Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 5 Fréttir Kjarasamningalotan aö heQast: Flókin og erf ið staða Oft hefur verið sagt að verið væri að gera kjarasamninga við erfiðar að- stæður. Sjálfsagt er þaö rétt að oft hafi aðstæður veriö erfiðar en full- yrða má að sennilega hafi þær aldrei verið jafn erfiðar og flóknar og nú. Ástæðurnar eru augljósar. Bæði fé- lög innan Alþýðusambandsins og starfsmanna hins opinbera eru með lausa samninga. Þau eru ekki sam- stiga og kröfurnar eru ólíkar. Ekkert ASÍ-félaganna hefur aflað sér verk- fallsheimildar. Kennarafélögin, sem eru með hærri launakröfur en ASÍ- félögin, eru að leita eftir að mega Fréttaljós boða verkfall 17. febrúar hafi samn- ingar ekki tekist fyrir þann tíma. Og þessi flókna staða kemur ofan í kosn- ingabaráttuna sem nú er að hefjast fyrir alþingiskosningarnar 8. apríl. Það er því ekki út í loftið sem þeir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra tala nú um þann möguleika að flýta þingkosningum. Mismunandi kröfur Þær launakröfur verkalýðsfélag- anna sem komnar eru fram virðast vera nokkuö líkar. Flest félögin tala um 10 þúsund króna hækkun á mán- uöi en þó með eitthvað mismunandi leiðum að því marki. Þau eiga líka sameiginlegt aö vilja breyta eða af- nema lánskjaravísitöluna, hækkun skattleysismarka, lægra tekjuskatts- hlutfall og skuldbreytingu fyrir skuldsettustu heimihn í landinu. Til viðbótar þessu eru svo ýmsar sér- kröfur fyrir hvert félag fyrir sig. Af þeim kröfum sem komnar eru fram hjá félögum opinberra starfs- manna skera kröfur kennara sig nokkuð úr. Þær eru sagðar upp á 25 prósent launahækkun á mánuði. Sama er með kröfur leikskólakenn- ara, sem eiga sérstakt stéttarfélag. Starfsmannafélag ríkisstofnana og Starfsmannafélag Reykjavíkurborg- ar eru með kröfur sem eru mun nær kröfum ASÍ-félaganna. Og hvað svo? Eðhlegt er að menn spyrji á þessari stundu hvað gerist næst í þessu mikla og erfiða máh. Fróðir menn um kjarasamninga segja að mestar líkur séu á að í hönd fari eftirfarandi atburðarás: Reynt verði að ná samningum við ASÍ-félögin fyrst. Telja má víst að Vinnuveitendasambandið hafni öll- um launakröfum félaganna og haldi sig fyrst í stað við þá 2 til 3 prósenta launahækkun sem þeir Þórarinn V. og Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, hafa nefnt í haust og vetur. Samningaþref mun fara í gang og htið miða nema þá varðandi sérkjör- in. Þá munu hin sterku og fjölmennu félög í Flóabandalaginu, og ef til vill einhver fleiri verkalýðsfélög, afla sér verkfallsheimildar og vera uppi með miklar hótanir. Þessum klassíska formála að kjara- samningum ætti að vera lokið um næstu mánaðamót. Þá má gera ráð fyrir að alvörusamningar fari í gang TaLknafjörður: Eldurinn kvikn- aðiíspónsugu Sameiginleg rannsókn Rannsókn- arlögreglu ríkisins og lögreglu á Pat- reksfirði hefur leitt í ljós að eldurinn í Trésmiðjunni Eik á Tálknafirði kviknaði í spónsugu. Talið er hugs- anlegt aö glóð hafl myndast þegar verið var að saga harðan við og elds- matur verið nægur í spæninum. Milljónatjónvarðíbrunanum. -pp og samningalotan standi stutt. Ástæðan er ótti við kennaraverkfall 17. febrúar. Ef samningar ASÍ-félag- anna lenda inni í slíku verkfalli er komin upp alvarleg staða sem enginn vih kalla yfir sig. Þegar samningum við ASÍ-félögin er lokið verður sagt viö opinbera starfsmenn aö búið sé að marka stefnuna. Þetta geti þeir fengið og annað ekki. Þannig hefur það verið mörg undanfarin ár í svonefndum þjóðarsáttarsamningum. Gangi þetta eftir mun það nær örugglega kosta verkföll. Ekki síst vegna þess að op- inberir starfsmenn, eins og til að mynda kennarar, eru ákveönir í að rjúfa þessa hefð. Þeir vilja ráða sín- um samningum sjálfir. Hin aðferðin segja þeir að sé eins og aö gefa öllum sjúklingum á Landspítalanum sama meðaliö í sparnaðarskyni. Kjarasamningurinn Gera má ráð fyrir að ríkisstjórnin verði liprari við verkalýðshreyfing- una nú en oft áður. Það eru kosning- ar fram undan. Búist er við að hún fallist á að breyta lánskjaravísi- tölunni þannig að launahækkanir vegi ekki jafn þungt í henni og nú er. Líka er hugsanlegt að persónuaf- sláttur verði hækkaður og að ein- hvers konar aöstoð við skuldugustu heimihn í landinu verði veitt. Þetta er samdóma álit þeirra verkalýðsfor- kólfa og stjórnmálamanna sem DV hefur rætt við. Þetta eru allt atriði sem yrðu vinsæl í kosningabarátt- unni. Þá er eftir það sem að Vinnuveit- endasambandinu snýr. í þeim bak- tjaldaviðræðum sem átt hafa sér stað að undanförnu milli verkalýðsfor- ingja, vinnuveitenda og ráðherra eru menn að tala um samning til tveggja ára eða jafnvel til tveggja og hálfs árs. Sú launahækkun sem þar hefur verið nefnd er 8 prósent á samnings- tímabilinu, 5 prósenta hækkun á þessu ári og 3 prósent á næsta ári. Þótt þessi tala hafi verið nefnd gæti hún að sjálfsögðu orðið 7 prósent eða 9 prósent, allt eftir því hvernig vind- urinn blæs þegar komið er að undir- ritun. Þá kæmi það ekki á óvart að er kallað eingreiðsla, það er orlofs- samið yrði um hækkun á því sem enn uppbót og desemberuppbót. Myndbandagetraun BONUSVIDEO Sími 99-1750 Verð kr. 39,90 mínútan Myndbandagetraun Bónusvídeós er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost að vinna gjafakort með úttekt á þrem myndbandsspólum frá nýrri og stórglæsilegri myndbandaleigu Bónusvídeós að Nýbýlavegi 16. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara fimm lauf- léttum spumingum um veitingahús, skemmtistaði og viðburði helgarinnar. Svörin við spumingunum er að finna í blaðauka DV um dagskrá, myndbönd og kvikmyndir í dag. Dregið daglega úr pottinum! Daglega frá fimmtudegi til miðvikudags verða nöfn þriggja heppinna þátt- takenda dregin úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu gjafakort frá Bónus- vídeói. Allir sem svara öllum fimm spumingunum rétt komast í pottinn. Munið að svörin við spumingunum er að finna í myndbandaumfjöllun DV í dag. Nöfn vinningshafa verða birt í blaðauka DV um dagskrá, myndbönd og kvik- myndir í vikunni á eftir. BÖNHSVÍDEÖ Nýbýlavegi 16 - sími 564-4733 Opið virka daga frá 10-23.30 - laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30 V/ ^W' Þá kemur aðeins ein tölva til greina: Macintosh Performa 475 Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappa- borði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. Macintosh Performa 475 kostar aðeins 125.263,- kr. 119.000,- kr. stgr. eða 4.242,-,. á mánuði í 36 máií. 2 mmm Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00 /, ;; '■ '■ ’■ '■ i 11'H\ 1 Upphæðin er meSaltalsgreiðsla meS vöxtum, lóntökukostnaði og færslugjaldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.