Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 Fréttir Þau létust í snjóflöðinu í Súðavík Hrefna Björg Hafsteinsdóttir Kristján Númi Hafsteinsson Aðalsteinn R. Hafsteinsson Hafsteinn Björnsson Júlíanna Bergsteinsdóttir 7 ára, fd. 10.8. 1987. 4 ára, fd. 7.10. 1990. 2 ára, fd. 29.9. 1992. 40 ára, fd. 9.7. 1954. 12 ára, fd. 21.3.1982. Bella Aðalheiöur Vestfjörð Petrea Vestfjörð Valsdóttir Hjördís Björnsdóttir Birna Dís Jónasdóttir Helga Björk Jónasdóttir 39 ára, fd. 15.3. 1955. 12 ára, fd. 21.3. 1982. 37 ára, fd. 15.10. 1957. 14 ára, fd. 23.8. 1980. 10 ára, fd. 17.5. 1984. Sveinn G. Salómonsson Hrafnhildur Þorsteinsdóttir Hrafnhildur Þorsteinsdóttir 48 ára, fd. 29.10. 1946. 49 ára, fd. 2.7. 1945. 1 árs, fd. 8.9. 1993. Sigurborg Guömundsdóttir 66 ára, fd. 14.8. 1928. Björgimarsveitarmaður sem kom örmagna heim eftir störf 1 Súðavík: Ef tirköstin algjört niðurbrot - ég bara grét - líkir Elmu Frostadóttur, 14 ára, við Guðlaug Friðþórsson, Vestmannaeying „Þegar ég kom meö skipinu til ísa- Qarðar eftir leitina í Súðavík var ég svo örmagna að ég treysti mér ekki til að aka heim og fékk far hjá björg- unarsveitarmanni. Þegar ég kom heim var ekki á mér þurr þráður eftir allt vökvatapið um nóttina og daginn. Ég klæddi mig úr með hjálp, fór í bað og fór meö bæn. Þá komu eftirköstin og algjört niðurbrot. Ég bara grét eins og bam. Þá rann upp fyrir mér hvað hafði gerst,“ sagði bj örgunarsveitarmaður á ísafirði sem var í einn sólarhring við hjálpar- störf í Súðavík. Maðurinn kvaðst hafa áralanga reynslu af leitar- og björgunarstörf- um á Vestfjörðum, m.a. í Tungudal og Óshlíö - reynslu sem mjög hefur tekið á mannlegar tilfinningar. Hann sagði að hjálparstarfið í Súðavík hefði verið verra en öll hans fyrri björgunarstörf til samans. Steinsteypt hús kubbuðustsundur „Þegar maður kom til Súðavíkur á mánudag sá maður eyðilegginguna. Maður varð fyrir geysilegu áfalli. Ég var búinn að sjá eyðilegginguna í Tungudal og á Seljalandsdal en þar voru bara timburhús. í Súðavík voru steinsteypt íbúðarhús sem kubbuð- ust í sundur eins og eldspýtustokkar með ógnarkrafti og bílamir lágu eins og leikfóng í hrúgu. Á einum stað þurfti að grafa 4-5 metra niður á fast. Undir einu hús- þakinu fannst Elma, 14 ára. Það þurfti að ijúfa þakið til að komast aö henni. Þegar fregnimar komu settu þær. gífurlegan kraft í allt fólkiö inni í frystihúsi. Þeir sem sátu stóðu upp, fólk vildi fara út og binda sig saman og flýta sér að finna þá sem eftir voru. Þegar tekið var á móti Elmu á sjúkradeildinni í 'frystihúsinu kom sú tilfinning yfir menn að við vissum ekki hvort hún næði að lifa af næstu klukkutíma vegna kuldans. Sem bet- ur fer höfðum við góðan lækni, Þor- stein Jóhannesson, yfirlækni á sjúkrahúsinu á ísafirði." Elma mátti ekki sofna „Að öömm ólöstuöum fannst mér Gunnar Björgvinsson, sjúkrabfi- stjóri á ísafirði, standa upp úr þegar Elma kom inn í hús ísköld. Fötin voru klippt í burtu og henni pakkað inn og nudduð tíl að koma blóðinu á hreyfmgu. En hún mátti ekki sofna. Hún var spurð um hina og þessa hluti. Þetta gekk í marga klukku- tíma. Með gífurlegri þolinmæði og dugnaði spjallaði Gunnar við Elmu og hélt henni gangandi, þaö gekk kraftaverki næst.“ Köstuðumst til í 12 vindstigum „Við fóram síðan um borð í Haffara með stúlkuna. Þar var læknir sem var kominn til að annast hana. Við fórum með til að aðstoða en það reyndist lítið gagn í okkur vegna sjó- veiki. Við voram alla vega einn og hálfan klukkutíma á leiðinni í 12 vindstigum. Fólk kastaðist nánast á milh veggja - allir nema einn vora sjóveikir, þar á meðal læknirinn. Annar maður tók síðan við af honum tíl að annast Elmu sem var róleg aUa leiðina og leið þokkalega vel. Ég Uki þessari stúlku við Guölaug Vestmannaeying - að vera þama í þessum kulda og orðið þetta kalt, þetta var ekki minna þrekvirki að Uggja þama í kuldanum í 15 klukku- stundir.“ Elma er að ná sér eftir hrakning- ana sem hún lenti í ásamt foreldram sínum og bróður. Hún er ekki í lífs- hættu. -ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.