Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 Neytendur____________________________________ Jón Múli Ámason borðar fyrir 67 krónur á dag: Breytti um mataræði og léttist um tugi kílóa - borðaði kartöflur og grænar baunir á jólunum Sértilboð og afsláttur: Þínverslun Austurver, Breiðholtskjör, Garðakaup, Melabúðin, Horniö, Selfossi, Sunnukjör, 10-10 Hraunbæ, Suðurveri og Norður- brún og Plúsmarkaöir í Grafar- vogi, Grímsbæ og Straumnesi. Tilboðin gílda til miövikudags. Þar fást pökkuð svið á 198 kr. kg, Freyjustaurar, 2 stk., á 89 kr., Luxus ananas, 'A d., á 59 kr., Luxus niðursoðnir tómatar á 49 kr. dósin, Goða beinkonbúðingur á 339 kr. kg, Ömmupizzur, 600 g, með pepperoni, skinku eða nautahakki á 376 kr. stk. Höfn Þrí- hyrningur Tilboð frá fóstudegi til sunnu- dags: Dinner’s mint m/kaffinu á 198 kr. og Korni flatbrauð á 78 kr. Tilboð frá föstudegi til fimmtudags: Frón mjólkurkex á 99 kr., Frón súkkul. Marie á 74 kr., þýsk heílkorna rúgbrauð á 76 kr„ þýsk bóndabrauð á 108 kr„ jógúrtbrauð á 97 kr. og Höfn rjómalöguð lifrarkæfa á 630 kr. kg. Aðeins á Selfossi: Super app- elsínusafi, 1 1, á 49 kr. og Super þvottaefni, 3 kg, á 156 kr. Tilboðin gilda til miðvikudags. Þar fæst Federichi pasta, 3 teg„ 500 g, á 39 kr„ Búrfells svína- skinka, 2x15 sn„ á 699 kr. kg, kúrbítur og eggaldin á 299 kr. kg, blómkál á 139 kr. kg, rjómaostur, 400 g, á 194 kr„ léttostur, 2 teg., á 129 kr„ Ali beikon á 799 kr. kg, Myllu hvitlauksbrauö, fin/gróf, á 99 kr. og Blátoppur sódavatn, 500 ml, á 59 kr. _cyn)\GAu >rar Steiktarhrognabrækur. Hráefni: 2 stk. meðalstórar hrognabrækur fiskikrydd Pottagaldra ólífuolia pipar eftir smekk vatn og safi úr sítrónu 1 tsk. Oscar fiskikraftur /2—1 ds. sýrður rjómi sætt sinnep Hitið olíuna á pönnu. Veltið hrognunum upp úr hveiti og steikið hægt báðum megin. Kryddið og piprið. Þá er vatni bætt á og sítrónusafa og þau lát- in sjóða hægt í 10 mín. Fjarlægið hrognin af pönnunni. Bætið fiskikraftinum út í og svo sýrða rjómanum til sósugerðar. Sósan er síðan bragðbætt með t.d. sætu sinnepi og örlitlu meira af fiskikryddi Pottagaldra. Jón Múli heldur hér á dós af grænum baunum sem verða í matinn hjó honum í dag og á morgun. Hann breytti um mataræði fyrir tveimur árum og borðar nú hvorki kjöt, fisk né fugl. DV-mynd GVA „Ég lýsti því yfir fyrir tveimur árum að ég ætlaði aldrei framar að borða kjöt, fisk eða fugl og hef staðið við það síðan. Eftir 6-8 mánuði hafði ég lést um þó nokkur kílógrömm án fyrirhafnar og hef haldið minni kjör- þynd síðan. Ætli matarkostnaður minn sé ekki kominn niður í 67 krón- ur á dag,“ sagði Jón Múh Árnason, fyrrum útvarpsmaður, í samtali við blaðamann DV. Jón sagðist hafa velt þessu fyrir sér í fjölda ára og sífellt orðið sannfærð- ari um að það hentaði fólki betur að hfa á grænmeti og jurtum en spen- dýrum og fuglum. „Svo sannfærðist ég endanlega þegar ég sá sjónvarps- þátt um „iðnvæðingu hænsnfugla". Þar var því lýst í smáatriðum hvern- ig dælt er í fuglana fóðri eftir að þeir hafa misst vitið og þeim síðan gefin lyf svo þeir verði ekki veikir í kjölfar- ið. Þá ofbrauð mér og ákvað að taka ekki þátt í þessu lengur," sagði Jón Múli. Hann segist hafa úr nægu hráefni að velja þótt hann sleppi þessum vin- sælu dýrategundum. „Ég horða mik- ið af kartöflum, grænum baunum, káli, lauk, brauði, rúsínum, ferskj- um, döðlum, vinberjum, hnetum, ávöxtum, sojabaunum og grjónum, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Jón Múli. Hann segist ahtafvakna klukk- an hálffimm á morgnana og fá sér AB-mjólk með sveskjum ásamt 1 matskeið af hunangi, b- og c-vítamín, te og hrökkbrauð með osti. Svo er algengur kvöldmatur þessa dagana soðnar kartöflur með grænum baun- um. Jón Múli segist vera eini maður- inn á heimilinu sem fylgi þessu mat- aræði og hann gerir aldrei minnstu tilraun til að snúa ætt sinni til „réttr- ar trúar“. „Á aðfangadagskvöld sat ég t.d. með fjölskyldunni, hátt í 20 manns, við matarborð þar sem allir kepptust við aö rífa í sig kjöt og sósur. Þá sat ég og borðaði mínar soðnu kartöflur og grænu baunir og fannst rosalega gott að hafa Paul Newman dressingu út á. Að vísu mundi ég hvað hangi- kjötið gat verið djöfulli gott en það freistaði mín ekki,“ sagði Jón. Hann segist alsæll með þetta nýja mataræði og aldrei hafa liðið betur. Inntur eftir því hvort hann hefði vilj- að taka þessa ákvörðun fyrr svaraði hann neitandi. „Ég held ég hafi tekið hana á nákvæmlega réttum tíma, á vorjafndægrum laugardaginn 20. mars 1993.“ 60% Hlutfall þeirra sem stunda líkamsrækt reglulega 55 55 Karlar ■ Konur 15-19 ára 20-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70-89 ára Þeim fjölgar sem stunda líkamsrækt: Konur eru duglegri en karlar Konur eru duglegri við að stunda líkamsrækt en karlar, íbúar á höfuð- borgarsvæðinu stunda frekar lík- amsrækt en fólk á landsbyggöinni og þeir sem hafa langa skólagöngu að baki og hærri tekjur eru líklegri til að stunda líkamsrækt en aðrir. Þetta eru niðurstöður skoðanakönn- unar sem Hagvangur gerði fyrir tímaritið Heilbrigðismál í september. í heild sögðust 41% aðspurðra stunda líkamsrækt reglulega en fyrir fimm árum var hlutfalhð 32%. At- hygh vekur að á aldrinum 40-49 ára eru konur áberandi duglegri en karl- ar við að stunda líkamsrækt, eöa 55% kvenna á móti 28% karla. Á aldrin- um 60-69 ára snýst þetta hins vegar við, þá stunda 38% karla reglulega líkamsrækt en einungis 22% kvenna. DV Sértilboó og afsláttur: Heilsútilboðin gilda til sunnu- dags. Þar fæst nautagúllas á 698 kr. kg, Burger hrökkbrauð, 250 g, á 98 kr„ pastaskrúfur, 500 g, á 45 kr„ Knorr pastasósa Carbon- ara á 98 kr„ Korni flatbrauð, 300 g, á 86 kr„ samlokubrauð hafra á 98 kr„ skyr, 500 g, á 55 kr„ lamba- hakk á 380 kr. kg og díet Coke, 'A 1, á 48 kr. Einnig standa yfir af- sláttardagar, herra-, kven- og barnafatnaður með allt að 70% afslætti. 11-11 Tilboðin gilda til miðvikudags. Þar fæst saltkjöt, 2. fl., á 249 kr. kg, bóndabrauð á 94 kr„ Jacobs pítubrauð, 6 stk„ á 109 kr„ appel- sínur á 59 kr. kg, Garpur, 11, á 85 kr„ Garpur, '/2 1, 3 pk„ á 79 kr„ Hy-Top kornfleks, 510 g, á 129 kr„ Heinz bakaðar baunir, 4x420 g, á 159 kr„ Everyday handsápa, 6 stk„ á 60 kr. og Fluor tannkrem, 2 túpur, á 142 kr. Fjarðar- kaup Tilboðin gilda til föstudags. Þar fæst reykt úrb. folaldakjöt á 558 kr. kg, London lamb á 680 kr. kg, nauta- og lambahakk á 498 kr. kg, appelsínur á 59 kr. kg, All hran, 375 g, á 149 kr„ Bran flakes, 500 g, á 219 kr„ Weetabix, 430 g, á 169 kr„ Fis eldhúsrúhur á 149 kr„ Garpur, 11, á 87 kr„ Uncle Ben’s pokagrjón, 500 g, á 139 kr. og Garpur, 3 pk„ á 77 kr. Kjötogfiskur Tilboðin gilda til fimmtudags. Þar fást svínalærissneiðar á 598 - kr. kg, hreinsuð svið á 279 kr. kg, ‘/2 kg hakk/spaghetti/sósa á 295 kr„ Vendelbo sultur, 900 g, á 188 kr„ túnfiskur í vatni á 69 kr„ tún- fiskur í olíu á 69 kr„ heill asparg- us í glösum, 330 g, á 165 kr. og 'A 1 Super mýkingarefni á 119 kr. Bónus Tilboðin gilda til fimmtudags. Þar fást Humal fiskibollur á 299 kr. kg, KF úrvals skinka og beik- on á 695 kr. kg, kjötfars á 239 kr. kg, Bónus síld, 450 ml, á 135 kr„ MS maltbrauð á 49 kr„ greipaldin á 39 kr. kg, rófur á 25 kr. kg, Burtons súkk.bitakökur á 99 kr„ Lerum marmelaði, 2 teg„ á 169 kr„ kornílögur, 1 kg, á 197 kr„ Snickers, 8 stk„ á 209 kr„ þvott- askrúbba m/skafti á 199 kr. og kvennærbuxur eða toppur á 197 kr. Sérvara í Holtagörðum: hvítir T-bolir, 3 stk„ 100% bómuh, á 599 kr„ vinnuhanskar á 147 kr„ gólfmottur á 99 kr„ Hosen hita- sokkar herra á 149 kr„ snyrtisett, 5 stk„ á 199 kr. og appelsínu- pressa á 79 kr. Garðakaup Tilboðin gilda til sunnudags. Þar fást svínabógsneiðar á 515 kr. kg, kindakæfa á 599 kr. kg, Ömmupizzur, 600 g, á 376 kr„ Breton saltkex, 225 g, á 119 kr„ Yes uppþvottalögur, 500 ml, á 145 kr. og grísasulta (að dönskum hætti) á 578 kr. kg. 10—11 Tilboðin gilda th miðvikudags. Þar fæst Goða skinka á 798 kr. kg, Samsölu beyglur, 4 teg„ á 99 kr„ Weetabix, 430 g, á 145 kr„ ísl. rófur á 45 kr. kg, E1 Marino kaffi, 'A kg, á 289 kr„ Ora túnfiskur i vatni/olíu á 68 kr„ Weetos morg- unmatur á 178 kr„ Meistara möndlukaka á 159 kr. og Freyju rískubbar, 12 stk„ á 129 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.