Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 Viðskipti Jenið lækkar Þorskverð á fiskmörkuðum hefur hægt og bítandi verið að lækka að undanfómu. Kílóverðið á mánudag var um 112 krónur. Viðskipti með hlutabréf í Olíu- félaginu hafa verið lífleg síðustu daga. Gengi bréfanna hefur tekið dýfu, var 5,95 á mánudag. Eins og kemur fram hér til hlið- ar rýkur álverð upp þessa dagana á erlendum mörkuðum. Þegar viðskipti hófust í London í gær- morgun var staðgreiðsluverðið 2.148 dollarar tonnið. Gengi jensins hefur lækkað um 2% á einni viku. Sölugengið var 0,6739 krónur á mánudag. Jarðskjálftar í Japan hafa m.a. orðiö til þess að hlutabréfaverð í erlendum kauphöllum hefur lækkað. FT-SE 100 visitalan í London var komin niður í 2954 stig á mánudag. DV Markaður skammtlmaverðbréfa á síðasta ári: 87 milljarða velta Velta á peningamarkaði hjá Verð- bréfaþingi íslands á síðasta ári, þ.e. með skammtímaverðbréf, jókst um ríflega þriðjung miðað við árið 1993. Heildarveltan varð tæplega 87 millj- arðar króna. Velta á verðbréfamark- aði, með langtímaverðbréf, jókst um 18% milli ára og varð 76 milljarðar. Þetta kemur fram í Hagtölum mán- aöarins frá Seðlabankanum. Af ríkistryggðum skuldabréfum Guðfiimur Firmbogason, DV, Hólmavík: Hún lætur ekki mikið yfir sér, byggingin sem hýsir eina elstu pen- ingastofnun landsins og samkvæmt samanburðartölum ein af hinum best reknu og traustustu. Það er venjulegt íbúðarhús í sveit á snyrti- legu býli við þjóðveginn, Kirkjuból í Kirkjubólshreppi, Strandasýslu. Sparisjóður Kirkjubóls- og Fells- hrepps hét hann frá 20. janúar 1891 en skipti um nafn um áramótin. Heit- ir hér eftir Sparisjóður Stranda- manna um það leyti sem hann er 104 ára. Frá 1946 hefur hann verið til húsa á Kirkjubóli. Það ár var byggt þar 144 m2 íbúðarhús fyrir stóra fjöl- skyldu. Þó um tíma hefðu þar aðset- ur 3 íjölskyldur og húsráðendur í margháttuðum trúnaðarstörfum fyr- ir sveit og sýslu var sparisjóðnum ekki úthýst. „Starfsemin var ekki mikil framan af en hefur aukist jafnt og þétt síð- ustu áratugina," segir Grímur Bene- diktsson sparisjóðsstjóri. Hann er 3ji sparisjóðsstjórinn frá 1915 eða í 80 ár. Síðasta heilsársuppgjörið, sem er fyrir 1993, sýnir að eigið fé var sam- tals 55,6 millj. kr. eða 28,8% af niður- Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi Álverð á erlendum mörkuöum hef- ur rokið upp að undanfömu, hækkað um 10% frá áramótum. Staðgreiðslu- verðiö fór í 2.148 dollara tonnið í gærmorgun og hefur ekki verið hærra í tæp 5 ár. Hækkunin að und- anfömu er rekin til aukins áhuga álkaupenda í Bandaríkjunum. Sérfræðingar spá því að álverðið fari yfir 2.200 dollara á næstunni og taki síðan örlitlum leiðréttingum jókst velta ríkisvíxla mest en velta spariskírteina stóð í stað. Velta hlutabréfa jókst um 73% og varð rúmlega milljarður króna eins og komið hefur fram í DV. Miðað við þingvísitölu hlutabréfa hækkuðu þau um 24% á árinu. Seðlar og mynt í umferð jukust um 18% í fyrra samanborið við tæp 9% árið 1993 og er það hluti af þeim breytingum sem urðu á greiðslu- stöðutölu efnahagsreiknings. Eig- infjárhlutfall var 43,3% og hagnaður þess árs 9,8 millj. kr. „Þetta hefur alltaf gengið nokkuð vel því lántakendur hafa jafnan verið mjög traustir og allt fram á síðasta ár varð sparisjóðurinn ekki fyrir niður á við. Eftir nokkrar vikur megi síðan búast við að verðið fari upp í 2.400 dollara tonnið. Þrátt fyrir þess- ar hækkanir er álverð talsvert frá sögulegu hámarki sínu sem er um 4.300 dollarar frá því í júní 1988. Hlutabréfaviðskipti í síðustu viku vom upp á 44,6 milljónir króna. Þar af fyrir tæpar 25 milljónir með bréf íslandsbanka og 12 milljónir með hlutabréf Olíufélagsins. Viðskipti með önnur hlutabréf voru í algjöra lágmarki, t.d. var ekkert höndlað miðlun á árinu. Árið 1994 drógust lán og endurlán innlánsstofnana saman um 0,6% eft- ir 7% vöxt árið áður. Hins vegar juk- ust almenn útlán um 6,2%. Lán til ríkis, sveitarfélaga og einstaklinga hafa aukist en lán til fyrirtækja dreg- ist saman. Aukin verðbréfaútgáfa fyrirtækja er hluti af skýringu á minni lánum til þeirra úr bankakerf- inu. neinum útlánatöpum, sem verður að teljast mjög gott á svona löngum tíma. Þetta segir okkur það að Strandamenn hafa verið og eru skila- menn góðir sem standa við alla sína samninga," segir Grímur sparisjóðs- stjóri. með Eimskipsbréfin. Tveir togarar lönduðu aíla sínum í Þýskalandi í síðustu viku. Viðey RE fékk tæpar 30 milljónir króna fyrir um 238 tonn. Dala-Rafn VE náði örlítið betri sölu á fimmtudag þegar tæpar 20 milljónir fengust fyrir 126 tonn. í gámasölu í Englandi fengust 30,5 mUljónir fyrir 193 tonna bland- aðan afla í síðustu viku. Meðalverð var nokkru lægra miðaö við vikuna á undan. Ríkiðselur seinni helming- inníLyfjaversl- un Islands Sala á seinni helmingi hlutar ríkissjóðs í Lyfjaverslun íslands hefst á morgun og stendur til 1. febrúar. Um er að ræða 150 millj- óna króna hlutafé. Bréfm verða seld í tveimur lot- um. Til mánaðamóta verða þau seld á föstu gengi að hámarki fyr- ir 500 þúsund krónur á mann. Sérstök lán verða veitt vegna kaupanna til mánaðamóta. í öðru lagi fer fram tilboðssala frá 1. til 17. febrúar nk. á þeim bréfum sem kunna að verða óseld. Um- sjón með sölunni hefur verð- bréfafyrirtækið Kaupþing. Gjaldeyris- forðinn lækkaði um 11 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabankans dróst saman um 11 milljarða króna á árinu samkvæmt bráða- birgðatölum, lækkaði úr 31 í 20 milljarða miðað við gengi í árslok 1994. Þetta kemur fram í nýjustu Hagtölum mánaðarins. „Ástæða þessarar rýrnunar á gjaldeyrisstöðu, þrátt fyrir um- talsverðan afgang á viðskipta- jöfnuði, liggur í útstreymi á fjár- magnsjöfnuði vegna upp- greiðslna á erlendum lánum af hálfu lánastofnana og einkaaðila og beinna verðbréfakaupa er- lendis. Fjármagnsjöfnuður var neikvæður um nær 15,5 milljarða fyrstu níu mánuði ársins en nettókaup á erlendum verðbréf- um námu 7,1 milljarði fyrstu ell- efu mánuðina," segir m.a. í Hag- tölum mánaðarins fyrir janúar. Vöxtur hjá Skagamarkaði Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: Verðmæti afla sem boðinn var upp á Skagamarkaði hf. í fyrra var mun meira en árið áður. Mun meira magn seldist á markaönum og meðalverðið fyrir hvert kíló var hærra. Um 3000 tonn seldust á mark- aðnum í fyrra en 2.300 tonn 1993. Aukningin milli ára er um 34%. Meðalverð fyrir hvert kíló hækk- aði úr 72,50 krónum 1993 í 75,64 krónur í fyrra. Alls fengust 232,5 milljónir króna fyrir aflann í fyrra en 166 millj. kr. 1993. Aukn- ingin er 40%. Bæklingurum vörusýningar Feröaskrif- stofan Úrval- Útsýn hefur gefið út nýjan bækling um al- þjóðlegar vöra- sýningar á ár- inu 1995. Um er að ræða mikinn fjölda vöra- og fagsýninga bæði í Evrópu og Bandaríkjunum en bækling- urinn skiptist í 109 greinar í iðn- aði og verslun. Úrval-Útsýn er umboðsaðih á íslandi fyrir Köln Messe í Þýska- landi en þar eru árlega haldnar tugir vöru- og fagsýninga sem ís- lendingar hafa sótt undanfarin ár. Jafnframt þessu er í gangi samvinnuverkefni milh sendi- ráðs Bandaríkjanna á íslandi og ferðaskrifstofunnar um skipu- lagningu hópferöa á sýningar víðs vegar um Bandaríkin. Bækl- ingurinn hggur frammi hjá sölu- skrifstofum og umboösmönnum Úrvals-Útsýnar um allt land. Sparisjóður Strandamanna: Ekki tapað á útlánum í 104 ár Ragnar Kristinn Bragason og Grímur Benediktsson, starfsmenn Sparisjóðs Strandamanna. DV-mynd Guðfinnur Hæsta álverð í 5 ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.