkun- um í einhverju formi og flestir vita niöurstöðuna fyrir fram - að mestu leyti. Ég legg nú til að sam- ið verði skjótt og örugglega um aö 10 þús. kr. komi á laun upp að 100 þús. króna markinu og ein- ungis 6% á launaskala þar fyrir fyrir ofan. Hálaunataxtar yrðu einfaldlega ekkert til umfjöllunar að sinni. Þúhýri Hafnarfjörður Sirrý hringdi: Það ætlar ekki af Firðinum okk- ar að ganga. Alltaf einhverjar uppákomur og þær ekki allar geðslegar. Nú er það Jói okkar Begg sem stendur að stuðínu. Mér flnnst hann ekki eigi aö koma sér í þetta klandur að óþöríú. Hann má vlta að kratarn- ir eru bara að spila með hann og þeir vilja hann.ekki aftur nema á meðan verið er að klekkja á nú- verandi bæjarsijórn. Hvers kon- ar stjómmálamenn þurfum við eiginlega að sitja uppi með? - í bæjarstjórnum, á Alþingi? Hvers átt þú aö gjalda, þú hýri Haíhar- fjörður? Einnölogúf íumferðina Björn Árnason skrifar: Hvað var ég ekki búinn að segja aö með tilkomu alvöruöls hér á landi myndi slysum fækka, um- ferðin batna og landinn spekjast að mun í umgengni. Þótt vita- skuld haldi viss óöld áfram í þjóö- lífinu og glæpir þá er það ekki af völdum áfenga ölsins. Og nú birtast fréttir um aö umferðar- slys séu mun færri eftir tilkomu bjórsins. En allt verður þetta að vera í hófl að sjálfsögðu. Hitt er staðreynd að þótt menn fái sér einn öl og íari síðan út í umferð- ina er þaö bara til bóta, menn verða mýkri á manninn og ekki eins ofsafengnir við stýriö. RÚV-enní kjarnorkunni Friðjón hringdi: Mánudagsinn 9. jan. sl. hlýddi ég á þáttinn Að utan. Mér varð hugsað til hinna gömlu góðu daga þegar Ríkisútvarpið stóð dyggi- lega við hliðina á Sovétríkjunum og fyigiríkjum þeirra í baráttunni gegn frelsinu. I þessum þætti var það kjarnorkan og mengunin frá henni sem plagaði. Kjarnorku- mengun við Grænland, sagðiþar. Allt frá Kananum. Að sjálfsögðu! Spumingin Lesendur Jón Baldvin og Bryndís Borðar þú hollan mat? Dagný Pétursdóttir og Frímann Snær Guðmundsson: Já, ég hugsa það. Dís Gylfadóttir: Stundum en ekki alltaf. Ingibjörg Benediktsdóttir: Já, frekar oft. Sveinn Jónsson skrifar: Að undanfomu hefur utanríkis- ráðherra og formaður Alþýðuflokks- ins, Jón Baldvin Hannibalsson orðið fyrir óvenju höröum árásum, eink- um pólitískra andstæðinga sinna. - Ekki ér ég alþýðuflokksmaður en mér virðist engu að síður þessar árásir á Jón Baldvin falla undir það að menn fari ofíari og yfirskjóti al- varlega því það er óumdeilanlegt að frammistaða Jóns sem stjórnmála- manns hefur verið frábær. Hér á ég líka við hæfni hans sem samningamanns og glæsilegan mál- flutning á alþjóðavettvangi. Jón Baldvin er tvímælalaust snjallasti ræðumaður Alþingis í dag. Ensku- mælandi menn, sem honum hafa kynnst kalla hann „spellbinding or- ator“, eða „leiftrandi mælskumann". - Þar minnir Jón Baldvin mjög á hinn fræga fóður sinn, Hannibal Valdimarsson, sem mestur hefur verið „folketaler" íslenskra stjórn- málamanna. í tilefni af nýlegri úthlutun friðar- verðlauna Nóbels, kemur í hugann, að fyrir fáeinum árum kom Jón Bald- vin sterklega til greina við úthlutun þeirra verðlauna, vegna forgöngu hans við frelsun og viðurkenningu Eystrasaltsþjóðanna frá áratuga kúgun Kremlarvaldsins. Aö lokum er vert að minnast hér á hina glæsilegu og geðþekku konu Jóns Baldvins, Bryndísi Schram, sem hvarvetna vekur athygli og hef- ur verið landi sínu og þjóð til sóma. Hún á því einnig þakkir skildar. Frjáls verðlagning - hvert leiðir hún? Kristjana Erlingsdóttir: Já, ég held það. Guðmundur Jónsson og Egill Trausti Guðmundsson: Já, já. Ég geri það. Einar Páll Einarsson: Já, en kannski ekki alltaf. Konráð Friðfinnsson skrifar: Sagt er að samkeppni sé af hinu góða. Og vissulega er stunduð hér hörð og köld keppni um krónur kúnnans. - Hinu er samt ekki að neita að frjálsræðið sem var innleitt hér fyrir fáeinum árum hefur breytt þessu „landslagi" heilmikið. í dag eru ýmis tilboö í gangi sem ekki þekktust áður, nema ef vera skyldi eftir hinar hefðbundnu áramótataln- ingar verslana, á útsölum í kjölfar þeirra. í dag eru tilboðin auglýst nánast daglega þótt þau séu einna síst á matvælasviðinu. En hvað um þaö; tilboðin veita fólki tækifæri til að nálgast góðan hlut á góðu verði. - ísskápur, ryksuga eða eldavél er nauðsynlegt tæki á hverju heimili. Þegar rætt er um vöruverð er varla hægt að láta hjá líða að minnast á Bónus-búðirnar. - Mér er það t.d. minnisstætt er ég kom i fyrsta skipti inn í eina slíka verslun, fyrir tveimur árum, að mig rak í rogastans er ég sá hið lága verð sem í boði var á ýmsum vörutegundum. Það má segja að maður hafi þurft að vinda sér að næsta manni til að kanna hvaða mál hann talaði til að fullvissa sig um að maður væri enn staddur á íslandi en ekki í einhverri erlendri verslun - i draumi. Verðlagningin var slík, t.d. á matvöru, að annað hafði maður ekki séð hér á landi. Ég tel að haldbær skýring finnist á hinu lága verði sem Bónus býður viðskiptavinum sínum. Það liggur ekki, að mínu mati, einvörðungu í góðri staðsetningu verslananna, góðu verslunarviti eigandans eða í beinum hagstæðum innkauupum. Þetta verð tel ég ekki síst liggja í því aö þessi verslunarkeðja hefur þær vörur einúngis á boðstólum sem menn nota dagsdaglega. Áherslan er líka á að selja hratt og örugglega og að hafa stanslaust gegnumstreymi, þannig að vörurnar Uggi ekki í hill- unum óþarflega lengi. Hérna skilur á milli, t.d. Bónus- verslana og kaupfélagsverslana í landinu. Þær neyðast til að eiga „allt fyrir alla“. Þær verða einnig að sinna þörfum „sérvitringanna“. Af þessu leiðir að vörulager þeirra þarf að vera nokkuð umfangsmikill til að þær megni að sinna þessum þörfum. -_yöruverð í hinni dreifðu byggð hlýtur því ávallt að verða hærra en á Reykjavíkursvæðinu. í kaupfélagsverslun. - „Allt fyrir alla“ getur reynst þungt i skauti til verðlækkana í slíkri verslun. Hendrix og heróinið Ingvi skrifar: Margir kannast ef til vill við sög- una um manninn sem varð það á að tilkynna um þjófnað og bar ávallt eftir það viðurnefnið þjófur. - Þetta og álíka hvarflar að manni viðlestur laugardagsblaðs DV og sér síðu sem nefnist Sviðsljós (á sömu síðu er dálkur sem kallast .Úlyginn sagði... “ sem tákn um vafasaman uppruna fréttanna). Þarna er verið að segja frá baráttu um arf eftir Jimi Hendrix og enn einu sinni er japlað á þeirri langlífu (og -lygnu) tuggu um að hann hafi látist af of stórum skammti af heróíni. Hringiö í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifíð Nafn ok símanr. veróur ad fylsja bréfuin Jimi Hendrix tónlistarmaður. - Neytti aldrei eiturlyfja á borö við heróin, segir bréfritari m.a. Sem hljómlistarmaður og aðdáandi umrædds gítarleikara frá fyrstu tíð hefur mér alltaf leiðst afar mikið að sjá og heyra í fjölmiðlum farið með þessa staðleysu. - Einn þeirra sem hvaö mest umgekkst Hendrix síöustu vikurnar í lífi hans var söngvarinn Eric Burdon (áöur í hljómsveitinni The Animals). Hann segir í bók sinni „I Used to Be an Animal but I’m All Right Now (Faber and Faber 1986), að Jimi Hendrix hafi aldrei neytt eit- urlyíja á borð við heróín svo vitaö sé enda vafamál að maðurinn hafi getað náð þeim árangri sem hann náði hefði hann verið langt leiddur eiturlyfj asj úklingur. Burdon segir að Hendrix hafi um það leyti sem hann lést tekið lyf vegna tímabundins þunglyndis. Er hann svo freistaðist til aö drekka all- mikið af víni ofan í lyfjaskammtinn eitt kvöldið fór svo að hann sofnaði eða „dó“ eins og kallað er, ældi án þess að vakna og kafnaði í ælunni. Þetta staðfesta læknaskýrslur og þar með allar almennilegar músík- handbækur og fræðibækur um rokk- tónhst. - Væri ekki ráð að orðrómi um stórfellda eiturlyfjaneyslu og dauða af þeim sökum sé nú gefinn hvíldin eftir fjórðung úr öld og reynt að hafa það sem sannara reynist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.