Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 7 dv Sandkom Hafnarfjörður í Kópavog? MiöbærHafn- artjaröar hf. mun, sam- kvænsthdm- ildumritara. hafasóuum lóðíKópavogÍ! ástaöbarsom Byko.Ikeaog ileirt höfðutmg áaöhreiðraum sig. Ekki hefur oröiðmikiöum byggingar á þessum lóðum þó sítthvað kunni að vera í bígerð. En hvað sem fram- k væmdahugleiöingum líður finnst gárungum kostulegt að heyra það aö Miðbær Hafnarfjarðar ætlí aö taka til hendinni í framtíðarhjarta Kópa- vogs. Böm náttúmnnar í fréttaskeytum Reutérsmátti lesagreinúr bandariska limaritinu Variety. Þar ijaliar greinar- íiöfundur um etiendarkvik- myndirsemril- nefndar hafe veriðtilóskars- verölaunaog hinarsem hefðu, samkvæmt hans mati, átt að vera tílnefndar. Stillir höfundur upp lista ekld sérlega minnisstæðra né raerkilegra kvikmynda sem rétt mörðu tilnefningu, að hans mati, og klassískra mynda sem honum finnst aö heíðu frekar átt að vera tiinefnd- ar. Menn renna yfir listann og halla undir flatt en þegar kemur að árinu 1991 fer fslendingurinn að rýna. Höf- undur leyfir sér þá dirfsku að kalla „okkarmynd'i Börn náttúrunnar, krafsara sem marði tílnefningu. Hefði greinarhöfundur heldur viljaö sjá kvikmyndirnar „Toto le heros“ og Tvöfalt lif Veróniku i þeim sporum sem von íslendinga það árið stóðí. Þy kir þetta heldur súr sending eftír allar lofræðurnar um mynd Friðriks. Samviskan svört eftiróhóf JóhannesSig- urjónsson. som ennritstýrir Vikurblaðinu á Húsavík, var meðleiðaraá dögunum undir fyrirsögnini „Hinirsviknu svardagari . upphafi árs". í skrifum sínum IjallarJóhann- esumsam- viskubitið sem angrar landsmenn eft- ir að þeir hafa belgt sig út af hangi- kjöti, rjúpum og bjór og hvernig þeir koma samviskunni í lag með heit- strengingum um allt milli himins og jaröar. Menn lofa að éta minna, vera góðir við fjölskylduna og leiðinlegu nágrannana og umburðarlyndir gagnvart göllum samferðamann- anna. Allt eðlilegt á nýjan leik EnþegarJó- haimesbotnar leiðarannfara margirvænt- anlega að kannastviðsig: „Enaðnokkr- umdögumhins nýjaárslíön- um,þegar þynnkanvar umgarðgengin ogmaginnbú- innaðjafnasig, þá hófst auðvitað hefðbundinn tími heitrofanna oghinna sviknu svar- daga. Og víð urðum aftur eins og við eigum að okkur að vera, latír, og mislyndir óhófsmenn á öllum sviöum og harla ánægðir með sjálfa okkur en gagnrýnir og kröfuharðir í garð annarra. Og þá varð aftur svo hlýtt og bjart um bæinn, þegar normal ástand var skollið á að nýju.“ krafsari Fréttir Sala laxveiðileyfa: Gengur feiknavel í margar veiðiár „Salan í Álftá á Mýrum gengur feiknavel og flestir dagarnir eru farnir hjá okkur næsta sumar," sagði Dagur Garðarsson í samtali við DV, en sala í margar góðar lax- veiðiár gengur vel þessa dagana. Veiðimenn virðast allavega kaupa laxveiðileyfi í þeim mörgum fyrir fram og í einhverjar veiðiár er að verða uppselt eins og Leirvogsá, Laxá í Leirársveit, Laxá á Ásum, Vesturdalsá og Hofsá svo einhverj- ar séu nefndar til sögu. En ekki er hægt að fá veiðileyfi í Hofsá í Vopnafirði næstu tvö ár, hver ein- asti dagur bókaöur. „Það er allt að verða uppselt hjá okkur í Langá og veiðimenn hafa einhverjir keypt þrjú ár fram í tím- ann,“ sagöi Ingvi Hafn Jónsson í gær, en hann leigði ána við þriðja mann og borgaöi 12 milljónir fyrir næsta sumar. „Við eigum ekki marga daga eftir í Laxá í Leirársveit, salan hefur gengiö mjög vel enda held ég að veiðin verði góð í Laxá næsta sum- ar,“ sagði Ólafur Johnson yngri í gær, en hann og Haukur Garðars- son hafa selt veiðileyfi í Laxá með bændum í ána næsta sumar. Margir veiðimenn eru samt í bið- stöðu með veiðileyfm næsta sumar og margir sem selja í stóru árnar finna fyrir því. Margir ætla að bíöa og sjá til hvernig veiðin verður næsta sumar. Þessa dagana eru félagar í Stangaveiöifélaginu að skila inn umsóknum fyrir næsta sumar og ætla menn að panta töluvert. Mjög vel hefur gengiö að selja veiðileyíi í Norðurá í Borgarfirði enda áin efst síðasta sumar. Veiðileyfaverð hefur lækkað mikið í margar veiðiár og fæði minnkað um helming við fengsæl- ustu veiðiána, Norðurá. Dagurinn kostaði 6500 í fyrra en verður 3300 næsta sumar. Þetta hefur gerst viö fleiri veiðiár með fæðið, það er til dæmis ekkert skyldufæði í Hítará á Mýrum lengur. Ytra hjólið farið af og rullar fram með bilnum. Seinna hjólið fer af þegar myndin er tekin. Bæði hjólin rúlla með bilnum og billinn er lagstur á hjólaskálina. Hjólið sem fór fyrr af heldur sinu skriði, en hitt lýkur sinni för. DV-myndir Guðmundur Tvöhjól undan vöru- bíl á ferð „Ég er áhugaljósmyndari og var að taka landslagsmyndir. Myndavélin lá í framsætinu við hliðina á mér. Ég var að koma inn í bæinn og var á eftir vikurflutningabíl með tengi- vagni. Allt í einu sá ég mér til mikill- ar undrunar að annað vinstra aftur- hjólið fór undan tengivagninum og rúllaði fram með bílnum. Ég greip strax myndavélina og byrjaði að smella af. Síðan fór hitt hjólið af líka,“ segir Guðmundur Jensson áhugaljósmyndari sem nýlega náði mjög sérstökum ljósmyndum af því þegar t\’ö hjól fóru undan tengivagni vikurflutningabíls við komuna inn í Þorlákshöfn. Guðmundur segir að það hafi ör- ugglega bjargað miklu að bíllinn sem var fullhlaðinn vikri var búinn að hægja mikið á þar sem hann var að koma í beygju. Þegar seinna hjólið fór hafi hann því náð að stöðva bílinn mjögfljótlega. -rt Gjaldþrotum fjölgar á Akranesi Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Gjaldþrotabeiðnum og úrskurðum um gjaldþrot einstaklinga og fyrir- tækja á Akranesi fjölgaði veruiega milli áranna 1993 og 1994 samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Vest- urlands í Borgamesi. Tólf aðilar á Akranesi voru úrskurðaðir gjald- þrota 1994 en sex árið áður. Árið 1993 voru lagðar 8 gjaldþrota- beiðnir fyrir dóminn og enduðu 6 málanna með úrskurði um gjaldþrot. í fyrra bárust dómnum 23 beiðnir um gjaldþrot. í 12 tilvikum var um að ræða lögaðila en einstaklinga í 11 til- vikum. 8 lögaðilar og 4 einstaklingar voru úrskurðaðir gjaldþrota. Auglýsing um upplýsingaskyldu einstaklinga og lögaðila vegna gjaldeyrisviðskipta og milligöngu um slík viðskipti í atvinnuskyni. Hinn 1. janúar 1995 var aflétt flestum höml- um á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagns- hreyfingum milli landa í samræmi við lög um gjaldeyrismál nr. 87/1992 og reglugerð um sama efni nr. 679/1994. Eftir standa vissar takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi, sbr. lög nr. 34/1991 með síðari breytingum, cg einnig eru takmarkanir á kaupum og afnotarétti erlendra aðila á fasteignum hér á landi, sbr. lögnr. 19/1966. Upplýsingaskylda Samkvæmt gildandi lögum er eftir sem áður skylt að veita Seðlabanka íslands upplýsing- ar um gjaldeyrisviðskipti og annað er varðar greiðslujöfnuð og stöðu þjóðarinnar við út- lönd, til þess að bankinn geti sinnt nauðsyn- legu eftirliti og hagskýrslugerð, sbr. 10. og 11. gr. laga um gjaldeyrismál og 22. og 24. gr. laga nr. 36/1986 um Seðlabanka íslands. Seðlabankinn hefur sett nánari reglur dags. 16. janúar 1995 um upplýsingaskyldu vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga milli landa. Þar segir m.a. að aðilum, sem hafa heimild til milligöngu og verslunar með erlendan gjaldeyri, sé skylt að skrá gjald- eyrisviðskipti og flokka þau eftir eðli þeirra í samræmi við flokkunarlykla Seðlabankans. Viðskiptavinir fýrmefndra aðila þurfa því að greina frá tilefni gjaldeyrisviðskipta sinna. Sambærileg upplýsingaskylda hvílir á þeim sem eiga viðskipti við erlenda aðila án milli- göngu innlánsstofnana eða annarra sem hafa heimild í lögum eða leyfi Seðlabankans til að versla með erlendan gjaldeyri. í fyrmefndum reglum Seðlabankans, sem birst hafa í B-deild Stjómartíðinda, em jafnframt tilgreindar þær fjármagnshreyfingar við útlönd sem einstakl- ingum og lögaðilum ber að tilkynna Seðla- banka íslands. Starfsleyfi til milligöngu um gjaldeyrisviðskipti í atvinnuskyni í l.gr. reglugerðar nr. 679/1994 er eftirfarandi talið felast í milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og verslun með erlendan gjaldeyri: í. að stunda gjaldeyrisviðskipti í atvinnuskyni fyrir eigin reikning eða gegn endurgjaldi; 2. að koma á gjaldeyrisviðskiptum milli aðila gegn endurgjaldi. Samkvæmt 9. gr. sömu reglugerðar skulu þeir aðilar sem hyggjast hafa milligöngu um gjald- eyrisviðskipti og versla með erlendan gjaldeyri, aðrir en þeir sem hafa til þess heimild í lögum eða alþjóðasamningum sem ísland er aðili að, hafa til þess starfsleyfi frá Seðlabankanum. Sækja skal um slíkt leyfi til Seðlabankans. Seðlabankanum er heimilt við veitingu slíkra leyfa að afmarka þau við tiltekna þætti gjald- eyrisviðskipta. Reykjavík 16. janúar 1995 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.