Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 9 Fréttir Anna Sigurðardóttir, Nesvegi 1, Súðavík, sem bjargaðist úr snjóflóðinu: Stjórnleysi að fá ekki að vita af hættunni - hafði enga vitneskju um að fólk hefði verið flutt úr öðrum húsum „Ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en í gær (mánudag) að það hefði yfir höfuð verið snjóflóöahætta. Mér fmnst þetta stjórnleysi. Ég heyrði fyrst í gær að sumir hefðu veriö vak- andi alla nóttina og verið væri að flytja fólk úr húsum. Það er ekki nóg að svona komi eftir á. Mér finnst skrýtið að ég hafði enga vitneskju um fundahöld hjá almannavörnum," sagði Anna Sigurðardóttir, íbúi að Nesvegi 1 í Súðavík, sem slapp úr snjóflóðinu með þrjá unglinga þegar flóðið fór inn í hús hennar. Éigin- maður hennar var ekki heima. Anna sagðist hafa stillt vekjara- klukku sína á sex um morguninn en flóðið féll skömmu eftir að hún hringdi og Anna vaknaði. Þá hafði snjór brotið svefnherbergishurð hennar, síðan hefði komið ógnvekj- andi dauðaþögn - hún hefði í örvænt- ingu rifið leifar hurðarinnar upp, tal- ið að börnin væru innilokuð en síðan séð unglingana þrjá koma skríðandi og skelfingu lostna í snjónum á gang- inum með heimilishundinn. Ekki var hægt að komast út um dyr en björgunarmenn aðstoðuðu fólkið við að komast út um glugga nokkru eftir að flóðið féll. Anna sagði að hún hefði yfirgefið hús sitt ef hún hefði haft vitneskju um að verið væri að flytja aðra íbúa Súðavíkur fyrr um nóttina - úr þeim húsum kauptúns- ins sem þeir sem stjórnuðu flutn- ingnum töldu aö væru á hættusvæði. „Ef ég hefði vitað um hættuna hefði ég farið út úr húsinu. Þetta ástand var miklu verra en þegar flóðið féll úr Traðargili í desember. Þegar flóð- ið féll sást ekkert og hvassviðrið var miklu meira. Ég veit bara að þegar við áttum heima á Túngötu 4 var hringt í okkur og sagt að snjóflóða- hætta væri yfirvofandi og við beðin um að sofa neðan til í húsinu. Það hús sópaðist í burtu núna, aðeins steinveggirnir standa eftir,“ sagði Anna. Anna sagði að aðfaranótt mánu- dagsins hefði fjölskylda hennar ekki fengiðneinarslíkaraðvaranir. -Ótt Þorgils Óttar Mathiesen, annar frá vinstri, á bæjarstjórnarfundum í gær. Hann tekur sæti Jóhanns G. Bergþórssonar næstu mánuðina. DV-mynd GVA Bæjarstjóm HafnarQarðar: Jóhann víkur úr sætitil l.maí „í ljósi umfjöllunar um viðskipti Hagvirkis-Kletts við bæjarsjóð Hafnarfjarðar og takt við það sem ég hef alltaf gert hef ég nú ákveðið aö víkja úr bæjarstjórn. Ráðuneyt- isúrskurð þarf til að það komist á hreint hvort eitthvað varði við lög sem ég hef gert fyrir hönd Hagvirk- is-Kletts. Ég tel það ekki vera. Ég tel bara eðlilegt að ég viðhafi sömu aðferðir í þessu eins og áður. Ég er ekkert á þeim buxunum að draga mig í hlé og hef ekkert fengið fyrir minn snúð,“ segir Jóhann G. Berg- þórsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Á bæjarstjórnarfundi í Hafnar- firði í gær var lagt fram bréf þar sem Jóhann G. Bergþórsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, óskaði eftir því að fá að víkja úr bæjar- stjórn fram til 1. maí eða meðan verið væri að fara yfir viðskipti bæjarsjóðs og Hagvirkis-Kletts í félagsmálaráðuneytinu. Jóhann segist ætla að taka aftur sæti í bæjarstjórn þegar úrskurður fé- lagsmálaráðuneytisins liggur fyrir. „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta gálgafrestur. Ég veit ekki hvort Jóhann hefur verið þvingað- ur til aö senda þetta bréf en ég held að Jóhann Bergþórsson láti ekki þvinga sig til neins. Ég er ekki bú- inn að sjá að þessi meirihluti sé starfhæfur nema fram á vorið," segir Ingvar Viktorsson, fyrrver- andi bæjarstjóri. „Þegar vanda ber að höndum hlýt ég aö bera málin undir Davíð og kynna honum stöðuna en ég get staöfest að við handsöluðum þetta samkomulag hjá Davíð Oddssyni. Við leggjum áherslu á aö starfa áfram í meirihluta Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks. Ég tel að við hljótum að vinna að þvi að geta starfað áfram. Jóhann var ekki þvingaður til að senda þetta bréf á neinn hátt. Við erum ekki að leita að starfi handa honum," segir Magnús Gunnarsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins. Fjöldi manns leitaði fólks í Súöavík eftir að snjóflóð lagði stóran hluta byggðarinnar í rúst. Á myndinni eru þreytt- ir björgunarmenn að koma inn til hvildar og aðrir að taka við. Öll björgunarstörf voru mjög erfið vegna stórviðris og fannfergis sem var á þessum slóðum. DV-símamynd Brynjar Gauti Sveinsson Launagreiðendur! Launamiðum ber að skila í síðasta lagi 21. janúar tglgjtjl Allir sem greitt hafa laun á árinu 1994 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI Skilafrestur rennur út 21. janúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.