Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 Ný myndbandaleiga Bónusvídeós við Nýbýlaveg í Kópavogi þykir tákn um nýja tíma i myndbandaleigu. Leigan er 300 (ermetra og býður allt að 3500 titla. Sérstakt barnahorn hefur verið innréttað en það er nýjung í myndbandaleigu á íslandi. Stjórnandi er Snævar ívarsson, gamall myndbandasérfræðingur sem áður rak Snævarsvídeó. Bónusvídeó opnar 300 fermetra myndbandaleigu í Kópavogi: Myndbandið í mikilli sókn Viðskipti HlutabréfíEssó hafahækkað Viðskipti með hlutabréf í Essó hafa verið lífleg að undanfömu. Gengi bréfanna hefur farið stig- hækkandi alla síðustu viku, á mánudag var gengisskráningin á 6,0. Gengi bréfanna var skráð 5,10 um miðja síðustu viku. Gengi punðsins hefur ekki breyst stórvægilega síðustu viku. Á mánudag var pundið skráð á 106,76 krónur en lægst skráðist >aö á fimmtudag, 106,36 krónur. Á þriðjudag í síðustu viku var skráningin 106,52 krónur. Til gamans bregðum við hér upp skráningu hlutabréfavísi- tölunnar í Hong Kong og má þar greina nokkrar sveiflm^ Vísital- an var skráð 7541,7 stig á þriðju- dag í síðustu viku en á mánudag- inn var hún komin niður í 7504,2 stig. „Myndbandaleiga er tiltölulega ung atvinnugrein sem er enn í þró- un. Þróunin hefur aðallega verið á þann veg að leigurnar hafa orðið stærri og glæsilegri þar sem reynt er aö koma til móts við eftirspurnina meö miklu úrvali myndbandatitla og þægilegri aðstöðu fyrir viðskiptavin- ina. Þessi er því líka svörun við kröf- um leigjendanna sem verða sífellt meiri. En þær leigur sem ganga vel í dag eru leigur sem gera miklar kröf- ur til sjálfra sín. Óhætt er að segja að gullgrafarabragurinn sem var á þessari atvinnugrein sé að mestu horfinn í dag. Þökk sé nútímalegri vinnubrögðum og kröfuharðari við- skiptavinum," sagði Þóroddur Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Bón- usvídeós, við DV. Bónusvídeó opnaði nýverið 300 fer- metra myndbandaleigu við Nýbýla- veg í Kópavogi þar sem allt að 3500 Álverð erlendis hefur farið stig- hækkandi undanfamar vikur og hef- ur ekki verið hærra frá því í síöari hluta nóvember. Tonnið af áli kostar nú 1954 dollara og hefur þaö hækkað úr 1907 dollurum í síðustu viku en álverð fór allt niöur í 1798 dollara tonnið í byijun nóvember. Viðskipti á Verðbréfaþingi íslands myndbandatitlar em í boði. Afar rúmt er um viðskiptavinina og fá þeir stöðugt sýnishorn af nýjum myndum frá tíu sjónvarpsskjám sem dreift er um húsakynnin. Sérstakt barnahorn hefur verið innréttaö og er það á stærð við litla myndbanda- leigu. Þar er sjónvarpsskjár og sófi í barnastærð. Hillurnar eru í „barna- hæð“ og allar aðrar innréttingar miðast við börn. Ástæða þess að ver- ið er að lýsa þessari myndbandaleigu hér er sú að hún þykir tímanna tákn í þessari atvinnugrein. Nýja myndbandaleigan er sú sjö- unda sem ber nafn Bónusvídeós á höfuðborgarsvæðinu. Hér er því um að ræða keðju myndbandaleiga, óþekkt fyrirbæri á íslandi fram til þessa en vel þekkt fyrirbæri erlendis. „Viðskiptavinunum þykir ekkert verra en þegar þeir þurfa frá að hverfa tómhentir þar sem myndin námu aðeins um 2,7 milljónum króna frá mánudegi til fimmtudags í síð- ustu viku en á föstudag áttu sér stað viðskipti fyrir um 60 milljónir króna. Viðskipti voru með hlutabréf í Olíu- félaginu fyrir tæplega 58 milljónir. Þá áttu sér stað viðskipti meö hluta- bréf í Eimskip og Sæplasti og hækk- aði verð í Eimskip um þrjú prósent sem þeir leita að er ekki til. Við kaup- um 40-50 titla á mánuði og mjög mörg eintök af hverjum. í því felst styrkur okkar. Kúnnarnir virðast kunna vel að meta hvemig við rek- um leigurnar. Myndbandið er í mik- illi sókn þrátt fyrir gervihnattasjón- varp og önnur tilboð á afþreyingar- markaönum." Þóroddur ítrekar að bætta ímynd myndbandaleigunnar sem atvinnu- greinar og velgengni myndbanda- leiga megi ekki síst rekja til náins samstarfs rétthafa myndbanda og myndbandaleiga í samtökunum Myndmarki. Þetta samstarf segir hann aö sé einstakt og feh meðal annars í sér útgáfu á Myndböndum mánaöarins, tímariti sem kynnir öll útgefin myndbönd í mánuðinum, og tíðar auglýsingar um ný myndbönd. en fimm prósent í Sæplasti milli vikna. Þingvísitalan lækkaði í vikunni og var komin niður í 997,69 á fimmtudag og 1014,63 á föstudag. Á mánudag var þingvísitalan komin upp í 1018,86 stig. Reglurum viðskipti með gjaldeyri Seölabankinn hefur sett reglur um upplýsingaskyldu vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagns- hreyfinga mflli landa þar sem flestum hömlum á gjaldeyrisvið- skiptum og fjánnagnshreyfing- um milli landa hefur verið aflétt. Samkvæmt nýju reglunum er þeim sem hafa heimild tfl milli- göngu og verslunar raeð erlendan gjaldeyri skylt aö skrá gjaldeyris- viðskiptin og flokka þau í sam- ræmi við flokkunarlykla Seðla- bankans og þurfa viðskiptavinir þeiiTa að greina frá tilefni gjald- eyrisviðskipta sinna. Sambærileg upplýsingaskylda hvílir á þeim sem eiga viöskipti við erlenda aðila án milligöngu innlánsstofnana og annarra aðila sem hafa heimild í lögum eða leyfi Seðlabankans til að versla með erlendan gjaldeyri. í B-deild Stjórnartíðinda birtast nánari upplýsingar um þessar reglur og eru þar tilgreindar þær fjár- magnshreyfingar sem einstakl- ingum og lögaðilum ber að tfl- kynna Seðlabankanum. MiðbærHafnar- fjarðar sækirumlóð í Kópavogi Miöbær Hafnarfjarðar hf. hefur sótt um 5.000 fermetra lóð undir verslunarhúsnæði í Smára- hvammslandi i Kópavogi, á sama stað og Ikea og Hagkaup höfðu fengið úthlutað, og er fyrirhugað að reisa þar um 5.000 fermetra verslunarhúsnæði i þremur áföngum. Gert er ráð fyrir aö kostnaður við bygginguna nemi að minnsta kosti 300 milljónum króna. Jökulísfluttur úttil Nafta- landa Forráðamenn Eðalíss hf. og Arctic Marketing í samstarfi við Tri Star Packaging Inc. og Glopak Inc. hafa undirritað samstarfs- samning um markaðssetningu á jökulísmolum i neytendaumbúð- um á fríverslunarsvæði Nafta, í Bandaríkjunum, Kanada og Mex- íkó. Fyrsta vörusendingin verður afhent i byrjun apríl. Sementsverksmiöjan hf.: Minnstasala í aldarfjórðung Garðar Guöjónsson, DV, Akranesi: Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi seldi aðeins um 83 þús- und tonn af sementi í fyrra og að sögn Gylfa Þórðarsonar, forstjóra verksmiðjunnar, hefur salan ekki veriö minni í aldarfjórðung. Aðeins þekkjast lægri sölutölur frá fyrstu árum verksmiðjunnar. Fyrir fáum árum var sala verk- smiöjunnar mun meiri. Gylfi seg- ir í samtali viö Skagablaðið að á árunum 1987 og 1988 hafi verk- smiöjan selt yfir 130 þúsund tonn af sementi. Þá voru starfsmenn verksmiðj unnar líka hátt á annað hundraðið. Nú eru þeir 90 talsins. Össurhf.fær viðurkenningu Forráðamenn Össurar hf. hafa veitt viðtöku viðurkenningar- skjali sem formlega staðfestir vottun á gæðakerfi samkvæmt staðli ISO 9001. ISO 9001 tekur til allrar staffsemi fyrirtækisins, framleiðslu, stoðtækjasmiði, sölu, markaðs og þróunar. Hlutabréf í Eimskip hækka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.