Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 16
28 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 JÓLASTEIK? Vorum aS taka í notkun nýian og glæsileaan tækjasal meS CYdEX líkamsræktartækjum frá USA. Þau bestu á markaSnum í dag. Nú er tilvaliÖ aS takast á viS jólasteikina í glæsilegri aSstöSu og góSu andrúmslofti. V'* jj Stórhöfða 17 v. Gullinbrú Simar: 587 2111 & 587 2116 tenms • Innritun á námskeið fyrip byrjendur og lengra komna • Morgunnámskeið - barnagæsla á staðnum • Símar: 564 4050 & 564 4051 Dalsmári 9-11 Kópavogi Byggðu þig upp á nýju ári með Gencompte* iGilsuhúsið Görcomrpr# A nýju ári er rétt að hrista af sér slenið og byggja sig upp með hreyfingu, hollum mat og góðum bætiefnum. Þúsundir íslendinga viðhalda heilbrigði sínu með Gericomplex. Regluleg neysla þess bætir starfsþrekið og eykur viðnám gegn sleni og slappleika. Gericomplex inniheldur valin vítamín, steinefni og lesitín og það er eina fjölvítamínið sem inniheldur Ginsana G115. Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg simi 22966 GERICOMPLEX - MEST SELDA BÆTIEFNI Á ÍSLANDI Heilsa S á elsti sem æflr þolfimi - Sigurjón Guðjónsson er 64 ára og æfir 3-5 sinnum í viku „Frá þvi að ég byrjaði að stunda þolfimi hefur mér iiðið rniklu betur,“ seg- ir Sigurjón Guðjónsson sem án efa er elsti íslendingurinn sem stundar þolfimi. Hér er hann á fleygiferð innan um ungar stúlkur í líkamsræktarstöð- inni Aerobic Sport. DV-mynd ÞÖK Hann Sigurjón Guðjónsson lætur ekki aldurinn aftra sér frá því að stunda þolfimi. Hann fór í fyrsta þol- fimitímann árið 1986 og hefur síðan þá æft þolfimi af kappi. Siguijón er án efa elsti íslendingurinn sem æfir þolfimi en hann er 64 ára gamall og það má segja að þegar hann er að æfa sé hátt í 50 ára aldursmunur á honum og þeim yngstu. „Ég reyni að komast í þolfimi 3-5 sinnum í viku og fer í alla tíma. Frá því ég byrjaði í þessu hefur mér liðið betur og hef getað haldið mér í góðu formi.“ Sigurjón segist hafa stundað íþrótt- ir á sínum yngri árum. Hann var á íþróttaskólanum í Haukadal hjá Sig- urði Greipssyni 1946-47 og um tví- tugsaldurinn æfði hann frjálsar íþróttir. Eftir tvítugsaldurinn fór hann út í nám, síðan að vinna úti á sjó og flutti út á land þar sem hann starfaði í 20 ár. í kjölfarið hætti hann að stunda íþróttir. Leið ekki vel í skrokknum og varð að gera eitthvað „Það má segja að ég hafi ekki gert neitt í að hreyfa mig á þessum árum og það var ekki fyrr en árið 1980, eftir að ég flutti í bæinn, að mér fannst ég vera að slappast til heil- sunnar. Mér leið ekki vel í skrokkn- um. Ég fékk kransæðastíflu, var með vöðvabólgu og ég varð hreinlega að gera eitthvað í mínum málum. Fyrsta skrefið sem ég tók var að fara í jóga. Síðan datt mér í hug að prófa þolfimi, hún var að ryðja sér til rúms á þessum árum, og ég sé svo sannar- lega ekki eftir því að hafa reynt það.“ Er stundum alveg að gefast upp „Með þolfiminni heldur maður lík- amsþyngdinni niðri og maður verður allur styrkari á sál og líkama. Hjarta- læknirinn minn samþykkir alveg að ég stundi þolfimi svo framarlega að ég stundi hana á skynsamlegan hátt. Ég er ekkert ílinkur í þessu en fyrir mig skiptir það engu, ég er að þessu fyrir mig og mína heilsu. Mér líkar mjög vel við þessa íþrótt. Slys eru nær engin og æfingar eru góðar og halda manni liðugum. Ég viðurkenni að þetta er dálítið puð og maður er stundum alveg að gefast upp en þeg- ar tímanum er lokið finnur maður fyrir vellíðan," segir Sigurjón. Rannveig búin að stökkva og það eru ekki aliir á áttræðisaldri sem geta státað af svona tilburð- um. Á innfelldu myndinni er Rannveig Kristjáns- dóttir við brettið i Sundhöll Reykjavíkur. DV-myndir ÞÖK Rannveig Kristjánsdóttir, 77 ára gömul: Stingur sér til sunds af brettinu Hún Rannveig Kristjánsdóttir, sem 200-300 metra í hvert sinn. Það sem verður 77 ára gömul í næsta mán- meira er. Hún stingur sér til sunds uöi, kemur í Sundhöll Reykjavíkur afsundbrettinuílauginniogþeireru nær daglega og syndir yfirleitt ekki margir sem geta státað af shku Hvað gerir þú til að börn og unglingar byrji ekki að reykja? TÓBAKSVARNANEFND á þessum aldri. „Ég byrjaði ekkert að stunda sund- ið fyrr en ég var að verða sjötug. Ég hætti að vinna 67 ára og tveimur árum síðar hóf ég komur mínar í Sundhöllina. Sundið gefur mér mikið og ég reyni aö komast daglega í laug- ina,“ segir Rannveig. „Eftir að ég fór að stunda laugarnar hefur mér liðið betur og ég ætla að halda þessu áfram með heilsan leyf- ir,“ segir Rannveig. Frægust er Rannveig fyrir að nota brettið í lauginni en fyrsta verk hennar þegar hún kemur í sund er að stinga sér af því. „Ég reyni alltaf að komast á brettið þegar það er niðri. Mér finnst það ómissandi þáttur í þessu og mjög skemmtilegur," segir Rannveig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.