Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 TUmælí Aðalheiður Magnúsdóttir Aöalheiöur Magnúsdóttir hár- greiðslumeistari, Fagrahjalla 20, Kópavogi, er fimmtug í dag. Starfsferill Aðalheiður fæddist á Drangsnesi við Steingrímsfjörð en ólst upp á Hólmavík. Hún lærði hárgreiðslu- iðn hjá Amfríði ísaksdóttur í Permu og öðlaðist meistararéttindi 1980. Aðalheiður hefur, með smáhléum, rekið eigin hárgreiðslustofu frá 1980. Núna rekur hún hárgreiðslu- stofuna Marisu að Fagrahjalla 20. Aðalheiður stundaði nám í klass- ískum söng við Söngskólann í Reykjavík 1982-85 og frá 1991 en hún lauk þaöan burtfararprófi 1994. Kennarar hennar þar voru Sigur- veig Hjaltested, Katrín Sigurðar- dóttir og Sigrún Andrésdóttir. Þá var hún í söngtímum hjá Ág- ústu Ágústsdóttur, sem hefur reynst henni góður stuðningsmaður, og sótti námskeið hjá frú Hanne Lore Kuhse, Roy Samuelsen, óperustídíói Eugenia Ratti og Jóhönnu Möller, Tónskóla Eddu Borg og Jóhönnu Linnet í jassi og hjá Jo Estill Voice Consultant í Belting, sem haldið var í Kaupmannahöfn við Statens Teat- erskole. Aðalheiður hefur sungið með Kór Átthagafélags Strandamanna í mörg ár og var meðþegar kórinn söng inn á þriðju plötu sína í vor. Hún syngur nú með Kór Hjalla- kirkju og hefur þar notið leiðsagnar Sigríðar Gröndal sópransöngkonu sem raddþjálfar kórinn. Þá hefur Aðalheiður starfað sl. tuttugu ár með skátamömmufélag- inu Urtunum í Kópavogi og sl. ár með sjálfstæðiskvennafélaginu Eddu í Kópavogi. Fjölskylda Eiginmaður Aðalheiðar er Guð- mundur Helgason, f. 26.8.1959, við- skiptafræðingur. Hann er sonur Helga Daníelssonar og Maríu Guð- mundsdóttir sem bæði eru látin. Synir Aðalheiðar frá fyrra hjóna- bandi eru Einar Brynjar Einarsson, f. 26.10.1963, rafvirki í námi við Tækniskóla íslands, maki Hrafn- hildur Scheving hjúkrunarfræðing- ur og eiga þau tvö börn, ísak Andra, f. 26.11.1991, og Rebekku Rún, f. 20.7.1993; Ólafur Einarsson, f. 7.12. 1964, húsasmiður og verðandi bygg- ingartæknifræðingur, maki Kristín Birna Gunnarsdóttir innanhúss- arkitekt og eiga þau eina dóttur, Eddu, f. 7.9.1994; Magnús Gunnar Einarsson, f. 28.4.1970, matreiðslu- maður, maki Erla Björk Emilsdóttir stúdent og eiga þau óskírðan son, f. 21.12.1994. Dóttir Aðalheiöar og Guðmundar er María Guðrún Guðmundsdóttir, f. 4.5.1988. Systkin Aðalheiðar: Hörður Snævar Sæmundsson, f. 27.9.1936, d. 9.11.1966, rakarameistari, lengst af í Reykjavík; Kristján Hafsteinn Magnússon, f. 2.3.1939, vélstjóri og sendibílstjóri í Reykjavík og starfar einnig með Björgunarsveit Ingólfs; Anna Guðlaug Magnúsdóttir, f. 20.3. 1942, yfirdeildarstjóri kaffiteríu Perlunnar, búsett í Reykjavík; Ingi- mundur Reynir Magnússon, f. 27.3. 1951, húsasmíðameistari í Reykja- vík; Gunnar Þór Magnússon, f. 27.4. 1957, háseti á Þerney, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Aðalheiðar eru Magnús Jörundsson, f. 3.10.1918, vélstjóri og fiskmatsmaður í Reykavík, og k.h., Árný Guðrún Rósmundsdóttir, f. 20.4.1916, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Magnús er sonur Jörundar Gests- sonar, fyrrv. hreppstjóra, frá Hellu á Selströnd og Önnu Helgu Magnús- dóttur, systur Láru, móður Ragnars Bjarnasonar söngvara. Árný er dóttir Rósmundar Helga Aðalheiður Magnúsdóttir. Pálssonar, hagleikssmiðs í Bolung- arvík, frá Kleifum í Skötufirði og Guðlaugar Ámadóttur frá Kald- rananesi í Bjarnarfirði á Ströndum, Magnússonar, og Guðrúnar Guð- mundsdóttir frá Kleifum á Sel- strönd. afmælið 18. janúar 90 ára 60ára HalIdórGunnar Jónsson, Hjallaseli 55, Reykjavík. 85 ára Árný Eyrún R. Helgadóttir, Faxabraut 13, Keflavík. Sveinn Kristjánsson, Efra-Langholti, Hmnamanna- hreppi. Ólafía Reimarsdóttir, Engjavegi4,Selfossi. Matthíldur Guðmundsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. 80 ára Helga Benediktsdóttir, Miðengi, GrímsneshreppL Ólöf Guðrún Guðbjörnsdóttir, fyrrv. húsfreyja að Straumi á Skógarströnd, nú að Bókhlöðustíg 2, Stykkis- hólmi. EÍginmaðurÓlaf- arGuðrúnarvar SverrirGuð- mundssonfrá Barmi á Skarös- strönd, b. að Straumi, enhann lést 1986. ÓlöfGuðrún tekur á móti gestum, laugardaginn 21.1. að Garðaflöt2, Stykkishólmi, eftir kl. 15.00. Stanley Kiernan, Teigagerði 7, Reykjavík. 75 ára Tryggvi Andrés Jónsson, Urðarvegi 10, ísafirði. HilmarHelgason, Hrafnistu, Skjólvangi,Hafnarfirði. Gunnar Þór Þórhallsson, Álfhólsvegi 20 A, Kópavogi. Valur Haraldsson, Njarðargötu 5, Reykjavík. Þórey Eiríksdóttir, Grýtubakka 30, Reykjavik. 50ára Haraldur Borgar Pétursson, Garðavegi 11, Hvammstanga. Anna G. Hafsteinsdóttir, Nesbala 26, Seltjamamesí. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur að Reynivöllum í Kjós. Magnús Guðmundsson, Hraunbrún 13, Hafnarfirði. Gr ímur Sigurður Bj örnsson, Suðurgötu 21, Akranesi. 40ára Guðný María Guðmundsdóttir, Aragerði 11, Vatnsleysustrandar- hreppi. Ólöf Bergsdóttir, Hlíöarhjalla 48, Kópavogi. Svanhildur Línberg Skúladóttir, Kleifarseli 51, Reykjavík. Guðný Árnadóttir, Suðurbraut20, Hafnarfirði. Sigrún Gerður Sigurðardóttir, Dverghömrum 40, Reykjavík. Guðrún Jóna Aradóttir, Sunnubraut24, Geröahreppi. Ásta Jakobína Ágústsdóttir, Álfaskeiði92, Hafnarfiröi. Lára Magnúsdóttir, Skipasundi 49, Reykjavik. Emil Bóasson Emil Bóasson landfræðingur, Háa- leitisbraut 47, Reykjavík, er fertug- urídag. Starfsferill Emil fæddist í Hátúni í Eskifirði í Suður-Múlasýslu. Hann lauk stúd- entsprófi frá MH1974, lauk B.Sc,- prófi í landafræði við HÍ1979, prófi í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1979, M.Sc.-prófi í landafræði og fjarkönnun við Mc.Master Univers- ity í Kanada 1981 og stundaði nám- skeið í kínversku við Tungumálahá- skóla Beijing í Kína 1987. Emil starfaði við staðarval fyrir orkufrekan iðnað, við landgrein- ingu og mat á landnýtingu hjá Orku- stofnun sumin 1977-79, var aðstoð- arkennari við Mc.Master University 1979-81, starfsmaður Staðarvals- nefndar um iðnrekstur 1981-86, stundakennari í landafræði við MH 1982-84 og hefur verið landfræðing- ur hjá Byggðastofnun frá 1986 og ritari stjórnar frá 1988. Emil sat í stjóm SÍNE1982-84 og var formaður þar 1983-84, fulltrúi SÍNE í stjórn LÍN1982-84 og vara- fulltrúi íjármálaráðherra 1989-91, varafulltrúi í Umhverfismálanefnd Reykjavíkur 1986-90, í stjórn Starfs- mannafélags Byggðastofnunar frá 1987 og formaður þar frá 1988, í formannaráði SÍB frá 1988, í stjóm Landfræðingafélagsins 1982-84 og ritstjóri Landabréfsins, í stjórn Fé- lags landfræðinga 1989-94 og for- maður stjórnar Félags náttúru- fræðinema við HÍ1978-79, átti sæti í miðnefnd Samtaka herstöðvaand- stæðinga 1981-91 og gjaldkeri þar 1981-85, sat í stjóm og starfsnefnd KínverskJslenska menningarfé- lagsins KÍM frá 1977, formaður starfsnefndar frá 1982, formaður stjórnar félagsins 1988-91 og ritstjóri tímarits félagsins Austrið er rautt frá 1977. Fjölskylda Emil kvæntist 22.7.1987 í Bejing í Kína Vigdísi Wangchao Bóasson, f. Wang Chao, f. 22.12.1959, MA í al- þjóðasamskiptum og B A í ensku og enskum bókmenntum. Hún er dóttir Wang Yi Ren, fyrrv. kennara í Kína, og Zhai Guo Zhen, fyrrv. forstöðu- manns við heilsugæslu þar. Systkini Emils eru Hildur Þuríður Bóasdóttir, f. 4.12.1941, d. 20.3.1987; Ingi Bóasson, f. 12.5.1946, vélfræð- ingur í Reykjavík; Guðrún Valgerð- ur Bóasdóttir, f. 3.3.1957, ritari hjá Móttöku- og meðferðarstöð ríkisins fyrir unglinga, búsett í Reykjavík; Emil Bóasson. Guðlaug Elísabet Bóasdóttir, f. 16.10. 1967, gjaldkeri við Landsbanka ís- lands, búsett í Reykjavík. Hálfbróðir Bóasar, samfeðra, er Einar Bermundur Ambjörnsson, f. 24.7.1960, tæknimaður í Reykjavík. Foreldrar Emils: Bóas Arnbjörn Emilsson, f. 17.6.1920, fram- kvæmdastjóri, lengst af á Eskifirði, nú búsettur á Selfossi, og Guðrún IngibjörgBjörnsdóttir, f. 2.10.1922, d. 22.9.1975, lengst af húsmóðir og verkakona á Eskifirði. Grétar Oddsson n UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðhald raflagna í nokkrum grunn- skólum Reykjavíkur. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000 á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. febrúar 1995 kl. 14. bgd 13/5 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikírkjuvegí 3 - Sími 2 58 00 Grétar Oddsson, Grettisgötu 12, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Grétar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Seyðisfirði og í Kefla- vík. Hann lauk landsprófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og við Hér- aðsskólann á Laugarvatni, stundaði nám við öldungadeild MH um skeið og nám við bréfaskóla í ljósmyndun, School of Modem Photography. Grétar var dægurlagasöngvari, leigubílstjóri, sjómaður á bátum en þó mest á togurum á ámnum 1952-62, blaðamaður og ljósmyndari við Þjóðviljann, Alþýðublaðið og Fálkann og síðan ritstjóri Suður- nesjatíðinda 1969 auk þess sem hann hefur stundað blaðamennsku á eig- invegum. Hann var verkamaður hjá íshús- félagi Bolungarvíkur og SUdar- vinnslu Neskaupstaðar og kennari við Gmnnskóla Hofsóss 1983-85. Þá starfaði hann hjá Frigg, í Leðuriðj- unni um tíma og við skóverksmiðj- una Þór. Grétar er styrktarforeldri SOS Kinderdorf. Hann hefur þýtt nokkr- ar bækur úr ensku og norsku, þýtt fjölda greina, m.a. fyrir Úrval og gefið út eina bók í eigin nafni. Fjölskylda Grétar kvæntist 13.8.1955 Sigrúnu Unni Sigurðardóttur, f. 28.4.1937, matráðskonu hjá Vegagerðinni. Hún er dóttir Sigurðar Gíslasonar, verkstjóra hjá Togaraafgreiðslunni í Reykjavík, og Kristínar Þórðar- dóttur húsmóður sem bæði em lát- in. Grétar og Sigrún Unnur slitu samvistum 1973. Dætur Grétars og Sigrúnar Unnar era Anna Grétarsdóttir, búsett í Hanstholm á Jótlandi, gift Garðari Valberg Sveinssyni og eru böm þeirra Sveinn, f. 1975, Unnar, f. 1977, Gréta, f. 1978, og Rúna Björt, f. 1984; Þóra Björk Grétarsdóttir, f. 5.10. 1967, búsett í Hanstholm á Jótlandi en sambýlismaður hennar er Hlöð- ver Reyr Sigurjónsson. Bræður Grétars: Baldur H. Odds- son, f. 10.7.1936, flugstjóri í Reykja- vík, kvæntur Sigurhönnu Gísladótt- ur Blöndal og em börn þeirra Bjöm Grétar Oddsson. Þór, Berghnd og Baldur Oddur; Oddur H. Oddsson, f. 20.5.1944, veit- ingamaður í Reykjavík, kvæntur Beth Oddsson og eru börn þeirra OddurogSigríður. Foreldrar Grétars: Oddur Her- valdur Björnsson, f. 9.12.1908, lengst af leigubílstjóri og langferðabíl- stjóri, og Sigríður Oddsdóttir, f. 2.11. 1915.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.