Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Vinir Hafnarfjarðar Fyrirhugaöur meirihluti á vegum krata í Hafnarfiröi er of seint á ferö til aö koma í veg fyrir skýrslur og aör- ar upplýsingar um fyrri spillingu þessara aöila. Þaö er hins vegar kjöiinn vettvangur fyrir nýja spilhngu í skjóh nýs bæjarstjómar-meirihluta á vegum Alþýðuflokksins. Hafnaríjöröur tapaöi 70 mihjónum króna á viðskiptum bæjarins við Hagvirki á fyrri valdatíma jafnaöarmanna. Ógætheg meðferð fjármuna á því sviöi minnir á svipaða meðferö fjármuna vegna hstahátíöar í Hafnarfiröi. Sukk- iö hefur verið og er enn einkenni krata í Hafnarfirði. Skel hæfir kjafti, ef bæjarstjóri nýja meirihlutans verð- ur höfuösmaðurinn sjálfur, sem hrökklaöist úr ráðherra- stóh í nóvember fyrir aö hafa afrekað meira í fyrirgreiösl- um og annarri þjónustu viö vini og valda aöha á tíu mánuðum en kræfustu ráöherrar afreka á tíu ámm. í stjómarmyndunarviðræðum hefur veriö minnzt á þann kost, aö ráðherrann fyrrverandi veröi bæjarstjóri á nýjan leik. Hagvirkisarmur bandalagsins hefur ekki viljaö samþykkja þaö. Óneitanlega yrði meiri sthl yfir spillingunni, ef afturhvarfiö yröi þannig fullkomnaö. Athyghsvert er, hversu hlýtt jafnaöarmönnum í Hafn- arfiröi er th spillingar í opinberum rekstri. Þaö kom greinhega fram í frægðarmálum fyrrverandi bæjarstjóra og ráöherra og kemur nú ekki síður skýrt í ljós í smíöi bláþráðar-bandalags um endurheimta stjóm bæjarins. Alþýöuflokksmenn í Hafnarfiröi em sagðir munu ætla aö sjá um, aö þeirra maöur verði efstur í prófkjöri flokks- ins í Reykjaneskjördæmi og haldi þannig stööu sinni í flokknum, þar sem hann er varaformaður. Verður hann þá fljótt eftirmaður hins fylgislausa flokksformanns. íslendingar kaha ekki aht ömmu sína í dálæti á sphl- ingu og öfund í garö þeirra, sem ná langt á því sviði. Samt hefur krötum í Hafnarfirði tekizt aö ganga fram af venjulegu fólki. Skoöanakannanir sýna, aö almenningi blöskrar framganga þeirra og höfuðsmanns þeirra. Undarlegt ástand í Hafnarfirði stafar ekki af, aö þar búi verra fólk en annars staðar í landinu. Tvennt hefur myndaö jaröveg spilhngar. Annars vegar er langvinn barátta íhalds og krata, sem blindar málsaöha svo, aö þeir sjá aht í andstæðunum: Okkar menn og óvinimir. Þegar mikh spenna hefur lengi verið mihi tveggja póla, er stundum hætt við, aö flokkadrættir ryöji th hhö- ar almennu mati og viðhorfum, þar á meöal siögæðisvið- horfum. Þá er ekki spurt um efnisatriði, heldur hvort viökomandi sé meö „okkur“ eöa á móti „okkur“. Hin forsendan er árlegi fjársjóöurinn, sem Hafnar- Úöröur fær í gjöldum frá álverinu. Miklar tekjur umfram önnur sveitarfélög hafa gefiö hafnfirzkum bæjaryfirvöld- um tækifæri th aö fara meö peninga eins og sldt. Víöar en í Færeyjum þarf sterk bein th að þola góða daga. Samkvæmt Pétursreglu fyllir opinber rekstur ahtaf þaö svigrúm, sem fæst af auknum tekjum. Eyösluglaöir kratar í Hafharfirði fylgdu ekki bara þessari reglu um meöferð opinberra fjármuna, heldur tókst þeim líka aö gera bæinn aö einum hinum skuldugasta í landinu. Þetta voru sæludagar í Hafnarfirði. Þáverandi bæjar- stjóri var eins og kóngur í ævintýraríki og grýtti pening- um í ahar áttir til vina Hafnarfjarðar, hvort sem þeir voru á vegum hstahátíða eöa þóknanlegra verktaka. Hiröina dreymir enn um aö endurheimta dýrðardagana. Framhaldssögunni um vini Hafnaríjaröar er ekki lok- iö. Nýr kapítuh er aö hefjast. Hann verður minnisstæöur og vafalaust thefni nýrra Hafnarfjarðarbrandara. Jónas Kristjánsson .Aðgangur nemenda að rannsóknartækjum er nauðsynlegur segir greinarhöfundur. Tæknimenntun á háskólastigi Tæknimenntun á háskólastlgi fer fram á íslandi í tveim skólum, verkfræðideild Háskóla íslands og Tækniskóla íslands. Öllum sem til þekkja er ljóst að verkfræðinám og tæknifræðinám eru greinar af sama meiði. Reyndar er munur á því hvaðan er lagt af stað, hvaða undirstööu menn byrja með, en allmargir halda áfram eftir tækni- fræðinám og ljúka verkfræöinámi. í verkfræðideild og Tækniskóla er að talsverðu leyti veriö aö kenna sömu hlutina á ákveðnu stigi námsins. Verkfræðingafélag ís- lands hefur gengið svo langt í ályktunum sínum aö segja að tæknifræðinám ætti að vera náms- braut í verkfræði og sama mennta- stofnun ætti að bjóða upp á báöar þessar námsleiðir. í raun er verið að tala þarna um sameiningu verk- fræöideildar og þess hluta Tækni- skólans sem annast tæknifræði- nám, en eins og menn vita annast Tækniskólinn margháttað annað nám. Mikilvægi tæknináms Ég hef oft sagt og segi enn: Smá- þjóð sem býr á afskekktu eylandi úti í miðju Atlantshafi og talar tungumál sem enginn skilur, verð- ur að halda uppi öflugu mennta- kerfi. Ella stenst hún ekki þá sam- keppni sem framtíðin mun bera 1 skauti sér. í því öfluga mennta- kerfi verður tæknimenntun að skipa háan sess. Vel þarf og að gæta þeirra fjármuna sem úr er að spila hverju sinni og því er nauð- synlegt aö tækninámið sé vel skipulagt sem og annað nám. Tækniháskóh íslands sem tæki við hlutverki hinna beggja skólanna mmidi auka skilvirkni, hag- kvæmni og hagræði. Það gefur auga leið að dvergþjóð getur ekki dreift kröftum sínum við tækni- menntun í marga hluta með tals- Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur ur enn skilvirkni og hagræðingu. Aðgangur nemenda að rannsókna- tækjum er nauðsynlegur og sam- starf prófessora og sérfræðinga rannsóknarstofnanannna leiðir til virkari rannsóknar- og þróunar- stefnu. En þaö er einmitt náið sam- band milli hagvaxtar margra þjóöa og þeirrar áherslu sem lögö er á rannsóknar- og þróunarvinnu. Til mikils að vinna Enginn vafi er á að endurskoðun á skipan tæknináms á háskólastigi er brýnt verkefni. Ég þykist vita að menntamálaráöherrann okkar sé að skoða þetta mál. Vel má hugsa sér að Tækniháskóh íslands sjái um aðra raungreinakennslu á há- skólastigi. Þannig gæti starfsemi raunvísindadeildar fahið inn í slík- an skóla. Líklega með enn aukinni hagræðingu. Tækniháskóli íslands „Það gefur auga leið að dvergþjóð getur ekki dreift kröftum sínum við tækni- menntun í marga hluta með talsverðri tvítekningu. Slíkt kemur aðeins fram í lélegri menntun og meiri kostnaði.“ verðri tvítekningu. Shkt kemur aðeins fram í lélegri menntun og meiri kostnaði. Ekki síst og e.t.v. einmitt á sviði tæknimenntunar þarf þjóðin að standa vörð, fylgjast vel með þróuninni og theinka sér hið nýja jafnóðum. Tækniháskóh íslands þarf að hafa náið samstarf við helstu rann- sóknarstofnanir landsins á sínu sviði, bæði til þess að njóta leið- sagnar þeirra og tækjakosts við kennsluna sem og aö auka tengshn milli skólamannanna og rannsókn- armannanna. Þannig tilhögun eyk- gæti sem best starfað innan vé- banda Háskólans og gæti þá orðið fyrsta skrefið í þeirri þróun sem rektor háskólans hefur varpað fram sem möguleika, nefnilega aö Háskóhnn verði stofnun nokkurra háskóla sem hver um sig starfa á afmörkuðum sviðum. Endurskipu- lagning kennslu á háskólastigi hef- ur margar hhðar og er brýnt verk- efni. í þvi mikla viðfangsefni má endurmenntun og símenntin ekki gleymast. Guðmundur G. Þórarinsson Skoðanir aimarra Ekki í skjjóli tollmúra „Æth íslendingar að reka hér arðbæran landbún- að, þá veröur það ekki gert í skjóh tohmúra.... Það þarf ekki spakan mann til að sjá hver áhrif shkir tohar muni hafa á verðlag innlendrar framleiðslu. Menn verða aö líta raunsætt th þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Er verið að fóma meiri hagsmunum fyrir minni? Fáar þjóðir í heiminum eiga jafn mikið und- ir því að grundvöllur WTO standist og að frjáls mhh- ríkjaviðskipti auðgist og blómgist og íslendingar.“ Baldvin Hafsteinsson, lögmaður FIS, í Mbl. 11. jan. Óvissa til staðar „Bætt staöa efnahagslífsins er ekki síöur að þakka góðum rekstrarskhyrðum hér innanlands en hag- stæðari þróun viðskiptakjara og meiri eftirspum á alþjóðavettvangi. ... Umtalsverður verðbólguþrýst- ingur hefur ekki komið fram enn sem komiö er enda sýnir reynslan að áhrifa eftirspumarþenslu gætir yfirleitt með nokkurri tímatöf. Óvissan er þó th stað- ar og bætist við þá sem skapast vegna óvissu í fisk- veiðum á komandi árum.“ Úr 1. tbl. Vísbendingar, vikuriti um viðskipti og efnahagsmál. Tími Kvennalistans liðinn „Jafnframt því sem forystuklíkan í Kvennalistan- um herðir tökin verður hugmyndalegt gjaldþrot flokksins æ ljósara. Kvennalistinn hefur engin svör við brýnum spumingum um stefnu í veigamestu málum þjóðarinnar. Kvennahstinn er hugmynda- fræðilega gjaldþrota og valddreifingarstefna hans hefur snúist upp í andhverfu sína. Tími Kvennahst- ans er liðinn." Úr forystugrein Alþbl. 11. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.