Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995
Fréttir
RLR hefur ekki lokið rannsókn í lyfjamálinu:
Tryggingamál eiganda
Gýmis eru í rannsókn
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur
aö undanfórnu kannaö tryggingamál
eiganda gæðingsins Gýmis sem felld-
ur var á landsmótinu á Hellu í byrjun
júlí. Málið hefur frá þeim tíma að
mestu leyti verið í höndum RLR.
Rannsóknarlögreglan sendi máliö
til ríkissaksóknara í byrjun nóvem-
ber en þangaö var það endursent um
miðjan þann mánuð. Ríkissaksókn-
araembættið taldi máhð ekki full-
rannsakað þrátt fyrir að RLR hefði
haft það í sínum höndum í um þrjá
mánuði. Á þeim tíma hafði Rann-
sóknarstofnun háskólans í lyíjafræði
meðal annars komist að þeirri skýru
niðurstöðu að Gýmir hefði verið
sprautaður með staðdeyfilyfmu lító-
kaíne innan viö tólf klukkustundum
áður en hann hóf sína síðustu keppni
þegar hann fótbrotnaði. Vegna þessa
vaknaði grunur um brot á dýra-
vemdarlögum.
Samkvæmt heimildum DV hafa
viðbrögð Hinriks Bragasonar, eig-
anda Gýmis, vakið upp spurningar
rannsóknaraðila á þeim tíma sem á
rannsókninni hefur staðið að því
leyti aö niðurstööur sýnatöku lágu
skýrar fyrir. Yfirvöld hafa m.a. varp-
að fram þeirri spurningu hvers
vegna hann hafi ekki viljað fá á
hreint hver eða hveijir og með hvaða
hætti sprautuðu staðdeyfilyfinu í
hross hans, milljónagrip, sem þurfti
að fella eftir slys, væntanlega af völd-
um lyfjanna. Meðal annars vegna
þessa sendi ríkissaksóknari Gýmis-
málið til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins á ný. Um tveir mánuðir eru liðn-
ir frá því að farið var fram á fram-
haldsrannsókn.
-Ótt
Málning á
lögreglubíl
Ung kona fótbrotnaöi þegar hún
datt á hálkubletti í Hafnarstræti síð-
degis í gær. Lögreglumennirnir Sæ-
mundur Pálsson og Ingimundur
Helgason fóru til aðstoöar stúlkunni.
Lögreglubíl sínum lögðu þeir í næsta
nágrenni og þegar þeir komu að hon-
um aftur var búið að skvetta yfir
framrúðu og vélarhlíf bílsins eld-
rauðri málningu. Fólk sem var í
námunda við bílinn neitaði hins veg-
ar að hafa séð hvað átti sér stað og
töluðu Sæmundur og Ingimundur
um „Harlem-viðbrögð" þar sem eng-
inn sér neitt beear afhrnt á sér stað.
Sæmundur Pálsson bendir á máln-
inguna á lögreglubílnum.
DV-mynd Sveinn
Þú getur svarað þessari
spurningu með því að
hringja í síma 99-16-00.
39,90 kr. mínútan.
Já jJ
Nei 2]
FÓLKSINS
99-16-00
Hæstiréttur dæmdi Steingrím Njálsson 8. desember:
Fangelsismálastofn-
un sendur dómurinn
áþriðjudag
- eftir að hann var kominn í gæsluvarðhald á ný
Samkvæmt áreiðanlegum upplýs-
ingum DV var sex mánaða fangelsis-
dómur, sem kveðinn var upp yfir
Steingrími Njálssyni 8. desember síð-
asthðinn í Hæstarétti, sendur Fang-
elsismálastofnun til fullnustu síð-
astliðinn þriðjudag.
Greint var frá því í DV á þriöjudag
að áfrýjaður fangelsisdómur yfir
Steingrími væri til meðferðar hjá
Hæstarétti. Þetta er ekki með öllu
rétt þvi 8. desember síðastliðinn var
dómur kveðinn upp í málinu og
Steingrímur dæmdur til hálfs árs
fangelsisvistar.
Fangelsismálastofnun hafði ekki
verið sendur dómurinn á mánudag
og því var Steingrímur ekki kominn
í afplánun. Þær upplýsingar fengust
hins vegar hjá Hæstarétti í gær að
dómurinn hefði verið sendur Fang-
elsismálastofnun á þriðjudag, sama
dag og greint var frá þvi í DV að
hann ætti engan dóm óafplánaðan
hjá Fangelsismálastofnun og þremur
dögum eftir að héraðsdómur hafði
úrskurðað hann í fjögurra vikna
gæsluvarðhald. -pp
Var rétt af Jóhanni Bergþórsyni að
sprengja meirihlutann í Hafnarfirði?
Alllr i stafræna kertlnu me6 tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu.
Umf erðarátak á Suðvesturlandi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður athyglinni beint sérstaklega
og Suðvesturlandi hyggst í næstu að umferð hesta- og vélsleðafólks og
viku vera með sameiginlegt umferð- dráttarkerrum.
arátak. Meöan á átakinu stendur
Stuttar fréttir dv
Undanþegnirtilvisun
Augnlæknar verða undanþegn-
ir tilvísunarkerfinu. Óvist er hve-
nær kerfinu verður komið á.
Húölæknar mótmæitu kerfinu á
fundi í gærkvöldi.
Tilraun í Grafarvogi
Framkvæmdanefnd Reykjavik-
urborgar um reynslusveitarfélög
leggur til að staðið verði fyrir
viðamikilli stjórnsýslutilraun i
Grafarvogi og að borgin taki
hluta löggæslu í sinar hendur.
RÚV greindi frá þessu.
33 læknanemaráfram
Háskólaráð ákvað í gær að 33
læknanemar á fyrsta ári héldu
áfram námi að loknum sam-
keppnisprófum. Samkvæmt Mbl.
hafa til þessa 30 nemar fengið að
halda áfram.
Matarlím úr þorskroði
Hægt er að framleiða matarlín
úr þorskroði, samkvæmt rann-
sóknum á Keldum. Á Stöð 2 var
sagt að framleiðslan gæti skapað
4milljarða króna útflutningstekj-
ur á ári.
Samkeppni í bíiaskoðun
Bifreiðaskoðun íslands fær
samkeppni á morgunþegar fyrir-
tækið Aðalskoðun i Hafnarfirði
tekur til starfa. Aðalskoöun hefur
boöað 6% lægra verð á bilaskoö-
un en gildir hjá Bifreiðaskoðun
íslands. Þá mun þriðji skoðunar-
aðilinn bætast fljótlega i hópinn.
Hannavikingagarð
Þrír íslenskir arkitektar, starf-
andi í Ósló, hafa hannað 20 hekt-
ara skemmtigarð í anda víkinga-
tímabilsins í nágrenni Óslóar.
Þetta kom fram i Mbl.
AukningáFlateyri
Sparisjóður Önundarfjarðar á
Flateyri jók innlánsviðskipti sín
mest allra sparisjóða á síðasta
ári. Ástæðan er talin niöurfelling
þjónustugjalda hjá sjóönum.
Fuglatalning
Árleg fuglatalning fór fram á
suðvesturhorni landsins um síð-
ustu helgi. Ríflega 70 fuglateg-
undir sáust og sjaldgæfar tegund-
ir voru óvenjumargar.
í dag mælir Dagfari
Persóna Guðmundar Árna
Löggiltir endurskoðendur hafa átt
sinn þátt í því að meirihlutinn er
fallinn í Hafnafirði. Löggiltir end-
urskoðendur hf. hafa samið
skýrslu um viðskipti Hafnarfjarð-
arbæjar og Hagvirkis-Kletts. Þar
koma fram ýmsar ávirðingar og
ábendingar og Jóhann Bergþórs-
son, fyrrum eigandi og forstjóri
Hagvirkis-Kletts, er að vonum
óánægður með þessa skýrslu.
Einkum var hann þó óánægður
með að skýrslan skyldi birt og telur
það trúnaðarbrot sem hafi verið
framið af samstarfsmönnum sín-
um í Sjálfstæðisflokknum. Það
trúnaðarbrot mun aðallega hafa
valdið því að Jóhann sagði skilið
við meirihlutann og flokk sinn.
í þessari skýrslu kemur meðal
annars fram að Guðmundur Árni
Stefánsson, þáverandi bæjarsfjóri,
mun hafa gefið út ábyrgö fyrir
hönd bæjarins til Hagvirkis- Kletts,
sem löggiltir endurskoðendur hf.
telja hugsanlega aö bijóti í bága við
lög. Þessi ábyrgð lenti á endanum
á bæjarsjóði og bæjarbúar þurftu
þar af leiðandi að borga tapiö hjá
Hagvirki-Kletti vegna þeirrar
ábyrgðar sem Guðmundur Ámi
skrifaði upp á.
Stöð tvö ræddi við Guðmund
Árna um þetta mál á mánudaginn
og þá kannaöist Guðmundur Árni
ekkert við að hafa persónulega
skrifað upp á neina ábyrgð fyrir
hönd bæjarins. Á þriðjudag, daginn
eftir, dregur Stöð tvö fram skjal
sem er undirritað af Guðmundi
Árna og spyr Guðmund Árna hvort
hann haldi því enn fram að hann
hafi ekki komið nálægt þessu máli.
Þá segir Guðmundur Árni: Auð-
vitað skrifaði ég upp á þessa
ábyrgð. En ég gerði það ekki per-
sónulega heldur sem bæjarstjóri.
Ég kom hvergi nálægt þessu máli
persónulega, heldur var ég að gæta
hagsmuna bæjarins sem bæjar-
stjóri og skrifaði því upp á ábyrgð-
ina sem bæjarstjóri án þess að mín
persóna kæmi þar nokkurs staðar
nálægt.
Þetta er efnislega það sem Guð-
mundur Ámi segir og bætir því
raunar við að skýrsla Löggiltra
endurskoðenda hf. beri vott um
skilningsleysi núverandi meiri-
hluta bæjarins á þörfum bæjarfé-
lagsins og atvinnulífsins.
Þetta svar Guðmundar Árna er
afar merkilegt fyrir margra hluta
sakir. Hann gefur sem sé í skyn að
núverandi meirihluti hafi ekki
skilning á því að bijóta megi lög
þegar þarfir atvinnulífisins em
annars vegar. Bærinn eigi sem sagt
að ganga í ólöglega ábyrgð ef mikið
liggur við í atvinnulífinu. Væntan-
lega er Jóhann Bergþórsson sam-
mála þessari lagaskýringu miðaö
við þann kærleika sem nú er ríkj-
andi á milli hans og kratanna í
Hafnarfirði.
Fer auðvitað vel á því að þessir
tveir aöilar myndi meirihluta í
Hafnarfirði til að standa vörð um
þessa lagatúlkun sína og koma í
veg fyrir að löggiltir endurskoð-
endur og félagsmálaráðuneyti og
dómstólar og þeir sem borga brús-
ann fari að reka nefiö ofan í mál
sem þeir hafa engan skilning á.
Athyglisverðast er þó að Guð-
mundur Ámi gerir skýran greinar-
mun á Guðmundi Árna sem per-
sónu annars vegar og Guðmundi
Arna bæjarstjóra hins vegar. Þetta
eru tvær ólíkar og óskyldar mann-
eskjur sem vita stundum alls ekki
hvað hin persónan var að gera.
Persónulega kom Guðmundur
Árni hvergi nærri þessu máli Hag-
virkis-Kletts þegar ábyrgðin var
veitt, en sem bæjarstjóri skrifaöi
Guömundur Árni aö sjálfsögðu
undir ábyrgðina án þess að Guð-
mundur Árni kæmi þar persónu-
lega nálægt málinu.
Ef þetta er rétt má meö sama
hætti segja að bæjarfulltrúinn Jó-
hann Begþórsson er allt annar Jó-
hann Bergþórsson en sá Jóhann
Bergþórsson sem stjórnaði Hag-
virki-Kletti. Og það þýðir líka að
Jóhanp Bergþórsson bæjarfulltrúi
er aUt annar Jóhann Bergþórsson
en sá sem verður bæjarverkfræð-
ingur og þegar Guðmundur Árni
verður aftur bæjarstjóri í Hafnar-
firði er það allt annar Guðmundur
Árni en sá sem var bæjarstjóri,
þegar ábyrgðin var veitt af Guð-
mundi Árna, sem einu sinni var
bæjarstjóri.
Ef þessi kenning stenst ekki lög
þá er það vegna þess að lögin hafa
ekki skilning á þörfum Hafnar-
fjarðarbæjar og atvinnulífsins.
Dagfari